Morgunblaðið - 07.12.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.12.1991, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 ílugsanleg úrsögn ár hvalveiðiráðinu: Færeyingar gætu ekki fylgt dæmi Islendinga -■ segir Jón Petersen sj ávarútvegsr áðherra JÓN Petersen sjávarútvegsráð- herra Fœreyja segir að Færeying- ar styddu Islendinga heilshugar cf þeir gengju úr Alþjóðahval- veiðiráðinu en Þorsteinn Pálsson hefur lagt það til við ríkisstjórn- ina. „En Færeyingar gætu ekki fylgt fordæmi þeirra þar sem við eigum ekki aðild að ráðinu nema sem fulltrúar í dönsku sendinefnd- inni,” sagði Petersen. Petersen sagði aðspurður að hann sæi því þó ekkert til fyrirstöðu, að Færeyjar gerðust aðilar að samtök- um Norður-Atlantshafsríkja, sem hefðu það m.a. að markmiði að stjórna veiðum á sjávarspendýrum, þótt þeir tengdust áfram Alþjóða- hvalveiðiráðinu gegnum Dani. En í tillögu sjávarútvegsráðherra um úr- sögn úr ráðinu felst einnig, að íslend- ingar hefji undirbúning að því að fá Kraftakeppnin Hreysti ’91 Morgunblaðið/Sverrir Kraftakeppnin Hreysti ’91 verður haldin í lteiðhöll- inni í dag 'og hefst klukkan 16. Keppt verður í trukkadrætti, steinataki, hver getur lengst verið með útrétta arma með 12,5 kíló í hvorri hendi, í að bera 75 kílóa ferðatöskur sem lengst og fleiri greinum sem reyna á krafta og snerpu. Erlendir keppendur eru komnir til landsins til að veita Islend- ingunum Magnúsi Ver Magnússyni og Andrési Guð- mundssyni verðuga keppni. Hér hnykla þeir vöðvana fyrir ijósmyndara Morgunblaðsins. Borgarspítali og Landakotsspítali: Sameining hefði sparnað í för með sér NEFND sem heilbrigðisráð- herra skipaði til þess að meta kosti og galla hugsanlegrar sameiningar Borgarspítala og Landakotsspítala telur að slík sameining muni hafa sparnað í för með sér. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta kæmi fram í drögum að áliti nefndarinnar sem hefur verið kynnt heilbrigðisráð- herra. Álit nefndarinnar í heild verður að öllum líkindum kynnt á mánudag. Formaður nefndarinnar er Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri í heil- brigðisráðuneytinu en auk hans sitja í henni stjórnarformenn, framkvæmdastjórar og hjúkrunar- forstjórar umræddra spítala. Skýrsia Ríkisendurskoðunar: hvalveiðiríki til svæðisbundins sam- bands sem samræmist hafréttarsátt- málanum. Áætlunarbif- reið fýkur út- af í ofsaveðri Grundarfjörður. Áætlunarbifreið fauk útaf Helgafellssveitarvegi og lenti á hliðinni í ofveðrinu á sunnan- verðu Snæfellsnesi í gær. Ekki voru teljandi slys á fólki. Þrír farþegar auk ökumanns voru í áætlunarbifreiðinni þegar hún fauk útaf á veginum við bæinn Kljá á leiðinni frá Stykk- ishólmi til Grundarfjarðar. Tveir farþeganna voru fluttir á sjúkra- húsið á Stykkishólmi en fengu að fara heim eftir skamma við- dvöl. Ekki var hægt að koma bílnum upp á veginn vegna veður- ofsa og hefill, sem nota átti til verksins, festist. Fjárhús og hluti af hlöðu fauk á bænum Búlandshöfða og verið er að vinna að því að koma fénu í hús. - Hallgrímur. Fjölgun stöðugilda hjá ríkinu innan marka fjárlaga 1991 STÖÐUGILDUM hjá ríkinu fjölgaði um 677 milli áranna 1990 og 1991 ef tekið er mið af fyrstu sex mánuðum hvors árs um sig, að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um