Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 TVOFALDUR 1. VESMNGUR álaugardag handa þér, ef þú hlttír á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki , vanta í þetta sinn! Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Gódan daginn! EITT TITRANDIKAFFITÁR eftir Úlfar Þormóðsson Sá á ekki að deila við dómara sem vill halda lögum óbreyttum og úr- skurðum óhögguðum. Hinir, sem bæði vilja breyta og bæta, láta það eftir sér að þenja sig yfír uppkveðn- um dómum, sem þeim þykja rangir. Þess vegna rita ég þessar línur yfir ilmandi kaffibolla. Þann 24. nóvember sl. skrifar Erlendur Jónsson bókardóm um skáldsögu mína Þrjár sólir svartar og birtir í Morgunblaðinu. Dóminn sjálfan ætla ég ekki að ræða, þótt ég sé honum ósammála um flest, heldur eitt lítið eiturörvarskot frá dómara Erlendi. Undir lok dómsins segir Erlendur „Auðvitað er þetta engin sagnfræði þótt höfundur byggi heimildir sínar á sögulegum heimild- um. Til dæmis leyfir hann sér að láta persónur sínar hressa sig á kaffí. En kaffi var óþekkt hér á þeim tíma sem sagan á að gerast, tók ekki að flytjast fyrr en hálfri ann- arri öld síðar, um eða upp úr 1760, og var nær óþekkt á borðum alþýðu þar til á 19. öld.“ Það er útaf fyrir sig skarplega ályktað og réttilega hjá Erlendi dóm- ara að skáldsagan Þijár sólir svartar sé ekki sagnfræði. Og höfundur alls ekki sagnfræðingur, reyndar svo ár- ans illa innréttaður að hann hendir jafnan uppskrifuðum og ljósrituðum heimildum jafnóðum og hann hefur notfært sér þær og í óhömdum fogn- uði yfir því að geta losað sig við minnisblöð og snepla. Þetta eru eins óvfsindaleg vinnubrögð og hægt er að viðhafa til að reyra ekki hinn Úlfar Þormóðsson óhefta skáldskap í viðjar lærðra fræða. En þótt blöðin séu fokin út í veður og vind stendur minnið eftir svo svikult sem þa er þegar á það þarf að treysta eitt og sér. Hvað um það. Þetta stendur eftir í kaffiminninu: Árið 1280 var hellt upp á kaffi í fyrsta sinn í Evrópu. Það var í Istanbul. í fyrsta sinn það vitað er þýðir ekki annað en að það hafi verið í fyrsta sinn sem frétta- menn þátíðarinnar vissu af uppáhell- ingi. Og þar sem vitað er að frétta- menn þessa tíma voru ekki eins rösk- ir og kollegar þeirra í nútímanum má reikna með að nokkuð löngu fýr- ir hafí fyrsti evrópski kaffitaumurinn lekið úr brenndum og steyttum baun- um. Fjögurhundruð árum síðar, eða um 1680, er kaffi orðið alþekkt í allri Norðvestur-Evrópu. Þetta þýðir að Hollendingar og aðrir evrópskir fískimenn og sæfarar sem stálust til að versla við íslendinga á 16. og 17. öld þekktu og drukku kaffi á þeim tíma sem Sveinn skotti var á dögum og jafnvel á dögum föður hans heit- ins, Axlar-Bjarnar. Og kaffi er þekkt í íslenskum heimildum all miklu fýrr en Erlendur dómari gefur í skyn. Árið 1760, svo ég haldi mig við sérvalið ártal dómar- ans, eru þegar til nokkrar kaffi- kvamir í landinu. Þá var kaffi orðið alþekkt hérlendis, og flutt til landsins með lögmætum hætti og í fimm- földum mæli miðað við te sem þá hafði verið drukkið hérlendis í óra- tíma. Þar sem ég hef ekki undir höndum minnismiðann sem ég hafði í mínum fórum þegar ég skrifaði vitandi vits að Sveini skotta hafi verið borið kaffitár á húnvetnsku prestssetri árið 1645 get ég ekki fært Erlendi dómara nákvæmari kaffísögu að sinni. Hitt fullyrði ég að Skotti var ekki fýrstur íslendinga til að fá sér kaffisopa. íslendingar þeirra tíma, líkt og afkomendumir í dag, voru kræfir og höfðu mörg útispjót ekki síst hvað viðkom innflutningi, lögleg- um sem ólöglegum. Að lokum vil ég þó benda dómara Erlendi á, sem huggun gegn harmi ónákvæmni dómsins, að Bragakaffi var ekki tilorðið á þessum tíma. Það er þó víst. Höfundur er rithöfundur. SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA Höfum opnað stórglæsilega sportvöruverslun í nýja verslunarhúsinu, Kringlunni 4 Troðfull búð af nýjum og spennandi vörum ■ matinhleu.. Landsins mesta úrval af Adidas vörum. Regngallar, töskur, bómullargallar, apaskinnsgallar, glansgallar, stakar buxur, bolir, stuttbuxur, hlaupa- skór, innanhússkór, fótboltaskór, barnaskór, gadda- skóro.fl. o.fl. Nýja tískulínan frá Adidas heitir „Take Off“ og er virkilega töff. Stakar bux- ur, anorakkar, rúllukraga- peysur, boliro.fl. Frönsku Matinbleu gallarnir hafa öðlast miklar vin- sældir. Fást í mörgum tegundum og í miklu litaúr- vali. Efniö er létt og lipurt krumpefni og hönnunin upp á franska vísu. Glæsilegir gallar. Stæröir S til XL. Éinning barnastærðir. Bjóöum nú í fyrsta skipti sport- fatnaö frá Kappa. Stakar buxur, treyjur og gallar. Mjög vandaö- ur fatnaöur. Dúnúlpur frá New Sport. Nr. 120 til 160. Verö kr. 6.900,- Nr.StilXL. Verð kr. 7.980,- Litir: Dökkblátt, Ijósblátt og grátt. Einnig nýjar fallegar úlpur frá Chevignun. Verö kr. 16.900,- Dance France í jassballet, eró- bikk, fimleika og leikfimi. Topp- ar, bolir, buxur, samfestingar o.fl. Margir litir. SPEHDO Sundfatnaöurog sundvörurfrá Arena og Speedo. Sundbolir, sundskýlur, sundbuxur, gler- augu, handklæði, baösloppar, sundskóro.fl. Kangaroos kuldaskór Kuldaskór m/riflás, reimaðir kuldaskór. Nr. 31 til 46. Nú sem áöur bjóðum viö mjög gott úrval af borðtennisvörum frá Butterflyog Stiga. Ódýrir spaöar, dýrir spaöar, grindur, gúmmi, lím, hreinsiefni, hulstur, fatnaöur, buxur og boliro.fl. SELECT fótboltar, handboltar, körfuboltar ODLO íþróttagallar YAMAHA badmintonvörur REUSCH markmannshanskor, PATRICK íþróttaskór Þú færð jólagjöf íþróttamannsins í Spörtu. Nú ó tveimur stöðum, Kringlunni 4 og Laugavegi 49. Verið velkomin. Converse ellismellir Óbreyttirfrá 1916. Aldrei vinsælli en nú. Nr. 18 til 46. Margir litir. Laugavegi 49. S 12024 Kringlunni 4. S 680835 Eigum nú gott úrval af Nike íþróttaskóm, körfu- boltaskóm, hlaupaskóm, bamaskóm og eróbikk- skóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.