Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ GREIIMARGERÐ STAÐANISAMNINGA- MÁLUM FÉLAGS ÍSLENSKRA NÁTTÚRUFRÆÐINGA ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 55' á sundstöðum og skautasvelli MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá samn- inganefnd Félags íslenskra náttúru- fræðinga: Nokkra athygli hefur vakið sú ákvörðun Félags íslenskra náttúru- fræðinga að vísa deilu sinni við ríki og Reykjavíkurborg til ríkissáttasemj- ara. Hér á eftir verður gerð grein fyrir meginkröfum félagsins og þeim viðbrögðum samninganefndar ríkisins sem urðu til þess að félagið ákvað að vísa máiinu í sáttameðferð. I. Hækkuð grunnlaun - yfir- borganir felldar inn í taxta Ein helsta meinsemd íslenska launa- kerfisins er lágir launataxtar. Þessir launataxtar eru í mörgum tilvikum ekki í samræmi við raunveruleg laun. Við hliðina á lágtaxtakerfínu hefur sprottið upp fjölskrúðug flóra af sporslu og yfírborgunarkerfum, þar sem raunveruleg dagvinnulaun eru samsett úr taxtalaunum, yfirborgun- um af ýmsu tagi, bílapeningum og fleiru. í skjóii þessa tvöfalda launakerf- is hefur þrifíst rakalaus mismunun. Það er t.d. vitað að meginástæðan fyrir lakari kjörum kvenna á opinber- um vinnumarkaði er yfírborganir sem ákveðnar eru á einstökum stofnunum. Til viðbótar tvöfóldu launakerfi koma tekjur af mikilli yfirvinnu. Dagvinnan ein dugar fæstum til framfærslu. Það er ljóst að á komandi árum mun draga úr yfirvinnu og nægir í því sambandi að benda á þau áhrif sem vinnutímatil- skipun Evrópusambandsins mun hafa strax á næsta ári. Vegna þess ranglæt- is sem tvöfalda launakerfíð hefur leitt af sér og að fyrirsjáanlegt er að vinnu- tími mun styttast á sú krafa vaxandi hljómgrunn að yfirborganir verði færð- ar inn í taxtana og þeir hækkaðir þannig að styttur vinnutími leiði ekki til tekjulækkunar. Það hefur borið við að verkalýðsfélög hafi átt í vandræðum með að setja fram kröfur sínar vegna þes6 að krafa um hófleg lágmarkslaun verður svo há þegar hún er mæld í prósentum. Þannig verður krafa um 100 þúsund króna lámarkslaun að kröfu um 100% kauphækkun hjá lág- launahópunum, þetta lýsir þeim víta- hring sem láglaunastefnan er komin í. Launakrafa Félags íslenskra nátt- úrufræðinga er að eftir 18 mánaða starf verði enginn náttúrufræðingur með lægri laun en 143.000 krónur á mánuði og að önnur laun I félaginu breytist í samræmi við þetta. Gert er ráð fyrir að yfirborganir, sem nú tíðk- ast, gangi inn í þessa hækkun. Sé kröfu félagsins breytt í prósentur miðað við núgildandi taxtalaun verður hún býsna há í prósentum eða tæp 60%. Ef yfirborganirnar í formi les- tíma og aksturspeninga og annarra sporslna eru teknar með í reikninginn er hér um að ræða 15 til 20 prósent hækkun að meðaltali. Þessi taxta- hækkun er nauðsynleg tii að fyrirsjá- anlegur samdráttur I yfírvinnu bitni ekki á tekjum náttúrufræðinga. Krafan gengur því fyrst og fremst út á það að hreinsa til í launakerfínu og gera það gegnsætt, rétta hlut þeirra sem ekki hafa notið yfírborgana og bæta fyrir skerta yfirvinnu. Fyrir flesta félagsmenn mun þessi breyting ekki hafa veruleg áhrif á útborguð laun. Þessi krafa er í samræmi við það sem samið hefur verið um að undanfömu af opinberum aðilum við nokkra hópa háskólamanna. Samninganefnd ríkisins hefur verið ófáanleg til að ræða launamál mál- efnalega. Þess í stað eru settar á lang- ar ræður um stöðugleika eins og það breyti einhveiju um hann þó þau laun sem sannanlega eru greidd séu tiltek- >n í töxtum. II Réttindamál Með nýjum lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem sett voru sl. vor, voru ýmis réttindi ríkisstarfsmanna skert stórlega. Á vettvangi Bandalags háskólamanna vom mótaðar sameiginlegar kröfur félaganna í réttindamálum sem í meginatriðum ganga út á að ná aftur jafnverðmætum réttindum og tekin voru eða stefnt í tvísýnu með nýju lögunum. Félagið hefur gert kröfur bandalagsins í réttindamálum að sín- um. í viðræðuáætlun sem félagið og ríkið gerðu var ákveðið að viðræður um réttindamál ríkisstarfsmanna fæm til að byrja með fram á vegum