Morgunblaðið - 08.04.1993, Side 76
76_____________________________ MORGUNBLAÐIl) Fl.MMTUDAGUR 8. APRÍL 1993_
Guðrún Fríða Péturs-
j|§gfe; dóttír — Minning
Hjónaminning
* *
Olafur Olafsson og
Halldóra Bærings
Ólafur Ólafsson fæddist að
Móakoti í Garði hinn 30. mars
1893. Foreldrar hans voru Ólafur
Sæmundsson útvegsbóndi og
Kristín Sigurðardóttir Kortssonar
úr Kjósinni.
Ólafur ólst upp í Móakoti og
eins og venjan var þá byijuðu
börnin fljótt að hjálpa til við bú-
verkin og snemma hóf hann að
sækja sjó á opnum bátum. Á upp-
vaxtarárum hans var blómleg
byggð í Garðinum og sjósókn mik-
ið stunduð þaðan. Meðal annars
hafði Milljónafélagið þar starf-
semi og gerði út marga báta.
En þrátt fyrir mikla vinnu
gleymdi fólkið ekki félagslífinu.
Leikfélag var þar starfandi og tók
Ólafur virkan þátt í því og einnig
gegndi hann meðhjálparastarfi í
Utskálakirkju. Mikill samgangur
var á milli bæja og minntist hann
oft með hlýhug búendanna að
Lambastöðum, í Nýjabæ, á Meiða-
stöðum og Hofí.
Ólafur fluttist til Reykjavíkur
1926 og stundaði sjómennsku
fram til ársins 1933 er hann hóf
störf hjá Reykjavíkurborg. Hann
gerðist verkstjóri við gatnagerð
og voru margar götumar Iagðar
undir hans verkstjóm. Þegar ald-
urinn færðist yfír gerðist hann
verkstjóri yfír unglingavinnunni.
Hafði hann rnikla ánægju af að
vinna með unglingunum. Var
hann vinsæll meðal þeirra því að
hann var rólegur maður og hæg-
látur. Góður kunningsskapur
myndaðist á milli hans og margra
unglinganna sem þar unnu og
hélst sá kunningsskapur á meðan
hann lifði. Síðustu starfsár sín var
hann gæslumaður, fyrst á Mela-
vellinum og síðar á íþróttaleik-
vanginum í Laugardal.
Félagsmál voru honum ofarlega
í huga. Hann var fylgismaður
Heimastjómar og gekk síðar í
Sjálfstæðisflokkinn, þar sem hann
sat lengst af í fulltrúaráði flokks-
ins.
Ólafur kvæntist 1926 eigin-
konu sinni Halldóru Bærings, f.
4. september 1895. Foreldrar
hennar voru Bæring Bæringsson,
bóndi í Furufirði, og Guðrún Tóm-
asdóttir.
Halldóra ólst fyrst upp í Furu-
fírði, en fluttist með foreldrum
sínum og systkinum til Barðsvíkur
og síðan á Faxastaði í Grunnavfk.
Á Faxastöðum bjuggu þau þar til
Bæring lést 1925, en þá fluttist
Guðrún með börn sín til Reykja-
víkur. Halldóra fór í Húsmæðra-
skóla á Akureyri um 1920 og má
segja að það hafí verið mikið í
lagt á þeim tíma.
í Reykjavík vann hún í fískverk-
un-og hélt því starfí áfram eftir
að hún giftist Ólafí, enda var hún
sístarfandi. Það má segja að hörð
lífsbarátta norður á Homströnd-
um hafí markað skapgerð hennar.
Hún var dugleg, raunsæ og veg-
lynd þeim sem hún tók. Það fór
ekki framhjá neinum að þau hjón-
in voru ólík í skapi, hann var hinn
rólegasti, hvers manns hugljúfi
og vann sín verk yfirvegaður. Hún
var hinsvegar kvik og fljót til
verka, en þó alltaf öragg og tilbú-
in til hjálpar ef á þurfti að halda.
