Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þrett- ánda- akademía í Skálholtí UNDANFARIN átta ár hafa verið haldnar ráðstefnur í Skálholti í byrj- un janúar undir yfirskriftinni „Þrett- ándaakademía“. Þar hafa verið tekin til umræðu guðfræðileg málefni sem hafa þótt tengjast kirkju og kirkju- málum á hveijum tíma. Að þessu sinni hefst þrettándaakademían með kvöldbænum í Skálholtsdómkirkju kl. 18 sunnudaginn 5. janúar og mun hún standa til hádegis á þriðjudeg. í kynningu segir: „Efni akadem- íunnar verður „Huggunin". í fyrir- lestrum og umræðum verður fengist við huggunina í boðun kirkjunnar, sálgæslu og líknarþjónustu auk þess sem guðfræðilegur grunnur huggun- arstarfsins verður brotinn til mergj- ar. Jafnframt verður leitast við að gaumgæfa hvernig huggunarstarf kirkjunnar þarf að beinast að ein- staklingum í persónulegum raunum en jafnframt að söfnuðinum og þjóð- inni í heild, til dæmis þegar hamfar- ir og stóráföll ríða yfír. Fyrirlesarar verða sr. Kristján Búason dósent, dr. Siguijón Árni Eyjólfsson héraðs- prestur, sr. Þorvaldur Karl Helgason forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, dr. Arnfríður Guðmunds- dóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni. Yfirskrift helgihaldsins verður: Látum huggast! og mun séra Jón Bjarman sjúkrahúsprestur leiða hug- leiðingar akademíuþátttakenda í þessu efni. í framhaldi af Þrettándaakadem- íunni verður efnt til Kyrrðardaga i Skálholti ef næg þátttaka fæst. Hefj- ast þeir þriðjudaginn 7. janúar en umsjón verður í höndum sr. Jóns Bjar- man, sr. Karls Sigurbjömssonar og sr. Guðrúnar Eddu Gunnarsdóttur. TÓNLIST Áskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftír J.S., C.P.E. og J.C. Bach. Einleikarar: Roy Goodman, Rut Ing- ólfsdóttír & Hildigunnur Halldórs- dóttir, fiðlur; Daði Kolbeinsson, Eydís Franzdóttir & Peter Tompk- ins, óbó; Joseph Ognibene & Þorkell Jóelsson, horn; Roy Goodman & Helga Ingólfsdóttir, semball. Kamm- ersveit Reykjavikur u. stj. Roys Go- odmans. Áskirlgu, sunnudaginn 22. desemberkl. 17. ÞAÐ var verulegur hvalreki fyrir Kammersveit Reykjavíkur að fá hingað Roy Goodman til að stjóma og leika með á tónleikum hópsins sl. sunnudag fyrir fullsetinni Ás- kirkju. Þó að lesendur Sígildra diska kunni einhveija að ráma í, að út- gáfa Goodmans og The Branden- burg Consort á Brandenborgarkon- sertum Bachs (Hyperion 1992) hafi farið heldur „öfugt“ ofan í þann sem þetta ritar, þá verður ekki af mann- inum skafið, að hann hefur safnað mikilli reynslu og töluverðum lár- viði eftir 13 ára iðju á brezkum hljómplötumarkaði sem sólisti og stjórnandi fornmúsíkhópa eins og The Parley of Instmments og The Hanover Band. Síðasttaldi hópur er nú kominn langleiðina með heild- arútgáfu á 104 sinfóníum meistara Haydns, en þess utan hefur Good- man sinnt tónskáldum allt frá Monteverdi til Holsts og verið, eins og sagði í tónskrá, „mikill hvata- maður að flutningi á uppmnaleg hljóðfæri." Það orðalag segir auðvitað ekki nema hálfa sögu, því upprunalegur flutningsmáti vekur sízt minni eftir- tekt, þegar uppmnaleg hljóðfæri em höfð við hönd, eins og plötusafn- arar eldri tónlistar hafa rekið sig á í vaxandi mæli undanfarinn aldar- fjórðung. Reyndar brá nú svo við, LISTIR •wH wlm ' * * j HR ' lilPISal -« 'r' » 4 A Mi mk Ji® ’llllk*-'' Mí V t ATRIÐI úr „Hátíð“ eftir George Tabori. Ungverskt leikrit í Nemendaleikhúsinu ÆFINGAR standa nú yfir á öðru verkefni Nemendaleikhúss Leik- listarskóla íslands á þessu leik- ári. Hátíð heitir verkið og er eft- ir ungverska leikritaskáldið Ge- orge Tabori. