Morgunblaðið - 08.04.1993, Side 36

Morgunblaðið - 08.04.1993, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 Hjallakirkja vígð á páskadag Kirkjuvígsla HJALLAKIRKJA í Kópavogi hefur verið tæp tvö ár i byggingu og verður vígð á páskadag. HJALLAKIRKJA í Kópa- vogi verður vígð við hátíð- lega athöfn á páskadag, 11. apríl, tæpum tveimur árum eftir að fyrsta skóflu- stunga var tekin að bygg- ingunni. Athöfnin hefst kl. 16. Biskup íslands herra Ólafur Skúlason mun vígja kirkjuna, sóknarprest- urinn sr. Kristján Einar Þorvarðarson þjónar fyrir altari auk þess sem sr. Guðmundur Þorsteinsson dómprófastur, sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson, sóknarpest- ur í Kársnésprestakalli, og sr. Sigutjón Árni Eyjólfs- son, nýráðinn héraðsprest- ur í Reykjavíkurprófast- dæmi eystra, aðstoða við altarisgöngu. Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn organista kirkjunnar Oddnýjar Þorsteinsdóttur, Sigríð- ur Gröndal syngur einsöng, Gunnar Kvaran leikur á selló og flautuleik annast Guðrún Birgis- dóttir og Martial Nardeau. Sem fastur liður messunnar (Ordinar- ium) verður flutt Þýsk messa D872 eftir F. Schubert. Á undan athöfninni syngja bamakórar Hjallaskóla undir stjórn Guðrún- ar Magnúsdóttur. Að athöfn lok- inni verða kirkjugestum boðnar veitingar í Félagsheimili Kópa- vogs. Hjallasókn var stofnuð 25. maí 1987 þegar Digranesprestakalli var skipt. Nú 6 áram síðar er íbúafjöldi í Hjallasókn um 6.000 manns og fer fjölgandi. Eitt fyrsta verk nýrrar sóknar- nefndar, undir forystu Hilmars Björgvinssonar, var að kjósa sóknarprest og var sr. Kristján Einar Þorvarðarson skipaður í embættið frá 1. ágúst 1987. Engri starfsaðstöðu var til að dreifa í nýju sókninni fyrst í stað, en Hjallasókn hefur haft aðgang að Kópavogskirkju fyrir athafnir og fljótlega fékkst starfsaðstaða í Digranesskóla, með góðfúslegu leyfi skólayfirvalda, og þar hefur safnaðarstarfíð vaxið til þessa tíma. í ársbyijun 1988 var kosin byggingamefnd og hefur Karl M. Kristjánsson veitt henni for- ystu. Nefndin setti sér það mark- mið að söfnuðurinn mætti eign- ast kirkju og safnaðarheimili, án þess að setja sig í þungar fjár- skuldbindingar. Það var síðan á hvítasunnudag 1991 sem dr.theol. Sigurbjöm Einarsson biskup tók fyrstu skóflustunguna að Hjallakirkju. Bygging kirkjunnar var fram- kvæmd í 3 áföngum og þótt langt sé í land með lokaátakið í frá- gangi hússins verður aðalhæðin nú tekin í notkun, eða ca. 700 fermetrar af ca. 1.100 fermetram alls. Kostnaður við kirkjuna nem- ur í dag liðlega 100 milljónum króna. Arkitekt kirkjunnar er Hró- bjartur Hróbjartsson. Aðalverk- taki er Byrgi hf. og byggingar- stjóri er Steingrímur Hauksson. Kirkjan verður strax tekin í notk- un og mun allt safnaðarstarf flytjast úr Digranesskóla í Hjalla- kirkju frá og með páskadegi. Fyrstu fermingar í hinni nýju Hjallakirkju verða annan páska- dag. (Fréttatilkynning) Byggðarvernd Bæjaryfír- völd í Hafn- arfírði veiti svör við und- irskriftum BYGGÐARVERND krefur bæjaryfirvöld í Hafnarfirði svara við þeirri áskorun 5.300 kosningabærra Hafnfirðinga að fyrirhuguð nýbygging við Fjarðargötu verði ekki hærri en aðrar byggingar í miðbæn- um í bréfi til bæjarstjórnar 2. apríl. Kristján Bersi Ólafsson, í stjóm Byggðarvemdar, sagði að eins og byggingin væri áætluð nú væri hún 25,5 m á hæð og þyrfti að lækka um u.