Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 66
 66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 =4 J) Baráttusaga athafnamanus — Kaflar úr endurminningum Skúla á Laxalóni — Baráttusaga athafnamanns nefiiast endurminningar Skúla Pálssonar á Laxalóni. Þær eru skráðar af Eðvarð Ingólfssyni. Hér á eftir verða birtir stuttir kaflar úr uppvaxtarsögu Skúla vestur í Onundarfirði. Ég átti 13 systkini og er þriðji yngstur í röðinni. Við erum aðeins tveir bræður eftir á lífi, ég og Páll. Hann var í mörg ár bryti hjá Skipa- útgerð ríkisins og á einnig heima í Reykjavík. Faðir okkar lést úr lungnabólgu 20. ágúst 1930, á 66. ári, en móðir okkar dó í hárri elli, 88 ára, 7. júlí 1955. Heimili mitt var aldrei erfitt þó að systkina§öldinn væri mikill og margt kaupafólk að auki. Jörðin og búskapurinn gáfu þokkalega af sér og faðir minn hafði góðar tekjur sem skipstjóri. Kirkjuból var nokk- urs kona höfuðból í sveitinni. Hjá okkur dvöldust margir góðir gestir, m.a. farkennarar. Námið fór fram í litlum bamaskóla hjá Efri-Húsum. Skólinn var hálfan mánuð í senn, síðan var okkur sett fyrir næsta hálfa mánuðinn heima við. Ég vil minnast tveggja vinsælla farkennara sem dvöldust lengi hjá okkur. Það voru þau Sigríður Magn- úsdóttir og Gísli Jónasson. Sigríður kom úr Reykjavík og var systir Einars Magnússonar, rektors Menntaskólans í Reykjavík. Hún var skemmtileg og vönduð kona. Gísli Jónasson var ættaður úr Skagafírði. Hann er faðir sr. Jónas- ar, kennara í guðfræðideild Háskól- ans, og afi alnafna síns sem er nú sóknarprestur í Breiðholtspresta- kalli. Þau Sigríður og Gísli voru afbragðskennarar og dáð af okkur bömunum. Ég er þakklátur fyrir að hafa notið leiðsagnar þeirra og fengið að kynnast þeim. — Auk þess að vera í farskólanum að Efri- Húsum var ég einn vetur í skóla hjá Snorra Sigfússyni á Flateyri. Já, það var alltaf nóg rúm fyrir alla á Kirkjubóli og engum visað 1 ■ I I i A X I / N I Jámhillur I ýmsum lítum - upplagdar á vinnustaöi, á lagerinn, f geymsiur, bílskúr- inn o.fl. Skjala- og geymsluskápar á sporbraut; fádæma gód nýting á geymslurými. TRAUSTAR HILLUR LUNDIA-skápar, eða járnhlllur á brautum, hafa þann meginkost að með þeim má fullnýta geymslu- rými. Hægt er að fá skápana með keðjudrifi, handdrifi eða rafdrifi og þeir eru afar einfaldir (uppsetningu. Hilluraðir má fá I mörgum stærðum og I allt að 10 metra lengd. Verðdæmi: 6 hillur 80x30 ásamt tveimur uppistöðum 200x30 = kr. 5.890.00. RGr-S SUÐURLANDSBRAUT 20 - SlMI 84090 frá sem beiddist þar gistingar. Ás- geir Ásgeirsson, fyrrum forseti, sem þá var þingmaður Vestfirð- inga, gisti m.a. alltaf hjá okkur þegar hann var á ferð um kjördæm- ið. Hann var mikils metinn maður. Til gamans má geta að jólaböll sveitarinnar voru alltaf haldin heima. Við systkinin lögðumst á eitt um að láta þau takast vel. Syst- ur mínar fléttuðu sælgætiskörfur úr jólapappír og krakkahnir fengu sína körfima hvert með einhveiju góðgæti í. Ómur þessara jóla- skemmtana lifir mér enn í minni. Allan jólamánuðinn var hlakkað mikið til þeirra. Við þetta má bæta að ósjaldan voru haldnir fundir heima og þá var ekki síður margt um manninn. Eins og áður hefur komið fram var faðir minn mjög félagslega sinnaður. Hann sat áratugi í hreppsnefnd. Hreppsnefndarmenn vildu aldrei taka neitt mál til ákvörðunar nema bera undir hann áður. Svo var hann í matsnefnd sem ferðaðist um Vestfirði og tók út eignir fyrir ríkið. