Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 41 BJÖRN B. Jónsson skógræktarráðunautur í grenilundi. Morgunblaðið/Golli Fj ölbreyttar skógarnylj ar Ljósmynd: Skógræktin/Ólafur Oddsson VAXANDI skógur á Suðurlandi. Stefnt er að mörgum slíkum á Suðurlandi á næstu fjörutíu árum. ÁÆTLAÐ er að 100 ársstörf verði við Suðurlandsskóga. FRUMVARP til laga um Suð- urlandsskóga er til umfjöll- unar í ríkisstjórn. Þeir sem undirbúið hafa verkefnið vonast til að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi að loknu þinghléi. Með samþykkt ríkisstjórnarinnar um átak í landgræðslu og skógrækt hefur ver- ið tryggt fjármagn fyrir þetta verk- efni tii aldamóta. Bjöm B. Jónsson, skógræktarráðunautur á Suðurlandi, segir mikiivægt að festa áætlun um Suðurlandsskóga í sessi með sérstök- um lögum frá Alþingi. Mikill áhugi landeigenda Undirbúningur að sérstöku átaks- verkefni í skógrækt á Suðurlandi undir nafni Suðurlandsskóga hefur staðið í eitt og hálft ár. Skógrækt ríkisins og Félag skógarbænda á Suð- urlandi hófu starfið og landbúnaðar- ráðuneytið skipaði síðar þriggja manna nefnd til að stjórna undirbún- ingnum. Faglegur undirbúningur hef- ur að mestu leyti verið á herðum starfsmanna Skógaþjónustu Skóg- ræktar ríkisins á Suðurlandi, Bjöms B. Jónssonar skógræktarráðunautar og Gunnars Freysteinssonar sam- starfsmanns hans. Verkefnið býr að þekkingu Skóg- ræktar ríkisins af skógrækt á Suður- landi alla þessa öld. Nytjaskógrækt á bújörðum hófst um 1970 á Fljótsdals- héraði og fyrstu sunnlensku bændurn- ir hófu þátttöku í henni árið 1989. Nú er skógrækt stunduð á 30 lögbýl- um á Suðurlandi og 60 landeigendur em á biðlista um að bætast í hópinn. Síðustu árin hafa 30 bændur til við- bótar verið þátttakendur í sérstöku skjólbeltaátaki á Skeiðum. Sérstök lög nauðsynleg Björn B. Jónsson segir að við und- irbúning Suðurlandsskóga sé horft til reynslunnar af Héraðsskógum á ofan- verðu Fljótsdalshéraði. Héraðsskógar era skógræktarátak tjl 40 ára sem Alþingi samþykkti árið 1991 að ráð- ast í. Bjöm segir að átakið hafi geng- ið vel og framkvæmdir verið sam- kvæmt áætlun. Framvarp það um 40 ára skóg- ræktarátak á Suðurlandi sem til um- fjöllunar er hjá ríkisstjórn og þing- flokkum byggist á reynslunni af Hér- aðsskógum þó verkefnið sé fjölbreytt- ara. Héraðsskógar miða einkum að ræktun skógar til timburframleiðslu. Suðurlandsskógar skiptast í þrennt. Gert er ráð fyrir timburframleiðslu á 15 þúsund hekturum lands, skógur til landbóta verður á 20 hekturam og loks verður plantað í 10 þúsund kíló- metra af skjólbeltum. Sérstök lög um verkefnið tryggja að mati Bjöms að mögulegt verður að vinna stöðugt og skipulega að því og ljúka verkinu á fjörutíu áram. Bendir hann á að skógræktarverkefni af þessu tagi sé viðkvæmt vegna þess hvað verið sé að vinna mikið fram í tímann með framleiðslu plantna og öðram undirbúningi. „Mikilvægt er að skipuleggja verkið vel. Undirbún- ingsvinnan er dýr og því ekki gott að skipuleggja skóga þar sem aldrei verður plantað," segir Bjöm. Sitkagreni uppistaðan í timburskógræktinni Við undirbúning verkefnisins er lögð megináhersla á ljölnytjaskóg- rækt, sem gefur af sér íjölbreyttar nytjar eins og við, landslagsfegurð, skjól og útivist, ber og sveppi og fjöl- breytta flóra og fánu. Þá er tekið mið af kröfum til þjóðarinnar um að binda kolefni og margt fleira. Timburskógrækt verður eins og áður segir á 15 þúsund hekturam lands. Við ákvörðun um timburskóg- rækt