Ólafur og Halldóra eignuðust
einn son, Hafstein B. Ólafsson,
starfsmann Pósts og síma, en fyr-
ir átti Halldóra son með Amóri
Jónssyni frá Höfðaströnd í Jökul-
fjörðum, Hannes skrifvélavirkja,
og gekk Ólafur honum í föður
stað.
Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu
Ólafur og Halldóra á Njálsgöt-
unni, en 1936 keyptu þau húsið
á Skólavörðustíg 42 og bjuggu
þar það sem eftir var. Á Skóla-
vörðustígnum bjuggu einnig
mæður þeirra hjóna, Kristín móð-
ir Ólafs og Guðrún móðir Hall-
dóra, ásamt Guðna bróður Hall-
dóra. Mikill gestagangur var á
heimilinu og gestrisni mikil, enda
vel tekið á móti öllum. Alltaf var
nóg kaffí á könnunni og meðlæti
með því. Litu margir inn hjá þeim,
bæði að vestan og að sunnan.
Ólafur lést hinn 1. janúar 1973,
en Haldóra hinn 30. mars 1978.
Arnór Hannesson.
Fædd 28. október 1937
Dáin 3. apríl 1993
í dag kveðjum við mína kæru
svilkonu Guðrúnu F. Pétursdóttur
sem lést hinn 3. þessa mánaðar á
Krabbameinsdeild Landspítalans.
Gunna, eins og hún var ávallt
kölluð, var fædd í Ólafsvík, dóttir
hjónanna Ingibjargar Ólafsdóttur
og Péturs Ásbjömssonar sjómanns.
Ung missti hún föður sinn í sjó-
slysi. Tvo albræður á Gunna, þá
Guðmund og Ásbjöm.
Seinna eignaðist hún þijá hálf-
bræður og eina hálfsystur sem heita
Haraldur, Guðleifur, Pétur og Theó-
dóra, en hún lést rétt rúmlega tví-
tug frá ungu barni og eiginmanni.
Gunna ólst upp á Olafsvík en fór
ung til Stykkishólms til að læra
saumaskap. Frá Stykkishólmi lá
leiðin hingað til Reykjavíkur og hér
vann hún síðan við verslunarstörf,
saumaskap og fleira.
Þau alsystkinin gengu í Skáta-
hreyfinguna og völdust þar öll til
ábyrgðarstarfa og er óhætt að full-
yrða að skátahugsjónin skipaði
stóran sess í lífsskoðun þeirra allra.
Hún kynntist mági mínum, Ólafi
Siguijónssyni, góðum og traustum
manni, og gengu þau í hjónaband
10. júlí 1950 og var það þeim báð-
um gæfuspor svo samhent voru þau
í einu sem öllu og var vart hægt
að nefna Óla án þess að Gunna
væri nefnd líka.
Fyrstu árin leigðu þau íbúð við
Hrísateig, en árið 1953 fengu þeir
bræðurnir Óli og Baldur lóð í Aust-
urbrún 25 þar sem þeir byggðu
myndarlegt hús saman. Á efri hæð-
inni bjuggu þau sér og börnum sín-
um fallegt og hlýlegt heimili þar
sem vel var tekið á móti öllum,
enda alla tíð mjög gestkvæmt hjá
þeim því að vina- og ættingjahópur-
inn var stór.
Gunna og Óli eignuðust fimm
börn. Elst er Karólína Ingibjörg
hjúkrunarfræðingur, búsett í
Fæddur 31. janúar 1914
Dáinn 22. febrúar 1993
8. mars fór fram frá Akureyrar-
kirkju útför frænda míns Valdimars
Sigurðssonar sem lést 22. febrúar
síðastliðinn. Valdimar var fæddur
að Stóra-Fjarðarhomi 31. janúar
1914, sonur hjónanna Sigurðar
Þórðarsonar bónda þar og konu
hans Kristínar Kristjánsdóttur.
Valdimar var yngstur níu barna
þeirra hjóna.
