Morgunblaðið - 07.12.1991, Síða 51

Morgunblaðið - 07.12.1991, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 51 Seljakirkja Kirkjudagar í Seljakirkju SAGA VESTMANNAEYJABÆJAR HARALDUR GUÐNASON Glœsilegt rit um sögu Vestmannaeyjabœjar, prýtt fjölmörgum myndum, kortum og teikningum. Tvö bindi í veglegri öskju. Ómissandi bœkur hverjum þeim sem Eyjum ann. ÍSLENSK BÓKADREIFING Frá danssýningunni. Danssýning í Gerðubergi ÞRJU dansverk verða sýnd í Gerðubergi fimmtudaginn 12. desemb- er og í Kramhúsinu mánudaginn 16. desember á sama tíma. Dansarn- ir eru eftir Guðbjörgu Arnardóttur, Sharmilu Mukeiji og Lilju Ivars- dóttur. . Verkin, sem dönsuð verða eru „Tóm” eftir Guðbjörgu, sem er sóló, samið fýrir þremur árum í Stokk- hólmi, „Tum on, turn off’ eftir Sharmilu, sem er verk með dans og myndbandi fyrir tvo dansara og loks „Nóvember” eftir Lilju, sem er verk fyrir fimm dansara. Þeir, sem taka þátt í sýningunni eru dansararnir Marta Rúnarsdóttir, Katrín Ólafsdóttir, Guðbjörg Arnar- dóttir, Sharmila Mukeiji og Lilja ívarsdóttir. Drengjakórinn í heimsókn á Bessastöðum sl. vor. Aðventusöngur Drengja- kórs Laugarneskirkju AÐVENTUSONGUR Drengja- kórs Laugarneskirkju verður sunnudaginn 8. des. kl. 20.00 í Laugarneskirkju. Drengjakór Laugarneskirkju var stofnaður í fyrrahaust og telur nú 27 drengi. Einnig eru nokkrir drengir í undirbúningsdeild. Aðventusöngurinn er eitt aðal- verkefni kórsins yfir veturinn en kórinn syngur 11 aðventu- og jóla- söngva. A milli söngva verða lesin ritningarorð. Aðventusöngurinn tekur mið af breskri hefð, „lessons and carols”, eða ritningarlestur og söngur. Kór- inn byijar á inngöngu með kross- bera, kórinn, prestar og djákni syngja og fara eins út i lokin. Hljóðfæraleikarar eru Martin Frewer, fiðla, Haukur F. Hannes- son, selló, og David Knowles, org- el. Ronald V. Turner stjórnar. Tón- listin sem flutt verður er eftir ýmsa höfunda, þ.á m. Bach og Prætorius, ög frá ýmsum löndum, t.d. Frakk- landi og Englandi. Einsöngvarar eru Jóhann Ari Lárusson, Davíð Gunnarsson og Jóhann Marel Við- arsson. í mars mun kórinn leggja land undir fót og fara til Flórída á alþjóð- legt drengjakóramót. Útlit er fyrir að þeir verða einu fulltrúar frá Norðurlöndum. (Frcttatilkynning) SUNNUDAGINN 8. desember, annan sunnudag í aðventu, verð- ur haldin aðventusamkoma í Ár-n bæjarsókn og hefst hún í Árbæ- jarkirkju kl. 20.30. Að venju verður vandað til dagskrár og verður hún mjög fjölbreytt bæði í tali og tónum. Jóhann Björnsson, formaður sóknarnefndar, setur samkomuna, Rarikkórinn syngur undir stjórn Violetu Smid, sr. Þór Hauksson flyt- ur ávarp, tvöfaldur kvartett syngur. Aðalræðu kvöldsins flytur Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra. Þá syngur Fríða Sigurðardóttir ein- söng, kirkjukórinn flytur Gleðileg jól eftir Handel og kafla úr Tékk- neskri jólamessu eftir Ryba. Femi- . ingatbörn lesa spádóma úr Bibl- * íunni um fæðingu frelsarans. Skóla- kór Árbæjarskóla syngur undir stjórn Ásiaugar Bergsteinsdóttur og helgistund verður í umsjá sókn- arprests. Þá verða aðventuljósin tendruð og á meðan syngur kirkjukórinn og einsöngvararnir Dúfa Einarsdóttir og Kristbjörg Clausen. Að lokum syngja allir viðstaddir jólasálm. Aður en samkoman hefst leika Violeta Smid og Ilka Petrova saman á orgel og flautu. Eignumst helga hátíðarstund í húsi Drottins á aðventu til undir- búnings hugar og hjarta fyrir hátíð lífs og ljóss, fæðingarhátíð frelsar- ans. Verið öll hjartanlega velkomin. Guðmundur Þorsteinsson Skíðopakkar Barnaskíðapakkar frá kr. 12.760.