þetta efni. Fyrstu sex mánuði ársins 1990 voru stöðugildin 15.241 að meðal- tali en voru 15.918 að meðaltali fyrstu sex mánuðina í ár. í skýrslunni kemur fram að fjár- lög ríkisins fyrir árið 1991 gera ráð fyrir fjölgun um 600 stöðu- gildi og þar af bættust 45 við í meðförum Alþingis. Af þessari ijölgun eru um 500 stöðugildi tii- komin vegna yfirtöku ríkissjóðs á rekstri vegna laga um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga sem tóku gildi í ársbyijun 1990. Þann- ig var gert ráð fyrir að nýjum stöð- ugildum fjölgaði um 100 á árinu 1991. Mest íjölgun á stöðugildum varð hjá menntamálaráðuneytinu eða sem svaraði 293 stöðugildum. Þar af fjölgaði um 138 stöðugildi hjá grunnskólum, en sú fjölgun er aðallega tilkomin vegna skóla- skyldu sex ára barna og vegna nýrra reglna um sérkennslu. Hjá framhaldsskólum og skólum á háskólastigi fjölgaði um 91 stöðu- gildi og hjá stofnunum utan skóla má nefna að stöðugildum fjölgaði um 20 vegna meðferðarheimilis fyrir unga fíkniefnaneytendur. Reykjavíkur með 123 stöðugildi, en ríkissjóður tók við rekstri Heilsuvemdarstöðvarinnar sam- kvæmt lögum nr. 87/1989 um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga. Starfsfólk Heilsuverndar- stöðvarinnar sér meðal annars um heimahjúkrun en sú starfsemi var áður kostuð af sjúkratryggingum. Hjá ríkisspítölunum ljölgaði sam- tals um 49 stöðugildi, að því er fram kemur í skýrslunni. Sam- kvæmt henni er ijölgun stöðugilda hjá A-hluta ríkissjóðs fyrstu sex mánuði ársins 1991 innan marka fjárlaga. Hins vegar virðist yfir- vinna hafa orðið meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Húseigendatrygging: Næstmest fjölgun varð hjá stofnunum heilbrigðisráðuneytis- ins eða um 203 stöðugildi. Þar vegur þyngst Heilsuverndarstöð Þrjú tryggingafé- lög hækka iðgjöld Óskarsverðlaunin 1992: Kvikmyndin Börn náttúr- unnar framlag Islendinga 25.000 íslenskir og norskir kvikmyndahúsagestir hafa séð kvik- mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn Náttúrunnar. Friðrik er byrjaður að borga til baka 12 milljóna króna styrk sem hann fékk með þeim skilmála að peningarnir væru afturkræfir ef myndin skilaði hagnaði. Heildarkostnaður við gerð hennar nam 60 milljónum króna. Myndin verður framlag íslendinga til keppn- innar um Óskarsverðlaunin næsta vor. Þrjár viðurkenningar hafa fallið kvikmyndahúsagestir hafa séð en yngra fólk erlendis. Myndin virtist höfða til útlendinga m.a. vegna þess að fólk fyndi í henni þá hluti sem það byggist við frá Islandi sTS. drauga og náttúrufeg- urð. í skaut aðstandenda myndarinnar. Fyrstu viðurkenninguna fékk hún snemma í haust fyrir að vera besta listræna framlagið á World Film Festival, önnur viðurkenningin kom í hlut myndarinnar í byrjun nóvember frá Norrænu kvik- myndastofnuninni og ekki alls fyrir löngu fékk Hilmar Örn Hilm- arsson Felixinn fyrir tónlist í myndinni. Sigríður Hagalín var tilnefnd til verðlauna fyrir besta leik kvenna í aðalhlutverki. Mynd- in hefur að undanförnu verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Puerto Rieo, Flórens og Haugasundi. 