Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson SparihliÖ Tvíburans Persónuleiki hins dsemigerða Tvíbura (21. maí—21. júní) er léttur og jákvæður. Hann er opinskár í fasi, er gjaman málgefínn, eirðarlaus og fé- lagslyndur. Góðlátleg stríðni er einkennandi og jafnframt geislandi hugmyndaflug. Þetta er að sjálfsögðu breyti- legt eftir hvetjum og einum Tvíbura og ræðst af því hvem- ig önnur merki raðast t stjömukort hvers og eins. Hinn dæmigerði Tvíburi er hins vegar skemmtilegur, lif- andi og „klár“ persónuleiki. GóÖur sögumaöur Tvíburinn er félagslyndur. Hann þarf að dvelja innan um margt fólk og gengur þá á milli manna og hefur heilmik- ið til málanna að leggja. Hann er góður sögumaður og verður sjaldan orða vant. Hann er þægilegur í viðmóti, en sjald- an neikvæður eða árásar- gjam. Fjölhafur Fyrir utan félagslyndi og sag- nagleði er fjölhæfni einkenn- andi fyrir Tvíburann. Það er td. algengt að hinn dæmi- gerði Tvíburi fáist við tvö til þijú mismunandi störf. Ástæðan fyrir því er líkast til sú að hann er forvitinn og hefur þörf fyrir Qölbreytni. Tvíburinn er þannig gerður að hann þarf alltaf að fást við eitthvað nýtt. Hann vill hitta nýtt og ólíkt fólk, fást við ný viðfangsefni og geta hreyft sig milli staða. Upplýsinga- miölun Tvíburinn hefur góða náms- hæfíleika, svo íramarlega sem hann yfírvinnur eirðarleysi sitt, en hann er ekki mikið fyrir setur og yfírlegur yfír bókum. Tungumálahæfileikar eru áberandi og eins nýtur hann sín á öiium félagslegum sviðum. Lykilorð fyrir Tvíbu- rann er tjáskipti enda er hann maður alhliða fjölmiðlunar. Hinn dæmigerði Tvíburi er Ld. ágætur fjölmiðlamaður eða sölumaður og nýtur sín við það að kynna menn, mál- efni eða nýjar vörur. GleÖi ogstríÖni Einkennandi fyrir Tvíburann er góðlegt og glaðlegt svip- mót. Augu hans eru oft björt og tindrandi og er léttur striðnisglampi áberandi, sér- staklega þegar honum fínnst hann hafa skotið einum góð- um á viðmælanda sinn. Þá hristist hann allur og augun giitra og glampa af kátínu. Líferfólk Þar sem Tvíburinn er félags- og hugmyndamerki þarf hann nauðsynlega á fólki og lifandi umræðu að halda. Tvíburi sem er bundinn inni á heimili, er í félagslegri einangrun eða fastur yfír sömu gömlu hand- tökunum í vinnu, verður fljótt leiður, þreyttur og slappur. Þegar mikið er um að vera, nóg af fólki, forvitnilegum atburðum og umræðu lyftist geð Tvíburans og orkan eykst. Hugarvinna Tvíburinn nýtur sín þar sem beita þarf hugarorku, en er síðri í líkamlegri vinnu. Hann er oft ágætur í kennslu, eða f viðskiptastörfum sem tengj- ast mannlegum samskiptum, miðlun hugmynda og þar sem hugarleikfími er iðkuð. Ég býst t.d. við því að nokkuð margir Tvíburar fáist við tölvumál. Á hinn bóginn má segja að erfítt sé að festa hann niður, enda er frelsis- og fjölbreytniþörf ríkjandi. Tvíburar eru því oft þar sem mikið er um að vera, þar sem þeir geta hreyft sig og haft gott olnbogarúm. GARPUR GRETTIR BRENDA STARR ÉG KO/nST EKKl HJÁ Þ\yf AE> SJÁ HVAE) Þú VACLST HR.1FIN AF ÞbsSV/U/ HBIMIl.iSLAUSA GAUK I DANSlNUAi- HVAÐ HAEÐ! HAKJU SET/H ÉQ HEH EKKl ? eer þú n'aungmn SE/yi 1//LOI HITTA MG? VEHVJ SNÖGQUfS, as EEAO SELTA I VATNSMYRINNI AHl'DASA/VILBGT V£OOR , SÓL Sk/fV <?<5 HÆGOfZ AND&L/eiz.... AVAD ER_ Z>ý£DL£G&A< fsA£T/\T... , FERDINAND SMAFOLK ILL BET ANYTHIN6 TMAT YOU'P GIVEUPTMATBLANKET IF YOU KNEW JU5T HOW KIPICULOUS YOU LOOK.. ANP YOU LOOK EVEN MOKE RIPIOULOU5' Ég þori að veðja hvetju sem er, að þú myndir hætta með þetta teppi ef þú vissir hvað þú ert hlægi- íegur... Og þú ert ennþá fárán- legri! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Slemmuspilin í Reykjavíkur- mótinu í tvímenningi voru mörg hver mjög erfíð í úrvinnslu. Með hjarta út er eðlilegt að tapa sex spöðum í spilinu hér að neðan, en þó er til vinningsleið á opnu borði. Austur gefur, allir á hættu. Norður ♦ DG73 VÁ632 ♦ Á983 *Á Vestur ♦ 9852 ♦ DG94 ♦ 1075 ♦ 105 Austur ♦ 10 ♦ K875 ♦ KG64 ♦ G862 Suður ♦ ÁK64 ▼ 10 ♦ D2 ♦ KD9743 Nokkur pör sögðu sex spaða á spil NS. Þeir vinnast með tígli út, en hjartadrottningin er sjálf- sagt útspil og hún er banvæn. Eðlilegasta spilamennskan er að drepa á hjartaás, taka lauf- ás, spila tvisvar trompi og enda heima. Þá er nóg að annað hvort trompið eða laufíð liggi sagn- hafa í hag. Ef trompið er 3-2 og laufíð 3-3 fást allir slagimir. En báðir litimir liggja í hel, svo spilið tapast óhjákvæmilega eftir þessa byijun. Á opnu borði má vinna sex spaða með því að spila strax tígli á drottningu í öðrum slag. Taka síðan aðeins einu sinni tromp (heima), hirða slagina í tígli og stinga þijú hjörtu heima. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Ólympíumótinu í Saloniki kom þetta endatafl upp í kvenna- keppninni í viðureign þeirra Madl, Ungverjalandi, og Szmaczynska, Póllandi, sem hafði svart og átti leik. Hvítur: Ke2, Hh5, Be5, b2, f4, g4. Svartur: Ke6, Hf7, Rd5, a5, a4, c5, e4. 52. - Rxf4+? 53. Bxf4 - Hxf4 54. Hxc5 — Hxg4 55. Hxa5 og keppendur sömdu um jafntefli. Þama var heppnin með ungversku stúlkunni, því sú pólska hefði unn- ið auðveldlega ef hún hcfði fundið leikinn 52. — Hxf4! Madl var vara- maður í ungversku kvennasveit- inni sem vann gullið, en Polgar- systumar Szusza, Zsofia og Judit voru aðalmenij í sveitinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.