Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 £ VIÐ UTSKRIFTINA! DRAGTIR, JAKKAR, BUXUR, PILS OG BLÚSSUR. HÁGÆÐAVARA í SÉRFLOKKI Á GÓÐU VERÐI. í töfrapottinum geturðu steikt læri, svínakjðt og kjúkling og fengið fallega brúningaráferð á kjötið. Tvær stærðir. Komast íflesta ofna. Sendum í póstkröfu Helldsala - Smásala Einar Farestveit&Co.hf. BORCARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OC 622900 - NÆC BÍLASTÆÐP Komdu á óvart með gjöf frá BÍRÖ Stólar frá kr. 4.990.- VIIIV HF f f T SMIÐJUVEGI 5- 200 KÓPAVOGI Höfum opið á laugardögum til kl. 16.00. Stillanlegur stóll og tölvuboró á aöeins kr. 10.700.- Hugiir og hönd List og hönnun Bragi Ásgeirsson Vekja ber athygli á því að, að hið gagnmerka tímarit Heimilisiðnað- arfélag íslands, „Hugur og hönd“, er komið út og er þetta 22. ár- gangur. Þetta er eina tímaritið á ís- landi, sem sérstaklega tekur til meðferðar íslenzkan heimilisiðnað að fomu og nýju sem og listiðnað ýmiss konar. Ég hef jafnan haft mikla ánægju af að blaða í ritinu, vegna þess að ég er sannfærður um, að íslenzkir myndlistarmenn hafi mikið í þjóðlegar handmenntir að sækja og þá ekki síst þeir framsæ- knustu. Þessi þáttur handverks og sjónmennta er að mínu áliti hliðstæða þjóðlaganna, er tón- skáldin sækja í við samningu tón- verka sinna og skal á engan hátt vanmetinn, því að hér er það úr- vinnslan, sem mestu varðar og tengslin við uppruna sinn ekki síður en alþjóðlegar hræringar. Það skiptir nefnilega mestu um þroska og döngun, að standi stilk- ur djúpt í góðri gróðurmold. Tímaritið er fjölbreytt að vanda og þar er komið víða við í málum, er skara handmenntir og listiðnað og framlag merkra íslendinga til þeirra hluta. Minnst er í upphafí hinnar merku sómakonu Amheiðar Jóns- dóttur, er lést háöldruð í Hvera- gerði fyrir réttu ári og þjóðlegar handmenntir hafa margt gott upp að unna, svo sem fram kemur í grein Sigríðar Halldórsdóttur. Þá er og mjög persónuleg grein um hina fjölgáfuðu og merku skáld- konu og hannyrðing, Theodóru Friðriku Thoroddsen, eftir Ingi- björgu Ýr Pálmadóttur og nefntst „Amma Theó“. Grein er um íslenzkt víravirki eftir Dóru Jóns- dóttur, og sérstök grein er um framlag þeirra hjóna í Bergvík, Sigrúnar Ólafar Einarsdóttur og Sörens Larsens, til íslenzks lis- tiðnaðar eftir Rúnu Gísladóttur og nefnist „Glerfín listsköpun". Þá er vikið að mynsturvemd með skírskotun til höfundaréttar og er sá þarfi pistill eftir Sólveigu Ólafsdóttur, lögfræðing. Litopna er um sýningu Textílfélagsins í Norræna húsjnu dagana 28. maí til 12. júní. Þá er og vönduð grein eftir Elsu E. Guðjónsson um störf Sig- urðar málara Guðmundssonar að búningamálun, er nefnist „Til gagns og fegurðar", en Sigurður hannaði eins og kunnugt er nýja útgáfu íslenzka skautbúningsins. Er greinin hin fróðlegasta, enda kemur Elsa víða við í frásögn sinni, og verðskuldar Sigurður mikið lof og virðingu fyrir störf sín að búningamálum og hann hannaði einnig búninga fyrir karl- menn. Var þannig fyrsti fata- hönnuður þjóðarinnar á síðari tímum. Og nefna skal sérstaklega grein um fínnska ullarfyrirtækið „Koti- villa Oyy“, þar sem lýst er starfs- aðferðum og hugkvæmni Finna í baráttunni við að hefja fínnska ull og vöm unna úr henni til vegs og virðingar. Greinin er eftir Le- enu Korpola-Sannikka og Maija Salmijárvi, en þýdd af Elínu Rögnvaldsdóttur. Þessi grein á brýnt erindi til okkar íslendinga á tímum, er upp virðist komið neyðarástand um framtíð íslenzks heimilisiðnaðar, vegna þess að ráðamenn hugsa einungis um fjöldaframleiðslu vamings til útflutnings. Á íslandi mun þannig ekki lengur