25.000 norskir og íslenskir myndina hingað til en þýskir aðil- ar sjá um heimsdreifingu á henni. Tekin verður ákvörðun um dreif- ingu myndarinnar í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Frakklandi nú í desember en Friðrik sagði að dreifingaraðilar væru fremur smáir, t.d. hefðu tvö kvikmynda- hús í París sýnt myndinni áhuga. Hann sagði að góð aðsókn íslend- inga á myndina hefði komið hon- um á óvart. Hún hefði tii dæmis fengið mun meiri aðsókn en Skytturnar sem hann hefði talið líklegri til vinsælda. Friðrik sagði að hér á landi virtist eldra fólk hafa mestan áhuga á myndinni Friðrik sagðist vera með þrjú handrit á borðinu. Eitt væri Djöflaeyjan eftir handriti Einars Kárasonar, annað Bíódagar eftir sínu handriti og Einars Más Guð- mundssonar og loks væri um að ræða handrit sem unnið væri í samvinnu við ameríska aðila. Friðrik sagði að kvikmyndamenn gerðu ekki alíslenskar myndir iengur heldur leituðu eftir fjárst- uðningi erlendra aðila sem hefðu meiri áhuga á styrkja íslenska menningu og fjárfesta í íslenskum myndum nú en áður. Þá sagði hann að mikil hjálp væi-i í Nor- ræna og Evrópska kvikmynda- sjóðnum. ÞRJÚ tryggingafélög hafa fengið leyfi Tryggingaeftirlitsins til að hækka iðgjöld húseigendatrygg- inga vegna tjóna, sem urðu í óveðrinu í byrjun febrúar síðast- liðinn. Þau félög sem hækka ið- gjöld eru Sjóvá;Almennar, Vá- tryggingafélag íslands hf. og Ábyrgð hf. Hækkunin er á bilinu 6-12% og tekur gildi frá og með 1. janúar næstkomandi. Að sögn Ragnars Ragnarssonar, deildarstjóra hjá Tiyggingaeftirlit- inu, er aðeins um húseigendatrygg- ingar eða skildar tryggingar að ræða. Hækkuninn kemur eingöngu til vegna óveðursins í febrúar síðastlið- milljónir króna. Hann sagði að ekki væri um að ræða hækkun á iðgjalda- skrá fyrir altryggingu fyrir hús, heimili og íjölskyldu. -♦ ♦ ♦ Hornafjörður: Féll milli skips og bryggju og drukknaði mn. Ólafur Jón'Ingólfsson hjá Sjóvá- Almennum segir að tjónabætur sem fyrirtækið hafi greitt vegna óveðurs- ins í febrúar hafi verið um 112 millj- ónir króna. Sjóvá-Almennar eru bæði með húseigendatryggingu, sem hækkar um 6%, og fasteignatrygg- ingu, sem hækkar um 12%, en hún er, að sögn Ólafs, víðtækari og gefur meiri vernd en húseigendatrygging- Hækkunin á húseigendatryggingu Vátryggingafélags íslands hf. er að sögn llilmars Pálssonar á milli 10 og 12%, en tjónabætur hjá fyrirtæk- inu voru um 210 milljónir, vegna tjóna sem urðu í óveðrinu. Hann tek- ur jafnframt fram að þessi trygging félagsins sé mjög víðtæk. Að sögn Jóhanns E. Bjömssonar, forstjóra Ábyrgðar hf., hækkar hús- eigendatrygging þeirra um 10%. Tjónabætur félagsins voru rúmar 10 I > STEFÁN Hlynur Erlingsson, 23 ára sjómaður úr Skagafirði, fannst látinn í Hornafjarðarhöfn síðdegis í fyrradag og er talið að hann hafi fallið milli skips og bryggju og drukknað á miðviku- dagskvöld. Engin vitni urðu að því er Stefán féll í sjóinn en skipsfélagar hans á Sighvati GK 57 tilkynntu lögreglu um nóttina að hann hefði ekki kom- ið til skips á ákveðnum brottferðar- tíma og var þá spurst fyrir um ferð- ir hans. Skipulögð leit hófst um morgun- inn og fannst Stefán látinn um klukkan 16.30 og að sögn lögreglu á Hornafírði er talið fullvíst að hann hafi fallið milli skips og bryggju. Stefán Hlynur Erlingsson fædd- ist 15. júní 1968 og bjó í foreldra- húsum í Birkihlíð í Staðarhreppi í Skagafirði. Hann lætur eftir sig barn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.