þ.b. 10 m til að falla að umhverfínu. Hins vegar segir hann að Guð- mundur Ámi Stefánsson, bæjar- stjóri, sem beitti sér fyrir lækkun byggingarinnar um eina hæð, segi hana 21 m á hæð. „Mismunurinn er af því hann sleppir efstu hæð- inni sem er inndregin. Þessi mæl- iaðferð er svona svipuð því að maður sé mældur upp á öxl,“ sagði Kristján. Hann sagði að ekki hefði verið ákveðið hvað Byggðarvemd myndi gera hyggðust bæjaryfirvöld ekki gera neitt í stöðinni en mótmælun- um yrði haldið áfram. í samtalinu kom fram að Byggðarvemd hefur beðið um skýrslu frá skipulagsyfir- völdum í Hafnarfirði um gang málsins og skýrslur tengdar því. Sumarbúðir kirkjunnar Heiðarskóla, Borgarfirði Innritun hefst 19. apríl og fer fram í Bústaðakirkju. Opið alla virka daga nema föstudaga kl. 17—19. Sími 37801. Flokkaskipan: 7. júní - 16. júní (6-8 ára) 21. júní — 2. júlí (9 - 12 ára) 5. júlí-16. júlí (9 -12 ára) Dvalargjald er kr. 23.000, rútuferðir innifaldar. Innritunargjald kr. 5.000. Æ.S.K.R. — Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum. Flug’kostur NÝJA DORNIER 328 skrúfuþotan á Reykjavíkurflugvelli. Hún var aðeins tæpa fímm tíma frá Miinchen til íslands og eyddi um 2.400 kg af eldsneyti, en átti samt eftir um 1.000 kg í vængjum sínum. Ný Dornier-skrúfuþota í fyrsta sinn á Islandi NÝ skrúfuþota af gerðinni Domier 328 millilenti í vikubyrjun á Reykjavíkurflugvelli en vélin var á leið vestur um haf. Flugvélin kom frá Miinchen til Reykjavíkur í einum áfanga, 1.700 sjómílur, og tók ferðin aðeins tæpa fímm tíma. Domier 328 er hraðfíeygasta skrúfuþota heims í sínum stærðarflokki. Nýja Domier 328 skrúfuþotan kom við á íslandi á leið til Bandaríkj- anna í reynsluflug til að uppfylla kröfur bandarískra flugmálayfír- valda um lofthæfí. í Evrópu er reynsluflug Domier 328 á lokastigi og er áætlað að hún fái samevrópskt lofthæfískírteini (JAR) um mitt sum- ar. Domier-flugvélin sem kom til ís- lands var með tækjabúnað í farþega- rýminu sem verður sérstaklega not- aður í tengslum við reynsluflugið í Bandaríkjunum. Þessi tiltekna flug- vél er sú fjórða sem smíðuð hefur verið og hafa þær allar tekið þátt í umfangsmiklu reynsluflugi eins og raunar allar nýjar flugvélagerðir þurfa að gera. „Flugið frá Miincheh til Islands gekk mjög vel,“ sagði Meinhardt Feuersenger yfirtilraunaflugmaður hjá Domier-fyrirtækinu. „Ferðin tok einungis tæpa fímm tíma þrátt fyrir að við urðum að leggja lykkju á leið okkar vegna flugumferðar, en alls lögðum við að baki 1.700 sjomílur í þessum áfanga," bætti hann við. Samkvæmt þessu hefur meðalflug- hraði vélarinnar á leiðinni til íslands verið um 340 hnútar/klst. Flugvélin átti eftir um 1.000 kg af eldsneyti við lendingu á Reykjavíkurflugvelli, en á leiðinni Munchen-ísland var eyðslan um 2.400 kg. Domier 328 getur rúmað allt að 33 farþega. Hún er búin jafnþrýstum farþegaklefa og getur flogið í 35.000 feta hæð. Dornier-fyrirtækið, sem er hluti af þýsku samsteypunni Da- imler-Benz, ráðgerir að smíða lengri gerð af þessari nýju hraðfleygu skrúfuþotu sinni og kemur sú til með að hafa 48 sæti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.