Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 53
w,« rf-TnvaO”^ "1 r fTTTn*OTT'P»'o*in mrr A TÍITATTr»Cr01'<r MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 53 „Brjótum múrana“: Konum yfirleitt fal- in lítil mannaforráð Frá slysstað i hádeginu i gær. Morgunblaðið/Rúnar Þór Tvær bifreiðir skemmdust mikið TVÆR fólksbifreiðir skemmdust mikið i hörðum árekstri, er varð á mótum Hrafnagilsstrætis og Þórunnarstrætis laust fyrir há- degi í gær — á horninu fyrir ofan heimavist Menntaskólans. Stöðvunarskylda er á Hrafnagils- strætinu, en ökumaður bifreiðarinn- ar sem þaðan kom sagðist ekki hafa séð hinn. Talið er að sólarljós hafi blindað þann sem kom úr Hrafnagilsstrætinu. Enginn slasað- ist, en bifreiðirnar eru báðar mikið skemmdar. KONUR í stjórnunarstörfum i stærstu fyrirtækjum á Akureyri eru í lægstu hugsanlegu stöðum, skv. könnun sem „Bijótum múrana“ (BRYT), samnorrænt verkefni norrænu ráðherra- nefiidarinnar, hefur gert. Valgerður H. Bjamadóttir, verk- efnisfreyja á íslandi, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að könnunin væri ekki fullunnin, en fyrstu vísbendingar væru ljósar. „Þær gefa til kynna að hin dæmigerða kona í stjómunarstöðu hjá þessum fyrirtækjum sé í lægstu hugsanlegu stjómunarstöðu, fulltrúi eða deild- arstjóri í lítilli deild, ekki með fag- menntun, vinni meira en fulla vinnu, meðalaldur er 40 ár og viðkomandi hefur yfírleitt lítil mannaforráð," sagði Valgerður — en bætti við að frá þessu væm vissulega undan- tekningar. í nýjasta fréttabréfi BRYT er greint nánar frá könnuninni. Þau fyrirtæki sem tekin vom fyrir vom Akureyrarbær, Kaupfélag Eyfirð- inga, Iðnaðardeild Sambandsins og Útgerðarfélag Akureyringa. Könn- unin var gerð sumarið 1987. í fréttabréfinu segir að yfírlit hafí verið gert yfír stöðu kvenna í fyrir- tækjunum en síðan hafí verið tekin viðtöl við 40 konur sem allar vom í svokölluðum stjómunarstörfum. Enn sé verið að vinna úr viðtölun- um, en þegar því ljúki verði lagðar fram tillögur um hvemig hægt er að auka áhrif og ábyrgð kvenn- anna, einnig í þeim tilgangi að bæta stöðu þeirra kvenna sem ekki em í stjómunarstöðu. Valgerður H. Bjamadóttir segir í grein í fréttabréfínu: „Það hefur gert verkefnið dálítið flóknara að miklar skipulagsbreytingar hafa átt sér stað í tveimur af þessum fyrir- tækjum undanfarin ár. Iðnaðardeild Sambandsins hefur að hluta til skipt um eigendur og framleiðslan hefur að töluverðu leyti breyst, bæði sjálf vinnan í verksmiðjunni og stjóm- kerfið." Hún segir að hjá Akur- eyrarbæ sé unnið að miklum skipu- lagsbreytingum, sem m.a. leiði til breytinga á stjómkerfi bæjarins. Það hefði átt að gefa möguleika á að bæta stöðu kvenna, en sú þróun hafi ekki orðið innan bæjarkerfís- ins, „en örlitlar breytingar er hægt að merkja í þá átt hjá fyrrverandi Iðnaðardeild." Fram kemur að 22 af konunum, eða 55%, hafi ekki formlega starfs- menntun, en margar hafi fengið fræðslu innan fyrirtækisins, sótt námskeið í verkstjóm, tölvuvinnslu o.s.frv. Konumar hafí að meðaltali starfað hjá fyrirtækinu í 12 ár, verið í núverandi stöðu í rúm 5 ár og þær hafí flestar tekið við af karlmanni. Þess má þó geta að 3 kvennanna hafa verið í núverandi starfi í rúm 20 ár. Fram kemur að nær undantekn- ing sé í þessum hópi að konumar hafí sótt um stjómunarstarfið. „Tæplega 30 þeirra var boðin stað- an og einhver yfirmaður hvatti þær til að taka hana. Þær fáu sem hafa sótt um stjómunarstöðu em venju- lega með einhveija fagmenntun." Ennfremur kemur fram að konum- ar hafi að mestu leyti verið ánægð- ar með stöðu sína sem stjómendur, fáar hafi kvartað um langan vinn- utíma, en þær hafí flestar verið í fullu starfí með töluverða yfirvinnu. „Þeim fannst ábyrgðin ekki of mik- il, en nokkrar vildu gjaman bera meiri og ákveðnari ábyrgð, þannig að þær gætu haft meiri áhrif og svigrúm til að taka sjálfar ákvarð- anir.