Uppeldi Valdimars var í engu
frábrugðið uppeldi annarra barna
og unglinga á þeim tíma. Byijað
var strax að hjálpa til við sveita-
störfín um leið og þroski leyfði, lít-
ill tími til leikja, en þeim mun meira
kapp lagt á vinnuna. Þótt vinnutími
hafði oft verið langur gafst þó tími
til lesturs góðrar bóka, enda munu
foreldramir hafa haldið bókum að
bömum sínum og kennt þeim að
meta góðar sögur og ljóð. Því var
það þannig að Valdimar las alla tíð
mikið, átti gott bókasafn og kunni
jafnvel utan að heilu sögumar. Á
uppvaxtarárum var ekki mikið um
skólagöngu. Þó mun Valdimar hafa
dvalið einn vetur á Laugarvatni.
Eftir að Valdimar fór frá Stóra-
Fjarðarhorni lágu leiðir hans víða.
Á tímabili stundaði hann sjósókn
frá Vestijörðum og fleiri stöðum, á
þessum árum mun hann hafa geng-
ið í Stýrimannaskólann og öðlast
skipstjómarréttindi. Sem sjómaður
stóð hugurinn til að eignast eigið
skip sem hann og gerði. Nefndi
hann það „Sporð“ og gerði það út
um nokkurra ára skeið, var sjálfur
alla jafnan skipstjóri á því og farn-
aðist vel. En leiðin lá frá fískiskip-
Bandaríkjunum, gift Perry G. Wil-
son og eiga þau þijú börn. Næstur
er Siguijón Árni bifvélavirki,
kvæntur Hildi Sigurðardóttur
fóstru og eiga þau þtjú börn. Þriðja
í röðinni er Hafdís matreiðslumeist-
ari, gift Guðjóni Guðnasjmi raf-
virkjameistara og eiga þau fjögur
böm. Næst yngst er Theódóra rak-
arameistari, gift Þóri Ingvasyni
starfsmanni hjá sendiráði Banda-
ríkjanna hér í borg og qiga þau
þijár dætur. Yngstur er Óli Rúnar
matreiðslunemi sem lýkur námi nú
í vor. Einnig gengu þau Hrafnhildi
Atladóttur, bróðurdóttur Óla, í for-
eldrastað er hún missti báða for-
eldra sína með stuttu millibili. Nú
era barnabörn Gunnu og Óla orðin
þrettán, öll dugleg og mannvænleg
eins og þau eiga ættir til.
Gunna varð fyrir þeirri miklu
sorg að missa Óla fyriur rúmum
þremur árum og í veikindum hans
sýndi hún dugnað sinn og kjark og
vék vart frá sjúkrabeði hans fyrr
en yfir lauk.
Gunna var sterkur og traustur
persónuleiki og dugleg með afbrigð-
um. Allt sem hún snerti á lék í
höndum hennar. Þegar börnin kom-
ust á legg fór hún ð vinna úti, lengst
af hjá Sparisjóði Reykjavíkur á
Skólavörðustíg og líkaði henni þar
vel. Veit ég að þar líkaði einnig vel
við hana. Eftir að Óli dó fór hún
einnig að vinna á sjúkradeild Hrafn-
istu.
Fyrir tæpu ári greindist hjá henni
alvarlegur sjúkdómur sem var að
vonum mikið áfall, en í baráttu sinni
við þessi veikindi hafa komið í ljós
allir þeir miklu kostir sem Gunnu
voru gefnir. Sá ótrúlegi kjarkur og
dugnaður sem hún hefur sýnt ásamt
óbilandi bjartsýni og þrautseigju er
okkur sem eftir lifum holl lexía til
eftirbreytni.
Hún vildi vera heima sem lengst,
sem henni tókst með eigin dugn-
aði, en ekki síður aðstoð barna sinna
sem veittu henni alla þá hjúkrun,
unum yfir á vöruflutningaskip og
var Valdimar í millilandasiglingum
á stríðsárunum.
Þegar stríðinu lauk fór hann í
land, hóf meðal annars störf í járn-
smíði og seinna í Gufupressunni á
Akureyri sem hann síðar meir eign-
aðist og var best þekktur á Akur-
eyri sem Valdi í pressunni. Hann
rak hana um langt árabil við góðan
orðstír, enda sérlega lipur við
starfsfólk jafnt sem viðskiptavini.
