Morgunblaðið - 08.04.1993, Side 16

Morgunblaðið - 08.04.1993, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 39 ár frá stofnun AA-samtakanna Hátíðafundur er á föstudag’inn langa AFMÆLISFUNDUR AA-samtakanna verður haldinn að venju föstudag- inn langa í Háskólabiói og hefst kl. 21.00. Allir eru velkomnir en á fundinum tala nokkrir AA-félagar og gegtur frá Al-Anon samtökunum sem eru samtök aðstandenda. Kaffiveitingar verða að fundi loknum. AA-samtökin á íslandi voru stofn- uð föstudaginn langa 1954 eða fyrir 39 árum síðan og hefur dagurinn frá upphafi verið hátíðis- og afmælisdag- ur þeirra. AA-samtökin eru félags- skapur karla og kvenna sem sam- hæfa reynslu sína, styrk og vonir svo þau megi leysa sameiginlegt vanda- mál og séu fær um að hjálpa öðrum til að losna frá áfengisbölinu. Nú eru starfandi um 238 deildir AA-samtakanna unT land allt og þar af eru 83 deildir í Reykjavík. Erlend- is eru 8 íslenskumælandi deildir. Hver deild heldur fund a.m.k. einu sinni í viku og er fundarsóknin allt frá 5-10 manns upp í 150 manns. Upplýsingar um fundi fást hjá skrif- stofu samtakanna í Tjarnargötu 20. Morgunblaðið/Sverrir Hans Christiansen opnar sýningu í safnaðarheimili Hveragerðis- kirkju á skírdag. SVEIGJANLEGUR LÍFEYRIR sameignar- eba séreignarfyrirkomulagi ÓSKA^LÍFEYRIR að þínu vali! Óskalífeyrir leggur áherslu á sveigjanlegt lífeyrisfyrirkomulag. Hann hjálpar þér með einföldum en markvissum sparnaði að styrkja Iffeyrisrétt þinn og leggur þannig grunn að öruggri afkomu á efri árum. I Óskalífeyri getur þú hafið lífeyristöku 60 ára og þú átt val um á hve löngum tíma þú tekur út þinn lífeyri. ÓSKALÍFEYRIR býður upp á eftirtalda lífeyrismöguleika sem velja má úr einn eða fleiri. Ævilífeyrir er greiddur mánaðarlega frá lífeyrisaldri til dánardags. Tímabilslífeyrir er greiddur mánaðarlega í ákveðinn tíma. Lágmarkstími er 5 ár en hámark 20 ár. Eingreibslulíféyrir greiðist í einu lagi á lífeyrisaldri. Eingreiðslusöfhun er séreignarfyrirkomulag og greiðist í einu lagi á lífeyrisaldri. ÓSKALÍFEYRIR - NÝJUNG í LÍFEYRISMÁLUM! Þú færö nánari upplýsingar hjá tryggingarráðgjöfum Sameinaba Ifftryggingarfélagsins hf. Hafðu samband! Sameinaða líftryggingarfélagib hf. Kringlunni 5,103 Reykjavík. Sími 91-692500 í eigu Sjóvá-Almennra trygginga hf. og Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Myndlist- arsýning í Hveragerði HANS Christiansen myndlist- armaður opnar sýningu á vatns- lita- og pastelmyndum í safnað- arheimili Hveragerðiskirkju á skírdag, 8. apríl, klukkan 18. Sýningin verður síðan opin dag- lega frá klukkan 14-22 og lýkur henni að kvöldi 2. páskadags. -----» ♦ ♦---- „Ef þessi þúsund“ Innsetning eftir Wendy Oberlander SYNING á innsetningum eftir Wendy Oberlander verður opnuð í Gallerii II, laugardaginn 10. apríl. Á síðustu sex árum hefur Wendy Oberlander sýnt innsetn- ingar unna með blandaðri tækni í Kanada og Bandaríkjunum. Þessi verk hafa fengist við að athuga ýmis kerfi mannsins t.d. tungumál og vísindi, og rannsak- að á hvern hátt þau gegna hlut- verki sínu og hvar þeim mis- tekst. Oberlander notar ýmis efni, oft sótt í daglegt líf, í verk sín og hefur áhuga á að athuga á hvern hátt hún er mótuð af þessum kerfum og hvernig hún getur máð út hinar skörpu hliðar þeirra. Þar sem fiskurinn er grundvöllur þjóðlífs á íslandi, notar „Ef þessi þúsund" vinnuna til að tjá hið ósýni- lega og hljóðláta. Þó að vinnan spanni yfir allan okkar lífsferil, ýmist sem nauðsynleg lífsbarátta eða ánægjuleg verk unnin af ástúð, er mest af því starfi ósýnilegt, eink- um framlag kvenna. Með því að tengja saman ímyndir og hluti sem endurspegla heima vinnunnar og heimilisins, veitir þessi innsetning örlitla innsýn í athafnir og raddir sem eiga rót sína að rekja til hins daglega lífs. Líkaminn er ekki til staðar, en samt alls staðar nálæg- ur; í beinum, höndum og stólum. Andspænis þögn og dauða bera margar ímyndir lífinu vitni; vatn, ljós, sögur. Bilið milli ímynda og hluta gefur áhorfandanum tækifæri til að takast á við þær hugmyndir sem felast í og tengjast „Ef þessi þúsund". Wendy Oberlander býr um þessar mundir á íslandi og hefur Fulbrig- ht-styrk frá Menntastofnun íslands og Bandan'kjanna til dvalarinnar, auk styrks frá Canada Council. Sýningin stendur frá 10.-22. apríi og verður opin daglega frá klukkan 3-6 síðdegis. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ ♦---- Meinlokur SÆLDAN „Meinlokur" með 23 lögum Jóns Halls Stefánssonar hefur verið endurútgefin, en hún hefur ekki fengist um skeið. Höfundurinn syngur og leikur undir á gítar. Snældunni fylgir örsmátt texta- hefti. Meinlokur kosta þúsund krón- ur og fást keyptar í versluninni Hljómalind í Austurstræti. Einnig er hægt að fá snælduna senda heim á ögn hærra verði með því að skrifa höfundinum; utanáskriftin er Póst- hólf 7098, 127 Reykjavík. (Fréttatilkyiming) Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.