Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 84
T-Töfóar til 11 fólks í öllum EndurskiirgÉ imtttfftitijftaii í skamnrál starfsgreinum! FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Þj óðhagsstofiiun: 3.000 manns með yfir 160 þúsund í laun UM 3.000 einstaklingar eru að jafhaði með 160 þúsund krónur eða meir í mánaðarlaun sam- kvæmt upplýsingum sem Kvennalistinn fékk hjá Þjóð- hagsstofhun og unnar voru upp úr skattaskýrslum fyrri ára þar sem launatölur voru framreikn- aðar. Kvennalistinn bað fyrir helgina um upplýsingar frá fjármálaráðu- neyti og Þjóðhagsstofnun til að kanna hvaða tekna ríkissjóður gæti aflað með sérstöku skattþrepi á hátekjur. Var m.a. reiknað út hvaða tekjur sérstakur skattur á tekjur yfír 160 þúsund gæfí, og Þórhildur Þorleifsdóttir þingmaður Kvenna- listans sagði við Morgunblaðið að samkvæmt þeim útreikningi bæri hátekjuskattur lítinn árangur vegna þess hve fáir lenda í hátekjuþrepinu. „Þetta rýrir þó ekki trú okkar á hátekjuþrep, en beinir þeim mun frekar sjónum okkar að fram- kvæmd skattalaganna og innheimt- unni. Því ef maður á að trúa því að það séu ekki meira en þijú þús- und einstaklingar sem hafí yfir 160 þúsund krónur í tekjur á mánuði, þá förlast manni mikið sýn og skiln- ingur á umhverfí sínu. Það er opin- bert leyndarmál að það séu milljarð- ar, sem ekki er komið höndum á, bæði í óbeinum sköttum og beinum. Og því spyr maður sig hvaða sparn- aður það sé í ríkisrekstri, að hafa ekki efni á því að stórherða svo skatteftirlit og framkvæmd laga að þessir peningar náist inn,“ sagði Þórhildur Þorleifsdóttir. „Sá fjórði, Þvörusleikir, var fjarskalega mjór . . .“ 9 DAGAR TIL JÓLA NÍU DAGAR eru til jóla og í dag, fimmtudag, kemur jólasveinninn Þvörusleikir til byggða. Þvörusleikir heimsækir Þjóð- minjasafnið klukkan 11 í dag. Hraðfiystihús Keflavíkur: Skipaskiptin við Skagfirð- inga staðfest STJÓRN Hraðfrystihúss Keflavikur hf. staðfesti í gær samning um sölu á Aðalvik KE og Bergvík KE og kaup á Drang- ey SK, að sögn Olafs Jónssonar varastjórnarformanns hrað- frystihússins. Ólafur _ sagðist reikna með að stjórnir Útgerðar- félags Skagfirðinga og Fiskiðju Sauðárkróks tækju afstöðu til samningsins í þessari viku. „Samkvæmt samningnum fáum við 375 milljónir króna fyrir Að- alvík og Bergvík en kaupverð Drangeyjar er 300 milljónir króna. Skiptin fara fram um næstu ára- mót,“ sagði Ólafur Jónsson í sam- tali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Þorkell Nýtt „ Óskabarn “ íhöfti Laxfoss, hið nýja vörufiutningaskip Eimskipafélags íslands, við Kleppsbakka í Sundahöfn í gær, en þá kom skipið í fyrsta skipti til landsins. Laxfoss er næststærsta skip íslendinga. Aðeins systur- skip Laxfoss, Brúarfoss, er stærra og í næstu viku kemur það tíl Iandsins í fyrsta skipti. Sex tveggja manna farþegaklefar eru í sitthvoru skipinu. Hægt verður að kaupa far með skipunum eftir áramótin hjá ferðaskrifstofunni Úrvali, að sögn Þorkels Sigurlaugssonar hjá Eimskipum. sjá miðopnu. Bráðabirgðalög- in voru samþykkt BRÁÐABIRGÐALÖG ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar um aðgerðir í efiiahagsmálum sem sett voru í apríl síðastliðnum voru samþykkt í efri deild Alþingis í gærkvöldi. Allar breytingartillögur stjórnarand- stöðunnar við frumvarpið voru felldar, utan tillaga Borgaraflokks- ins um að afherna bann við verkföllum. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra lýsti því óvænt yfir á þriðjudagskvöld að ríkissljórn- in styddi þessa breytingu. Þá samþykkti deildin einnig bráðabirgða- lög ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar frá því í haust. Óvissa hefur ríkt um hvort bráða- birgðalögin nytu nægilegs stuðn- ings í deildinni, þar sem Skúli Alex- andersson hefur viljað hafa fyrir- vara um samþykki sitt. Þá hefur breytt afstaða ríkisstjómarinnar valdið miklum deilum og drógust umræður nokkuð á langinn af þeim sökum. Sjálfstæðismenn sögðu að breyt- ingartillaga Borgaraflokksins væri markleysa. Yfírlýsing forsætisráð- herra breytti afstöðu sjálfstæðis- manna til laganna og vildu þeir afnema öll ákvæði sem bindu kjara- samninga. Breytingatillaga Borg- araflokksins var samþykkt með at- kvæðum allra