Morgunblaðið - 24.12.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 24.12.1996, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úrelding 6-8 físk- vinnsluhúsa í athugun FORYSTUMENN 6-8 sjávarút- vegsfyrirtækja eru með til athugun- ar að sækja um úreldingu á fisk- vinnsluhúsum í Þróunarsjóði sjávar- útvegsins en frestur til að leggja inn umsókn rennur út um áramót. Skilyrði Þróunarsjóðs fyrir kaup- um á fískverkunarhúsi er að kaup- andi fínnist sem sé tilbúinn að kaupa húsið af sjóðnum. Kaupandinn er skuldbundinn til að nota húsið til annars en fískvinnslu. Hámarkskaup- verð Þróunarsjóðs á fískverkunarhúsi er 75% af fasteignamati viðkomandi eignar. Sjóðnum er einnig heimilt að kaupa fiskvinnsluvélar, sem tengjast þeirri eign sem hann er að úrelda, á allt að 25% af matsverði. Hinrik Greipsson, framkvæmda- stjóri sjóðsins, sagði ekki ljóst hvort þeim aðilum sem sýnt hafa áhuga á að úrelda fískvinnsluhús tækist að útvega kaupendur að húsunum. Það væri því enn óljóst hve mörg hús yrðu úrelt, en úreldingarstyrkir Þróunarsjóðs gætu farið upp í 100 milljónir. Eitt þeirra fyrirtækja sem ætla að sækja um úreldingarstyrki er Nýja-Básafell, sem er sameinað sjávarútvegsfyrirtæki nokkurra fyrirtækja á norðanverðum Vest- fjörðum. Arnar Kristinsson fram- kvæmdastjóri sagði að stjórnendum fyrirtækisins hefði ekki gefist tími til að skipuleggja framtíð vinnsl- unnar eftir sameiningu, en það væri ljóst að þeir vildu halda þeim möguleika opnum að úrelda fisk- vinnsluhús. Það yrði síðan skoðað eftir áramót hvort menn vildu nýta þennan möguleika og hvort þá fynd- ust kaupendur. Arnar sagðist gera ráð fyrir að sótt yrði um úreldingu bæði rækju- vinnslu Básafells og Rits. Á þessari stundu væru þó ekki uppi áform um annað en að rækjuvinnsla yrði áfram í báðum húsunum. Annað væri sérhæft fyrir frystingu og hitt fyrir niðursuðu. Niðursuðan hefði gengið vel frá því að hún hófst aft- ur í október sl. og því útlit fyrir að henni yrði haldið áfram. Völundur mótar úr ísnum VÖLUNDUR Snær Völundar- son matreiðslumaður lætur sér ekki nægja að elda mat, heldur mótar hann listaverk úr ís. Hann sýndi nokkur slík verk á Laugaveginum í gær og meðal annars varð Hallgrímskirkja allt í einu sýnileg. Fjölmargir vegfarendur höfðu gaman af að skoða verk- in, sem voru upplýst með perum í öllum regnbogans litum. Hrá- efnið í verkin fær Völundur Snær úr jöklum landsins, svo verkið á myndinni gæti sem hægast verið mótað í 2000 ára gamlan ís úr Vatnajökli. Ratvís sæk- ir um nýtt leyfi með lægri tryggingu FERÐASKRIFSTOFAN Ratvís ehf. hefur lagt inn leyfi sitt til ferðaskrif- stofureksturs. Þeir sem hafa keypt farmiða af skrifstofunni og ekki getað nýtt hann eða fengið endur- greiddan geta lýst kröfum sínum vegna viðskiptanna fyrir 24. janúar og skal kröfulýsing send samgöngu- ráðuneyti. Um er að ræða farmiða í skíðaferðir á vegum Ratvíss til Noregs í desember. Ferðaskrifstofan hefur jafnframt sótt um svokallað B-leyfí til ferða- skrifstofureksturs, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins, sem þýð- ir að tryggingafjárhæð