Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 35
íslandi og aðild þjóðarinnar að Atl- antshafsbandalaginu. Árin 1945—50 voru tími harka- legra fæðingarhríða. — Lýðveldið var nýskriðið úr egginu. Draumar þeir, sem „synirvorsinsgóða“ höfðu alið með sér, voru orðnir að veru- leika. Samtímis stóðu menn and- spænis því verkefni að móta nýja utanríkisstefnu, hasla íslandi völl í samfélagi þjóðanna. Umheimurinn var að sínu leyti í uppnámi eftir heimsstyijöldina. Kalda stríðið var á næsta leiti, og veröldin stakk stömpum. Ekki mun vandalaust að skrifa sögu þessara ára. Sérlega virðist það örðugt þeim, sem með ein- hveijum hætti voru virkir í barátt- unni. Eldarnir brunnu heitar en í annan tíma á 20. öld. Þessa gætir nokkuð í framsetningu Sigurðar A. Magnússonar. Er það að vonum. Á síðari áratugum reyna menn að meta átökin og niðurstöður þeirra á nýjan veg. Ljóst er, að þátttakendur í orrahríðinni voru hvorki „moskvuagentar“ né „her- mangarar", þótt þeir nefndust svo meðan leikurinn stóð sem hæst. Um var að ræða margs konar for- ystumenn lítillar þjóðar, er ratað hafði í geigvænlegan vanda. Þá greindi mjög á um lausnir. En ástæðulaust er að ætla, að nokkur þeirra háfí ástundað landráðastarf- semi. Þetta kemur m.a. í hug vegna kvikmyndar, sem gerð var fyrir nokkrum árum um Atómstöð Hall- dórs Laxness. Sú mynd var trú texta bókarinnar og vandlega unnið verk, en í rauninni einkennilega hjáróma meira en þremur áratugum eftir að skáldskapur þessi kom út í upprunalegri mynd. Ræður Sigurbjörns Einarssonar eru hryggjarstykkið í bókarkaflan- um „Þjóðvörn". Þær opna sýn til átaka, sem yngri kynslóð eru fram- andi. Hollt er að bregða þeim á loft. Sigurbjöm er í rauninni hófs- máður í orðfæri og málflutningi. En glóðin að baki orðunum er slík, MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 35 að enn í dag brennur hún blárauð- um loga. Ekki að undra, þótt mönn- um þætti prestur tala strítt. Víst er um það, að hér lýkur ísland sund- ur munni: Saga þess endilöng stendur frammi, ósköp landsins og vonir, ásamt ævarandi spumingu um hlutverk þessarar dvergþjóðar undir sólunni. Heilbrigð skynsemi og hversdagslegar skírskotanir em jafnframt kjölfesta ræðugjörðar, — heiðríkja sem aldrei bregzt þessum óvenjulega manni. Sagnfræðilega em orð Jónasar Haralz e.t.v. veigameisti hluti kafl- ans. Hann bendir á, að drýgstu áhrif Sigurbjöms Einarssonar og hreyfingar þeirrar, sem hann hratt af stað, hafi verið þau að auka íslenzkum stjómmálamönnum samtímans varfærni. „Þeir, sem réðu ferðinni, höguðu sér öðmvísi en þeir ella hefðu gert,“ — þ.e. ef Sigurbjöms hefði ekki notið við. Hér munu rétt gjöld goldin öllum aðilum. Væri betur, að þeirrar sögu- skýringar gætti víðar á komandi tíma. Skálholt Bókarkafli um Skálholt er bús- ílag. Á það einkum við um aðdrag- anda þeirrar sögu, er þar hefur orðið nú á dögum. Enn kennir margra grasa, allt frá orðum Þór- halls biskups Bjarnasonar í aldar- byijun til átaka í Skálholtsnefnd 1954—1963. Þó sakna ég hér ýmissa hluta. Fróðlegt hefði t.d. verið að fá að lesa nánar um þróun mála 1959—63, en þá var „aðdrag- andanum" ekki lokið og Sigurbjöm þó orðinn óskoraður forystumaður málsins. Oddviti endurreisnarinnar var hann raunar því nær frá upphafi. Sigurður A. Magnússon dregur þá sögu alla hnyttilega saman, er hann segir: „Ekki er á neinn hallað, þótt því sé haldið fram, að enginn einn maður hafi átt stærri þátt í þeim umskiptum, sem urðu í Skálholti um miðja öldina en Sigurbjörn Ein- arsson." Þó var hér fæst ágreiningslaust fremur en annað, enda naumast við að búast. Margar hugmyndir vom á kreiki, og heldur bókarhöfundur þeim snyrtilega til haga. Vel er að gagnasöfnun staðið og ómældan fróðleik að fínna. Sitthvað er einnig til skemmtunar, eins og t.d. lýsing- in á slagveðurshátíðinni miklu í Skálholti 1950. Höfundur gerir síðari sögu Skál- holts hins nýja dágóð skil. Persónu- lega er ég þakklátur fyrir ágæta umfjöllun um Skálholtsskóla. Að hluta til em spumingarmerki yfír Skálholtskaflanum. Slíks er að von. Þættinum lýkur hins vegar með „sýn“ Sigurbjörns Einarssonar um staðinn. Hún er fram borin í viðtali við séra Guðmund Óla Ólafs- son sóknarprest í Skálholti og er ein af ijölmörgum perlum bókarinn- ar. Hungurvaka Kaflinn „Á biskupsstóli" er að vonum lengsti hluti bókarinnar. Þó skal það ítrekað, sem getur í upp- hafí þessa máls: