Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996
MIIMIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
t Dóttir mín og systir okkar,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 11. desember.
Útförin hefur farið fram.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir
og systkini hinnar látnu.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÓLFUR BECK SVEINBJARNARSON
húsgagnasmiður,
lést á Landspítalanum aðfaranótt 22. desember.
Fríða Guðrún Árnadóttir,
Árni Þórólfsson, Guðbjörg Elín Danielsdóttir,
Arna Björk Árnadóttir
og Daníel Bjartmar Sigurðsson.
+
Ástkær fósturmóðir mín og amma okkar,
GUÐRÍÐUR HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 22. desember sl.
Jarðsett verður frá Fossvogskapellu 2. janúar kl. 13.30.
Karl Adolfsson, Ásdís Árnadóttir,
Árni H. Karlsson,
Sigurður Karlsson,
Davíð Karlsson,
Gauja S. Karlsdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín,
HANNA STELLA
SIGURÐARDÓTTIR,
Suðurgötu 22,
Siglufirði,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
21. desember.
Fyrir hönd barna, tengdabarna, barna-
barna, barnabarnabarna og annarra
aðstandenda,
Kristinn Georgsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSA S.J. BJÖRNSSON
frá Hvítárvöllum,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstu-
daginn 20. desember.
Ingibjörg Sigurðardóttir, Helgi Björgvinsson,
Jón Sigurðsson, Ólöf J. Sigurgeirsdóttir,
Gústaf Hannesson,
ingólfur Hannesson, Guðrún Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
i + Maðurinn minn, ÁGÚST MÁR VALDIMARSSON, Hringbraut 27, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 27. desem- ber kl. 13.30. Ragnheiður Hjartardóttir.
í + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SESSELJA ÞÓRDÍS VÍGLUNDSDÓTTIR frá Höfða i Biskupstungum, Hátúni 19, Reykjavík, lest 12. desember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Þórhildur Vigdís Sigurðardóttir, Helga Sigurðardóttir, Hörður Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn.
SIGFÚS
DAÐASON
+ Sigfús Daðason
fæddist í Drápu-
hlíð í Helgafells-
sveit 20. maí 1928.
Hann lést á Land-
spitalanum 12. des-
ember siðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Dómkirkj-
unni 23. desember.
Stöku sinnum deyr
fólk sem hefur verið
svo snar þáttur í lífi
manns að nær ógjörn-
ingur er að kveðja það
og þakka fyrir sig. Það
er horfið í eitt skipti fyrir öll en
hverfur manni þó seint til fulls;
mann langar til að kveðja en veit
að það er tómt mál að tala um fyrr
en maður sjálfur gefur upp öndina.
Það eru víst 33 ár síðan hár og
grannur maður með gleraugu og
sígarettu í öðru munnvikinu tók í
höndina á mér, unglingi á 14. ári,
sagðist heita Sigfús Daðason og
bauð mér að gerast snúningastúlka
Máls og menningar í Hafnarfírði.
Ég tók boðinu og þaðan í frá var
Sigfús vinur minn, félagi og fóstri.
Betri mann var ekki hægt að eiga að.
Aldrei man ég til öll þau ár sem
ég vann hjá honum að hann setti
ofan í við mig. Hann notaði aðrar
aðferðir, eins og t.d. þegar ég amað-
ist við regnhlífinni hans. Hann átti
svarta regnhlíf sem hann gekk oft
með og á unglingsárunum tók ég
það ákaflega nærri mér. Ég þekkti
engan karlmann nema hann sem
notaði regnhlíf og dró í efa að það
sæmdi skáldi; aldrei hafði ég heyrt
að Hannes Hafstein hefði átt regn-
hlíf. Og einhvern daginn þegar við
vorum á leið út í hellidembu á
Laugaveginum og Sigfús seildist í
regnhlífina, gat ég ekki orða bund-
ist: „Af hveiju geturðu bara ekki
blotnað eins og annað fólk?“ Hann
leit upp og hláturinn sauð í honum
en hann sagði ekki neitt nema „Þú
segir það“, leiddi mig út og spennti
regnhlífina yfir okkur bæði.
