Morgunblaðið - 08.04.1993, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 08.04.1993, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 Hjallakirkja vígð á páskadag Kirkjuvígsla HJALLAKIRKJA í Kópavogi hefur verið tæp tvö ár i byggingu og verður vígð á páskadag. HJALLAKIRKJA í Kópa- vogi verður vígð við hátíð- lega athöfn á páskadag, 11. apríl, tæpum tveimur árum eftir að fyrsta skóflu- stunga var tekin að bygg- ingunni. Athöfnin hefst kl. 16. Biskup íslands herra Ólafur Skúlason mun vígja kirkjuna, sóknarprest- urinn sr. Kristján Einar Þorvarðarson þjónar fyrir altari auk þess sem sr. Guðmundur Þorsteinsson dómprófastur, sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson, sóknarpest- ur í Kársnésprestakalli, og sr. Sigutjón Árni Eyjólfs- son, nýráðinn héraðsprest- ur í Reykjavíkurprófast- dæmi eystra, aðstoða við altarisgöngu. Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn organista kirkjunnar Oddnýjar Þorsteinsdóttur, Sigríð- ur Gröndal syngur einsöng, Gunnar Kvaran leikur á selló og flautuleik annast Guðrún Birgis- dóttir og Martial Nardeau. Sem fastur liður messunnar (Ordinar- ium) verður flutt Þýsk messa D872 eftir F. Schubert. Á undan athöfninni syngja bamakórar Hjallaskóla undir stjórn Guðrún- ar Magnúsdóttur. Að athöfn lok- inni verða kirkjugestum boðnar veitingar í Félagsheimili Kópa- vogs. Hjallasókn var stofnuð 25. maí 1987 þegar Digranesprestakalli var skipt. Nú 6 áram síðar er íbúafjöldi í Hjallasókn um 6.000 manns og fer fjölgandi. Eitt fyrsta verk nýrrar sóknar- nefndar, undir forystu Hilmars Björgvinssonar, var að kjósa sóknarprest og var sr. Kristján Einar Þorvarðarson skipaður í embættið frá 1. ágúst 1987. Engri starfsaðstöðu var til að dreifa í nýju sókninni fyrst í stað, en Hjallasókn hefur haft aðgang að Kópavogskirkju fyrir athafnir og fljótlega fékkst starfsaðstaða í Digranesskóla, með góðfúslegu leyfi skólayfirvalda, og þar hefur safnaðarstarfíð vaxið til þessa tíma. í ársbyijun 1988 var kosin byggingamefnd og hefur Karl M. Kristjánsson veitt henni for- ystu. Nefndin setti sér það mark- mið að söfnuðurinn mætti eign- ast kirkju og safnaðarheimili, án þess að setja sig í þungar fjár- skuldbindingar. Það var síðan á hvítasunnudag 1991 sem dr.theol. Sigurbjöm Einarsson biskup tók fyrstu skóflustunguna að Hjallakirkju. Bygging kirkjunnar var fram- kvæmd í 3 áföngum og þótt langt sé í land með lokaátakið í frá- gangi hússins verður aðalhæðin nú tekin í notkun, eða ca. 700 fermetrar af ca. 1.100 fermetram alls. Kostnaður við kirkjuna nem- ur í dag liðlega 100 milljónum króna. Arkitekt kirkjunnar er Hró- bjartur Hróbjartsson. Aðalverk- taki er Byrgi hf. og byggingar- stjóri er Steingrímur Hauksson. Kirkjan verður strax tekin í notk- un og mun allt safnaðarstarf flytjast úr Digranesskóla í Hjalla- kirkju frá og með páskadegi. Fyrstu fermingar í hinni nýju Hjallakirkju verða annan páska- dag. (Fréttatilkynning) Byggðarvernd Bæjaryfír- völd í Hafn- arfírði veiti svör við und- irskriftum BYGGÐARVERND krefur bæjaryfirvöld í Hafnarfirði svara við þeirri áskorun 5.300 kosningabærra Hafnfirðinga að fyrirhuguð nýbygging við Fjarðargötu verði ekki hærri en aðrar byggingar í miðbæn- um í bréfi til bæjarstjórnar 2. apríl. Kristján Bersi Ólafsson, í stjóm Byggðarvemdar, sagði að eins og byggingin væri áætluð nú væri hún 25,5 m á hæð og þyrfti að lækka um u.