er miðað við að frá upphafí geti landið gefið af sér 3 rúmmetra af viði á ári. Björn segir að allar inn- sveitir á Suðurlandi séu nokkuð ör- uggar að þessu leyti. Viss svæði í lágsveitum komi einnig til greina, en varla nema gróðursetja fýrst tré í skjólbelti. Sitkagreni verður væntanlega uppi- staðan í timburskógræktinni, á sama hátt og lerkið í Héraðsskógum. Einn- ig verður gróðursett ösp og birki og auk þess stafafura og lerki í innsveit- um. Landbætur til framtíðar Landbótaskógrækt verður stunduð á 20 þúsund hekturam lands á Suður- Unnið er að undirbúninffl mikils skógræktarátaks á Suðurlandi, svokallaðra Suðurlandsskóga. Áhersla er lögð á fjöl- breyttar nytjar skógar- ins, það er ekki eingöngu til viðarframleiðslu held- ur einnig til að fegra landið, skapa möguleika til útivistar og að auka fjölbreytni gróðurs og dýralífs. Gert er ráð fyrir að ríkið muni leggja árlega til fjármagn sem það fái síðan allt endur- greitt þegar tekjur skap- ast af nýtingu skógarins. Helgi Bjarnason kynnti sér áform um Suður- landsskóga. landi og hún hefur endurheimt fyrri landgæða að aðalmarkmiði. Þetta er nýjung í skipulegri skógrækt. „Hugs- unin er að byggja landið upp fyrir komandi kynslóðir. Ekki er búist við að hún skili mikilli arðsemi fyrir okk- ar kynslóð en önnur atriði höfð frem- ur í huga,“ segir Björn Jónsson. Hann nefnir nokkur atriði í þessu sambandi. Tilgangurinn er að bæta landið og gera það betra fyrir skóg- rækt í framtíðinni. Gera það betra til útivistar fyrir íbúa héraðsins og ferða- fólk. Þá getur landbótaskógur nýst til beitar. Gert er ráð fyrir að tekin verði fyrir stór svæði og reynt að ná sem mestum árangri með litlum kostnaði. Þannig verður gróðursett í gróðureyj- ar og tíminn látinn vinna með mannin- um að endurheimt skógar á áratugum og hugsanlega heilli öld. Landbótaskógar eiga að geta verið nánast um allt Suðurland, allt frá lágsveitum og upp í hálendisbrúnina. Birkið verður aðal tegundin en einnig er ætlunin að nota aðrar harðgerar tegundir sem þola sunnlenska veðr- áttu. Skjólbelti um allt Suðurland Skjólbeltin eru þriðji þáttur Suður- landsskóga. Töluvert hefur verið gróðursett nú þegar í skjólbelti og gengið vel. Bjöm segir að tilgangur skjólbeltanna sé að skýla túnum, ökr- um og skepnum til þess að auka af- urðir lands og húsdýra. Einnig sé hugmyndin að gróðursetja skjólbelti víðar um Suðurland til þess að und- irbúa land fyrir timburskógrækt framtíðarinar. Skjólbeltin geta verið um allt Suð- urland nema hvað ekki er talið ráð- legt að fara nær sjó en tíu kílómetra nema í Mýrdalnum og undir Eyjafjöll- unum. Margar tegundir verða notaðar í slqolbeltin og segir Björn að hug- myndin sé að nota tegundir allt frá rifsbeijarunnum og upp í sitkagreni. Skógurinn felldur inn í landslag Áætlað er að 410 þúsund hektarar gætu nýst undir skógrækt á Suður- landi, eða um 60% af láglendi í kjör- dæminu. Flatarmál alls ræktaðs lands er núna um 43 þúsund hektarar. Áætlað er að Suðurlandsskógar muni þekja 35 þ. hektara eftir fjöratíu ár. „Þetta mun vissulega breyta ásýnd Suðurlands en því fer fjarri að við ætium að sökkva Suðurlandi í skóg,“ segir Bjöm. „Við leggjum áherslu á að breyta landinu sem minnst og að fella skóginn inn í landslagið. Ætlun- in er að vera með öflugar rannsóknir og fræðslustarfsemi og skipuleggja starflð vel.