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem verk eftir Tabori er sett á svið hér á landi, en Út- varpsleikhúsið hefur áður flutt eftir hann verkið Móðir mín hetj- an. Bjarni Jónsson leikhúsfræð- ingur þýddi Hátíð fyrir Nemenda- leikhúsið og Kolbrún Halldórs- dóttir leikstýrir. George Tabori er gyðingur, fæddur í Búdapest 1914. Hann varð landflótta eftir valdatöku nasista 1933, flutti þátil Bretlands og síðar til Bandaríkjanna. Hann býr nú og starfar í Vínarborg. Hann er fjölhæfur leikhúslista- maður; skrifar, leikstýrir og leik- ur jöfnum höndum. Hann samdi Hátíð 1983 og hefur verkið verið sýnt mjög víða í Evrópu síðan það var frumflutt í Borgarleikhúsinu í Bochum. í sem skemmstu máli má segja að verkið fjalli um of- sóknir á hendur gyðingum í síðari heimsstyijöldinni og það hvernig sagan endurtekur sig á öllum tím- um. Það gerist í gyðingakirlgu- garði í nútímanum þar sem tilvera flestra persónanna byggist á lög- málum þess heims, sem er handan við gröf og dauða. Þá er einnig fléttað inn í verkið nokkrum til- vitnunum í Bertolt Brecht, m.a. úr einþáttungi sem hann skrifaði 1935 og heitir Gyðingakonan í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar. Talsvert er um tónlist í verkinu og hefur Nemendaleikhúsið feng- ið til liðs við sig fjóra hljóðfæra- leikara úr Tónlistarskólanum í Reykjavík og þeir leika sambland gyðingatónlistar og þýskar al- þýðutónlistar undir stjórn Kjart- ans Óskarssonar. Leikmynd og búningar eru hannaðir af Elínu Eddu Arnadóttur og Egill Ingi- bergsson er hönnuður lýsingar. Frumsýnt verður 8. janúar í Lindarbæ, leikhúsi Leiklistarskóla Islands. Hlutverkin eru í höndum átta leiklistarnema, sem ljúka fjögurra ára námi í maí 1997. Þau eru; Atli Rafn Sigurðarson, Bald- ur Trausti Hreinsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Hildi- gunnur Þráinsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Þrúður Vil- hjálmsdóttir. Nýja bækur Leiðtogi upplýsingarinnar HUGMYNDAHEIMUR Magnúsar Stephensen er eftir Inga Sigurðsson. Magnús Stephensen dóm- stjóri (1762-1833) var helsti leiðtogi uppiýs- ingarinnar, hinnar fjöl- þjóðlegu hugmynda- stefnu, á íslandi. Upplýs- ingin markaði þáttaskil í hugmynda- og menning- arsögu á Vesturlöndum. Magnús var forystumaður í íslenskri menninjgu í heil- an mannsaldur. I bókinni er hugmyndafræði hans greind og sett í hug- myndasögulegt sam- hengi. Meginhluti bókarinnar fjallar um viðhorf Magn- úsar til ýmissa mála og er kaflaskipting eftir efn- um. Fjallað um persónu- leika Magnúsar, mótun Ingi Sigurðsson Magnús Stephensen hveiju sviði með skírskot- un til valinna dæma úr ritum hans. í greiningu á hugmyndum hans er lögð áhersla á að setja þær í samhengi við fjölþjóðleg- ar hugarstefnur, einkum upplýsinguna, og þá sér- staklega hina þýsk- dönsku grein hennar, og við hugmyndir íslendinga af fyrri kynslóðum og ís- lenskra samtíðarmanna hans, svo og Islendinga af næstu kynslóðum. Kannað er hvernig viðhorf Magnúsar tengjast hug- myndum síðari kynslóða. í niðurlagskafla bókarinn- ar eru m.a. settar fram niðurstöður um stöðu Magnúsar í hugmynda- sögu. Útgefandi er Hið ís- lenska bókmenntafélag. skoðana hans og sögulegt bak- Bókin er 200 bls. Almennt verð svið. Dregnir eru fram megin- er 3.500 kr. Félagsmannaverð er drættir í hugmyndum hans á 2.800 krónur. Bach og synir að hljóðfærakostur var allur nú- tímalegur, ef frá er talinn semball; stál en ekki girni var í strengjum og hljómpípur voru búnar ventlum og klöppum að nútímahætti. Það hefði í sjálfu sér ekki þurft að útiloka upphaflegan fiutnings- máta, en auðvitað verður hann ekki fullnuminn á örfáum dögum. Atriði eins og víbratóleysi í 1. þætti í Sin- fóníu C.P.E. Bachs nr. 1 í