viðstaddra þing- manna. Þá var samþykkt að kjara- samningar yrðu bundnir til 15. febr- úar næstkomandi, en í upphaflegu lögunum var gert ráð fyrir að þeir yrðu bundnir til 10. apríl. Egill Jónsson þingmaður Sjálf- stæðisflokks og Skúli Alexanders- son þingmaður Alþýðubandalags viku báðir úr þingdeildinni þegar atkvæði voru greidd um breyting- artillögur við bráðabirgðalögin. Við þriðju umræðu var þingdeildin full- skipuð og frumvarpið samþykkt með 11 atkvæðum gegn 10. Sjá ummæli sjálfstæðismanna á bls. 2 og þingsíðu á bls. 64. Tollstjóri afiiam neyðarleyfi þriggja aðila: Var að koma í veg fyrir imsnotkun þeirra BJÖRN Hermannsson tollstjóri í Reykjavík afnam í síðustu viku svokölluð neyðarleyfi hjá þrem- ur innflutningsaðilum. Sam- kvæmt reglum um neyðarleyfi mega viðkomandi farmflytjend- ur afgreiða sjálfir innflutning sinn en verða að setja fullnægj- andi tryggingar fyrir tollum og farmgjöidum. Gjöldin á síðan að greiða innan 20 daga fra'því að varan er sótt. Björn segir að í þessum þremur tilfellum hafi uppgjör dregist í marga mánuði og hafi hann verið að koma í veg fyrir þessa misnotkun á Ieyfun- um. Ýmsir vöruflokkar falla undir neyðarleyfín. Er um að ræða hluti sem ekki þola bið i tollgeymslum eins og blóm og lifandi jurtir eða hluti sem þarf að afgreiða strax eins og lyf. Einnig falla hlutir eins og varahlutir í skip og flugvélar undir neyðarleyfi. „Ég afnam þessi neyðarleyfí til þess að viðkomandi gerðu upp skuldir sínar. Tveir þessara aðila hafa þegar gert það og von er á uppgjöri frá þeim þriðja," segir Bjöm Hermannsson. „Hinsvegar vil ég taka fram að þótt neyðarleyfín væru afnumin átti það ekki að leiða til neinna vandræða. Hægt er að greiða þessi gjö|d fyrirfram og fá þannig vöm sína úr tolli strax og hún berst.“ Þórarinn V. Þór- arinsson: Gengisfelling er í aðsigi Forsenda spár Seðlabankans um atvinnulífíð á næsta ári „EF EINHVER getur sannfært mig um að eitthvað annað geti falist í þessu en gengisfelling, þá er ég alveg tilbúinn að hlusta á það,“ segir Þórarinn V. Þórar- insson framkvæmdastjóri VSI um spá Seðlabankans um efiia- hagsþróun á næsta ári. Sú spá er meðal gagna sem unnið er með í viðræðum um lækkun vaxta á lánum lífeyrissjóðanna til húsnæðislánakerfisins. I spánni er gert ráð fyrir að hjól atvinnulífsins fari að snúast aft- ur af fullum krafti snemma á næsta ári. „Seðlabankinn segir í sinni spá, að iðgjaldatekjur lífeyrissjóðanna vaxi um 18%,“ segir Þórarinn. „Þar er gert ráð fyrir að atvinnuþátttaka aukist frá því sem var á síðasta ári og hefur aldrei verið meiri. Því er og spáð að iðgjaldatekjur af yfir- vinnu vaxi svo mjög að það verði ekki um neinn samdrátt í yfirvinnu að ræða, heldur þvert á móti. Það er viðurkennt af talsmönnum Seðlabankans í þessum viðræðum að inni í áætluninni sé við það mið- að að gripið verði til efnahagsráð- stafana sem geri það að verkum að hjól atvinnulífsins komi til með að snúast af fullum þrótti á næsta ári. Ég kann enga aðra leið heldur en þá að gengið verði að færa til nýs grundvallar, gengi íslensku krónunnar. Það er óhjákvæmileg försenda þessarar spár.“ Þórarinn segir að þetta verði óhjákvæmilega til þess að verðbólga verði talsvert meiri á næsta ári en spáð hefur verið. Hann var spurður hvort umrædd- art efnahagsráðstafanir þýði geng- isfellingu. „Ef einhver getur sann- fært mig um að eitthvað annað geti falist í þessu en gengisfelling, þá er ég alveg tilbúinn til þess að hlusta á það. Mér er bara ekki kunn- ugt um að til sé neitt það hókus pókus sem geti komið í staðinn fyr- ir það.“ 70% verð- munur á Snáka- höllinni TÖLUVERÐUR verðmunur er á leikföngum og spilum á milli verslana, samkvæmt verðkönnun Verðlagsstofnunar. í leikföngum var mesti verðmunurinn á Snáka- Cöllinni í leikfangaseríunni „Masters of the Universe", eða 70% á milli ódýrustu og dýrustu búðarinnar. Ódýrasta Snákahöllin kostaði 2.869 kr. en sú dýrasta 4.900 og er því rúmlega 2.000 kr. munur þar á. Algengur verðmunur var 30-50%. . í spilakönnuninni var mesti verð- munurinn á Útvegsspilinu, 73%. Ódýrasta Útvegsspilið kostaði 900 krónur en dýrasta 1.560 krónur. Sjá verðkönnun bls. 46.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.