Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 71
88GI ÍT51HM383C .ðt HUOAaiJTMMIH .aiaAIBVíUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 15: DESEMBER 1988 OT ---71 að borði og samfundanna notið. Svo fóru kveðjur fram. í Þingeyjarsýslu yrði næsti áfangastaður. Þar skyldi leitað næturhvíldar. Síðan myndi stefnt til Austurlands, þar sem ætt- menni og vinir biðu í varpa. Þegar ég var ein orðin, fannst mér mikið tóm. Eftir var gestabók- in með tveimur nöfnum skráðum fallegu letri, sem varla var þomað úr pennanum. Eftir var og minning mæt, sem vel yrði varðveitt. Eftir þetta varð það æ tíðara að við Margrét hefðum samband okkar á milli í síma. Og hvert viðtal styrkti þann þátt, sem tengdi okkur. Við hugsuðum með gleði til endurfunda á haustdögum, þegar ég ætti á ný erindi til Reykjavíkur. Og víst náðum við saman, þegar að því kom, en þá var dimmt ský dregið fyrir sólu og þungi kvíða og sorgar læstist um hjartarætur. Margrét lá fársjúk á Landkoti. Ég hafði samband við hana í síma af og til, ef unnt reyndist. Og nokkr- um sinnum vitjaði ég hennar, — en of sjaldan. Það var mér þung raun hveiju sinni, svo að við lá að mig brysti þrek til þess. En ég hlaut að standa mig, fýrst hún í heljarnauðum reyndist hetja sönn. Enn var það hún, sem gaf og styrkti. Hún tók okkur öllum, sem til hennar komu, með fögnuði og einstakri alúð, og þökk. — Laugardaginn 12. nóvember sl. kom ég síðast að beði Margrétar. Svo virtist, að henni liði þá betur en stundum. Yfir henni var sérstæð birta. Við fengum nær ekkert tóm til að talast við í einrúmi, liðið var á heimsóknartímann og ýmsir komu. Kveðjan var orðfá en auðug af þökk og hlýju. Sama hugsun mun hafa bærst með okkur báðum. Við vorum að mætast og skilja í hinsta sinni hér á jarðlífssviði. Tólf dögum síðar barst mér fregnin um að Margrét væri horfin til æðri heima. Bijósti mínu blæddi. Urðin djúpa blæddi inn. Og margir munu þeir vera sem nú kenna höfugs trega. íslenska þjóðin er fátækari eftir, — á einni göfugri konu færra. Að Margréti Jónsdóttur stóðu traustir stofnar. Hún var af þróttmiklu og gáfuðu fólki komin, hlaut í vöggugjöf margar bestu eigindir ættarinnar og var mótuð af áhrifum austfirskr- ar menningar. Hún var ágætum og fjölþættum gáfum gædd, merk í hvívetna, — höfðingi J sjón og raun. Sérhvað það, sem henni var falið að annast og starfa, leysti hún af hendi á þann veg að það færði henni sæmd. Það kom því af sjálfu sér, að hún hlaut virðingu og traust, og að eftir henni var tekið hvar sem hún fór. Margrét var bókgefín með afbrigðum, bókfróð og víðlesin. Hún braut til mergjar það sem hún las og lærði. Ákveðnar voru skoðanir hennar á því, svo og hinu sem fyr- ir bar og búið við í daglegri önn. Eigi var hætt við að hana bæri af leið. Engum var fært að fá hana til að falla frá þeirri stefnu, sem hún hafði markað sér og heitið að fylgja um lífstíð. Margrét fylgdist frábærlega vel með æðaslætti samtímans og var hvort tveggja skarpskyggn og víð- skyggn og átti rúman sjónhring. Allra viðhlæjandi var hún ekki, — fjarri fór því. Varúð varðandi hið óþekkta mun hafa verið henni eðlis- læg. Að skyldi fara með gát, sam- kvæmt því, sem kveðið er á um í einræðum. Starkaðar. — En þegar hjarta hennar laukst upp reyndist það stórt og auðugt. Ég kynntist Margréti ekki fyrr en sá sjúkdómur, sem varð henni að aldurtila, hafði lagt á hana íjöt- ur sinn. Samt gáfust góðar stundir inn á milli. Öðru