D-dúr, „einstaka messa di voce“ (klukku- dýnamík), eins og t.d. í hæga þætti konserts Vivaldis/J.S. Bachs fyrir 3 fiðlur og strengi (BWV 1064) og í Adagio (II) í 1. Brandenborgara- konserti Sebastíans, fyrir utan smá- vott af saltando staccato voru því fremur sýnishorn en gegnfærsla. Bókstafstrúarmenn myndu sjálf- sagt kalla það hálfkák, en þessi lítla forneskjuslikja truflaði þó hvorki undirritaðan né heldur aðra áheyr- endur eftir undirtektum að dæma. Einstaka tempó var í efra kanti, hvort sem það skrifist frekar á upphafshyggju eða sérbrezka til- hneigingu seinni ára þegar forn- músík er annars vegar, en ekki neitt til að gera veður út af, nema þá helzt í Polöccu strengjanna í lokaþætti Brandenborgarans, er var um helmingi hraðari en undirr. hef- ur nokkru sinni áður heyrt og flutn- ingur fyrir vikið nokkuð stressaður, einkum I forte-töktunum. Flest annað naut sin með ágæt- um, þó að hægi þáttur þrefalda fiðlu- konsertsins fyrmefnda (eftirminni- legur fýrir ritomello-bakstef er líkist „Vem kan segla förutan vind“) hafí mótazt fremur óglöggt, kannski sumpart vegna téðra klukku-tiktúra, og virtust fleiri hægir þættir á sama hátt frekar loðnir í mótun. Styrk- leiki Goodmans var hins vegar hið „andríka allegro,“ (höfuðeinkenni Jóhanns Kristjáns Bach), sérstak- lega í snemmklassíkinni, þar sem leikur Kammersveitarinnar komst á vemlegt flug, þ.e.a.s. í hinni hug- myndaríku Sinfóníu Emmanúels (1780) og í Kvintetti bróður hans, Jóhanns Kristjáns („Lundúna- Bachs“) fyrir flautu, óbó, fíðlu, víólu og fylgibassa (sembal og selló) í D-dúr (1776), þar sem Goodman stjómaði frá sembalnum í sannköll- uðum concert spirituei, ekki sízt þökk sé fagurmótuðum flautu- blæstri Bemharðs Wilkinssonar í lokaþætti. Sem kunnugt er varð Mozart þegar á bamsaldri fyrir sterkum áhrifum af Jóhanni, eins og heyra mátti af B-stefí 1. þáttar, er var nauðalíkt Rondói Wolfgangs fyrir píanó í sömu tóntegund (K485) frá því tíu árum síðar. Þó að hafi komið á óvart hvað Goodman reyndist gustlítill ein- leiksfiðlari, virtist hann hafa ljóm- andi góð tök á stjórnun, og einstaka grófgerðarmerki í samleik véku óðar fyrir smitandi fjöri, sérstak- lega í tónlistinni milli barokks og klassíkur. Fyrsti Brandenborgar- konsertinn verkaði ekki alveg eins heillandi á mig og snemmklassíkin, sízt í A-köflum Menúett-rondósins, þar sem óhóflegar áherzlur á 1. slag brytjuðu 4ra takta hendingam- ar niður í femt. Annars var flest glæsilega spilað, þ.á m. blásaratríó- in, og fengu sérstaklega homradd- irnar tvær að blómstra í þessu meistaraverki hins unga Sebastians með hressilegum útilífskeim af cu- ivré blæstri í öruggum höndum Jos- ephs og Þorkels. Þrátt fyrir vand- skiljanlega uppstillingu þeirra hvors á sínum enda hljómleikapallsins náðu þeir félagar furðu vel saman á þessum eftirminnilegu tónleikum. Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Sturla P. Sturluson NEMENDUR Tónlistarskóla ísafjarðar á Suðureyri ásamt fjórum gestaspilurum frá ísafirði og kennurum sínum, þeim Zsuzsnna Budai, Sig. Friðrik Lúðvíkssyni og Gunnari Benediktssyni auk skólastjóra Tónlistarskóla ísafjarðar, Sigríði Ragnarsdóttur. Jólatónleikar í Suðureyrarkirlgu fjögurra gestaspilara frá ísafirði. Efnisskrá- in var fjölbreytt að vanda og var m.a. boðið upp á söng, píanó, gítar og ýmiss konar flautuleik við góðar undirtektir tónleika- gesta. Suðureyri. Morgunblaðið. NEMENDUR Tónlistarskóla Isafjarðar á Suðureyri héldu veglega jólatónleika í Suður- eyrarkirkju mánudaginn 16. desember. Nemendur skólans á Suðureyri eru 19 og komu þeir flestir fram á tónleikunum auk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.