“ Þá er greint frá því að kon- umar hafi verið spurðar hvort þær hefðu gert áætlanir um að ná lengra í stjómunarstiganum. „Langflestar töldu að þær kæmust ekki lengra. Ef þær vildu breyta til yrðu þær að skipta um vinnustað eða deild. Langflestar töldu að skortur á menntun væri orsök þess að þær hvorki vildu né gætu komist til frek- ari áhrifa. Það er þó athyglisvert að næsti yfírmaður þeirra er oft karlmaður án sérstakrar menntun- ar,“ segir Valgerður í fréttabréfínu. Örn Ingí í vinnustofii sinni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson •• Orn Ingi með „opna“ vinnustofu: „Reikna með verk- legri handsprengju“ ÖRN INGI hefur opnað vinnu- stofii, sem jafhframt er sýning- arsalur, við heimili sitt í Kletta- gerði 6 á Akureyri. Örn Ingi tók sig til og byggði við bUskúr sinn og er vinnuaðstaða hans nú í þeirri viðbyggingu við hlið íbúð- arhússins. „Ég hugsa mér vinnustofuna þrfskipta. I fyrsta lagi em þama grófvinnustofa og skúlptúr-gerð, í öðm lagi málaravinnustofa og teiknistofa og í þriðja lagi sýningar- aðstaða og pláss fyrir námskeiða- hald ef ég vildi. Sýningaraðstaðan er í kjallaranum og virkar dags daglega sem einhvers konar gall- erí-hellir, sem mmar 30 mynda sýningu," sagði Öm Ingi í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði fyrirkomulag bygg- ingarinnar hugsað frá gmnni með það í huga hvað þar ætti að fara fram. „Þama er allt sér, kynding, salemi og eldunaraðstaða ef manni dytti í hug að leigja þetta út síðar meir — eða að skipta á vinnustofum við annan listamann einhvers staðar í heiminum. Birtan í vinnustofunni er sótt í mikinn þakglugga og ég veit að það verður þvf afar gaman að mála við dagsbirtuna — það verður næstum jafn bjart inni og úti. Það er mín hugsun að þetta verði tiltölulega „opin“ vinnustofa, sem ég nota náttúrlega fyrir það fyrsta sjálfur og tæki síðan fólk einnig inn á námskeið. Þá vil ég að fólk geti komið hér að og bank- að upp á til að skoða galleríið. Bæði bæjarbúar og utanbæjarmenn — ég vil til dæmis hvetja fólk sem kemur í bæinn til að fara í leikhús að kíkja hér við í leiðinni." Öm Ingi sagðist ekki reikna með að sýna mikið af verkum eftir aðra en sjálfan sig í sýningarsalnum, „nema forsendur fyrir slíku muni breytast," eins og hann orðaði það. Nú þegar er hann með til sýnis á milli 50 og 60 verk — teikningar, pasteimyndir, olíumyndir ásamt skúlptúmm og nytjalist; trémuni einsog skálar, bakka og fleira. Þá er hann einnig með til sölu kort og eftirprentanir af pastelmyndum eft- ir sjálfan sig. Listamaðurinn sagði það gamlan draum sinn að koma sér upp vinnu- aðstöðu sem þessari. „Húsnæðið hefur verið f byggingu í sex eða sjö ár. Það var ekki gert ráð fyrir þessu í upphafi en svona vinnustofa fer ekki vel inni í íbúðarhúsnæði. Ef ég hefði haldið mig eingöngu við málverkið hefði það verið í lagi, en sumt af því sem ég er að fást við Örn Ingi með (jós, er hann bjó til úr sauðnautshaus, sem verður í vinnustofunni. hentar þar ekki. Ég er alsæll og hinn kátasti með þetta og reikna satt að segja með verklegri hand- sprengju hjá sjálfum mér eftir að hafa fengið þessa aðstöðu." jólagjaýir —jólcifót folbe G/Lti ber^^?dt Karlmannaföt í miklu úrvali, stakir jakkar og buxur. Frakkar, stakkar, peysur, skyrtur, bolir, hálsbindi, sokkar, nærfót o.m.fl. Klæðskeraþjónusta. VERSLIÐ HJÁ FAGMANNI. Hafnarstræti 92 - 602 Akureyri - Sími 96-26708
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.