sem leggja þarf fram er 1 milljón í stað 10 eins og tíðkast fyrir A-leyfi sem Ratvís var með. í umsókn um nýtt leyfi er gert ráð fyrir nýjum forsvars- manni fyrirtækisins. Ferðaskrif- stofa með B-leyfí getur ekki gefíð út flugmiða svo dæmi séu tekin. Morgunblaðið/Golli Verðmæti útfluttra sjávaraf- urða meira en áður VERÐMÆTI útfluttra sjávarafurða á þessu ári verður um 95 milljarðar króna, samkvæmt áætlun Fiskifé- lags Islands og hefur það aldrei orðjð jafnmikið. Árið 1995 nam verðmæti útflutn- ings sjávarafurða 85 milljörðum króna. Það hefur því aukist um tæp 12% milli ára. Þetta ár er mesta aflaár íslandssögunnar samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskifélaginu. í íslenskri fiskveiðilögsögu veiddust um tvær milljónir tonna, en ef afla sem íslensk skip veiddu á fjarlægum miðum er bætt við fer aflinn yfir tvær milljónir tonna og verður 2.032 þús. tonn. Rækjuveiði hefur margfaldast á nokkrum árum. Þótt rækjuafli hafí dregist saman um rúm 10% frá síð- asta ári á heimamiðum eykst rækju- veiðin í heild um tæp 8% og verður heildaraflinn af rækju um 90 þús. tonn á móti um 83.500 tonnum á síðasta ári. í þessu tilliti er einnig um nýtt aflamet að ræða. ♦ ♦ ♦---- Viðbúnaður vegna neyð- arsendis VARÐSKIP og þyria Landhelgis- gæslunnar voru send til leitar á Breiðafírði eftir hádegi í gær eftir að stjórnstöð barst neyðarskeyti um gervihnött, sem benti tii þess að neyðarsendir væri í gangi á Breiða- firði. Áhöfn þyrlunnar tókst fljótlega að staðsetja neyðarsendinn, en hann reyndist vera í gúmbát Snar- fara, sem brann út af Ólafsvík sl. fimmtudag. Gúmbáturinn var geymdur í húsi ofan við höfnina á Rifi. Þyrlan lenti við húsið og fór stýrimaður þyrlunnar inn og slökkti á sendinum. Tryggingafé dugar Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðar- maður samgönguráðherra, segir ekki vitað til að farþegar með miða frá ferðaskrifstofunni hafí orðið strandaglópar og segir hann að tryggingaféð virðist duga vel fyrir kröfum sem gætu verið útistand- andi vegna farmiðakaupa. Ármann segist ekki vita hversu margir eigi heimtingu á endurgreiðslu og þvi auglýsi ráðuneytið nú eftir kröfu- höfum. Með kröfulýsingu skal fylgja frumrit greiðslukvittunar og farmiða auk upplýsinga um kröfu- hafa. MORGUNBLAÐINU í dag fylgir 8 síðna auglýsingablað frá Sambíóunum, sem dreift er á höfuðborgarsvæðinu og á Suðumesjum. Rettarhöldum frestað Lögmaður Halims mætti ekki RÉTTARHÖLDUM í sakamáli Hal- ims A1 vegna ítrekaðra umgengnis- réttarbrota hans gagnvart Sophiu Hansen var frestað í sakadómi í Ist- anbúl í gærmorgun. Halim A1 mætti í sakadóm en lög- maður hans ekki. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins staðfesti saka- dómari gildi allra skjala varðandi umgengnisréttinn og brotin og var að því kominn að kveða upp dóm i sakadom þegar Halim fékk orðið og lagði á það áherslu að lögmaður sinn fengi tækifæri til að halda uppi vömum. Þá spurði dómarinn Halim hvort hann hefði athugasemdir við skjöl málsins en hann sagði það ekki vera. Sakadómari frestaði þá réttarhald- inu til 30. janúar nk. Hann tók jafn- framt skýrt fram að ekki yrði um frekari frestun að ræða, en þetta var fjórða réttarhaldið í málinu. 