þ.b. 10 m til að falla að umhverfínu. Hins vegar segir hann að Guð- mundur Ámi Stefánsson, bæjar- stjóri, sem beitti sér fyrir lækkun byggingarinnar um eina hæð, segi hana 21 m á hæð. „Mismunurinn er af því hann sleppir efstu hæð- inni sem er inndregin. Þessi mæl- iaðferð er svona svipuð því að maður sé mældur upp á öxl,“ sagði Kristján. Hann sagði að ekki hefði verið ákveðið hvað Byggðarvemd myndi gera hyggðust bæjaryfirvöld ekki gera neitt í stöðinni en mótmælun- um yrði haldið áfram. í samtalinu kom fram að Byggðarvemd hefur beðið um skýrslu frá skipulagsyfir- völdum í Hafnarfirði um gang málsins og skýrslur tengdar því. Sumarbúðir kirkjunnar Heiðarskóla, Borgarfirði Innritun hefst 19. apríl og fer fram í Bústaðakirkju. Opið alla virka daga nema föstudaga kl. 17—19. Sími 37801. Flokkaskipan: 7. júní - 16. júní (6-8 ára) 21. júní — 2. júlí (9 - 12 ára) 5. júlí-16. júlí (9 -12 ára) Dvalargjald er kr. 23.000, rútuferðir innifaldar. Innritunargjald kr. 5.000. Æ.S.K.R. — Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum. Flug’kostur NÝJA DORNIER 328 skrúfuþotan á Reykjavíkurflugvelli. Hún var aðeins tæpa fímm tíma frá Miinchen til íslands og eyddi um 2.400 kg af eldsneyti, en átti samt eftir um 1.000 kg í vængjum sínum. Ný Dornier-skrúfuþota í fyrsta sinn á Islandi NÝ skrúfuþota af gerðinni Domier 328 millilenti í vikubyrjun á Reykjavíkurflugvelli en vélin var á leið vestur um haf. Flugvélin kom frá Miinchen til Reykjavíkur í einum áfanga, 1.700 sjómílur, og tók ferðin aðeins tæpa fímm tíma. Domier 328 er hraðfíeygasta skrúfuþota heims í sínum stærðarflokki. Nýja Domier 328 skrúfuþotan kom við á íslandi á leið til Bandaríkj- anna í reynsluflug til að uppfylla kröfur bandarískra flugmálayfír- valda um lofthæfí. í Evrópu er reynsluflug Domier 328 á lokastigi og er áætlað að hún fái samevrópskt lofthæfískírteini (JAR) um mitt sum- ar. Domier-flugvélin sem kom til ís- lands var með tækjabúnað í farþega- rýminu sem verður sérstaklega not- aður í tengslum við reynsluflugið í Bandaríkjunum. Þessi tiltekna flug- vél er sú fjórða sem smíðuð hefur verið og hafa þær allar tekið þátt í umfangsmiklu reynsluflugi eins og raunar allar nýjar flugvélagerðir þurfa að gera. „Flugið frá Miincheh til Islands gekk mjög vel,“ sagði Meinhardt Feuersenger yfirtilraunaflugmaður hjá Domier-fyrirtækinu. „Ferðin tok einungis tæpa fímm tíma þrátt fyrir að við urðum að leggja lykkju á leið okkar vegna flugumferðar, en alls lögðum við að baki 1.700 sjomílur í þessum áfanga," bætti hann við. Samkvæmt þessu hefur meðalflug- hraði vélarinnar á leiðinni til íslands verið um 340 hnútar/klst. Flugvélin átti eftir um 1.000 kg af eldsneyti við lendingu á Reykjavíkurflugvelli, en á leiðinni Munchen-ísland var eyðslan um 2.400 kg. Domier 328 getur rúmað allt að 33 farþega. Hún er búin jafnþrýstum farþegaklefa og getur flogið í 35.000 feta hæð. Dornier-fyrirtækið, sem er hluti af þýsku samsteypunni Da- imler-Benz, ráðgerir að smíða lengri gerð af þessari nýju hraðfleygu skrúfuþotu sinni og kemur sú til með að hafa 48 sæti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.