Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 Skattar 1988: Framtölum á að skila á venjulegum tíma „FÓLK á að skila frarntölum á venjulegum tíma í febrúar," sagði Gestur Steinþórsson skatt- stjóri aðspurður um með hvaða hætti skattar þessa árs verði gerðir upp. Framtalseyðublöðum verður dreift á næstunni og Húsnæðisbætur til þeirra sem sóttu um í sumar og eiga rétt á þeim verða sendar út nú í vik- unni. Húsnæðisbætur voru greiddar í sumar til rétthafa sem höfðu skilað umsóknum um þær með skatt- framtölum sínum. Þeir sem ekki verða þau í mjög breyttu formi frá því sem verið hefúr. Gestur segir að síðan verði lagt á eftir þeim reglum sem í gildi verða á þeim tíma og álagningarskrá síðan birt í júlímánuði. Þá mun koma í ljós hvort við staðgreiðslu höfðu áttað sig á að þeir ættu rétt til húsnæðisbóta og því ekki sótt um þær gátu lagt inn umsókn í ágústmánuði. Nú hafa húsnæðis- bætur þessa seinni hóps verið reikn- aðar. Hjá Skattstofu Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að ávís- anir fyrir bótaupphæðinni yrðu sendar út í dag eða næstu daga. skatta hefur verið tekið of eða van af mönnum. Fólk getur átt inni eða skuldað eftir atvikum. Slíkur mis- munur verður gerður upp og verð- bætur reiknaðar á upphæðina. Þeir sem eiga inni fá upphæðina sendá heim með áföllnum verðbótum, hin- ir sem kunna að skulda fá senda reikninga fyrir skuldinni. Gestur segir að ekki muni koma til þess að sektum verði beitt, þótt fólk hafi ekki greitt skatta af ein- hveijum atvinnutekjum í stað- greiðslu, svo fremi sem tekjumar séu taldar fram með skilum. Hins vegar verða reiknaðar verðbætur á upphæðina frá þeim tímá er unnið var fyrir laununum. Aðrir skattar en vinnutekjur, til dæmis eignaskattar, verða lagðir á með hefðbundnum hætti þar sem þar er um að ræða skatta sem greið- ast eftir á. Húsnæðisbætur til seinni hópa á leiðinni I/EÐURHORFUR í DAG, 15. DESEMBER 1988 YFIRLIT f GÆR: Um 600 km vestsuðvestur af Reykjanesi er 978 mb lægð sem hreyfist norður og síðar norðaustur. Heldur minnk- andi 1040 mb hæð yfir Bretlandseyjum. Veður fer kólnandi í nótt, fyrst vestanlands. SPÁ: Suðvestanátt um allt land, 7—9 vindstig og slydduvél vestan- lands en annars hægari og þurrt. Hiti víðar 0—5 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðanátt og dálítil él á Norðaustur- og Austurlandi en breytileg átt og víðast þurrt annars staðar. Frost 0—5 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan- og suðvestanátt og hiti um eða rétt yfir frostmarki. Snjókoma eða slydda sunnan- og vestan- lands en þurrt að mestu á Norðausturlandi. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akurayrí Reykjavfk hiti 11 9 veftur skýjaó súld Bergen 2 slydda Helsinki +S léttskýjað Kaupmannah. 3 léttskýjað Narssarssuaq +3 úrkoma Nuuk +1 snjóél Osló +2 léttskýjað Stokkhólmur +2 léttskýjað Þórshöfn S súld Algarve 1S heiðsklrt Amsterdam s súld Barcelona 11 heiðskfrt Beríin 4 hálfskýjað Chicago 2 skýjað Feneyjar 3 þokumóða Frankfurt 7 skýjað Glasgow 10 súld Hamborg 5 léttskýjað Las Palmas 20 hálfskýjað London 9 mistur Los Angeles 11 þokumóða Lúxemborg vantar Madrfd 7 helðsklrt Malaga 14 léttskýjað Mallorca 12 skýjað Montreal +S alskýjað New York +1 skýjað Oriando 6 helfiskirt Parfs 7 skýjað Róm 13 léttskýjað San Diego 12 þokumóða Vín S skýjað Washington +3 léttskýjað Winnipeg +16 alskýjað Morgunblaðið/Júlíus Skiltabrýr vísa til vegar Þijár skiltabrýr hafa nú verið settar upp í nágrenni Reykjanes- brautar. Brýmar ehi þeirrar gerðar sem sést hér á myndinni, á þeim eru skilti sem ætlað er að visa ökumönnum til vegar. Ein brúin er á mótum Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka og tvær í grennd við