Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIKIÐ er rætt um vímuefnavandann og sérstaklega um vanda unglinga. Menn eru sammála um að grípa þarf til mótaðgerða. Landlæknisembættið hefur framkvæmt reglulegar kannanir á vímuefnaneyslu 15-19 ára framhaldsskóla- nema sl. 13 ár. Um 1% 17-19 ára neyta ólög- legra vímuefna viku- lega eða oftar og teljast því stórneytendur en nokkur aukning virðist hafa orðið á árinu 1995. Flestir fikta og alþekkt er að allflestir hætta neyslu ólög- legra efna síðar. Landlæknir hefur átt fundi með fagfólki sem mætir þessum unglingum augliti tii auglits. Þetta fólk álítur að milli 20-30 ungl- ingar á aldrinum 14-16 ára séu í vanda en ekki 200. Aftur á móti hafa 85% 17-19 ára neytt áfengis og margir halda áfram þeirri neyslu. Þar liggur aðalvandinn. Hvernig er brugðist við vandanum? Menn greinir á um aðgerðir, en það er vinsælt að grípa til auglýs- ingaherferða í því skyni að upplýsa unglinga eins og nú er fyrirhugað að gera. Við Islendingar erum átakafólk og þess vegna fellur slík aðferð vel að okkar stíl. I aug- lýsingum er bent á hættur og afleiðingar vímuefnanotkunar og þekking fólks eykst en nægir fræðslan til þess að fólkið breyti um lífs- stíl? Hafa menn árang- ur sem erfiði. Erfitt er að meta árangur en sjálfsagt fer árangur mikið eftir því, hvað er auglýst og fyrir hveija. T.d. er enginn vafi á að auglýsingar um hættur vegna eyðni skiluðu árangri enda er um líf eða dauða að tefla. Arangur auglýs- inga um bætt mataræði skila líklega árangri og margt annað mætti nefna. Þess skal getið að í mörg ár hafa allir 8. bekkingar fengið Lion Quests vímuefnafræðslu og í 9. bekk fá margir einstaklingsbundna fræðslu. Vandamálið er flókið, því að könnun á áhrifum Lion Quests fræðslunni leiddi í ljós að vímuefna- neysla þeirra er fengu slíka fræðslu var svipuð og þeirra sem ekki fengu fræðsluna (Þórarinn Gíslason, Læknablaðið). I ljósi þessa árangurs er gagnrýnivert að kanna ekki áhrif Lion Quests fræðslunnar í minni hópi áður en lengra var haldið. Svo virðist sem bandarískar fræðsluað- ferðir gagnist ekki nægilega vel á íslandi. Af könnunum má ráða að allflestir unglingar þekki hættur vímuefnanotkunar og má sjálfsagt Erfíð æska og takmörk- uð menntun einkennir marga fíkniefnaneyt- endur, segir Ólafur Ól- afsson, sem hvetur til meiri fræðslu um hætt- ur fíkniefnanna. rekja þá þekkingu til fræðslu 1 fjöl- miðlum og í auglýsingum. Um áhrif auglýsinga á lífsstíl og hegðun Niðurstöður frá Bandaríkjunum benda til þess að árangur náist ekki alltaf sem skyldi af auglýsingum einum saman, t.d. varðandi stera- notkun ungs fólks. (Tímarit banda- rísku læknasamtakanna 1988, læknablaðið í Nýja Englandi 1989 og tímarit bandarískra barnalækna 1991.) Fram hefur komið að til þess að ná árangri í baráttu gegn vímu- efnaneyslu unglinga þurfi einnig að koma til mun innihaldsríkari fræðsla helst augliti til auglitis. (Tímarit um heilsuvemd 1988 og tímarit banda- rískra barnalækna 1989.) Dæmi er um að í kjölfar auglýsingaherferðar einnar saman hafi neysla vímuefna aukist meðal unglinga. (Tímarit bandarískra barnalækna 1973 og 1989.) í breska læknablaðinu (BMJ í október 1996) segir: „Auglýsinga- herferðir vekja athygli fólks á mál- efninu en nægja yfirleitt ekki til þess að breyta lífsstíl og hegðan manna.