spunnið band úr íslenzkri ull, en Hong Kong-sjónarmið gróða og stóriðju í ullarvamingi látið ráða ferðinni, sem má teljast misskilningur og afturför. Meðhöndlunin á „heit- ustu“ ull veraldar mun afleit og metnaður fjárbænda gagnvart ull- inni sagður ekki sem skyldi, svo að ullin flokkast mjög illa, þannig að einungis 10% lenda í úrvals- flokki. Ef á að ganga af íslenzkum heimilisiðnaði dauðum af skamm- sýni, em íslendingar illa á vegi staddir því að þetta þrennt verður að fara saman, sem óijúfanlegur hlekkur — heimilisiðnaður, listiðn- aður og hönnun. Fyrir tíu ámm eða svo heimsótti ég listiðnaðar- skóla í Helsingfors og kom þar m.a. inn í sérstaka deild, er hafði með listpijón að gera — sagði ég frá því í grein auk þess að reka áróður fyrir stofnun slíkrar deild- ar við MHI, en enginn mmskaði. Deild þessi var stórmerkileg, en okkur virðist liggja meira á að rækta erlend viðhorf og útlendan uppmna í list og mennt en að líta okkur nær og rannsaka arfleifð okkar svo og hráefnið ofan í kjöl- inn. í tímaritinu em og að venju alls konar fræðandi smágreinar ásamt pijónauppskriftum og upp- lýsingum um Heimilisiðnaðarskól- ann. yiðtalsbók um ástvinamissi Bókaútgáfan Tákn hefúr sent frá sér bókina Ástvinamissi eftir Guðbjörgu Guðmundsdóttur. í bókinni lýsa ellefu íslendingar reynslu sinni af ástvinamissi. Einn þeirra, Jóna Ingimarsdóttir lést í nóvember sl. en hún ræddi um frá- fall sona sinna sem fómst í flug- slysi 1973. Herdís Þorvaldsdóttir leikkona segir frá föðurmissi á bamsaldri. Jóna Dóra Karlsdóttir húsmóðir og Heimir Karlsson íþróttafréttaritari ræða um syni Jónu Dóm sem létu lífíð í eldsvoða árið 1985. Alda Amardóttir leik- kona greinir frá andláti móður sinnar. Ónafngreindur karlmaður ræðir um andlát móður sinnar og vina. Sigfríð Lámsdóttir sjúkraliði segir frá andláti tveggja bama sinna í bmna og andláti eiginmanns síns ári síðar. Katrín Fjeldsted læknir greinir frá sonarmissi. Rætt er við Högna Óskarsson geðlækni um sjálfsvíg og viðbrögð eftirlifenda. Séra Sigfinnur Þor- leifsson skrifar nokkur orð um stefnumið Samtaka um sorg og sorgarviðbrögð og séra Jón Aðal- steinn Baldvinsson sendiráðsprest- ur í Lundúnaborg lýsir reynslu sálu- sorgarans. Kristján Ámason bók- menntafræðingur og skáld fjallar um sorg í íslenskum ljóðum sem hann valdi ásamt höfundi og er ljóð- unum dreift inn á milli viðtalanna. Guðbjörg Guðmundsdóttir Grein Kristjáns nefnist „Um sorg í skáldskap". Bókin er 228 síður. Ólafur Láms- son hannaði bókarkápu. Prent- smiðja Áma Valdimarssonar prent- aði. Skáldsaga eítir Danielle Steel Bókaútgáfan Setberg hefúr sent frá sér nýja ástarsögu eftir Danielle Steel, Örlagaþræði ást- arinnar, i þýðingu Skúla Jensson- ar. Söguefnið kynnir Setberg svo: „Bemie Fine skýst leifturhratt upp á hátindinn í heimi viðskiptanna og þarf sem aðstoðarforstjóri að vera á stöðugum þeytingi milli stórborga heimsins. Við opnun á nýrri verslun í San Francisco hittir hann Jane, litla 5 ára hnátu og kynnist móður hennar, Liz, ungri og líflegri kennslukonu. Það em þessi kynni sem valda straumhvörfum í lífi Bemie. Honum verður allt í einu ljót að í hringiðu viðskiptalífsins hefur hann misst sjónar á því sem mestu máli skiptir í lífinu. Líf hans tekur nýja stefnu. En einmitt þegar hamingjan og ástin em allsráðandi í lífí Bemie taka örlögin í táumana. Hann þarf nú að horfast í augu við missi og nístandi sorg, en um leið heyja grimmilega baráttu til að halda fjölskyldunni saman. En tekst honum að sigra?“ Bókin er 205 blaðsíður. ÖRLAGA ÞRÆÐIR óstarinnar \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.