hveiju, sem hún naut næsta vel. Lífsviljinn, svo og gleðin yfir því, sem var af góðum þáttum gjört og jók fegurð lifsins, var styrkur hennar og stafaði frá henni, sem hlýr geisli. Ég tel það á meðal þess sem mér hefur best verið gefið í lífinu að fá að una með Margréti í geislanum hennar, á samverustundum okkar, sem hér hefur verið getið. Það veitti bæði ánægju og lærdóm, færði mér heim sanninn um að sá sem á stóra sál fær lengi staðist ógn og þunga þess örlagadóms, sem í vændum er. — Og þegar eigi var um neinn frest að gjöra framar, sá ég Margréti stærsta. Ég dáðist að Hugprýði hennar í lokaþættinum — logasár- um. Ég kveð þessa mætu vinkonu mína með virðingu og heilli þökk. Þótt söknuðurinn risti djúpt er læknisdómurinn gefinn í vissunni um, að „þegar leysi ég landfestar og legg á dröfn mun einum fleira að fagna er næ ég friðarhöfn". (Amfríður Signrgeirsdóttir.) Þegar hljómur kirkjuklukknanna kunngjörir vegferð Margrétar Jóns- dóttur frá Gunnhildargerði inn í „nóttlausa voraldarveröld/þar sem víðsýnið skín“. Þá má okkur, sem unnum henni og áttum hana að, vera efst í huga þökkin fyrir líf hennar, — þökkin til föðurlífsins fyrir þá gjöf, sem hann bar okkur í henni. Vanda- mönnum Margrétar votta ég hlut- tekningu, og sérstaklega sendi ég dóttur hennar Urði innilega samúð- arkveðju. Megi fögur minning mætrar móður milda þunga reynslunnar og verða sá geisli, sem lýsir henni æfi alla um auðnu veg. 4. desember 1988, Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. Af ljóðum og óljóðum eftir Helga Kr. Sigmundsson í Morgunblaðinu 24. nóvember sl. birtist grein á blaðsíðum 44-45, undir nafninu „Umferðarslysum fjölgar í ljóðagerðinni". Hún er eft- ir Guðmund Guðmundsson. í greininni fullyrðir höfundur að flestir hafi orðið fyrir vonbrigðum með vinningshafa ljóðasamkeppni einnar. Ef það er rétt skilið notar höfundur „flesta" í sömu merkingu og meirihluti þjóðarinnar. Það eru fréttir þykir mér, þegar meirihluti þjóðarinnar lætur samkeppni af þessu tagi sig nokkru varða. Því miður fer höfundur þama nokkuð fijálslega með staðreyndir og ómerkar fullyrðingar. Þekkir nokkur svo gjörla skoðun þjóðarinn- ar áður en hugur hennar hefur ver- ið rannsakaður, t.d. með skoðana- könnun? Spámennska getur verið skemmtileg, en svona kúnstir eiga heima í skáldsögum. í umræddum skrifum er vitnað til orða Sigurðar Nordals. Ég vitna til sömu orða: „Og hefði íslensk Ijóðagerð nokkum tíma niður fallið, þótt eigi hefði verið nema um hálfr- ar aldar skeið, og risið síðan upp aftur fyrir aðkomin áhrif, er ósenni- legt, að stuðlasetningin hefði átt sér viðreisnar von — þetta foma einkenni allrar germanskrar ljóð- listar, sem vér emm nú ein um að varðveita." Skáldskapur í óbundnu máli hef- ur kannski gengið sér til húðar. Um slíkt vil ég ekki spá. Eitt er víst, íslensk ljóðagerð er ekki að líða undir lok þó að hún breytist. Sammála er ég Sigurði, þegar ég fullyrði að stuðlasetningin hafi ekki sungið sitt síðasta. Því er nefnilega svo farið að góður tjáningarmáti gleymist ekki þeim, sem finnur hjá sér þörf að yrkja. Þegar ljóðagerð siglir í strand, koma alltaf fram ný og ný stór- skáld. Dæmi em Hallgrímur Péturs- son, Jónas Hallgrímsson og Steinn Steinarr. Þessi skáld fóm nýjar leið- ir og gagnrýndu stöðnun leirhnoðs þeirra tíma. Allt þetta gerðu þeir með því að yrkja þannig, að hröm- unin varð augljós. Steinn Steinarr sýndi mönnum sem lásu ljóð að þau má yrkja utan einhverra rígbund- inna bragarhátta. Þetta hafa marg- ir gert á eftir honum. Margir óttast hnignun tungu ís- lendinga og skáldskapar þeirra. Höfundur umræddrar greinar tekur Umferðarslysum Qölg- ar í Ijóðagerðinni „Skáldskapur í óbundnu máli hefiir kannski gengið sér til húðar. Um slíkt vil ég ekki spá. Eitt er víst, íslensk ljóðagerð er ekki að líða undir lok þó að hún breytist.