Hann er hungur- vaka, — og kallar fram óskir um ýtarefni. Að sama skapi verða þættinum nær engin skil gerð hér. Þó er vert að bera höfund lofi fyrir afar skil- merkilegt ágrip fjölþættrar sögu. Handbókarmálið er helzti snerti- róður kaflans. Þar er að finna er- indi Sigurbjöms frá því í ársbyijun 1967. Fengur er að því efni hér, enda er um að ræða eina af yfír- burðaræðum biskups, þar sem leik- ið var á alla strengi í senn, þekk- ingu, stílgáfu og útsmogna kímni. Ógleymanleg útvarpsstund það, ein af mörgum. Önnur gamanmál úr sama kafla: Vangaveltur Sigurbjöms um vænt- anlega samfundi við fyrirrennara hans á biskupsstóli: „Þið þurftuð aldrei að messa í sjónvarpssal.“ Undirstraumurinn er reyndar djúp alvara og varðar tæpast Sigurbjöm nema að hluta til en þjóðina þeim mun ríkulegar: Jólapredikanir Sig- urbjörns biskups í sjónvarpssal kynnu að hafa átt drýgri þátt í að endumýja ásjónu kirkjunnar í vit- und íslendinga en allt annað, sem hann tók sér fyrir hendur fyrr og síðar. Framkvæmdamaðurinn Sigur- bjöm biskup? — Hann gleymist ekki í bók Sigurðar A. Magnússon- ar. Höfundur segir: „Enginn biskup síðustu alda kom jafnmörgum praktiskum málum í höfn um sína daga." I þessu efni lagðist raunar margt á eitt. Öldin vann með kirkju sinni og biskupi: Velmegun, auraráð, tækni. Allt að einu er ástæðulaust að vefengja þessi stóru orð. Tíðindi úr trúarheimi Kyrrt er yfir lokakafla bókarinn- ar. Þar er getið þeirra ritverka, sem Sigurbjörn hefur látið frá sér fara næstliðin ár. Einnig birtist hér stuttur en ógleymanlegur þáttur um hugljómun séra Hallgríms, fluttur í sjónvarpi á liðnum vetri. I framhaldi af þeirri hugleiðingu hefur Sigurbjörn Einarsson orðið stundarkorn og lætur í ljós álit sitt á „þremur túlkunum, sem við eigum í Passíusálmum", eins og Sigurður A. Magnússon orðar viðfangsefnið. Um er að ræða tveggja binda verk- Magnúsar Jónssonar um séra Hallgrím og sálma hans, í annan stað rit Sigurðar Nordal um sama efni og loks álit Halldórs Laxness. Sérlega fróðlegt er að lesa stutt uppgjör Sigurbjörns við Nordal. Hinn síðamefndi gerði eftirminni- legan samanburð á 43. og 44. Passíusálmi. Komst „Sigurður minn Nordal, sá mikli vitmaður og ógleymanlegi vinur“, eins og Sigur- björn nefnir hann, að niðurstöðu, sem telja verður hæpna. Að öðru leyti segir Sigurbjöm bók Nordals vera „eins og nærri má geta eitt- hvað það bezta, sem um Hallgrím hefur verið skrifað". Sigurbjörn kveðst hafa haft löng- un til að „taka einhvern tíma túlkun Halldórs Laxness á Hallgrími í gegn“. — Skaði er, að það uppgjör fórst fyrir. Ritgerð Halldórs er barn síns tíma, og nú fer hver að verða síðastur að elta ólar við þá furðu- smíð. Vafasamt er að setja hana á bekk með verkum þeirra Magnúsar Jónssonar og Nordals yfirleitt. Síðasti hluti Sigurbjörns sögu leiðir hugann að inngangskaflan- um. Þar ef að finna nokkrar nýjar athugagreinar um trúarefni úr smiðju Sigurbjöms: Trúarheim- spekileg hugsun og mikil útsýn fléttast saman við drauma, merk- ingu þeirra og hlutverk. Einnig er fjallað um hluthelgi og staðhelgi. Mér er nær að haldá, að þessar ígmndanir af vörum Sigurbjörns Einarssonar geti talizt til tíðinda, þótt fljótt sé farið yfír sögu. Að sönnu kemur efnið ekki á óvart þeim, sem þekkja Sigurbjöm. En nýnæmi er að hvoru tveggja, fram- setningu og birtingu. Lokaorð Bók Sigurðar A. Magnússonar er í alla staði snyrtilega frá gengin. Mikið myndefni er þar að finna, og .hafa margar myndanna víst hvergi birzt áður. Þær em vel þegnar nú þegar og munu vaxa að gildi með ámm. Bókin er sett tiltölulega stóm letri og ætti því að vera auðlesin fólki á öllum aldri. „Hitt hygg ég sannmæli, að háv- aðinn af því, sem hér 'er skráð, verð- skuldi að geymast milli tveggja spjalda," segir Sigurður A. Magnús- son í lok inngangs. Undir það er tekið hér. Jafnframt bið ég bókinni fararbeina. Með sínum 384 síðum á hún erindi inn á hvert íslenzkt heimili. Engin skyndilesning vissu- lega. En áreiðanlega munu menn vitja hennar oft og lengi, — eins og gamals vinar. Höfimdur er prestur. Viljiði lenda í alvöru ævintýri þar sem eineygðir sjóræningjar ráða ferðinni? Skellið ykkur í ævintýralegt ferðalag með afa gamla á Stöð 2. Stórskemmtileg saga með söngv- um, þar sem bjartsýni og gleði er í fyrirúmi. P.S. Þetta er ævintýri fyrir börn LAUGAVEGUR 24 -ÁRMÚLI 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.