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Önundar- fjarðar og Kaupfélags Önfirðinga á Flateyri. Margir litu á föður rninn sem sveitarhöfðingja. Hann var hjálpsamur og hollráður við sveit- unga sína og þess vegna voru hon- um falin mikil trúnaðarstörf. Hann var frjálslyndur í skoðunum og fylg- inn sér. Foreldrar mínir voru samhentir og lifðu í farsælu og hamingjuríku hjónabandi. Ég minnist þess ekki að nokkum tíma hafí borið skugga á sambúð þeirra. Móðir mín gætti bús og bama þegar faðir minn var á sjó. Hún var einstök dugnaðar- kona, meðalhá, grannvaxin og létt í hreyfíngum. Hún var vönd að virð- ingu sinni og sveitungar okkar litu upp til hennar. Ég sé hana enn í anda standa við eldhúsgluggann heilu nætumar á vorin og vaka MINOLTA LJÓSRITUNARVÉLAR NETTAR, LITLAR 0G LETTAR D-10 Lítil, einföld og því traust. Fyrirtak á skrifboröiö! Sú ódýrasta á markaðnum. D-100 Japönsk snilldarhönnun, þýsk ending og nákvæmni. Lágt verð og rekstarkostnaður. MINOLTA EP 50 5 lita prentun ef vill, innsetning einstakra arka, hágæðaprentun og hagkvæmni í rekstri. iííj^áRáM Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! yfír túnunum. Þá var lítið sofíð, kannski rétt undir dagrenningu — en svo var hún komin upp fyrir allar aldir til að hugsa um heimilið. Móðir mín var skapgóð, mild og réttlát — en þó ákveðin í fasi enda nauðsynlegt þar sem hún þurfti að hugsa um fjölmennt heimili og barnahópurinn var stór. Hún lagði áherslu á að við hlýddum henni til að allt gengi betur fyrir sig. Á sumr- in voru sjaldan færri en tuttugu manns í heimili og því í mörgu að snúast fyrir hana. Þá var faðir minn að heiman. Veiðar hjá honum hóf- ust í mars og stóðu fram í ágúst. Það hefur oft verið sagt um mig að ég sé líkastur föður mínum í orði og æði af öllum systkinunum. Ég get ekki annað en litið á það sem hrós því að hann var framsýnn og mikill framkvæmdamaður. M.a. má nefna að hann hóf fyrstur súr- heysverkun á Vestfjörðum heima á Kirkjubóli. Við eignuðumst eina af fyrstu sláttuvélunum sem komu til landsins. Hún hét Herkúles, ég man það svo vel. Við gátum reyndar lítið notáð hana því að túnið okkar var svo þýft. Faðir minn var forgöngumaður um stofnun heyforðafélags sem reisti stóra heyhlöðu og lögðu menn þar inn umframhey á haustin og unnt var að grípa til að hjálpa þeim sem uppiskroppa urðu með hey á vorin. Þetta var eitt af fyrstu hey- forðafélögum sem stofnuð voru hér- lendis — ef ekki það fyrsta. Félags- menn lögðu til engjar og fengu menn til að slá þær þegar tími gafst. Þetta framtak í sveitinni vakti að vonum mikla athygli í öðr- um sýslum og varð til eftirbreytni. Heyforðabúið kom að góðum notum því að alltaf urðu einhveijir uppiskroppa með hey þegar leið nær vori. Ég man að áður en félagið kom til sögunnar leituðu menn stundum ásjár föður míns. Ég man sérstaklega eftir éinu atviki. Ónefndum sveitunga okkar þótti greinilega miður að þurfa að leita sér hjálpar og viðurkenna um leið úrræðaleysi sitt. Hann var niðurlút- ur þegar hann bar upp erindið og hélt á tómum strigapoka í annarri hendi. „Þú ræður hvort þú lætur í hann, Páll,“ sagði hann og henti pokanum á jörðina. Skúli Pálsson Og auðvitað fékk hann það sem hann þurfti. Faðir minn kom sér upp, fyrstur manna í sveitinni, kornmyllu. Hann malaði kom til eigin nota og einnig fyrir aðra. Lækjarspræna, sem rann í gegnum túnið, var virkjuð til að snúa spöðunum. Ég fylgdist með myllunni því að mér þótti hún mik- ið undratæki. Vísindamaðurinn í mér hafði nóg að gera. Bréf frá Einari Ben Náttúrufegurð er mikil í Önund- arfírði. Ég unni átthögunum mikið, fólkinu, skepnunum og umhverfínu. Fuglalíf var litríkt. Yfír bænum gnæfði íjallið Hafurhestur sem þekkt er úr Gísla sögu Súrssonar. Undir því bjó bróðir Gísla, Vé- steinn, um tíma. Fjallið er hátt og mikið og ókleift venjulegu ferða- fólki. Ég dáði það mest allra fjalla, kannski einkum vegna nálægðar- innar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan ég sleit bamsskónum í Ön- undarfírði. Nú eru margir bæir þar komnir i eyði. Gamlir leikbræður eru horfnir yfír móðuna miklu og maður getur ekki lengur notið átt- hagastemmningar í þeirra hópi. Engu að síður hvarflar hugurinn oft til bemskuáranna og minning- arnar ylja um hjartarætur. Ég heyrði