Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 GRAMMIÐ Kynning á plötum og bókum Fyrir skömmu hélt útgáfufyrir- tækið Grammið kynningar- kvöld á framlagi sínu til jólamark- aðarins. Var gestum boðið að heyra nokkur sýnishom af nýjustu bókum og hljómplötum sem út koma á þeirra vegum og má nefna hljóm- plötur Bubba og Megasar, Jóhanns G. Jóhannssonar, Kamarorghes- tanna og hljómsveitarinnar Svart/hvítur draumur. Aukinheldur koma nú fyrir augu manna tvær bækur frá framvörðum Smekk- leysu. Það er skáldsagan „Bygging- 'in“ eftir Jóhannes Óskarsson og „Óskiljanleg kúla“, ljóðabók eftir Einar Melax. Siguijón Birgir Sigurðsson (skáldið Sjón) kynnti dagskrána og steig síðan Jóhannes Óskarsson (skáldið Jóhamar) á svið. Hann las kafla úr fyrstu skáldsögu sinni „sem er í fullri lengd, eða í heilar 90 mínútur", eins og kynnirinn orðaði það. Jóhamar er raddsterkur maður og lét ekki ábyrgðarlaust skvaldur áheyrenda angra sig. Brýndi hann raustina enn betur ef þurfa þótti og virtist hann þar með hlekkja niður áheyrendur. Er lestri lauk var ekki annað að heyra af lófatakinu og einu húrrahrópi að vel hafí líkað. Myndbönd frá Smekkleysu voru áýnd við ágæta horfun, hljómsveitin Kamarorghestarnir lék nokkur lög, meðal annars eitt við texta Magneu Matthíasdóttur, „Ég hata nóttina". Hljómsveitin Svart/hvítur draumur kvaddi Svart/hvítan draum með „Bless“-lögum og breyttist þar með yfír í sveitina „Bless". Fjör færðist í mannskapinn og tróðust gestir inn hver af öðrum, enda voru tónleikar með þeim félögum Megasi og Bubba að hefjast uppi í Tunglinu, þar sem þeir kynntu lög af nýju hljómplötunni, „Bláir draumar“. Morgunblaðið/Sverrir Hér má sjá frá vinstri þá Jóhannes Óskarsson (Jóhamar), Hafliða Vilhelmssson og Sigurjón Birgi Sigurðsson (Sjón). Hafliði er um þessar mundir að gefa út skáldsöguna „Gleymdu aídrei að ég elska þ*g“ og las hann upp kafla úr þeirri bók á kynningarkvöldinu. JÓLIN Jólasveinninn á fílsbaki Jólasveinninn kom við í Nýju Delhí um helgina við mikinn fögnuð þarlendra. Á suðlægari slóðum, eins og á Indlandi þar sem hitinn var 21 gráða, hentar hreindýrasleðinn ekki sem best. En jólasveinninn lætur það ekki aftra sér og hér sést hann á Slsbaki eins og sæma þykir heið- ursmönnum þar í landi. Þótt ein- ungis 3 af hveijum 100 Indverj- um séu kristnir nýtur jólasveinn- inn hyili allra. Það hefúr ekki farið mikið fyrir hljómsveitinni Kamarorghestum síðastliðin ár. Hljómsveitin dró sig í hlé á árunum 1985-1988 og hafa meðlimir hennar þar að auki búið erlendis. Þau gefa nú út hljómplötuna „Kamarorghestar riða á vaðið". Magnús Þór Jónsson (Megas) og Ásbjörn Kristinsson Morthens (Bubbi) sjást hér á tali við Þröst Haraldsson, blaðamann. Gestir Bíókjallarans hlusta hér á upptöku af björtustu vonum þunga- rokksins, norsku hljómsveitinni Artch, en söngvari hennar er enginn annar en Eiríkur Hauksson. KJORORÐASAMKEPPNI Götur eru ekki ruslafötur Unglingarnir á myndinni eru nemendur í 7. bekk Heiðaskóla í Borgarfirði, en þau unnu til verðlauna í kjörorðasamkeppni Reykjavíkurborgar sem fram fór síðastliðið vor. Kjörorð þeirra „Götur eru ekki ruslafötur" prýðir nú öskubíla og götusópa í Reykjavík. Nýlega kom þessi hópur í skoðunarferð til Reykjavíkur, ásamt Guð- mundi Magnússyni, kennara. íþrótta- óg tómstundaráð Reykjavíkur tók á móti þeim og sýndi félagsmiðstöðvar, íþróttaaðstöðu í Laugardal og bauð upp á veitingar. Skoð- unarferðin endaði f vatnsrennibrautinni í Laugardal. Braut sellóið í tónleikalok St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðs- ins. Fyrsti sellóleikari BBC-sin- fóníuhljómsveitarinnar, Ti- mothy Hugh, braut hljóðfæri sitt nýlega að loknum flutningi á nút- ímatónverki. Hann sagði höfund verksins algerlega hæflleika- lausan. Hljómsveitin var að hljóðrita nýtt verk, píanókonsertinn Zeitzeichen — Zeitmasse, eftir þýska tónskáldið Helmuth Flammer, að viðstöddum áheyrendum. Boltar voru reknir í gegnum Steinway-flygil og fest við þá bönd til að dempa hljóðið í flygl- inum við flutning verksins. Hundrað manna hljómsveit æfði konsertinn í þijá daga og varð kostnaðurinn 30.000 pund (tæpar þijár millj. ísl. kr.). Hljómsveitin hafði kvartað undan því að þurfa að leika verkið; það væri niðurlæging fyrir hljóðfæra- leikarana og misnotkun á hljóð- færunum. Sellóleikararnir þurftu til dæmis að gípa bogann tveim hönd- um og þvinga hann yfir strengina mjög hratt og lemja hljóðfærið síðan með honum. Stjórnandi hljóm- sveitarinnar í þessari upptöku, Lot- har Zagrosek, er vinur tónskáldsins. Timothy Hugh notaði gamalt selló við upptökuna vegna þess að hann óttaðist, að hljóðfærið mundi skemmast. Að loknum flutningnum á þessu 25 mínútna langa verki braut hann hljóðfærið við fögnuð hljómsveitarinnar, en áheyrendur bauluðu, þegar þeir höfðu áttað sig á, að þetta var ekki hluti verksins. Hugh sagði eftir á, að hann hefði verið sá eini í hljómsveitinni, sem hafi tekið verkið alvarlega. Sellóið hafí verið ónýtt eftir flutninginn og bogastrengurinn slitinn. Hann bætti við: „Þessi höfundur er skemmdarverkamaður í tónlist- inni og gerir allt til að draga að sér athygli. Við hefðum aldrei átt að leika þetta verk. Það er alger mis- notkun á peningum skattgreið- enda.“ Hugh sagði enn fremur, að helmingur af upptökum BBC á nútímatónverkum væri betur ógerð ur. _ Áður hafði hljómsveit í Essen í Vestur-Þýskalandi hafnað þessu tónverki til flutnings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.