Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Búist við yfir 200 bömum í desember ÞAÐ sem af er árinu eru fæðingar á fæðingardeild Landspítalans 2.812 en í fyrra voru þær 2.648. Það sem af er desember eru fæðingar 163 en börnin um 170. Að sögn Kristínar Viktorsdóttur aðstoðar- yfirljósmóður hafa fæðst mun fleiri börn en fæðing- ar gefa til kynna, þar sem nokkuð er um tví- og þríbura sem fæðst hafa á árinu. Sagðist hún búast við um 40-50 fæðingum síðustu daga ársins. „ Auðvitað veit maður það aldrei með neinni vissu," sagði Kristín. „En það var líflegt um síðustu helgi. Á föstudag og laugardag fæddust 22 börn þannig að búast má við að yfir 200 börn fæðist í desember." Verðtryggðar skuldir heimilanna 9 milljarða aukn- ing á 21 mánuði VERÐTRYGGÐAR skuldir heimilanna í landinu jukust á tímabilinu frá marz 1995 til desember 1996 um 9 millj- arða króna. Þetta kemur fram í skrif- legu svari forsætisráðherra við fyrir- spum Jóhönnu Sigurðardóttur alþing- ismanns um áhrif vísitöluhækkana á skuldir heimilanna, sem lagt var fram á Alþingi fyrir helgina. í svarinu segir að samkvæmt upp- Vaxandi kirkjusókn ájólum KIRKJUSÓKN landsmanna yfir jóiin hefur farið vaxandi á undanfömum árum að því er kennur fram í jólasiða- könnun Hagvangs-GfK Europe á ís- landi, sem fram fór 2.-11. desember sl. Samkvæmt henni fara 46,7% landsmanna á aldrinum 18-67 ára í kirkju einhvern tíma yfír jólin en ■40,3% svöruðu spumingunni játandi í sambærilegri könnun á síðasta ári. Kirkjusókn yfír jólahátíðina er mest í aldurshópnum 60-67 ára en minnst í þeim yngsta, 18-24, en þar var hún 38,3%. í öllum landsfiórðung- um eykst kirkjusóknin frá árinu á undan nema á Norðurlandi eystra, en þar dregst hún lítillega saman. Mest er kirkjusóknin á aðfangadag, en þá fara rúmlega 20% Islendinga á aldrinum 18-67 ára í kirkju. Sá siður virðist ríkjandi að kveikja á kerti á leiði ástvinar eða ættingja á aðfangadag og hafa um tveir þriðju hlutar þjóðarinnar það fyrir sið að því er kemur fram í könnun Hag- vangs-GfK. Jólasiðakönnun/56 lýsingum frá Seðlabanka íslands megi ætla að verðtryggðar skuldir heimil- anna í marz 1995, þegar vísitala neyzluverðs tók við af lánskjaravísitöiu sem vísitöiuviðmið skulda, hafí numið 267 milljörðum kr. Á tímabilinu marz 1995 til desember 1996 hækkaði vísi- tala neyzluverðs um 3,4%. Því má ætla að verðtryggðar skuldir heimil- anna hafí hækkað um 9 milljarða á þessu tímabili. Sundurgreint eftir útgjaldaflokkum vegur hækkun matvæla á tímabilinu 0,6%, sem svarar til 1,6 milljarða kr., rekstrarkostnaður bifreiða nam um 1,8 milljörðum kr. og 1,3 milljarða kr. má rekja til hækkunar á útgjaldaliðn- um „tómstundir, menntun". Fyrirspurnin fjallaði einnig um breytingar á skuldum hejmilanna milli áranna 1993 og 1994. í svarinu kemur fram að þessar skuldir hækk- uðu frá ársbyijun 1993 til ársloka 1994 um 10 milljarða kr. vegna verð- tryggingarinnar, sem þá var miðuð við lánskjaravísitölu, samsetta að jöfnu úr vísitölu neyzluverðs, vísitölu byggingakostnaðar og launavísitölu. KERTASNÍKIR KETKRÓKUR kom ígær Jólin koma Morgunblaðið/Þorkell JÓLAÖSIN náði hámarki í gær eins og við er að búast á Þorláksmessu. Fjöldi fólks lagði leið sína í verslanir til að ljúka innkaupum en sumir létu sér nægja að hvíla lítil bein í innkaupakörfu og horfa forvitnum augum á örtröðina í Kringlunni. GLEÐILEG JOL! Formaður