Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 45 + Anna Kristín Hafsteinsdóttir fæddist i Reykjavík 7. maí 1939. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 12. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Niels Hafstein Pedersen, f. 25.10. 1913, d. 20.4. 1973, og Hrefna Sveins- dóttir Pedersen, f. 15.6. 1915. Fóstur- foreldrar Önnu voru Kári Sigur- björnsson, f. 20.6. 1908, d. 15.11. 1991, og Sigur- björg Laufey Einarsdóttir, f. 17.7. 1911, d. 15.9. 1992. Systk- ini Önnu eru: Ágústa Nelly, f. 30.9. 1934, Sveinn, f. 11.1.1936, d. 18.4. 1936, Sveinn f. 27.3. 1937, Hrafnhildur f. 28.7. 1940, Ásdís, f. 11.2. 1943, Vilmar, f. 20.9. 1945, Kristinn, f. 30.5. 1948, Guðrún, f. 7.6.1952, Hjör- dís, f. 27.9.1954. Fóstursystkini Það var á sólbjörtum sumardegi 1963 sem mágur minn, Hreinn Hjartarson, kom með unnustu sína, Önnu Kristín Hafsteinsdóttur, í heimsókn til okkar hjóna norður á Vatnsnes í V.-Húnavatnssýslu. Það var oft gestkvæmt á Geitafelli og einyrkinn hafði ekki alltaf þann tíma sem hann hefði gjarnan viljað til að sinna þeim. En nú brá svo við að hann sat lengur en hann oft gerði áður yfir gestum. Fegurð þessarar ungu stúlku, hláturmildi og elskulegt viðmót gerðu það að verkum að hann átti erfitt með að Önnu eru: Pálmi, f. 2.9. 1929, Lúkas, f. 29.8.1931, Huldrún, f. 15.6.1934, d. 11.4. 1935, Þorsteinn, f. 26.5.1944, Margrét, f. 7.12. 1947, Sigur- björn, f. 10.6. 1952. Sonur Önnu er Vilhjálmur Thomas, f. 9.12. 1959. Hann á einn son, Einar Merlin. Anna giftist 25. október 1964 Hreini Snævari Hjartar- syni, f. 20.11. 1935. Börn þeirra eru: Arna, f. 14.1. 1965, gift Pétri Jónssyni og eiga þau tvö börn, Ástrós og Patrik; og Snævar, f. 16.11. 1966, kvæntur Patriciu Fay Lewis og eiga þau einn son, Ara Lewis. Útför Önnu fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudag- inn 27. desember og hefst at- höfnin klukkan 15. slíta sig frá þessum glaðværu gest- um til þess eins að fara út í hvers- dagsleikann, jafnvel þó sól skini í heiði og verkin biðu í hrönnum. En sem betur fer áttu þau hjón eftir að koma oft til okkar síðar, og ekki síst þar sem Ama litla dóttir þeirra var hjá okkur nokkur sumur í sveit, og alltaf voru þau sömu aufúsugest- irnir. Sjálf gerðum við lítið víðreist á þeim ámm, en þegar við komum í bæinn leituðumst við til að heim- sækja Önnu og Hrein ef nokkur tími vannst til. Þegar við hjón fluttum til Reykja- víkur fyrir hálfu öðru ári, þá hitt- umst við oftar, og þó það leyndi sér ekki að Anna gengi ekki heil til skógar var giaðværðin og hlýjan öll hin sama. Það var aðdáunarvert að sjá, hvernig þessi kjarkmikla kona bar veikindi sín. Hún fór í ferðalög og í göngutúra. Þegar maður hitti hana á förnum vegi átti hún það til að setjast á næsta bekk og segja: Ég sendi hann Hrein í búðina, ég nenni ekkert að vasast í þessu sjálf. Ekki orð um annað. Það mesta sem ég heyrði hana segja, þegar hún átti erfitt með að leyna vanlíðan sinni: Þessi óhræsis meðul fara svolítið leiðinlega í mig. Ég minnist Önnu svilkonu minnar sem glaðværrar, hjarta- hlýrrar og elskulegrar konu, en umfram allt óvenju