heildarsamtaka opinberra starfs- manna. Því miður skiluðu þessar við- ræður engum árangri. Mikilvægt er að viðræður verði teknar upp að nýju milli ríkisins og heildarsamtakanna þar sem fjallað verði um mál sem hafa almenna þýðingu eins og fæðing- arorlof og veikindarétt. Tvö atriði sem flokka má með rétt- indamálum telur Félag íslenskra nátt- úrufræðinga nauðsynlegt að taka sér- staklega upp í viðræðum sínum við ríkið þar sem þau brenna á félags- mönnum: 1. Bætt staða þeirra sem eru tíma- bundið eða verkefnaráðnir. Á undan- fömum árum hefur færst í vöxt að félagsmenn séu ráðnir með ótíma- bundnum samningum til að sinna verkefnum sem eru háð styrkjum. Hér er bæði um að ræða innlenda og erlenda styrki. Sá vandi fylgir að yfír- leitt er ekki reiknað með að styrkir til ákveðinna verkefna standi undir öðm en beinum launakostnaði. Þannig er ekki gert ráð fyrir kostnaði vegna veikinda, fæðingarorlofs eða annarra réttinda sem kjarasamningar og reglugerðir gera ráð fyrir. Þrátt fyrir að óumdeilt sé að félagsmenn eigi að njóta þessara réttinda hefur komið í ljós að réttur þessa hóps er í raun takmarkaðri en annarra starfsmanna. Félagið leggur ríka áherslu á að við- semjandinn tryggi annaðhvort með lögum eða kjarasamningi að allir fé- lagsmenn njóti umyrðalaust lög- og samningsbundinna réttinda. Ráðning- arfesta þessara starfsmanna er einnig lítil. Þeir mega búa við það að fá uppsögn þrem mánuðum áður en styrkur rennur út með von um endur- ráðningu ef nýr styrkur fæst. Þetta gerist í mörgum tilvikum árlega. Slíkt ástand er óþolandi og ekki í samræmi við þá hugsun sem liggur að baki ótímabundinni ráðningu. Samkvæmt starfsmannalögunum er heimilt að ráða fólk tímabundið í allt að tvö ár. Þegar tímabundin ráðning hefur var- að samfellt í tvö ár á að skapast rétt- ur til ótímabundinnar ráðningar. Til eru ríkisforstjórar sem fara I kringum þessi fyrirmæli með því að sjá til þess að starfsmenn nái ekki samfelldu tveggja ára tímabili. Þetta er hægt með því að ráða fólk til eins árs I senn en láta það vera atvinnulaust I t.d. einn mánuð á milli ráðningasamn- inga. Dæmi eru um fólk sem hefur sætt þessum afarkostum í áratug. Félagið telur sig ekki getað gengið frá kjarasamningi án þess að hagur þessara félagsmanna verði réttur. Félagið hefur lagt til að aðilar skoði umfang málsins í sameiningu með það að marki að fínna lausn. Það er skemmst frá því að segja að samning- nefnd ríkisins hefur neitað að ræða þetta mál og borið ýmsu við. Fyrst var sagt að þetta mál ætti heima í viðræðum heildarsamtakanna, síðan var því neitað að vandamálið væri til og loks var sagt að þetta væri ekki efni kjarasamnings. Réttur félagsmanna vegna flutnings stofnana Öðru hvoru koma upp mál sem tengjast flutningi ríkisstofnana milli landshluta. Félag íslenskra náttúru- fræðinga tekur ekki afstöðu til þess hvar á landinu ríkisstofnanir skulu vera. Félagið leggur hinsvegar ríka áherslu á að hagsmunir starfsmanna séu virtir og að þeir beri ekki skaða af flutningi stofnana. í núgildandi kjarasamningi eru fátækleg ákvæði um búferlaflutning sem segja að verði starfsmaður að flytja vegna starfs síns eigi hann rétt á að fá greiddan kostn- að við að flytja búslóð og fargjöld fyr- ir fjölskylduna. Þetta er alls ófullnægj- andi. Félagið telur brýnt að þessu ákvæði verði breytt þannig að verði stofnun flutt eigi starfsmenn mögu- leika á að velja um eftirfarandi kosti: 1. að flytja með stofnuninni og fá þá allan kostnað . greiddan sem fylgir flutningnum. Þar með telst: Beinn flutningskostnaður, kostn- aður vegna skipta á húsnæði, kostnaður sem hlýst af tíma- bundnu atvinnuleysi maka og ann- ar sá útgjaldaauki sem rekja má til flutningsins. 2. að starfa áfram hjá stofnuninni en flytja ekki og fá greiddan ferða- kostnað milli vinnu og heimilis. Ferðatími teljist til vinnutíma. 