Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 15
? MORGUNBiLADID, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 M5 Hvað er prestslegt? Békmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Gunnar Björnsson: Svarti sauð- urinn. Séra Gunnar og munn- söfiiuðurinn. Útg. Tákn 1988. Varla þarf að hafa mörg orð um aðdraganda þessarar bókar: Stjóm Fríkirkjusafnaðarins ákvað að víkja sálnahirði sínum, Gunnari Bjöms- syni, fyrirvaralítið úr starfi og það öðru sinni. Síðan hafa gengið brigsl á víxl og báðum fundist sinn mál- staður kórréttur. Báðir mættu sjálf- sagt íhuga þetta með flísina og bjálkann. I greinargerð sr. Gunnars Bjöms- sonar er málstaður hans skýrður án þess þó að lesandi fái heildar- mynd af þessum sorglega ágrein- ingi. Mér finnst ekki rétt aðferð sr. Gunnars að tala aðeins um and- stæðingana sem „safnaðarfor- manninn" „fjallmyndarlegan músíkdírektor" „mann sem er stór- eygður í gleraugunum", „ráðríka kvinnan“ svo að nokkrir séu nefnd- ir. Sé þetta af nærgætni gert, hefur það öldungis öfug áhrif, enda er tónninn í skrifum séra Gunnars ekki þess eðlis, hvað sem líður upp- hrópunarmerkjum á eftir ýmsum 'yfirlýsingum. Langflestir hafa fylgst mjög takmarkað með þessum deilum þótt séra Gunnar virðist gera ráð fyrir því og þar af leið- andi kemur þetta út sem óviðkunn- anlegar dylgjur. Sr. Gunnar segir á einum stað: „Margir hafa spurt mig: Um hvað fjallar þessi deila í Fríkirkjunni?" Og ég svara: „Hún fjallar ekki um neitt." Það er bara þetta, að dálítill hóp- ur fríkirkjufólks getur aldrei látið prestinn í friði. Sr. Gunnar Björnsson Ég veit um marga íslenska þjóð- kirkjupresta sem mörgum þykir vera það sem kallað er pokaprestar. En það dettur engum í hug að reka þá. Þeir eru látnir í friði.“ Mér finnst ekki sannfærandi að sr. Gunnar skuli á bls. 181 komast að þeirri niðurstöðu að deilan snúist ekki um neitt. Til hvers er hann þá að skrifa bókina, ef þetta er allt hégómi í hans huga? Hann hefur rakið ágreining við safnaðarmenn, organista — einkum og sér í lagi ónafngreindan útlending — kirkju- verði, kórfélaga svo að nokkrir séu nefndir. Séra Gunnar hefði þurft, úr því hann fann sig knúinn að skrifa um þetta mál, að sýna meiri hreinskilni og dómgreind á sjálfan sig. Það getur auðvitað vel verið að allt þetta fólk sem presturinn nefnir hafi á einn eða annan máta sýnt honum ónotalega framkomu. En það er ákaflega erfitt að trúa að kingja því að engin — alls engin ástæða sé fyrir öllu veseninu. Sé hann sér meðvitaður um einhveijar ástæður kemur það ekki fram. Mér fannst mjög hæpin og lang- sótt sú kenning sr. Gunnars, að safnaðarhjónunum hafi verið fjar- stýrt. Hann finnur sem sé skýring- una á brottvísan sinni: Hann skrif- aði grein á móti ráðhúsinu við Ijömina. Hér fer sr. Gunnar að mínu viti yfir velsæmismörk. Fleira í bók hans orkar tvímælis. En engum blandast hugur um að bókin er skrifuð af miklum tilfinn- ingahita og bókin ber vott um það. Enda væri meira en lítið bogið við það ef sr. Gunnar væri alsæll með það sem á daga hans hefur drifið og á honum dunið síðustu mánuði. Við ýmsa er að sakast, það dreg ég ekki í efa. Því finnst mér hik- laust að það hefði átt að bíða að skrifa bók um þetta mál, slík skrif geta ekki hjálpað né orðið til gagns hvað þá góðs að sinni. I bókinni er mikill fyöldi mynda. Textinn er augljóslega unninn í miklum flýti eins og kemur fram í lokin, mikið um villur og endurtekn- ingar, auk þess sem raða hefði þurft frásögninni niður af betra skipulagi. SrG/VSOó; marcareta strömstedt Bamabækiu' ems ogþær gerast bestor Ármann Kr. Einarsson^ Margareta Strömstedt ► ► 4 Kristín Loftsdóttir 44 Kristín Steinsdóttir IDlðniMK Tuttugu ár eru liðin síðan hin sígilda bók, Óii og Maggi finna gullskipið, kom út. Höfundurinn, Ármann Kr. Einarsson, sem hlotið hefur fleiri viðurkenningar en nokkur annar íslenskur barnabókahöfundur, hefur endurskoðað þá útgáfu.og nú kemur sagan út undir heitinu Gullskipið fundið. Myndskreytingar annaðist Arthúr Ragnarsson. Marta - dagur í desember Fallin spýta Höfundur þessarar bókar, Margareta Strömstedt, er einn vinsælasti barnabókahöfundurSvía. Hún hefur m.a. hlotið Astrid Lindgren verðlaunin fyrir framúrskarandi barnabókmenntir. Þetta er bók um kunnustu söguhetju hennar, Mörtu. Hún er einkar hress og hefur óvenjulega auðugt ímyndunarafl -sem oft kemur henni í klípu. Sjálfstætt framhaid bókarinnar Franskbrauð með sultu sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 1987. Sagan gerist í kaupstað á Auslurlandi á sjötta áratugnum og veitir skemmtilega innsýn í líf og ævintýri barna fyrir daga sjónvarps og myndbanda. Höfundur er Kristín Steinsdóttir. FuglíMri Þessi stórskemmtilega bók eftir Kristínu Loflsdóttur hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 1988. í umsögn dómnefndar kom m.a. fram að sagan væri hugljúf, heillandi og spennandi auk þess sem hún leiftraði af frásagnargleði. Sagter frá afdrifaríkum viðburðum í lífi tápmikilla skólakrakka. daguridesem HELGAFELL V íðumúla 29 Sími 6-88-300 VakallelgaMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.