* stgr. Unglingaskíiapakkar frá kr. 14.990.-stgr. Gönguskíðapakkar f rá kr. 13.600.- stgr. Tökum notað upp í nýtt! SPOTT| MARKAÐURINN í Skeifunni 7 HÚSI J.P. INNRÉTTINGA. : 1? |í h < < s S k & 7) & j/5 /2 Ö m ,23 KIRKJUDAGUR verður í Seljakirkju sunnudaginn 8. desember. Kirkjudagurinn er haldinn hátíðlegur með margvíslegri dagskrá. Kl. 11 verður barnaguðsþjónusta. í þessari barnmörgu sókn eru barna- guðsþjópustur viðburður í hvert skipti. Á kirkjudaginn koma börn úr bamaguðsþjónustu Breiðholtskirkju í heimsókn til Seljakirkju og taka þátt í guðsþjónustunni þar. Kl. 14. er almenn guðsþjónusta. Kirkjukórinn mun syngja og sókn- arpresturinn prédika. Að lokinni guðsþjónustu verður kökubasar kvenfélagsins í safnaðarheimilinu. Kl. 20.30 verður aðventukvöld í kirkjunni með ijölbreyttri aðvéntu- dagskrá. Þá verða aðventusálmar sungnir, æskulýðsfélagið mun hafa dagskrá, félagar úr Lúðrasveit Reykjavíkur leika aðventulög, kirkju- kórinn syngur. Einnig verður upp- lestur. Kjartan Sigutjónsson, sem er organisti við allar athafnirnar og stjómandi kórsins, mun fiytja að- ventuhugleiðingu. I lok athafnarinn- ar verða aðventuljósin tendruð. Eftir aðventukvöldið er kvenfélag sóknarinnar með kaffisölu í safnað- arsalnum. Með dagskrá kirkjudagsins á ann- an sunnudag í aðventu er safnaðar- fólki og öðrum gefinn kostur á að taka þátt í undirbúningi jóla og njóta þess undirbúnings sem nauðsynlegur er á þeim árstíma. Valgeir Ástráðsson Aðventusamvera í Kársnesprestakalli AÐVENTUSAMVERA Kársnesprestakalls verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 8. desember næstkomandi kl. 17. í fréttatilkynningu frá Kársnes- prestakalli segir að efnisskráin verði fjölbreytt. Sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson fyrrverandi sóknarprestur flytur ræðu og Hjörtur Pálsson skáld les Ijóð. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Sighvats Jónassonar organ- ista og einnig syngur skólakór Kárs- ness undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur kórstjóra. Hallfríður Ólafs- dóttir flautuleikari og Þórunn Guðmundsdóttir sópransöngkona flytja, ásamt organista, aríu eftir Hándel fyrir flautu, orgel og sópran. Aðventu samverunni lýkur með ritningarlestri, bæn og sameiginleg- um söng. Að samverunni lokinni verður kaffisala í safnaðarhiemilinu Borg- um. Aðventuhátíð í kirkju Oháða safnaðarins Á morgun, sunnudaginn 8. des- ember kl. 20.30, verður að- ventuhátíð í kirkju Óháða safn- aðarins. Dagskráin verður fjöl- breytt og vönduð: Sr. Heimir Steinsson, útvarps- stjóri, er ræðumaður kvöldsins. Fé- lagar úr íslensku hljómsveitinni flytja tónlist. Jónas Þ. Þórisson og Jónas Þ. Dagbjartsson leika á orgel og fiðlu. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Jónasar Þ. Þórissonar. Ritn- ingarlestur í umsjón leikmanna. Ávarpsorð og bæn í umsjón Þór- steins Ragnarssonar safnaðar- prests. Ljósin tendruð. Veitingar í Kirkjubæ. Þórsteinn Ragnarsson, safnaðarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.