Félags vélstjóra segir útgerðarmenn hafna öllum kröfum vélstjóra Stefnir í vinnustöðv- un sjómanna í vetur Jólafagnaður Verndar og Hjálpræðis- hersins JÓLAFAGNAÐUR Hjálp- ræðishersins og Vemdar verður haldinn í dag, að- fangadag, í Herkastalanum, Kirkjustræti 2, og hefst með borðhaldi kl. 18. Allir þeir sem ekki hafa tök á að dvelj- ast hjá vinum og vanda- mönnum á aðfangadags- kvöld em hjartanlega vel- komnir í jólafagnaðinn. HELGI Laxdal, formaður Félags vélstjóra, segir að ef viðbrögð út- gerðarmanna við kjarakröfum sjó- manna breytist ekki sé allt útlit fyrir að fiskiskipaflotinn stöðvist í vetur. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að útgerð- armenn muni aldrei fallast á kröfu sjómanna um að allur afli verði seldur um fiskmarkaði. „Við höfum setið 2-3 fundi með viðsemjendum okkar og það hefur nákvæmlega ekkert þokast. Það hefur verið sagt nei við öllum okkar kröfum. Verði engar breytingar hjá þeim sé ég ekki fram á neitt annað en vinnustöðvun,“ sagði Helgi Laxdal. Sjómannasamband íslands hefur vísað kjaradeilu sinni við útgerðar- menn til ríkissáttasemjara. Megin- krafa sjómanna er að allur afli verði seldur um fiskmarkaði. Helgi sagði að útgerðarmenn hefðu svarað kröf- unni með þeim orðum að þeir hefðu ekki umboð til að semja um þessa kröfu. „Þetta er alrangt því að út- gerðarmenn sömdu um það í síðustu kjarasamningum að það yrði sett á stofn sérstök úrskurðarnefnd, sem verðleggur físk. Þeir hljóta að hafa alveg sömu heimild til að semja um þessa tegund verðlagningar, þ.e. að fískurinn verði seldur á markaði." Helgi sagðist ekki geta svarað því hvenær sjómenn létu sverfa til stáls í kjaradeilu sinni við útgerðarmenn. „Ég held að það verði nú að fínnast áralagið á almenna vinnumarkaðin- um áður en við látum reyna á okkar kröfur. Ég á ekki von á að við gerum neitt í þessu fyrr en þetta er komið á góðan rekspöl á almenna markaðin- um.“ Munum aldrei fallast á kröfuna um allan afla á markað Kristján Ragnarsson sagði að vélstjórar gerðu kröfu um að þeirra hlutur í hlutaskiptum sjómanna yrði hækkaður. „Þetta mun valda því að aðrir yfirmenn geri sambærilega kröfu um hækkun. Ef við yrðum við kröfum vélstjóra værum við gengnir inn í vítahring sem við kæmumst aldrei út úr. Það er því útilokað fyrir okkur að fallast á þetta.“ Kristján sagði að laun sjómanna undanfarin tvö ár hefðu hækkað um 6% umfram launahækkanir annarra launþega þrátt fyrir erfið- leika sem útgerðin hefði gengið í gegnum vegna niðurskurð afla- heimilda. Nú væri útlit fyrir að afla- heimildir yrðu auknar og sjómenn myndu njóta þess. í tekjum sínum á sama hátt og útgerðin. Hann sagði að það væri ábyrgðarleysi af sjómönnum að leika sér með verk- fallsvopnið við þessar aðstæður. Þeir væru að misbjóða öllu þjóðfé- laginu með siíkri hótun. „Við munum aldrei fallast á kröfugerð sjómanna um allan afla á markað þrátt fyrir verkfallshótan- ir. Við teljum að markaðurinn hafi tekið virkan þátt í verðmyndun á sjávarafla á íslandi. Það er fráleitt að svipta útgerðarmenn rétti til að verka sinn eigin afla. Útgerðar- menn hafa haft þennan rétt frá því að útgerð hófst hér á íslandi. Sjó- menn munu verða í verkfalli til ei- lífðarnóns ef þeir ætla að standa fast á kröfu um allan afla á mark- að. Við munum aldrei fallast á hana,“ sagði Kristján.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.