“ undir þessar skiljanlegu áhyggjur í orðunum: „Málsmekk hrakar sífellt...“ Er nema von að menn hræðist? Umrædd grein er ekki al- veg laus við ambögur og hortitti á borð við þennan. Af borði Guðmundar: „Það verð- ur að rétta þeim höfuðstaf og stuð- ul að styðja sig við út úr sífelldri holtaþoku og eyðimerkurgöngu!" Illa er nú komið fyrir íslensku máli þegar varnarmenn þess skrifa svona. Flestir íslenskumælandi menn yrðu hissa ef holtaþoka legð- ist yfir eyðimörkina. Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur. Hef- ur annars einhver látið þá í Nation- al Geographic-tímaritinu vita af þessu fyrirbæri? Úr sömu umræddu greim „... hafa hugsanlega á tvennum vígstöðvum verið skipulögð eins- konar slys..." Sannarlega vissi ég ekki að hægt væri að skipuleggja slys. Hér færi betur að nota í stað slyss orð eins og tilræði eða eitthvert annað orð sömu merkingar, þ.e. ef almenning- ur á að skilja setninguna. Úr grein Sigurðar Valgeirssonar: „... Ljóðaárbókin 1988 er vel heppnað verk, verk sem hreyfir við mönnum eins og góður skáldskapur á að gera.“ Þá segir Guðmundur: „Þama hefði að sjálfsögðu átt að standa: eins og lélegur skáldskapur hlýtur að gera.“ Þá höfum við það, aðeins lélegur skáldskapur hreyfir við fólki að mati Guðmundar. Hann er fífldjarf- ur t þessum ummælum. Það þarf vonandi ekki að minna á fyrstu útkomu Þyma eftir Þor- stein Erlingsson. Bókin vakti mikla athygli og kom róti á hugi manna, hún var fersk. Nú á tímum eru Ijóð Þorsteins almennt talin hinn ágæt- asti skáldskapur." Slæm voru án nokkurs vafa eftir- farandi orð höfundar: „Þar sem mér og nokkrum ljóðelskandi vin- um mínum langar ..Viðeigandi eru orð gamals karls úr sveitinni. Hann sagði, þeir hella úr koppunum sem í þá míga!“ Þess skal getið að þessi síðast- nefnda vitleysa hefur verið afsökuð. Þetta er illa skrifuð grein hjá Guðmundi og bið ég hann lengstra orða, að skrifa ekki aðra slíka. Það er ábyrgðarlaust að hafa svona málfar fyrir óhömuðum unglingum og öðmm lesendum. Ef t.d. unglingar ættu að taka sér til fyrirmyndar málfar höfundar þessarar greinar, gætu þeir spurt: Mér langar að vita hver það sé sem skipulagði þessa holtaþoku? Höfundur er læknanemi. Starfsmannafélög, félög og samtök Vilt þú halda gott jólaball eða dreypa á Ijúfri jólaglögg? Höfum ennþá laust eftirtalda daga: Laugardag 17. des., Þorláksmessu, 2. í jólum, föstudag 30. des. o.fl. Kynnið ykkur strax hugsanlegt fyrirkomulag og verð. Félagsheimili Fóstbræðra. S. 685206. REGUMATIC -rúmið tryggir rétta stöðu. lík- amans: Rétta sveigju á hrygg þegar legið er á hlið, og beinan hrygg þegar legið er á baki. REGUMATIC er með stillanlegu höfðalagi og hægt er að hækka það upp fyrir fæturna. Einnig er hægt að fá það fjórbrotið með sjálfstæðri still- ingu fyrir búk og fætur. Pétur Snæland, Skeifunni 8, sími 685588 REGUMATIC MIÐAST VIÐ ÞÍNAR ÞARFIR. REGUMATIC hentar sérstaklega vel sjúkum og öldruðum, astma-, gigtar- og hjarta- sjúklingum. SNÆIAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.