Morgunblaðið - 07.12.1991, Side 65

Morgunblaðið - 07.12.1991, Side 65
MORGÖNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DBSEMBER Í1994 63 Helstríðinu er lokið. Ein af hvunndagshetjum þessa lands hefur verið ofurliði borin af manninum með ljáinn. Bernódía Sigríður Sigurðardóttir hét hún fullu nafni. Fædd 15. fe- brúar 1920, 71 árs þegar hún lést. Hún var fædd að Litla-Landi í Vestmannaeyjum, yngst 6 barna hjónanna Halldóru Hjörleifsdóttur og Sigurðar Hróbjartssonar. Föður sinn missti hún 10 ára gömul úr krabbameini. Var henni minnisstætt hve tregafullan dauð- daga hann fékk og hve erfiðlega gekk að sætta sig við dauðsfall hans. Því hafði hún áhyggjur af því hve hennar ungu barnabörn þyrftu að líða er hún féll, frá. Faðir hennar hafði verið útvegs- bóndi. Hafði verið vel bjargálna er hann lést. Eftir lát hans gekk móð- ur hennar erfiðlega að ná endum saman með barnahópinn sinn. Saumaði hún fyrir fólk, enda lista- maður í höndum. Hæfileika þessa erfði Bedda eftir móður sína. Til Reykjavíkur flutti Bedda með móður sinni 12 ára gömul. Ung giftist hún Haraldi Guðjónssyni. Eignuðust þau 4 börn. Fyrsta barn sitt, dreng, missti hún aðeins 6 mánaða. Upp komust Hlöðver, Auður Dóra og Örlygur. 1952 deyr móðir hennar úr krabbameini. Skömmu síðar slítur hún samvistum við Harald og flytur aftur til Eyja. 1955 giftist hún öðlingsmanninum Sveini Ársæls- syni frá Fögrubrekku, sem vann við útgerð föður síns, Ársæls Sveinssonar, mikils athafnamanns í Vestmannaeyjum. Var það hennar gæfa. Straumhvörf urðu þar í lífi hennar og barna hennar, sem Sveinn gekk í föðurstað. Elskuðu þau hann sem eigin föður, kölluðu strax pabba og dáðu alla tíð. Bedda og Sveinn yignuðust 3 syni á þrem árum, Ársæl, Svein Bernódus og Sigurð Karl, sem allir voru mjög samrýndir. Þau reistu sér hús á Túngötu 16. Var þar mjög gestkvæmt og mikið að gera hjá húsmóður á stóru heimili. Heimili þeirra var hlýlegt og glæsi- legt. Hug hennar allan átti þó garð- urinn, sem var hreint listaverk. Týndi hún plöntur, steina og rekav- ið og skreytti svo unun var á að líta, enda verðlaunagarður. Bedda var ekki allra. Hún var vinur vina sinna. Undi sér best heima. Ég er svo heimakær, sagði hún alltaf. Hún gaf mikið af sér. Hafði ánægju áf að gleðja aðra. Árið 1965 varð fjölskyldan fyrir þeirri sáru sorg að Örlygur, mikill efnispiltur og músíkalskur, drukkn- ar, aðeins 18 ára gamall. Varð það fjölskyldunni sár harmur, sem tók langan tíma að komast yfir. Sveinn var einn af fremstu golf- leikurum landsins. íslandsmeistari tvisvar sinnum. Voru þau hjónin virkir félagar í Golfklúbbi Vest- mannaeyja. Sveinn var einnig for- maður íþróttafélagsins Þórs. Voru þau hjón full af áhuga með börnum sínum í Þór. Ársæll, Sveinn og Kalli spiluðu fyrir Þór í ÍBV í fyrstu deild. Þótti það merkilegt að þrír bræður spiluðu í sama liði. Sveinn og Ársæll urðu Islandsmeistarar með ÍBV 1979. 