Þegar hann keypti húsnæðið að
Skipagötu 12 þar sem Gufupressan
var til húsa hófst hann fljótlega
handa og byggði tvær hæðir ofan
á húsið. Seinna seldi hann allt hús-
ið verkalýðsfélaginu Einingu,
keypti íbúð í Víðilundi 14 og bjó
þar til æviloka.
Valdimar var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans hét Laufey Einarsdóttir
frá Eyrarlandi. Eignuðust þau tvö
börn, Einar Má, lækni í Reykjavík,
og Kristínu, sálfræðing, búsett í
Svíþjóð. Seinni kona hans er Hrafn-
hildur Þorvaldsdóttir frá Akureyri.
Eignuðust þau eina dóttur, Völu,
garðyrkjufræðing, sem búsett er á
Akureyri. Áður eignaðist hann með
Guðrúnu Örnólfsdóttur Harald
Hamar ritstjóra, sem búsettur er í
Reykjavík.
Ekki mun Valdimar hafa tekið
mikinn þátt í félagsmálum, en
marga átti hann vini og kunningja,
enda hrókur alls fagnaðar þar sem
hann kom og góður heim að sækja.
Kom þá vel í ljós hvað hann var
víðlesinn og fróður um hina ólíkleg-
ustu hluti og málefni. Mætti marg-
ur langskólagenginn maðurinn vel
við una að hafa þá almennu þekk-
ingu á þjóðmálum sem hann hafði
Valdimar Sig-
urðsson - Minning
aðstoð og ástúð sem þeim var unnt
ásamt ómetanlegri aðstoð heima-
hlynningar Krabbameinsfélagsins.
Gunna þekkti ekki sjálfsvorkun,
það var ekki hennar lífsstíll. Þegar
spurst var fyrir um líðan hennar
og svarið var „æi, ég er löt,“ þá
vissi ég að hún var lakari.
í þessari kveðju vil ég þakka
Gunnu minni fyrir árin 38 sem við
erum búin að búa sitt á hvorri
hæðinni og aldrei man ég til þess
að okkur hafí orðið sundurorða.
Baldur mágur þinn, Lóa, Gústaf og
fjölskylda þeirra þakka fyrir allt.
Dag einn stöndum við frammi
fyrir þeirri staðreynd að tími ást-
vina, skyldmenna og vina er liðinn
hér á jörðu. Stundum er aðdragand-
inn snöggur og stundum er hann
langur. I báðum tilvikum er söknuð-
urinn sár, en þá er gott að eiga
góðar minningar um þann sem far-
inn er.
Mininguna geymi ég um góða
vinkonu og þakka henni fyrir sam-
fylgdina og kveð hana með söknuði
um leið og ég bið góðan Guð að
leiða hana á nýjum vegum. Við
hjónin vottum börnum hennar,
tengdabörnum og barnabömum
okkar dýpstu samúð.
Guð geymi þig, Gunna mín.
Halldóra Sigurðardóttir.
auk annarrar sérþekkingar sem
hann hafði í gegnum tíðina aflað
sér.
Oft er það svo að þegar sól er
hátt á lofti dregur ský fyrir og svo
var einnig um Valdimar. Hann fékk
þann sjúkdóm sem í dag er enginn
möguleiki að lækna, en er oft lang-
vinnur, smátt og smátt herðir hann
tökin þar til yfír lýkur. Ekki heyrð-
ist Valdimar kvarta, heldur tók því
sem að höndum bar með ró og karl-
mennsku. Síðustu árin varð hann
þó að dvelja á hjúkrunardeildinni
Seli þar sem liann gat ekki lengur
verið heima þrátt fyrir mikla og
góða umönnun eiginkonu sinnar. Á
Seli naut hann þeirrar bestu umönn-
unar sem völ var á.
Að leiðarlokum þakka ég frænda
mínum fyrir allt það sem hann gerði
fyrir mig, góð kynni og vil ég um
leið votta mína dýpstu samúð eigin-
konu hans, bömum og öðrum að-
standendum.
Páll Hjartarson.