hugrakkrar konu. Blessuð sé minning hennar. Við hjónin vottum Hreini og börnunum og öðrum aðstandendum dýpstu samúð okkar. Guð gefi ykk- ur styrk á þessum erfiða tíma. Eyjólfur R. Eyjólfsson. Hinn 27. desember kveðjum við elskulega samstarfskonu og vin- konu, Ónnu Kristínu Hafsteinsdótt- ur. Margs er að minnast, en sam- viskan er ekki góð hjá okkur því alltaf ætluðum við að hittast fyrir utan vinnutíma, tala og hlæja sam- an, eins og gerðum svo oft i vinn- unni. Nú er Anna farin, allt of fljótt, en leiðir okkar eiga eftir að liggja saman aftur annars staðar og þá eigum við eftir að taka upp þráðinn og taia um börnin okkar og barna- börn og hafa gaman af. Elsku Hreinn, börn og barna- börn. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hansína S.G. og Ásdís E.B., Póstmiðstöð. ANNA KRISTÍN HAFSTEINSDÓTTIR SVEINDÍS ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR + Sveindís Ósk Guðmunds- dóttir var fædd í Reykjavík 30. júlí 1979. Hún lést af slys- förum 7. desember síðastliðinn. Útför Sveindísar fór fram frá Bústaðakirkju 13. desember. Elsku Sveindís okkar lést af hörmulegum slysförum hinn 7. des- ember síðastliðinn. Það vakti upp mikla sorg þegar okkur var sagt að Sveindís okkar væri látin en sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska mest, við höldum því fram að henni hafi verið ætlað miklu stærra og merkilegra hlut- verk en það sem er í boði hér. Sveindís var frábær vinkona og gat ávallt fengið fólk til þess að hlæja og gleðjast, sama hvernig það var upplagt er það kom til hennar. Við áttum margar góðar stundir saman og þó aðallega þeg- ar skemmtun átti sér stað, því hún hafði unun af því að skemmta sér, og munum við eiga mjög góðar minningar um þessar stundir. Okk- ur þykir rosalega vænt um hana og er þetta því mikill missir fyrir okkur. Elsku Gummi, Kidda, Brynjar, Unnar, Bella, vinir og vandamenn, megi Guð vera með ykkur á þess- ari miklu sorgarstundu og í fram- tíðinni. Þínar vinkonur, Dagbjört Nína og Sandra Lind. Sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Við vorum harmi slegin þegar sorgarfréttin um and- lát Sveindísar barst okkur. Sveind- ís var nemandi í Hjallaskóla allan sinn grunnskólaferil. Hún var hug- Ijúf og elskuleg stúlka sem stund- aði nám sitt samviskusamlega. Sveindís var hlédræg og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Engu að síður féll hún vel inn í hóp skólafé- laga sinna. Ótal myndir koma upp i hugann þegar horft er um öxl. Margar ferðir voru farnar og mörg verkefnin unnin og alltaf var Sveindís sami prúði nemandinn sem gott og þægilegt var að vinna með. Hún velti fyrir sér ýmsum ráðgátum lífsins eins og eftirfar- andi ljóð sem hún orti í 8. bekk ber með sér. Ástin er eitthvað sem enginn skilur, hvorki ég, þú, hann né hún. Hún er eins og sólin og vorið en ekki hríð og bylur. Það er erfitt að sætta sig við þegar ungt fólk í blóma lífsins fell- ur frá. Það er von okkar að minn- ingin um hugljúfa dóttur og systur megi sefa sorg hinna nánustu. Elsku Kristín, Guðmundur, Unn- ar Freyr og Brynjar, við hugsum hlýtt til ykkar þessa dagana í Hjallaskóla og