3. febrúar 1968 verður Sveinn maður hennar bráðkvaddur, þegar þau hjón eru að búast á ball. Varð það Beddu og börnunum þung raun. Breyttist skyndilega allt heimilishald. Þurfti Bedda að stunda erfiða fiskvinnu til að fram- fleyta heimilinu. Voru það erfið ár og oft úr litlu að spila, með 3 drengi ófermda. í Vestmannaeyjagosinu þuifti hún eins og aðrir að flytja upp á land. Dóra var farin að búa sjálf. Bjó hún drengjunum sínum gott heimili í Fellsmúla 18 í Reykjavík. Undi unga fólkið sem og aðrir illa í Reykjavík. Varð það úr, er við hjónin fluttum heim í júní með þeim fyrstu, að Ársæll; Sveinn og Kalli fluttu heim með okkur til Eyja, en Ársæll bjó með dóttur okkar Sigrúnu. Urðu þeir okkur hjartfólgnir, eins og okkar eigin synir. Bedda flytur svo heim fyrir jól ’73. Húsið hennar hafði skemmst mikið í gosinu. var hún lengi að koma því í stand við lítil efni. Má segja að hún og fjölskyldan hafi þurft að moka vikri út úr hverju herbergi. Var það ótrúlegur vilja- styrkur hennar að koma stór- skemmdu húsinu í gott lag aftur. Hart þótti henni hve litlar bætur hún fékk og fólki var mismunað. Átti hún erfitt með að sætta sig við það óréttlæti. Nú fóru nokkur góð ár í hönd. Vann hún við ræstingar á skipinú Herjólfi og undi glöð við sitt. Ár- sæll flutti til Danmerkur um tíma og gat hún heimsótt hann og fjöl- skyldu hans. Seinna flutti Kalli til Svíþjóðar og fór að búa þar. Varð úr að Ársæll og Sveinn fluttu líka með fjölskyldur. Allir í fótboltann í Jonkoping. Heimsótti hún dreng- ina sína og Ijölskyldur þeirra og hafði mikla ánægju af. Árið 1985 selur hún húsið sitt á Túngötunni og kaupir sér íbúð á Litla-Landi, á þeirri lóð sem hún bjó á í æsku. Ársæll hafði sem verktaki í fyrirtækinu Steini og Olli reist þar 4 íbúða hús, sem hún var mjög stolt af. Tekur hún að skipuleggja garðinn og hugsar um og stundar vinnu við Safnahúsið. Á orðið 8 barnabörn og eitt langömmubarn. 1986 er hún skorin upp í ristli. Reynist þar krabba- mein á ferð. Hún fer í geisla og nær sér nokkuð vel. Þá kemur eitt reiðarslagið enn. Kalli hættir sam- búð og flytur heim til Vestmanna- eyja, greinist með illkynja æxli við heila. Þvílíkt mótlæti. Hún sem allt- af sagði: Ég hef verið svo heppin í lífinu. Guð minn góður. Eru engin takmörk fyrir því hve fólk þarf að þjást? Hófst nú barátta upp á líf og dauða. Kalli fer inn og út af sjúkrahúsi. Nær sér á milli, en allt- af sígur á ógæfuhliðina. Bara að ég fái að lifa, svo ég geti liðsinnt honum, bað hún. Hún fékk ósk sína uppfyllta. Sigurður Karl deyr 33 ára, 1. október 1990. Skilur eftir sig þá 9 ára dóttur, Örnu Huld. Bedda barðist, neitaði að gefast upp. Alveg er með ólíkindum hve mikið er á suma lagt. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Nú hefur hún fengið frið. En börnum hennar, tengdabörn- um og barnabörnum er kveðja hér ástkæra móður, tengdamóður og ömmu biðjum við Guðsblessunar. Góður Guð hjálpi þeim í þessu mótlæti, gefi þeim styrk og sálarró. Sigurbjörg Axelsdóttir, Axel O. Lárusson. Ég var stödd á Akureyri, þegar ég frétti um lát Beddu frænku minnar og vinkonu. Jafnvel þó vitað væri lengi að dauðinn væri óumflýj- anlegur var sárt að fá þessa frétt. En jafnframt sársaukanum og söknuðinum fylgdi þakklæti fyrir að þjáningum hennar væri lokið. Hún barðist hetjulega við þann sjúkdóm, sem dró hana til dauða. Hún barðist reyndar gegn öllum erfiðleikum og sorgum sem hún fór ekki varhluta af í lífinu. Hennar máti var að gefast aldrei upp. Eigin- leiki hennar til að horfa á björtu hliðar lífsins var alveg einstakur og mikil Guðsgjöf fyrir hana og alla sem kynntust