Þau voru ófá skiptin sem ég átti
eftir að sjá Sigfús mæta fordómum
fólks og mýtunum sem það lifði í
með einföldustu orðum tungunnar
og hlýjum gáska í svipnum. Engan
mann hef ég þekkt sem
horfðist jafn einarðlega
í augu við veruleikann
og taldi jafn sjálfsagt
að bregðast þannig við
honum að hann yrði
öllum mönnum bæri-
legur - hvort sem það
var nú rigningin á
Laugaveginum eða
heimspólitíkin sem á
þeim hrein. Ogþá dugði
húmorinn betur en allt
annað.
Vinum sinum
skemmti hann einatt
með yndislegum kaldr-
ana og meinfyndni. Ég heyri rödd-
ina hans í símanum eitthvert vorið
þegar hann er prófdómari bæði í
MR og vestur á melum: „Hvernig
er það - getur verið að krakkarnir
séu farnir að skrifa BA-ritgerðirnar
í menntaskóla og barnaskólastílana
í háskólanum?“ Ég sé hann líka
fyrir mér þegar hann kemur með
Guðnýju inn að rúminu mínu þar
sem ég hef legið vikum saman með
bijósklos og hann réttir mér glott-
andi bók Súsönnu Sonntag, Sjúk-
dómurinn sem myndhverfmg.
Svona lætur auðvitað frekast
hlýr og fíngerður alvörumaður og
það var Sigfús að náttúru. Jafnvel
hreyfmgar hans báru því vitni. Þeg-
ar hann vildi ná athygli manns
óskiptri, staldraði hann t.d. við hlið
manns orðalaust, lagði fingurgó-
mana létt á öxlina á manni eða
upphandlegginn og beið. Mikið á
ég eftir að sakna návistar hans.
Þá mun skipta nokkru að ég man
hvemig hann tókst sjálfur á við
erfiða tíma:
Hann situr álútur við skrifborðið
í Máli og menningu og tautar dap-
urri röddu oní bringu sér:
Nú er dimmt á Núpufelli,
nú er hljótt um Skálholtsstað,
Hólar gömlu í hárri elli
horfa á prest sinn mylja tað,
loks er andinn lagður að veili
ljósið slokknað - nóg um það.
En þegar hann lítur upp og segir:
„Þú þekkir þetta?“ leynir sér ekki
að augun í honum skopast að depurð
raddarinnar.
Bergljót Soffía
Kristjánsdóttir.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HERBORG THEODÓRA BRYNJÓLFSSON
fædd GUÐMUNDSDÓTTIR,
Bauganesi 12,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir 5. desember sl.
Útför hennar hefur þegarfarið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Öllu starfsfólki og læknum á hjúkrunarheimilinu Eir færum við
hjartans þakkir fyrir góða umönnun og hlýju.
Gunnar A. Ingimarsson, Kirsten Larsen,
Ingimar Ingimarsson, Sólveig Geirsdóttir,
Bogi Ingimarsson, Sigrún Sigurþórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir,
tengdamóðir, amma og systir,
VIKTORÍA HAFDÍS
VALDIMARSDÓTTIR,
Heiðarhrauni 26,
Grindavík,
lést laugardaginn 21. desember sl.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju
laugardaginn 28. desember kl. 14.00.
Rúnar Björgvinsson,
Fanney Björnsdóttir,
Inga Fanney Rúnarsdóttir,
Valur Guðberg Einarsson,
Haukur Guðberg Einarsson,
Ágústa Sigurgeirsdóttir,
Alexandra Marí Hauksdóttir,
Ragnheiður Valdimarsdóttir,
Eygló Valdimarsdóttir,
tengdafólk, aðrir ættingjar og vinir.
Sigfús Daðason var kannski ekki
heilsuhraustur en mér fannst hann
alltaf vera hraustmenni. Andlegt
hraustmenni en þau eru því miður
alltof fátíð hér á götunum. Það var
ævinlega jafn uppörvandi að hitta
hann og iðka samræðukúnst sem
byggðist á fágaðri kerskni og
stakri kurteisi þar sem aldrei
nokkru sinni örlaði á hinni algengu
sjálfsvorkunn. Fyrir tilviljun bar
fundum okkar oft saman á stétt-
inni framan við Pósthúsið. Eftir
kortérs rabb við Sigfús varð stræt-
ið breiðara og fegurra, skýin há-
fleygari, veðrið bjartara, jafnvel
fólkið líka.
