Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 67
■88er naaMaana ?.r HiiOAauTMMia .aiGAJaviuoflOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 - dd 67 margar aldir. Nokkur mannabein fundust þegar íbúðarhúsið, sem við átt.um heima í, var byggt. Systkini mín þóttust stundum verða vör við eitthvað en ég held ég láti kyrrt liggja að lýsa því nánar enda gátu þau aldrei skilgreint það nákvæm- lega. Þetta var eitthvað sem þau höfðu bara á tilfinningunni. Mörg blöð bárust inn á heimilið því að faðir minn hafði svo mikinn áhuga á allri þjóðmálaumræðu. Ég gluggaði mikið i þau og var hrifn- astur af einu þeirra, ísafold. Einar Benediktsson, Jón Dúason og Pétur Ottesen rituðu mikið í það. Ég hreinlega drakk í mig lesmál blaðs- ins en hafði þó einna mestan áhuga á umfjöllun þess um réttarstöðu okkar gagnvart Grænlandi. Ég var alveg á sama máli og Einar Ben um það að Grænland ætti að til- heyra okkur en ekki Dönum. Hann var óskaplega gáfaður maður. Ég tók mig til einn daginn, ég held ég hafi verið rétt innan við fermingu, og skrifaði honum bréf. í því lýsti ég yfir stuðningi við málstað hans. Éinar sendi mér bréf til baka. Hann kvaðst hrifinn af því hvað svona ungur drengur, eins og ég var, hefði glöggan skilning á þessu mikla máli. Ekki þarf að orðlengja hvað sveitastrákur var stoltur yfir því að hafa fengið bréf frá þessum fræga manni. Ég varðveitti bréfið í mörg ár en svo endaði það í rusla- fötunni með ýmsu öðru dóti. Mikið vildi ég gefa fyrir að eiga það enn þann dag í dag. Ég gæti trúað því að ég sé með síðustu mönnum sem sáu Einar á lífi. Það vildi þannig til að Baldvin Sveinbjamarson, apótekari frændi minn, vorum á ferð í Herdísarvík í byijun árs 1940. Við bönkuðum upp á hjá Hlín, sambýliskonu Einars, og spurðum hvort hún gæti selt okkur skyr að borða. Henni leist í fyrstu ekkert á aðkomumenn og kvaðst ekki geta liðsinnt okkur. Stuttu seinna kallaði hún á eftir okkur og við fengum þetta fína skyr og tjóma út á. Þegar við svo kvöddum Hlín við útidyrnar sáum við hvar Einar kom út að glugga og horfði á okkur. Hann hafði geng- ist mikið fyrir og má með sanni segja að hann hafi verið næstum óþekkjanlegur. Stuttu seinna dó hann. Fyrstu kynni af silungi Það er alltaf erfitt að lýsa sjálfum sér sem barni. Ég býst við að ég hafi þótt stundum frumlegur í at- höfnum og mikill grúskari í mér. Ég var fremur latur við að hjálpa til við búskapinn því að hugurinn var allur bundinn rannsóknum og athugunum. í gegnum túnið heima rann annar uppsprettulækur en sá sem knúði kornmylluna. í honum var silungur. Lækurinn var aldrei kallaður neitt annað en Bæjarlæk- ur. Ég fór oft með móður minni til að veiða þar silung í matinn. Hún setti höndina undir bakkann, en jarðbrýr voru víða yfir lækinn, og veiddi hann þannig. Þetta var 3—400 gramma fiskur og þó að hann væri smár mátti vel borða hann. Aðstæður fyrir silunginn til að lifa í læknum voru mjög góðar. Fyrir utan tært uppsprettuvatnið og gnægð smákvikinda, sem hann gat etið, var fín möl á botninum. Mig minnir að þessi hlunnindi okkar hafi verið metin á 1—2 kúgildi. Löngu síðar, eftir að