henni. Stundum fannst mér að hún sæi sólina bjart- ari en við hin gerum og hún gæti notið hins góða og skemmtilega enn betur en margir aðrir. Það var yndislegt að eiga Beddu að vini. Auk þess að vera góðar vinkonur í áratugi vorum við systk- inadætur. Ég kynntist þó ek-ki Beddu náið fyrr en hún giftist seinni manni sínum, Sveini Ársælssyni og fluttist til Vestmannaeyja. Henni þótti alltaf mjög vænt um Eyjarn- ar. Ilún fæddist þar en fluttist til Reykjavíkur 11 ára gömul með móður sinni, Halldóru Hjörleifsdótt- ur, þegar faðir hennar, Sigurður Ilróbjartsson, lést. Síðan fluttist hún aftur til Vestmannaeyja fyrir u.þ.b. 38 árum og þar átti hún sín bestu ár með sínum góða manni. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar ég skrifa þess- ar línur. Hæst bera þó sumardag- arnir okkar í sumarhúsinu í Ölfus- inu. 1 mörg ár kom hún, stoppaði fáa daga, en skildi eftir sig gleði í hugum okkar og við hlökkuðum alltaf til þegar við áttum von á henni. Skrif um samskipti við gott og gefandi samtíðarfólk um lengri tíma er erfitt að festa á blað en góðar minningar lifa. Ég er afar þakklát fyrir að hafa kynnst Beddu og ég mun sakna hennar mikið. Vonin og trúin á að hittast hinum megin og taka upp þráðinn yljar á skilnaðar- stundu. Við Björn sendum samúðarkveðj- ur til barna Beddu, Dóru, Hlöðvers, Ársæls og Sveins og tengdabarna og barnabarna. Guð blessi minninguna um góða konu. Þórunn Kristjánsdóttir Hún varð að lúta í lægra haldi fyrir manninum með ljáinn, hún Bedda. Þessir síðustu mánuðir hennar voru mínir fyrstu í fjölskyldunni hennar. Oftar en einu sinni hef ég haldið að nú væri sjúkdómurinn að sigra hana en ég þekkti ekki kjark og dugnað þessarar konu sem hafði orðið fyrir svo mörgum áföllum í lífinu. Velferð fjölskyldunnar var henni efst í huga og óhætt er að segja að hún hafi haldið utan um hana til hinstu stundar. Ég trúi því að nú líði henni vel, henni hafa mætt synirnir þrír og maðurinn hennar, sem hún saknaði svo mjög. Ég er henni þakklát fyrir samver- una, sem varð svo alltof stutt. Okk- ar síðustu samverustund geymi ég í hjarta mínu. Ég kveð hana með orðum spá- mannsins K. Gibran, sem hún fékk svo oft að reyna á lífsleiðinni: En ég segi þér, að sorgin og gleðin ferðast saman í húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúminu þínu. Þorbjörg MINNUM Á ★ Samstarf fyrirtækja ★ Námskeið um fyrirtækjanet, fyrirtækjaform framtíðarinnar, 9. desember 1991, frá kl. 8.45 til 16.45 í Norræna húsinu. Vinnuveitendasamband íslands, Samstarfsnefnd atvinnurekenda í sjávarút- vegi, Landssanrjband iðnaðarmanna, Útflutningsráð íslands, Félag íslenskra iðnrekenda, Alþýðusamband íslands og SAMMENNTAR (samstarfsnefnd atvinnulífsins og skóla um framkvæmd COMETT áætlunarinnar á íslandi). Námskeiðsgjald er kr. 3.500,-. Islensk málsnilld Það sem Jónas Hallgrímsson hefur skrifað og Konráð samþykkt, það kalla ég íslensku. Sigurður Nordal Mál M og menning Laugavegi 18, sími: 24240. Síðumúla 7-9, sími: 688577 Nýjasta snilldarbókin í ritstjórn Þórarins Eldjárns. Speki skáldanna og húsgangar nafnlausrar alþýðu um ástina, landið, veðrið, tónlistina, ferðalögin, fólkið, lífið... Snilldarbóktil að hafa alls staðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.