stundum talað um huldúfólk og álfa í sveitinni en varð sjálfur aldrei var við neitt. í túninu heima hafði eitt sinn verið kirkju- garður sem nú var allur grasi vax- Ingilín úr borginni Bókmenntir Sigurður HaukurGuðjónsson Höfúndur: Aage Brandt. Þýðing: Rúnar Ármann Arthúrs- son. Teikningar: Jens Lund Kirke- gaard. Prentverk: Oddi hf. Útgefandi: Iðunn. Þetta er ein þessara bráðfyndnu sagna, sem dönskum er svo lagið að segja. Logandi háð um tilburði okkar við að sýnast menn. Kaup- mannahafnarstelpa kemur sér í sveit, og lífið á bænum verður allt annað eftir. Ingilín heitir hún, hverra manna færðu ekki að vita, heldur ekki, hví hún valdi Mýrarkot til sumardvalar. Hinu kynnist les- andinn, að í augum borgarbams er þörf á að færa ýmislegt til betri vegar hjá bændum. Svín em sett í bað; gamall jálkur færður nær hártízku borgarstráka; hundi breytt í ljón; Valda vinnumanni valin ný unnusta, sú gamla hrakin af bæ með músum; kattasvelgur breytist í kattafóstra; og inn í svefninn hrist- ast litlir drengir og hundur undir æsisögum. Drifljöður þessa alls, og ótalmargs annars, er furðufuglinn Ingilín, sem hverfur til síns heima jafn dularfull og hún kom, öllum, nema þá Stefáni Óla, bónda, eftir- sjá. Já, Aage kann að segja sögu, gerir það svo listavel, að hlátur ylj- ar lesturinn, og saknaðaraugum rennir lesandinn eftir lestinni, er ber ærslabelginn burt. Þýðing Rúnars er bráðvel gerð. Það er vandi að fara með danska kímni, en þá list kann hann, málið lipurt og oftast mjög fallegt. Oftast já, það orð læddist úr penna mínum, því að enginn fær mig til þess að sættast við orð eins og: helling af einhveiju; helling að gera; elska risa-biffborgara; eða að sköllóttur nái að lýsa rökuðum skrokki og rófu hunds. Lengi starði ég á orðin „spretta klaufum". Man ekki til að hafa heyrt eða séð áður. Að spretta úr spori, kannast ég við, líka sletta úr klaufum. I minni sveit fór eftir um hvað var rætt, hvort orðasam- bandið var valið. Svo snjall stílisti, Ljósmynd/Heimir Óskarsson inn. Þar var aðeins eitt leiði þekkt, Káraleiði svokallað. Tvíbýli var á Kirkjubóli fyrst eft- ir að foreldrar mínir byijuðu að búa þar. Einn daginn ætlaði hinn bónd- inn, Kristján Guðlaugsson, að jafna út leiðið og byijaði að rista af því öðru megin. Annað gerði hann ekki þann daginn. Um nóttina dreymdi hann skrýtinn draum. Til hans kom maður og bað hann um að hreyfa ekki meira við leiðinu, þar lægju kona og þijú böm hennar. — Já, það er margt í lífínu sem er hulið sjónum okkar. Við höfum svo tak- markaðan sjóndeildarhring. Ég er ekki skyggn og hef aðeins einu sinni á ævinni séð furðulega sjón. Þá var ég rétt innan við ferm- ingu og lá vakandi í rúmi mínu. Bjart var í herberginu. Allt í einu varð mér litið til dyranna og varð hverft við. í gættinni sá ég stóran ólögulegan fugl. Ég virti hann fyrir mér eitt andartak en svo hvarf hann sjónum mínum. Hann líktist einna helst gasellu-fugli. Mér varð svo mikið um þessa sýn að hún hefur ekki horfíð úr huga mér síðan. Ég hef hvorki þá né síðar getað skýrt hvað þetta átti að merkja. Ég tel mig alls ekki gæddan dulrænum hæfíleikum en verð þó að játa að mig hefur alla tíð dreymt fyrir daglátum. Ég veit reyndar oft ekki hvað draumamir merkja fyrr en dagur er að kveldi kominn. En ég fínn gjarnan hvort það er gott eða slæmt sem ég á í vændum. Fyrir framan Kirkjuból ar stórt malarholt. Þar var víst grafreitur í sem Rúnar vissulega er, ætti ekki að vera í neinum vandræðum með að varast tískuslettur, það sannar mál hans annað. Teikningar em Ingilín við hæfí, fyndnar, snjallar. Sá háttur útgáfunnar, að feit- letra sumar setningar, gefa þeim þannig þyngra vægi, er skemmti- legur, lífgar síður bókarinnar. Hér er í engu til sparað, og úr. verður prýðisbók útgáfunni til sóma, og íslenskum bömum til gleði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.