Sigfúsi Daðasyni tókst að við-
halda og standa undir skapandi
spennu milli andstæðra póla á
ýmsum sviðum. Til dæmis í ljóðlist
sinni en þar er þessi latínufróði
heimspekingur nútímalegastur
allra. Þegar bókin Ljóð 1947-1951
kom út er enginn sem slær honum
við í nútimalegri ljóðhugsun og
skynjun. Að höfundur sé ekki nema
tuttugu og þriggja ára er ævintýri
líkast. í ljóðum hans hélst alltaf
firna sterk spenna milli skapheitrar
skynsemi og kunnáttu og formaðra
tilfinninga. Þegar menn segja að
Sigfús sé heimspekilegt skáld
finnst mér stundum átt við að hann
sé kaldhamraður. Ekkert er fjær
sanni. Vissulega ætlast hann til
þess að ljóðlistin geti hugsað, að
hægt sé að nota ljóð sem tæki til
þess að hugsa í víðri merkingu.
Ekki bara tæki til þess að miðla
hughrifum og formlausum kennd-
um heldur líka umhugsun um hug-
hrif, greinargerð fyrir sambandi
einstaklings og heildar, manns og
veraldar. Þennan mikla metnað
hafði Sigfús fyrir hönd ljóðlistar-
innar og gerði hana öðrum betur
jafnréttháa öðrum greinum bók-
menntanna; skáldsögu, ritgerð,
leikriti o.s.frv. Ljóð hans voru
sönnun þess að ljóðlistin er fær
um að vera tungumálslegur snerti-
punktur einstaklings og heildar,
nútíðar og fortíðar, kennda og
skynsemdar.
Sigfús var ekki bara ljóðskáld.
Hann var áhrifamikill útgefandi,
ritstjóri, þýðandi. Ég kynntist hon-
um fyrst sem útgefanda. Hann gaf
út mína fyrstu bók. Það var mjög
lærdómsríkt. Frá því að hann sam-
þykkti handritið til útgáfu og þar
til bókin kom út leið langur tími.
Ég fór að ókyrrast og gekk á fund
Sigfúsar. Ég vildi ekki vera óhóf-
lega framhleypinn og átti erfitt
með að koma orðum að þessu hjart-
ans máli, spurningunni sem brann:
„Á ekki bráðum að fara að gefa
bókina út?!“ Þess vegna sátum við
lengi á skrifstofu hans, þögðum
mestan part og reyktum franskar
sígarettur, hann gauloises, ég gita-
nes með fílter, þar til annar grillti
vart í hinn. Sigfús muldraði öðru
hvoru óljósar athugasemdir um
tímabundna erfiðleika og þess
háttar en kom loks með athuga-
semd sem varpaði nýju ljósi inn í
hugarheim ungskáldsins sem sat
andspænis honum; eitthvað á þá
leið að ef það tæki því á annað
borð að gefa bók út, þá skipti ekki
höfuðmáli hvort hún kæmi á þess-
um jólum, þeim næstu eða
þarnæstu. Ég gekk fullkomlega
rólegur af þessum fundi okkar,
mest hissa á sjálfum mér að vera
svona óþolinmóður. Það sem ég
lærði þarna í reykmettaðri skrif-
stofu Sigfúsar var eitthvað í sam-
bandi við staðfestu tímans. Sigfús
var nefnilega mikill kennari. Mikill
vígslumeistari. Aðferðirnar voru
óhefðbundnar á okkar vísu en
kannski voru þær klassiskar. Að-
ferðir sem eiga skylt við samræðu-
list Grikkjanna eða jafnvel athuga-
semdir búddameistara.
Þó að Sigfús hafi verið merkur
útgefandi og þýðandi hygg ég að
hann fái sjálfur að kynnast stað-
festu tímans fyrst og fremst sem
ljóðskáld. Með Ijóðum sínum setti
hann þeim sem á eftir komu mark-
ið hátt og sýndi í verki hraustlegan
metnað fyrir hönd ljóðlistarinnar.
Hún er mjög sár sú tilhugsun að
eiga ekki eftir að hitta hann á stétt-
inni framan við Pósthúsið.