biðjum guð að styrkja ykkur í ykkar sára missi. Starfsfólk Hjallaskóla. Skammdegismyrkrið varð ennþá svartara og frostið nísti hjartað þegar Kidda og Gummi hringdu árla morguns laugardaginn 7. des- ember og sögðu mér lát einkadótt- ur sinnar. Það var erfitt að trúa því að hún Sveindís, þessi elskulega og ljúfa frænka okkar, væri svo skyndilega frá okkur tekin. Hún var snemma ijörmikil og dugleg en þó fór aldrei mikið fyrir henni. Hún var snemma mjög barn- góð, enda hlý, hvers manns hug- ljúfi og algjör ömmustelpa. Elsku Sveindís frænka. Við „álf- arnir á 78“ eigum svo margar dýr- mætar minningar um þig sem ekki verða frá okkur teknar. Við þökk- um þér innilega fyrir þessi allt of fáu ár sem við fengum að njóta samvistar við þig, og biðjum þér blessunar guðs á nýjum vegum. Elsku Kidda systir, Gummi, Unnar, Bella og Brynjar. Við sam- hryggjumst ykkur af heilum huga, og biðjum Guð að gefa ykkur styrk í þessari þungu sorg. Margrét, Svanhildur, Róbert, Sveinn Pálmi og Marteinn. Þegar ég frétti að hin góða vin- kona mín Sveindís Ósk Guðmunds- dóttir væri dáin af slysförum nísti sársaukinn gegnum merg og bein, mér fannst sem hið versta hefði gerst, hún sem var öllum svo góð. Alltaf var hún tilbúin að hugga og hressa ef hún fann að þess þyrfti með. Við vorum mjög góðar vinkonur og mér þótti mjög vænt um hana, | söknuðurinn er sár. Alltaf var gott að tala við hana, hún kunni að hlusta með opnu hjarta og meiri skilningi en flestir og var alltaf til staðar. Eins og gengur í vin- kvennahópi vorum við ekki alltaf á sama máli en hún sagði okkur þá að hætta öllu bulli og henni tókst oftast að sætta alla á ný. Henni þótti vænt um vini sína og gaf sér alltaf tíma fyrir þá. Hún kætti mann með beinum spurning- um og grínlegum svörum. Hún Sveindís okkar var vel gefin og ekki var hún skaplaus. Hún var mjög góð í íþróttum og þó sérstak- lega í körfu, þar gat hún malað drengina okkar. Það var svo á liðnu hausti, sem ég fann hve góð vinkona hún var mér, er við fórum saman til systur minnar á Neskaupstað og fórum að vinna þar í síld. Þar kynntumst við ennþá betur hvor annarri og vináttuböndin treystust. Þann tíma geymi ég í hjarta mér. Nú er hún farin og við skiljum ekki hvers- vegna. Við vonum að henni líði vel þar sem hún er nú og biðjum algóð- an Guð að varðveita engilinn okk- ar. Við munum aldrei gleyma henni Sveindísi Ósk. Fjölskyldu hennar allri sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vinir að eilífu. Sigrún Aradóttir og Heiðar Gunnarsson. SESSELJA ÞORDIS VÍGL UNDSDÓTTIR + Sesselja Þórdís Víglundsdóttir var fædd að Höfða í Biskupstungum 4. júní 1907. Hún lést 12. desember síð- astliðinn. Sesselja var elst átta barna hjónanna Víglund- ar Helgasonar og Jóhönnu Þorsteins- dóttur sem áttu bú sitt að Höfða. Tvær systra Sesselju lifa hana, þær Gunn- þórunn og Guðrún. 