“ Að bæta lífsstíl: Yfirleitt hefur náðst betri árangur í reykingavömum en áfengisvörnum sem meðal annars má rekja til þess að nú reykja aðeins um 30% foreldra en milli 70-80% foreldra neyta áfengis í einhveijum mæli. Gott dæmi um góðan árangur er fræðsla um reykingar sem sinnt er í grunn- skólum af Krabbameinsfélagi ís- lands og skólahjúkrunarfræðingum. Menn láta sér ekki auglýsingarnar einar nægja heldur ræða við ungl- ingana um vandamálið. Hiutfall reykjandi ungiinga á aldrinum 12-16 ára lækkaði úr 22% í 6-7% á nokkr- um árum. Niðurstaða íslenskra rann- sókna (dr. Hrafn V. Friðriksson) leiddi í ljós að 70-90% 15 ára og eldri sem tókst að breyta um lífs- stíl, þ.e. breytti mataræði, jók lík- amsrækt og dró úr reykingum, rekja það til ráðlegginga fagfólks í heil- brigðisþjónustunni en síður til aug- lýsinga eða ráðstefna. Að sjálfsögðu verður fólk fróðara en það nægir þvi miður ekki eitt sér til þess að breyta lífsstíl þess. Orsökin er líklega sú að til þess að ná árangri, þ.e. breyta lífsstíl fólks, þarf oft ítarlegri Að auglýsa sig frá vandanum! Rótlausir unglingar fara ekki eftir auglýsingum einum saman! Ólafur Ólafsson Bændastéttin verður að varðveita stolt sitt og sjálfstæði Sumarið 1925 besta búskaparsumarið ÉG ER BORINN og barnfæddur í djúpum dal fyrir norðan og drakk þar af bijóstum * móður minnar undir eyfirskum vorhimni. Þetta segir svolítið um mig að vissu leyti, því ég hef aldrei verið ann- að en bóndi, maður bú- skapar og sveita. Mig langar hér til að rekja nokkra þætti ævi minnar, einkum þá er varða sauðfjárrækt og framleiðslu og opinbera stjórn á þeim málum. Ungur byijaði ég fjármennsku, þá innan við tvítugt. Þá var sauðfé úr Eyja- firði rekið austur á afréttirnar í Fnjóskadal. Allt féð sem gekk þar s. breytti mikið um yfirbragð. Það hafði miklu hvítari ull og fínni en það fé sem gekk í eyfirskum högum á sumrin. Eg hef aldrei gengið um þvílíkt afréttarland eins og Bleiks- mýrardal, þar var gaman að sleppa fé._ Ég byijaði að hirða fé föður míns um sextán ára aldur. Fyrsta árið sem ég hirti það allan veturinn voru dilk- ar mun þyngri um haustið en verið hafði. Ég hafði auðvitað eytt allm- iklu meira fóðri. En ég var, strax sem unglingur, í þessu starfí af lífi og sál. Viðburðaríkt lífsskeið Mér eru minnisstæðir stóratburðir frá bernsku minni, unglingsárum og frá því ég var um tvítugsaldur. Sumarið 1917 var eitt hið besta með gras og heyskap. Um fjallskila- tímann var hríðarveður. Frostavet- urinn 1918 mestur á 20. öld. Lok " heimsstyijaldar og friðardagurinn 11. nóvember 1918. Kötlugosið haustið 1918, dimmt, hlýtt haustkvöld, eld- rauð leiftur lágt í suðri, geigur í sinni. Spánska veikin á suðvestur- byggð, mannskæðasta farsótt þessarar aldar. 1. desember 1918 ís- land fullvalda ríki, árangur aldabaráttu þótt síðasta baráttan reyndist drýgst. Áhrif heimsstyijaldar reynd- ust íslandi styrkur. Öll þessi atburðarás rauf stíflur. Síldveiðar, æv- intýri. Búpeningur sté í verði, ævintýrasamn- ingar, teflt tæpt. Verð- fall, auðn. Veturinn 1920 var mesti snjóavet- ur á fyrri helmingi 20 aldar. Frosta- veturinn skildi eftir örþreytta jörð, víðast. Snjórinn krafðist mikilla fóð- urkaupa og kreppa var nafnið. Tímar bötnuðu og ég hef þá tilfinningu að sumarið 1925 sé besta sumar alls míns lífsskeiðs. Kreppulán, lög um kreppulánasjóð Árið 1924-25 hækkaði íslenska krónan mjög í verði. Það varð skuld- ugum þungt í skauti. Heimskreppan og verðfailið mikla reið yfír eftir 1930. Þá voru erfiðir tímar. Dilka- kjötið fór niður í 70 aura á kíló. Það skilja víst fáir núorðið hvernig slíkt verðlag hefur getað gengið. Þetta leiddi til þess að undir forsæti Ás- geirs Ásgeirssonar og með atfylgi