270 flugliðar að heim- an yfir hátíðarnar UM 270 flugliðar og flugvirlqar hjá Flugleiðum og Atlanta verða að heim- an yfir jól og áramót vegna starfa sinna. Einar Bjömsson, deildarstjóri áhafnaráætlunar Flugleiða, segir að alls 250 manns verði að störfum hjá fyrirtækinu hátíðisdagana. Flogið verður á vegum Flugleiða til Kanada, Bandaríkjanna og Evrópu og segir Einar einu breytinguna á áætlunarflugi félagsins þá að flug til Glasgow og Amsterdam verði samein- að á jóladag; að öðru leyti verði veitt full þjónusta. Þrjár vélar félagsins leggja af stað til Bandaríkjanna seinni partinn á aðfangadag og þá eru fímm ferðir famar til baka frá Bandaríkjun- um á jólanótt að Einars sögn. Ingólfur Einarsson yfírstöðvarstjóri hjá Atlanta segir að um 100 starfs- menn verði að heiman yfír hátíðam- ar, bæði flugliðar og flugvirkjar. Starfsmennimir eru ýmist í Dóminík- anska lýðveldinu, Sádi-Arabíu, Bret- landi eða Þýskalandi að Ingólfs sögn. Sumir þeirra hafa verið við störf erlendis um nokkurra vikna skeið en hópurinn sem starfar á vegum Atl- anta í Dóminíkanska lýðveldinu fór fyrir helgi, segir Ingólfur jafnframt. Andlát SIGFÚS HALLDÓRSSON SIGFÚS Halldórsson tónskáld og listmálari lést á Landspítalanum í Reykjavík á laugar- dag, 76 ára að aldri. Sigfús fæddist 7. sept- ember 1920 í Reykja- vík, sonur Guðrúnar Eymundsdóttur hús- móður og Halldórs Sig- urðssonar úrsmiðs. Sigfús nam við málaraskóla Björns Björnssonar og Mar- teins Guðmundssonar. Hann lauk prófi í leik- tjaldahönnun og mál- aralist frá Slade Fine Art School, University of London árið 1945. Hann var við nám og störf við Stokkhólmsóperuna 1947 til 1948 og lauk prófí í uppeldis- og kennslu- fræðum frá Myndlista- og handíða- skója íslands 1968. Sigfús starfaði í Útvegsbanka íslands 1933-44, málarasal Þjóðleikhússins 1950-52 og hjá J. Þorláksson & Norðmann 1954-5. Starfsmaður á bókasafni Bandaríkjahers 1955-6, Skattstofu Reykjavíkur 1957-68 og var teikni- kennari við Langholtsskóla 1968- 1981. Sigfús hélt margar málverkasýn- ingar bæði einn og með öðrum. Hann stóð m.a. að fyrstu leiktjaldasýn- ingunni hér á landi árið 1947. Sýningar á Kjarvalsstöðum 1980, 1985 og 1990. Sýning á 200 ára afmæli Reykjavíkur 1986. Hann samdi fíölda sönglaga og tónverka auk kórverka. Meðal verka Sigfúsar eru Stjáni blái við ljóð Arn- ar Arnarsonar, Til sjó- mannsekkjunnar við ljóð Sigurðar Einars- sonar, Amarríki, við nokkur ljóð Amars Arnarsonar og Austurstræti, lagaflokkur við kvæði Tómasar Guðmundssonar. Hann gaf einnig út sönglagahefti 1973 og 1990. Sigfús hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín á sviði menningar og lista. Þar á meðal Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1979. Hann naut heiðurslauna frá Alþingi og var heiðurslistamaður og heiðursborgari Kópavogs. Eftirlifandi eiginkona Sigfúsar er Steinunn Jónsdóttir, húsmóðir, og eignuðust þau tvö börn, Gunn- laug Yngva og Hrefnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.