“ Bjöm segir einnig að níu kynslóðir hafi tækifæri til að stöðva skógrækt- ina ef í það stefni að hún þrengi að íbúunum. I því sambandi bendir hann á að miðað við áætlaðan hraða gróð- ursetningar taki mörg hundrað ár að gróðursetja tré í það land sem nú henti til þess. Allt borgað til baka Skógrækt verður mikill atvinnu- vegur á Suðurlandi ef fram fer sem horfír. Mörg störf verða við fram- leiðslu á plöntum, útplöntun og þjón- ustu við skógræktarfólkið. Áætlar Björn að um 100 ársverk verði við skóginn eftir 15-20 ár. Markmiðið með timburskógunum er viðarframleiðsla. Talið er að Suð- urlandsskógar eigi eftir að skila um það bil 7 milljónum rúmmetra viðar og brúttótekjur af timburskógrækt- inni era áætlaðar 17,5 milljarðar. Reiknað er með að ríkið muni leggja samtals um 120 milljónir kr. í verkefnið næstu fjögur árin en fram- lagið á þessum 40 árum verði 80 milljónir kr. á ári að jafnaði. Reiknað er með að hlutur ríkisins verði 65-97% kostnaðar eftir því hvers konar skóg- . rækt er um að ræða. Bjöm segir að þetta sé nauðsynlegt vegna þess hversu langur tími líði frá því tréð er gróðursett og þar til það fer að skila tekjum. Bjöm leggur á það áherslu að fram- lög ríkisins verði öll greidd til baka. Talið er að skógrækt á Suðurlandi sé hagkvæm, enda er tijávöxtur þar talinn sambærilegur við vöxt á sömu breiddargráðu í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, en þar er skógrækt talin hagkvæm. Talið er að skógurinn gefi af sér 4-5 rúmmetra af viði á hektara á hveiju ári að meðaltali. Bjöm talar um að þegar fullvaxið tré í Suðurlandsskógi verði fellt fari 15% af verðmæti þess til ríkisins til endurgreiðslu framlaga. Fyrstu árin era erfið í skógrækt. „Við eigum eftir að glima við það hér að alltaf er erfiðara að rækta fyrstu kynslóð skóganna vegna þess hve lít- ið er um skjól. Framhaldið verður auðveldara," segir Bjöm Jónsson. Það hefur verið reiknað út að arðsemi fyrstu kynslóðar skógræktar verði 1,45% og er þá miðað við neðstu mörk timburskóga en að arðsemi af annarri kynslóð verði 2,19%. Gerir jörðina verðmætari - „Við fögnum því mjög að landbún- aðarráðherra og ríkisstjóm skuli hafa komið þessu máli áleiðis," segir Gunn- ar Sverrisson bóndi í Hrosshaga í Biskupstungum. Hann er annar tveggja bænda sem fyrstir hófu nytja- skógrælrt á Suðurlandi fyrir sex áram, er formaður Félags skógar- bænda á Suðurlandi og hefur unnið að undirbúningi Suðurlandsskóga. Gunnar segir að óbreytt framlög hafi verið til nytjaskógræktar á Suð- urlandi undanfarin ár og mikil þörf á að auka þessa starfsemi. Bendir hann á að vel hafi gengið með Héraðsskóga á Fljótsdalshéraði og væri það því fyrirmynd að lagaframvarpi um Suð- _ urlandsskóga. Á Suðurlandi eru talin einna best skilyrði til skógræktar á íslandi. Tijá- ræktin hefur gengið ágætlega í Hrosshaga þó vöxturinn sé auðvitað misjafn eftir árum. Tvö síðustu árin hafa verið góð. Tijánum er að mestu plantað í mýrlendi og er Gunnar og fjölskylda hans búin að gróðursetja eitthvað í alla þá 70-80 hektara sem ætlaðir era til skógræktar á jörðinni, en eftir er að fullplanta í hluta af svæðinu. Tekur hann fram að í Hross- haga sé verið að breyta grónum út- haga í skóglendi, ekki að taka rýrt land til skógræktar, og það hljóti að hafa áhrif á árangurinn. „Það má kannski segja að það sé rugl að bytja á þessu vegna þess hve ’ tekjumar skila sér seint en ég trúi! því að skógurinn geri jörðina verð-! mætari. Þó að við njótum ekki ávaxt- anna munum við skila landinu betra til næstu kynslóðar," segir Gunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.