Þorsteins Briem atvinnumálaráð- herra, voru lögin um kreppulánasjóð sett árið 1933. Upphaf þeirrar lög- gjafar má þó að líkindum rekja til stórfelldra áfalla af völdum verðfalls í lok fyrri heimsstyijaldar. Það er í minni mínu að í blaðinu Framsókn sé í grein eftir Árna í Skógarseli árið 1937 haft eftir Stein- grími Steinþórssyni, að eins og þá standi sakir sé ekki hægt að búa við sauðfé á íslandi. Þetta var óvenjuleg staðhæfing og nokkuð mikið sagt um aðra aðalgrein bú- skapar í landinu. Eftir að Bretar hernámu landið 1940 mátti ekki breyta gengi, því réði breska heimsveldið og þá var ekkert kjöt flutt burtu nema til hers- Allt mitt starf í eigin búskap og síðan á Skriðuklaustri var við sauðfjárrækt, segir Jónas Pétursson í fyrstu grein sinni af þremur, en þar var sett á fót tilraunabú í þeirri grein 19. maí 1949. ins. Á þeim árum var þó farið að hugsa um að hækka verð á dilkakjöt- inu. Þá var starfandi kjötverðlags- nefnd og Ingólfur Jónsson var þar í forsvari og þegar hann kynnti fyrstu verðlagninguna var það nærri tvöföldun og ég man sem smábóndi með fátt fé hve það hressti mig mikið. Árið 1944 var hin svonefnda Ný- sköpunarstjórn mynduð með þátt- töku Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og Sósíalistaflokks. Þá var sett á fót Búnaðarráð og valinn í það fulltrúi úr hverri sýslu. Landbún- aðarráðherra var þá Pétur Magnús- son, Borgfirðingur að ætt. Jónas Pétursson Ég var settur sem varamaður í þetta Búnaðarráð. Ég velti um þetta leyti búnaðarmálum allmikið fyrir mér. Ég hafði árið 1943 látið frá mér ritgerð um framtíð búskapar á íslandi í ritgerðarsamkeppni sem Búnaðarfélag íslands og landbún- aðarráðuneytið efndu til. Um þetta leyti var Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri. Ég sendi honum bréf og gerði grein fyrir þeim skoð- unum mínum að bændur ættu að hafa frelsi til að skipa eigin málum að mestu án ytri stjórnunar. Gerði þó tillögu um að þeir kæmi á fót framleiðsluráði til að stýra markaðs- málum landbúnaðarins. Ráðið átti að geta breytt verðlagi til að örva þá framleiðslu sem auðvelt væri að selja og mikil eftirspurn væri eftir, en jafnframt til að draga úr því sem síður seldist. Ég fékk svar frá Steingrími, það var stutt og laggott. Hann sagðist líta á þetta sem algjöra fjarstæðu og þar með féll það niður. Því miður glataði ég afriti af þessu bréfi mínu og sömuleiðis svarinu frá Steingrími. Um miðja öldina fer ég í Skriðu- klaustur og á þeim árum komst ég vel inn í verðlagsmál. Ég var búinn að vera nautgriparæktarráðunautur í Eyjafirði og hafði fylgst vel með þeim málum þar. Einu sinni var ég settur í nefnd ásamt Garðari heitn- um á Rifkelsstöðum og Þórhalli á Þrastarhóli til að reikna út hvað mjólkurverð þyrfti að vera hjá Mjólk- ursamlagi Kaupfélags Eyfirðinga. Allt mitt starf í eigin búskap og síðan á Skriðuklaustri var við sauð- fjárrækt, en þar var sett á fót til- raunabú í þeirri grein 19. maí 1949. Á þeim tíma var komin mikil hreyfing á verðlagsmál og nokkur verðbólga, 8% að mig minnir. Ég man að haft var eftir Pétri Magnús- syni: Við skulum ekki gleyma því heldur að verðbólgan hefur líka sín- ar björtu hliðar. Hallað á sauðfjárbændur. Ég hélt búreikninga alla tíð þegar ég bjó í Eyjafirði og hélt því áfram á Skriðuklaustri. Ég var kosinn fyr- ir Fljótsdælinga á fulltrúafund sem valdi fulltrúa fyrir sýsluna á stéttar- sambandsfund bænda, og síðan full- trúi fyrir Norður-Múlasýslu á aðal- fund sambandsins, sem það árið var haldinn í Mosfellssveit. fræðslu