Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 61
61 bomir Toscana-réttir. Ágóðinn af þessum hádegisverði rann til góð- gerðarstarfsemi og voru þama mættar húsmæður frá Impruneta til að elda ofan í mannskapinn. Kliðurinn, sem myndaðist í þessum sal með bogamynduðu lofti, gerði skemmtilegt andrúmsloft. Klukkan 16 byijaði sýningin á aðaltorginu og stóð hún yfir í tvær klukkustund- ir. Hún hófst með því að 4 vagnar, sem áttu að vera sameiginlegt tákn fyrir hin 4 hverfi Impruneta, komu inná torgið. Vagnar þessir vom tákn fyrir Jörðina, Vatnið, Loftið og Eldinn, og þar af leiðandi hluti af því sem þarf fyrir vínberin og vínframleiðsluna. Á eftir komu vagnar, sem höfðu verið gerðir af hverfísbúum, og vom þeir ekki síðri. Til dæmis var einn vagninn vínberjaklasi, gerður úr kringlóttum vínflöskum, annar var módel af bóndabæ fyrri tíma í Toscana og var sýnt hvernig heimilisstörfin vom. Þetta er líklegast ein af þeim fallegustu og listrænustu hátíðum, sem ég hef séð í Toscana, og sást að þorpsbúar lögðu allan sinn metn- að í að gera sem íburðarmesta og sérstaka vagna sína. Hátíð Heilags Luca er ólík Vínbeijahátíðinni. Þá er komið upp borðum á götunum í kringum aðal- torgið og á sjálfu torginu og em þau hlaðin sælgæti, meðal annars hnetum steiktum í sírópi, sérstakri gerð af núgati, og fleiru ítölsku sælgæti, samlokur með svínakjöti, útigrillaðir kjúklingar og vín. Elstu heimildir um þessa hátíð em þúsund ára gamlar. Þar segir að hópur fjár- og nautahirða, sem komu frá Appenninaíjöllunum og héldu í áttina að Maremma, þar sem þeir höfðu vetrarsetu, höfðu við- komu hér til að selja skepnur. Aðr- ar heimildir um uppmna hátíðarinn- ar em um pílagrímaferðir til að heimsækja myndina af Heilögu Maríu í kirkjunni. Það var nauðsyn- legt að útvega mat fyrir pílagrím- ana og þá komu farandsalarnir til sögunnar. Kastaníuhnetur Kastaníuhnetutré em í Toscana og segir gamalt máltæki í Toscana að „bestu trén em þau sem em mest veðurbarin". Kastaníuhnetumar detta af tijánum á haustin. Fyrr á tímum var það talin vera himnasending þegar kastaníuhneturnar duttu af tijánum. Áður en kartöflumar urðu þekktar í Evrópu vo'ru kastaníu- hneturnar nauðsynleg næring fyrir íbúa til sveita og fjalla á Italíu og víðar. í dag em tímarnir breyttir og lífsmáti og það kemur fyrir að enginn tíni þær. Einnig em heilir skógar horfnir af mannavöldum eða vegna veikinda. Kastaníuhnetutréð kom frá Aust- urlöndum til Miðjarðarhafslanda fyrir mörgum öldum. Fomgrikkir sögðu að siðmenningin hefði orðið til þegar maðurinn uppgötvaði hne- tumar og kastaníuhnetumar til að næra sig á. Það er ekki fyrir tilviljun, að eitt af stærstu kastaníuhnetutijánum í heiminum er á Sikiley, í Sant’Alfio, nálægt eldfjallinu Etnu. Það er „Kastaníuhnetutré 100 hestanna". Það em þrír samvaxnir tijástofnar og er ummál trésins yfir 50 metrar og er talið vera 3—4000 ára gamalt. Kastaníuhnetutínsla er í dag stunduð til sölu. Frá 1939 em í gildi lög, þar sem kastaníuhnetun- um er skipt í 4 flokka eftir stærð og þyngd. Kastaníuhnetumar frá nágrenni Flórens em þær dýmstu vegna þes að þær þykja vera þær bestu. í suðausturátt frá Flórens er þorpið Marradi og er það þekkt fyrir kastaníuhnetumar sínar og em þær stolt íbúa þorpsins. Kast- aníuhnetumar frá Marradi þykja vera hinar bestu á Italíu. Þetta er einn stærsti kastaníuhnetuskógur á Ítalíu og á uppskemtímanum vinna á milli 120 og 130 manns við tínsluna og er hún aðallandbúnað- arstarfsemin í þorpinu ásamt iðn- aði. Hér er haldin kastaníuhnetu- hátíð 3 sunnudaga í október og komast færri að en vilja. í ár var hún haldin í 25. skiptið. Þá em boðnar til sölu kastaníuhnetur MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 framreiddar á mismunandi