12. nóvember 1932 giftist Sesselja Sigurði Kristni Þórðarsyni, bóndasyni frá Votmúla í Flóa. Áttu þau heim- ili í Hafnarfirði þar til lýðveld- isárið 1944 er þau fluttust að Tungu við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Þar bjuggu þau í nær 20 ár þar til þau fluttu um set í Hátún 19. Þau Sesselja og Sigurður eignuðust tvær eftir- lifandi dætur, Helgu og Þór- hildi Vigdísi. Útför Sesselju hefur farið fram í kyrrþey. Sesselja Þórdís. Það gat aldrei gengið að kalla þessa konu tengda- mömmu eða tengdó. Hún varð mér því fljótlega Setta frænka. Hún var stórbrotin kona og sérkennileg blanda af heimsmanni og dalbúa. Lítt var hún gefin fyrir manna- mót og tilstand, en færðist verulega í aukana ef góða gesti bar að garði. Ég kynntist þessu vel sem ungur kærasti á heimilinu. Oft bar að Magnús stórkaupmann bróður hennar í heimsókn. Þá var öðrum með lempni vísað úr eldhúsinu, hurðinni lokað og skotið á einka- fundi þeirra systkina. Magnús vissi betur en aðrir hvert leita skyldi með flókin úrlausnarefni. Hvar á hann yrði hlustað og gott til mála lagt. Ég kynntist þessu enn betur síðar, þá sjálfur kominn í viðskipta- brölt. Ég var sleginn eldhúsriddari og átti ótal stundir með Settu frænku í djúpum pælingum um stórviðskipti. Þegar mikið var um framkvæmdir dugði ekkert minna en daglegar áfangaskýrslur. Áhugi hennar á viðskiptaferli tengdason- anna var einskær. Stórfréttir vildi hún heyra tvisvar en dvaldi ekki við smáatriði. Hún var í senn ein- stakur hlustandi og margt vitið var til hennar sótt. Setta frænka gerði hinsvegar aldrei um auð eða ættir heldur hvort viðkomandi hefði eitthvað vitrænt til mála að leggja, væri áhugaverður af sjálf- um sér. Góðum dreng en einstæðingi, Guðmundi Þorkelssyni, kynntust þau Setta og Sigurður fyrir margt löngu. Húsfreyjan varð Guð- mundi mesti bakhjarl í ólgusjóum þessa heims. Það hlýtur að hafa verið honum mik- ill styrkur að eiga ávallt skjól í þessu húsi manngæsku og umburð- arlyndis. Sérhvert ár um það leyti er frost fer úr jörðu, fór Setta frænka aust- ur að Höfða og dvaldi þar fram yfir réttir. Stjórnaði hún öllu innan- stokks sem utan, um hábjargræðis- tímann. Þá voru dæturnar með henni og síðan barnabörnin hvert af öðru. Sigurður bóndi hennar var mikill barnaknúsari og barnabörnin kynntust vel koddaskrafi og krist- * inni trú hjá afa. Þessir eiginleikar voru ekki áberandi í fari Sesselju. Þó lét hún sér einkar annt um börn- in og var þeirra klettur, en með sínu lagi. Nafna hennar Selja Dís er bundin við störf í fjarlægum lönd- um. Það hlýtur að vera henni sárt að geta ekki kvatt ömmu sína í meiri nálægð. Setta frænka hafði feikna mikinn áhuga á brids. í Tungu var mikið spilað, sérstaklega meðan þeir Hagabræður voru þar hálfgerðir heimalningar. Þótt hún væri elst af spiiafélögunum var henni hvað síst um að hætta leik. Eitthvað hafði ég fiktað við spilið þegar leið- ir okkar lágu saman en hún vakti hjá mér eldlegan áhuga. Það var óvæntur heiður fyrir mig þegar Setta frænka sá ástæðu til að bijóta sinn stíl og bregða sér af bæ til að horfa á lokaorustuna þegar ég var að vinna minn fyrsta Islandsmeist- aratitil. Það er aðdáunarvert hve þær systur Helga og Dúdda sýndu móð- ur sinni mikla umhyggju síðustu ár hennar. Ég votta þeim og öðrum aðstandendum Sesselju Þórdísar samúð mína. Jón Hjaltason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.