Stefán bróðir minn hafði tekið við búinu að for- eldrum okkar látnum, veitti hann læknum í annan farveg, virkjaði hann og rafvæddi. Við það hvarf fiskurinn úr honum. Þama í túninu heima má segja að áhugi minn á fiskeldi hafi kvikn- BAMBuf Haby-soft arlitlar bux ★Betra snið^ ★Pægileg " fyrir barnið ★Einstaklega ' rakadrægar Purr | yfirflötur MAXI MAXIPLUS 6-11 kg. 32 stk./pk. 9-18 kg. 28 stk./pk. 15-25 kg. 25 stk./pk. HÁMARKS HREINLÆTI I HAGKVÆMUSTU ULTRA BLEYJURNAR e 8 < að. Ég lærði heilmikið af því að velta fyrir mér atferli silungsins og skoða þær aðstæður sem hann dafnaði best við. Og ég gerði mér mæta vel grein fyrir því að þetta var bæði góður og verðmætur fisk- ur. Einhverjir myndu segja að ég hafi verið svolítill prakkari og ef til vill óstýrilátur á köflum. Eitt sinn ætlaði mamma ríðandi til Flateyrar og hesturinn beið söðlaður úti á hlaði. Ég var ekkert á því að hún færi frá mér og greip því til ör- þrifaráðs. Ég teymdi hestinn inn í stofu og faldi hann þar. En það komst fljótlega upg þegar hann byrjaði að hneggja. Ég var þá fjög- urra eða fímm ára. Í sveitinni var mjög gott fé- lagslíf. Ungmennafélagið var öflugt og stóð að mörgum skemmtunum. Einnig höfðum við gott lestrarfélag sem lánaði út bækur. Fólk fór á milli bæja og spilaði. Sundkennsla fór fram í mörg sumur í ísköldu vatni við bæinn Hól. Sundlaugin var ekki annað en smástífla í læk. Mikil vinátta og samhugur ríkti meðal fólks. Sveitungar okkar voru afbragðsfólk upp til hópa og hef ég gott eitt af þeim að segja. Mað- ur átti marga vini og vinkonur á næstu bæjum og þegar við vorum orðin unglingar komum við oft sam- an og skemmtum okkur. Við héld- um böll á laugardagskvöldum. Eins og gcngu^ og gerist gáfu kynin hvort öðru auga og þegar gagn- kvæm rómantík og ást var fyrir hendi var vangað við blíða tóna harmóníkunnar. Þetta var ósköp saklaust, aðeins kinn við kinn. Ég get líka nefnt að við héldum oft málfundi. Reyndar tók ég sjald- an til máls því að ég var fremur hlédrægur. Éngu að síður hafði ég gaman af þeim. Fyrri hliðin í Betlehem 1 Seinni hliðin Göngum við í kringum 2 1 Gekk ég yfir sjó og land Bráðum koma blessuð jólin 3 2 Jólasveinar ganga um gólf Babbi segir 4 3 Negrastrákar I skóginum stóð kofi einn 5 4 Höfuð, herðar, hné og tær Aðfangadagskvöld 6 5 Adam átti syni sjö Þyrnirós 7 6 Tvö skref til hægri Ég sá mömmu kyssa jólasvein 8 7 Hókipóki Litlu andarungarnir 9 8 Nú skal segja Jólasveinar einn og átta 10 Bjart er yfir Betlehem 11 9 Heims um ból ' ' ' " Ég fagna þessu framlagi til varðveislu gömlu, góðu jólalaganna og ég veit að ég mæli fyrir munn margra þegar ég þakka söngvurum og hljóðfæraleikurum fyrir að leika og syngja jólalögin á hefðbundin hátt, eins og fjöldinn þekkir þau. Ég óska öllum gleðilegrar jólahátíðar í nútíð og framtíð við ylinn frá jólalögunum góðu " —<fíD Hermann Ragnar Stef; danskennari sson Jólaballið fæst á hljómplötu og snældu í öllum helstu hljómplötuverslunum Drcifing: JZSZ. IILJÓMPLÖTUÚTGÁFA SÍMI 91-83880 ló laballid Jólaplatan sem sameinar alla fjölskylduna við jólatréð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.