mót Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar. Aust- urrísku fyrirtæki var falin gerð brúnna að loknu útboði. Hag- virki hf. sá um að koma brúnum fyrir. Heildarkostnaður við hveija brú er um 2 milljónir króna. Sameining firystihúsa : Leitum bestu leiðar- innar út úr vandanum - segir framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Breiðdælinga hf. „MENN HLJÓTA auðvitað að leita að þeirri leið sem er hag- kvæmust hveiju sinni,“ sagði Svavar Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Breiðdælinga hf. á Breiðdalsvík. Hann var spurður hvað væri að baki hugmyndum um að sameina fyrirtækið Hraðfrystihúsi Stöðv- Loðnuafli svipaður ogí fyrra TILKYNNT hafði verið um veið- ar á 282.330 tonnum af loðnu á miðnætti aðfaranótt þriðjudags- ins en 284.000 tonnum á sama tíma í fyrra. Síðdegis í gær, miðvikudag, hafði Húnaröst tilkynnt um 620 tonn óákveðið hvert, Víkingur 700 tonn til Akraness, Sigurður 1.250 tonn til Vestmannaeyja, Guðmundur 850 tonn til Vestmannaeyja, Hilmir II 580 tonn óákveðið hvfert og Háberg 550 tonn til Grindavíkur. Fossvogur: Vaxandi áhugi er á þjófavöm Fyrirtækið Securitas hefúr sett upp þjófavarnarkerfi eða tekið að sér eftirlit fyrir 15-20 eigendur einbýlishúsa í Fossvogi eftir að þar gekk yfir alda inn- brota í haust. Hannes Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Securitas sagði að ýmist væri um að ræða að þjófa- vamarkerfi hefði verið komið fyrir í húsunum eða að vaktþjósnusta fyrirtækisins færi þar nokkrar eftir- litsferðar á sólarhring. Að sögn Hannesar mynduðu eig- endur húsanna ekki með sér nein samtök um viðskiptin heldur leitaði hver og einn til fyrirtækisins. Innbrotin munu hafa upplýsts er hópur unglingspilta játaði þau á sig. arQarðar hf. Hann segir að verið sé að kanna hagkvæmni samein- ingarinnar, auk annarra leiða, til að losa fyrirtækið út úr þeim rekstrarvanda sem þáð á í. „Þessar athuganir eru ennþá á algjöru frumstigi og það verður engin afstaða tekin fyrr en niður- stöður eru fengnar. Við reiknum með að þær komi fyrir áramót," sagði Svavar. Sameiningin er ein af mörgum leiðum sem til athugunar eru. Svav- ar segir að lausafjárstaða fyrirtæk- isins sé slæm og nýting fyrirtækis- ins í lágmarki nú í kringum ára- mót. Það er að frumkvæði Atvinnu- tryggingarsjóðs sem þessi hag- kvæmniathugun fer fram. „En að sjálfsögðu eiga eigendur fyrirtækj- anna síðasta orðið um hvort af verð- ur,“ segir Svavar. Um 10 manns vinna nú hjá Hrað- frystihúsi Breiðdælinga við vinnsl- una, um 30 manns ef áhöfn togar- ans Hafnareyjar SU 110 er talin með. Togarinn veiðir nú karfa og ufsa sem sendur er á markað í gámum og hefur svo verið undan- famar þijár vikur. Von er á nýju skipi í janúar og bjóst Svavar við að þá gæti vinnsla hafist af krafti á ný. Þegar unnið er með fullum afköstum starfa um 60 manns hjá fyrirtækinu, en lítil verkefni hafa verið þar síðan síldarvinnslu lauk 10. desember síðastliðinn. Hjá Hraðfrystihúsi Stöðvarfjarð- ar hf. fengust þær upplýsingar að beðið væri niðurstöðu hagkvæmni- athugana áður en menn gerðu upp hug sinn til sameiningarinnar. Fundað um vörugjald SÆLGÆTIS- og gosdrykkjafram- Ieiðendur loka fyrirtækjum sinum í dag milli 13.00 og 14.30. Þann tíma nota þeir til að fúnda með starfsfólki sínu og kynna því áhrif væntanlegs vörugjalds á fram- leiðsluna og afkomu fyrirtælq- anna. í einu af tekjuöflunarfrumVörpu ríkisstjómarinnar er gert ráð fyrir hækkun vörugjalds á sælgæti og gosdrykki úr 14 í 25%. Þessi fyrir- ætlan hefur mætt andbyr af hálfu framleiðenda og er fundurinn f dag ætlaður til að skýra málin fyrir starfsfólkinu, sem er um 800 alls. Fundurinn verður í Bíóborginni við Snorrabraut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.