3. að láta af störfum við stofnunina og fá greiddar bætur vegna starfs- missis. Samninganefnd ríkisins hefur einfaldlega neitað að ræða þetta mál. Það er vonandi að þeir stjómmálamenn sem hafa það markmið að dreifa stofnunum um landið beiti áhrifum sínum við nefndina, þannig að viðunandi lausn fáist í þessu máli. Að öðrum kosti mun flutningur ríkisstofnana í framtíðinni fara illa með þær stofnanir sem fluttar verða, þar sem ljóst er að starfsmenn munu ekki fylgja með heldur hverfa tii annarra starfa. III. Endurmenntun og símenntun Félagið setur fram kröfur til að auka möguleika félagsmanna á endur- og símenntun. Þetta á við um endur- menntun innanlands og utan. Ljóst er að veija verður auknum íjármunum til endurmenntunarmála í framtíðinni ef íslenskar rannsóknarstofnanir ætla að standast samanburð við stofnanir í nágrannalöndunum. Það ætti ekki síður að vera áhugamál ríkisins að starfsmenn fylgist með og séu vel að sér um nýjungar á sínu fagsviði. Þrátt fyrir það er það stöðugt viðfangsefni stéttarfélaganna að knýja á um þessi atriði, við litlar undirtektir. Þrátt fyrir góð orð í upphafi viðræðnanna hefur samninganefnd ríkisins ekki fengist til að svara tillögum félagsins. IV. Deilunni vísað til sáttasemjara Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir þeim kröfum sem félagið hefur hingað til lagt mesta áherslu á í viðræðum við ríkið án þess að fá nokkur önnur viðbrögð en órökstudda höfnun. Ótaldar eru ýmsar kröfur eins og að félagsmenn njóti viðbótar- menntunar í launum, bæði þeirrar sem aflað er með formlegu námi og á námskeiðum. Einnig er félagið með kröfur um bætt kjör vaktavinnu fólks, vinnutíma og fleira. Það er ljóst af þeim viðbrögðum sem kröfur félagsins fengu og rakið hefur verið að framan að samninga- nefnd ríkisins er ekki tilbúin að hefja raunverulegar viðræður, hefur ann- aðhvort ekki umboð eða þor til þess. Hún mætti með ólund og óundirbúin á samningafundi, að því er virtist ein- göngu til að láta ekki hanka sig á að standa ekki við gerða viðræðuáætl- un, en hefur forðast að láta þvæla sér út I alvöru viðræður eða undirbún- ingsvinnu af nokkru tagi. Félagið hefur slæma reynslu af því að láta viðræður dragast. Ríkið hefur leikið þann leik hvað eftir annað á undanfömum árum að draga viðræð- ur á langinn þannig að stundum hef- ur verið liðið langt á samningstímann þegar gengið hefur verið frá samning- um. Þetta hefur þýtt, að félagsmenn hafa ekki notið þeirra launahækkana sem um hefur verið samið nema hluta samningstímans. Þegar umdeildar breytingar voru gerðar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sl. vor var nýju lögunum talið til tekna að þau tryggðu að samningaviðræður hæfust í tíma og áður en samningar rynnu út. Markmiðið var að mögulegt væri að ganga frá nýjum samningi áður en eldri samningar væru lausir þann- ig að nýr samningur tæki við í upp- hafi nýs samningstímabils. Eftir 5 gjörsamlega árangurslausa fundi með samninganefnd ríkisins og Reykjavíkurborgar ákvað samninga- nefnd Félags íslenskra náttúrufræð- inga að grípa til þeirra úrræða sem lög gera ráð fyrir og vísa deilu sinni við þessa aðila til sáttasemjara. F.h. samninganefndar Félags ís- lenskra náttúrufræðinga, Páll Halldórsson, formaður kjararáðs. 24. des. Aðfangadagur. 25. des. Jóladagur. 26. des. Annar í jólum. 27. des. Föstudagur 28. des. Laugardagur 29. des. Sunnudagur 30. des. Mánudagur 31. des. Gamlársdagur 1. des. Nýjársdagur 2.jan. Fimmtudagur 3.jan. Föstudagur 24. des. Aðfangadagur. 25. des. Jóladagur. 26. des. Annar í jólum. 27. des. Föstudagur 28. des. Laugardagur 29. des. Sunnudagur 30. des. Mánudagur 31. des. Gamlársdagur 1. des. Nýjársdagur 2.jan. Fimmtudagur 3.jan. Föstudagur Opið frá 07:00 - 11:30 Lokað. Lokað. Opiðfrá 07:00-21:30 Opið frá 08:00 - 19:30 Opið frá 08:00 - 19:30 Opiðfrá 07:00- 21:30 Opið frá 07:00 - 11:30 Lokað. Opiðfrá 07:00- 21:30 Opiðfrá 07:00-21:30 Lokað. Lokað. Opiðfrá 13:00- 23:00 Opiðfrá 13:00- 23:00 Opiðfrá 13:00- 20:00 Opið frá 13:00 - 20:00 Opiðfrá 13:00- 20:00 Lokað. Lokað. Opiðfrá 13:00- 20:00 Opiðfrá 13:00- 23:00 Arbæjarlaug er þó opin til kl. 22:30 virka daga og til kl. 20:30 um helgar. Sundhöllin verður lokuð 27. og 28. desember. Skautasvellið í Laugardal verður opið ef veður leyfir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.