og umræðu. Ráðleggingar lækna um að hætta reykingum eru áhrifameiri en upplýsingar úr fjöl- miðlum (dr. Hrafn V. Friðriksson). „Hún amma mín sagði mér það“ Margt bendir til þess að auglýs- ingaherferðir einar sér gegn vímu- efnaneyslu dugi ekki nægilega vel. Sem dæmi um vandamálið má nefna að töluverð aukning varð á vistun 17-18 ára fólks á SÁÁ árið 1995. Við nánari athugun kom í ijós að í þessum hópi voru aðallega unglingar sem ekki höfðu fengið námspláss í fjölbraut og höfðu ekki atvinnu. Þessi niðurstaða kemur heim og saman við athuganir þeirra sem góða þekkingu hafa á þeim ungling- um sem farið hafa halloka vegna vímuefnaneyslu. Það sem einkennir vímuefnaneyt- endur er: Rótleysi. Margir hafa lifað erfiða æsku og meðal annars orðið að skipta um lögheimili ótal sinnum. Flestir hafa ekki lokið skyldunámi, hafa ekki starfsþjálfun og eru at- vinnulausir. í ofanálag búa þeir oft við veruleg fjölskylduvandræði, með- al annars vegna vímuefnanotkunar. Af þessu má sjá að auglýsingar, ein- ar saman, ná skammt til þess að bæta ástandið. Lagt er til að verulegur hluti þess fjármagns sem veija skal til auglýs- inga í þessu efni verði varið til þess að efla fræðslu í skólum og á heilsu- gæslustöðvum, efla starfsþjálfun og fá unglingum heppileg verkefni. Það þarf ekki skólagöngu til þess að skrifa þýðingu þess að heppilegast er að láta unglinga hafa eitthvað fyrir stafni. Hún amma mín sagði mér það! Jafnframt þarf að stórauka aðstoð við fjölskyldur. Við náum vart að auglýsa okkur frá vandanum. Höfundur er landlæknir. Mér fannst hallað á sauðíjárafurð- ir við verðlagningu búvara, m.a. var neyslumjólk meira greidd niður í verslunum en kjöt. Ég beitti mér töluvert í þessum málum og hafði reiknað út framleiðslukostnað á dilkakjötskílóinu frá búinu á Skriðuklaustri. Ég ætlaði ekki að flíka því við umræðurnar en var knúinn til þess að segja frá því þó að ég- hefði ekki nákvæmlega gögn- in. Eg rakti þá sögu í grein sem ég skrifaði eftir gildistöku búvörusamn- ings fyrir nokkrum árum. Hveijir eiga svo að kaupa þetta kjöt? Sverrir Gíslason var þá formaður Stéttarsambands bænda og Einar Ólafsson var líka í stjórn. Þeir voru báðir á öndverðum meiði við mig í þessu máli og andmæltu mér. Fram- leiðslukostnaðurinn hjá mér var, að mig minnir 23 krónur, en grundvall- arverð 19 krónur sem bændur áttu að fá. Ég man að Sverrir sagði með talsverðum þunga: Og hverjir eiga svo að kaupa þetta kjöt? Ég vakti athygli á því að það væri miklu minni niðurgreiðsla á kjötinu heldur en mjólkinni og ef þetta hefði snúist við, hvort mætti þá ekki alveg eins spyija: Hveijir eiga svo að kaupa þessa mjólk? Ég var nýbúinn að heyra afkomu Landsbankans og sagði: Það er sagt að Landsbankinn hafi grætt 27 millj- ónir árið sem leið. Einar í Lækj- arhvammi svaraði heldur höstugur að við hefðum nú ekki vald á hagn- aðinum í Landsbankanum. Ég svar- aði að ég gerði mér grein fyrir því en hins vegar væri oft gott að velta fyrir sér mismunandi tölum til þess að sjá stærðirnar. Ég hef metið Sverri í Hvammi meir með árunum og sífellt meira og meira fyrir þessi orð hans. Það hefur enginn annar úr stjórnum Stéttarsambandsins og verðlagsmál- anna notað orð sem innihalda sama skilning, skilning á nauðsyn þess að hægt væri að selja. Og það hefur orðið hreinn banabiti allrar þessarar baráttu um verðlagsmál landbúnað- arins að það hefur vantað í stjórn- endur skilning Sverris í Hvammi. Höfundur er fyrrum alþingimaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.