hátt og kastaníuhnetuhveiti. Casentino-sveitin I þessum hluta Toscana er einnig vínframleiðsla. Upp til fjalla er Casentino-sveitin og er vegurinn þangað mjög bugðóttur og þyrfti helst að taka bílveikitöflur áður, en útsýnið, sem blasir við, er þess virði að þjást, þvílík er fegurðin. Skóg- lendi og lítil þorp. Ég hef verið svo heppin að geta dvalist oft í Casent- ino-sveitinni. Vegurinn að sumar- bústaðnum liggur í gegnum skóg- inn. Við Reykvíkingar höfum alltaf verið hreyknir af að geta notið kyrrðar náttúmnnar eftir hálftíma akstur frá Reykjavík. Það tekur álíka tíma að komast í þessa kyrrð frá Flórens. Ég tók strax ástfóstri við þessa sveit og sumarbústaðinn. Þama em um 10 hús og var búið í þeim allt árið en núna er einungis verið í þeim um helgar og í sumar- fríum. Til afþreyingar er farið í göngutúra í skóginum þar sem vaxa sveppir á sumrin og haustin og auk þess er hægt að tína kastaníuhnet- ur og jarðarber. Það gekk allt á afturfótunum hjá mér, þegar ég fór í fyrsta skipti í skóginn til að leita að sveppum. Til að vera hreinskilin hafði ég aldrei komið áður í skóg og var ég þarna mætt í vaðstígvél- um. Ég fann samt einn svepp. Sveppirnir hafa ekki vaxið í ár og hefur enginn getað gefíð skýringu á því. Þetta em lög skógarins. Það verður að fara í skóginn snemma morguns eða seinni partinn vegna hættu á að höggormar verði á vegi manns. En það er hægt að gera fleira en að fara í skógarferðir. Næsta þorp heitir Strada in Casent- ino og þar er meðal annars lítill veitingastaður og kostar tvíréttuð máltíð með víni um 300 kr. og það má segja að maður fái að borða „ijómann“ af Toscana-réttunum og rétti, sem maður fær ekki í Flór- ens, eins og til dæmis villisvín, önd og fleira. Það em tvenn hjón sem reka staðinn og þau þjást ekki af streitu. Á Italíu er klukkunni breytt í lok september um einn klukkutíma aftur í tímann. Viku seinna komum við þangað en þau höfðu ekki fært klukkuna afturábak. Tíminn skiptir ekki máli fyrir þau. Þau hafa reynt- að búa í borgum Ítalíu en fjallaþrá- in dró þau heim. I næsta nágrenni við Strada in Casentino, í þorpinu Poppi, er mjög skemmtilegur dýragarður og geng- ur hluti af dýrunum laus. Lýkur hér þessu Toscana-bréfi og vona ég að lestur þessi hafí ver- ið ykkur til skemmtunar og að þið hafið fengið smá innsýn í lífíð í Toscana. HUNGRAÐIR ÞURFA ÞÍNA HJÁIP Peningarnir, sem þú safnar í baukinn okkar, gera okkur kleift að halda hjálparstarfinu áfram. (ár verður söfnunarfénu m.a. var- ið til skólabyggingar fyrir fátæk börn og byggingar á heimiii fyrir vangefin börn á Indlandi. Við tökum þátt í upp- byggingarstarfi í kjölfar flóðanna í Bangladesh og höldum matvæla- aðstoðinni í Mósambík áfram. En hörmungar gera sjaldnast boð á undan sér og því verðum við einnig að vera undir það búin að bregðast við óvæntu neyðarkalli. ÞANNIG FER SÖFNUNIN FRAM Nú hafa gíróseölar landsins. Þeim peningum, sem fjölskyldan safnar í baukinn, má koma til skila meö gíróseðlinum í næsta banka, sparisjóö eða póstafgreiðslu. Sóknarprestar taka einnig við fram- lögum, svo og skrifstofa Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, Suðurgötu 22 í Reykjavík. Leggjumst öll á eitt. Tryggjum áfram árangursríkt hjálparstarf í þágu hungraðra og hrjáðra. Við getum ekki gefið þarfari gjöf. LANDSSÖFNUNIN BRAUÐ HANDA HUNGRUÐUM HEIMI C söfnunarbaukar okkar og borist flestum heimilum HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Eftirtaldir aðilar á Bíldudal styrktu landssöfnunina með því að kosta birtingu þessarar auglýsingar: Verslunin Edinborg hf., Fiskvinnslan á Bíldudal hf., Rækjuver hf., Bíldudalshreppur, Smiðjan hf., Tréverk hf., Útgerðarfélag Bílddælinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.