Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DE3EMBER 1988
ews
! &
KAUPFELOGIN
Mjór er niikils vísir
Békmenntir
Erlendur Jónsson
Steinar J. Lúðvíksson: ÞRAUT-
GÓÐIR Á R.AUNASTUND. 204
bls. Örn og Örlygur hf. 1988.
Komið er út 19. bindi björgunar-
og sjóslysasögu þeirrar sem Steinar
J. Lúðvíksson hefur verið að taka
saman á síðastliðnum tuttugu
árum. Dágott ritsafn það. í formála
upplýsir Steinar að þetta hafi í
fyrstunni átt að verða þijú eða fjög-
ur bindi aðeins. En mjór er mikils
vísir; það hefur heldur betur teygst
úr verkinu. Árin hafa liðið og nýtt
efni orðið til jafnóðum og hið gamla
tæmdist. En nú segir höfundur að
staðar verði numið, nema hvað
nafnaskrá muni koma út á næsta
ári fyrir bindin öll. Þó er ekki þver-
tekið fýrir að verkið verði hafið
aftur einhvem tíma síðar. En sem
sagt: ekki verður lengra haldið að
sinni.
Það eru árin 1972-74 sem Stein-
ar tekur fyrir í þessu síðasta bindi.
Viðburðarík ár í landi, en varla
öðrum minnisstæðari á sjónum.
Stormasamt var á ólgusjó stjórn-
málanna, þjóðin hélt upp á ellefu
alda afmælið og Vestmannaeyja-
gosið skall eins og brotsjór á kinn-
ungi þjóðarskútunnar. Vestmanna-
eyingar urðu að flytja flota sinn til
annarra hafna. Eitt strand mun
mega rekja til ókunnugleika varð-
andi staðhætti á nýjum útgerðar-
stað. Annars er náttúruhamfaranna
í Vestmannaeyjum að fáu getið í
þessari bók; sjóslysum ollu þau ekki.
Togaraslys urðu hins vegar mörg
á umræddum árum og mun mega
rekja það að einhverju leyti til nýrr-
ar veiðitækni og breyttra vinnu-
bragða: skuttogaramir voru að taka
við af síðutogurunum gömlu. Skut-
togaramir virðast í fýrstunni hafa
reynst hálfgerðar háskafleytur. En
þess er getið að sjómenn hafi eigi
að síður tekið skiprúm á skuttogara
fram yfir gömlu togarana; skuttog-
aramir vom nýir, aðbúnaður betri
og tekjur hærri.
Það bar til tíðinda að Hamranes,
gamall síðutogari, fórst á rúmsjó
eftir að sprenging hafði orðið í skip-
inu. Mannbjörg varð. En ekki fékkst
úr því skorið fýrir sjórétti hvað
hefði getað orsakað sprenginguna.
Síðasta sigling Hamranessins væri
því tilvalið efni fyrir þann sem tæki
sér fyrir hendur að athuga dular-
fullar sjóferðasögur.
Slys í höfnum em tíunduð í rit-
safni þessu. Sé því flett, bók fyrir
bók, blasir við sú staðreynd að sér-
hver höfn er hættusvæði. Erlendis
er litið á hafnir sem vinnustaði ein-
Steinar J. Lúðvíksson
ungis og alls engin frílystinga-
svæði. Islendingar em hins vegar
vanir að líta á höfnina sem almenn-
ing, líflegt athafnasvæði, torg
þangað sem fara megi til að sýna
sig og sjá aðra. Því hygg ég að
almenn slys hafí á tímabili því sem
saga þessi nær yfir orðið jafnvel
fleiri en raunvemleg vinnuslys við
hafnir landsins. Vafalaust mun vera
erfitt að útiloka óþarfa umferð um
hérlendar hafnir; venjan er sterk.
Þegar nú samantekt og ritun
þessarar sögu lýkur er rétti tíminn
til að þakka höfundi mikið og vel
unnið starf. Hann hefur meðal ann-
ars orðið að fjalla um mál sem
hljóta eðli sínu samkvæmt að vera
viðkvæm og vand með farin. Því
tók hann snemma þann pól í hæð-
ina að skrá sögu sína hlutlægt,
halda sig við staðreyndir og leggja
lítið mat á efnið sjálfur en skírskota
gjaman til opinberra aðila ef
ástæða hefur þótt til að leggja dóm
á orsakir atburða. Lestur þessara
bóka getur vakið bæði sorg og
gleði. Frá hendi útgefanda hygg
ég að ritinu muni meðal annars
ætlað að styrkja tiltrú á starfi
Slysavamafélags íslands sem hvar-
vetna er í sjónmáli í þessari löngu
og viðamiklu samantekt. Það tel
ég hafi og rækilega tekist.
Þó ritun þessarar sögu sé nú lok-
ið í bili vona ég að þráðurinn verði
tekinn upp aftur einhvem tíma
síðar.
SpNG- OG
PIANOBOK
BARNANNA
UPPHAF GÓÐRAR MÁLTÍÐAR
MOULINEX
DJÚPSTEIKINGAPOTTUR
DJÚPSTEIKTU AUÐVELDLEGA
O G HREINLEGA.
STIGLAUS HITASTÝRING
O G LYKTEYÐIR.
S
Söng- og
píanóbók
Bókaútgáfan Setberg hefur
sent frá sér Söng- og píanóbók
barnanna. \ \
í bókinni em tólf islensk lög og
er bókin með hljómborði sem hægt
er að leika á.
Lögin em Máninn hátt á himni
skín, Nú er súmar, Litlu andamn-
gamir, Fyrr var oft í koti kátt,
Heims um ból, Göngum, göngum,
Kibba, kibba, komið þið greyin,
Allir krakkar, Nú er frost á Fróni,
Meistari Jakob, Fijálst er í fjallasal
og Hann Tumi fer á fætur.