Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 22
NJÓTTU VETRARINS 22 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 NEYTENDUR MORGUNBLAÐID Nýtt Yilligæs í Nóatúni NÓATÚN býður viðskiptavinum sínum upp á sérverkaða villigæs fyrir þessi jól. í fréttatilkynningu frá Nóatúni segir að gæsin sé reytt vel sem þýðir að hamurinn á að verða fal legri. Lappirnar eru sinadregnar sem gerir að verkum að lærin verða ekki seig og síðan er inn- matur settur í sérstakan poka. Gott að vita • ÞEGAR kaka er þakin með kremi er snjallt að láta hana standa á grind og láta bakka eða bökunarpappír undir. Þá lekur afgangs krem niður, sem hægt er að skafa upp og smyrja yfir kökuna ef þurfa þykir. Þegar kremið hefur jafnað sig á kökunni má færa hana á kökudiskinn. • STÍFÞEYTTAR eggjahvítur verða stífari ef nokkrum edikdropum er bætt út í, um 2 dropum fyrir hveija hvítu. Einnig má strá nokkrum salt- kornum yfir hvíturnar áður en þær eru stífþeyttar til að auðvelda verk- ið. Eggjahvítur teljast stífþeyttar ef þær eru kyrrar í botni skálarinnar þegar henni er hvolft. Áf í Æ - 19 9 6 9 yEGGERT feldskeri Efsl á Skóla vörðustígn u m sími 5511121 Skerpukjöt á Kúskerpi Á bæ einum í Akrahreppi tíðkast að borða þurrkaða og grillaða lambasíðu á aðfangadagskvöld Á AÐFANGADAGSKVÖLD hlakka börnin á Kúskerpi ekki síður til jóla- máltíðarinnar en gjafanna. „Við er- um miklu spenntari fyrir matnum," segir sonur hjónanna Maríu Jó- hannsdóttur og Einars Halldórsson- ar, bænda á Kúskerpi í Skagafirði. Eftirvæntingin snýst um grillað og gómsætt skerpukjöt. Sá réttur hefur verið á jólaborðum fólksins á Kú- skerpi frá því að afinn og amman á bænum hófu þar búskap um 1940. Jóhann, faðir Maríu, er frá Harrid í Noregi og var vanur því að borða „spekekjott" á uppvaxtarárum sín- um. Nú eru engin jól án skerpukjöts á Kúskerpi. Fjölskyldan borðar jólamatinn hjá Sigurlínu Magnúsdóttur og Jóhanni Lúðvíkssyni, foreldrum Maríu, sem einnig búa á bænum. „Þetta er ákaf- lega einföld matreiðsla," segir Mar- ía. „Kjötið er grillað og meðlætið er soðnar kartöflur, ekkert annað. Eft- irrétturinn er hefðbundinn möndlu- grautur með saft út á.“ Áður en kjötið er grillað er rist milli rifjanna og skorið þvert á rifin. Þannig verða til hæfilegir bitar fyrir smáa fingur og munna, en guðsgafflana segir María bestu áhöldin við borðhaldið þegar skerpukjötsrifjur eiga í hlut. „Þegar ég var barn fórum við aldrei í sparifötin fyrr en eftir matinn. Það fór betur á því. Þessi regla gildir enn um flesta heimilismenn." Móðir Maríu, Sigurlína, segir að fyrstu ár þeirra Jóhanns á Kúskerpi hafi þessi matreiðsla verið smá í sniðum, en aukist eftir því sem börn- unum íjölgaði. „Þau fylgdust spennt með því þegar pabbi þeirra fór að tína saman sprek og höggva niður til þess að útbúa viðarglóð. Þá vorum við með kolaeldavél og Jóhann grillaði rifín yfír heitri glóðinni í opnu eldhólfinu." Þegar skipt var á kolaeldavélinni fyrir olíueldavél, sem líka kynnti húsið, vandaðist grills- teikingin á skerpukjötinu. Þau reyndu fyrir sér með prímus, en það heppnaðist ekki vel. Börnin vildu gömlu kolaeldavélina aftur í húsið. En þá, fyrir um þijátíu árum, eign- uðust Sigurlína og Jóhann forláta grillofn og þar með voru öll vand- ræði úr sögunni. Hefðbundnar að- ferðir við grillsteikinguna hafa verið með ýmsu móti og Jóhann minnisi þess að afi hans hafi látið rifin í dós, til þess að fitan sem af þeim rynni færi ekki forgörðum. Verkun skerpukjötsins er einföld, en á Kúskerpi eru aðeins síðurnar af dilkakjötinu notaðar. Síðustykkin eru tekin vel út að hryggvöðvanum. Kjötið er stráð salti og látið liggja í u.þ.b. sólarhring. Þá er það hengt upp á skuggsælum stað. „Það er alveg nauðsynlegt að vel lofti um kjötið, en síðurnar vindþurrkast ein- mitt vel,“ segir María. Kjötið er hengt upp í lok september og ekki tekið niður fyrr en á jólum, en Mar- ía segir það vera tilbúið frá því í byijun desember. Hún segist stund- um skera sér bita af kjötinu hráu og Sigurlína bætir því við að barna- börnin komi stundum og fái lánaðan hníf hjá sér til þess að fara með út. „Bara til að smakka pínu-bita,“ segja þau. Með kvöldkaffinu eða heitu súkk- ulaði er ævinlega ávaxtakaka, sem María segir að sé tilvalinn ábætir. Uppskriftin kemur frá móður henn- ar. í djúpa skál er sett til skiptis, Iag fyrir lag: muldar heimabakaðar tvíbökur, ávaxtamauk úr þurrkuðum blönduðum ávöxtum og þeyttur ijómi. „Þegar ávaxtamaukið er soðið kemur rétti jólailmurinn í húsið,“ segir María. Annar matur um hátíðirnar er með svipuðu sniði og margir kann- ast við. María eldar skötu á Þorláks- messu, en það er þó tiltölulega nýr siður á heimilinu. I hádeginu á jóla- dag hefur María kalt hangikjöt sem hún hefur soðið á Þorláksmessu. „Við syngjum við messu á jóladag og þurfum að mæta tímanlega á æfingu. Þá er fljótlegt og gott að hafa hangikjöt." Hjónin syngja ekki bara í kirkjukór. Einar syngur með vinsælasta karlakór landsins, Heimi, og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir djúpa og mikla rödd sem hann virðist beita áreynslulaust í einsöng með kórnum. Einar hafði ekki bragðað skerpu- kjöt áður en hann kynntist Maríu og ókunnugum hefur ekki alltaf lit- ist á jólamatseðilinn á Kúskerpi. María segir að fyrstu jól þeirra Ein- ars hafi móðir hennar líka soðið hangikjöt til þess að forða tengda- syninum unga frá því að standa svangur upp frá borðum. En Einar snerti ekki hangikjötið og nú dettur engum í hug annar jólamatur. „Það gengi aldrei að hafa eitthvað ann- að,“ segir María. Systkini Maríu halda einnig í fjöl- skylduhefðina og grilla skerpukjöt um jólin. Skerpukjötið og ávaxta- kakan eru líka á borðum á gamlárs- kvöld á Kúskerpi. Uppskriftin að jólaábætinum fylgir hér á eftir. Jólaábætir Muldar, heimabakaðar tvíbökur þeyttur ijómi blandaðir, þurrkaðir ávextir epli Heimabakaðar tvíbökur 500 g hveiti 125 gsmjör 125 gsykur __________1 egg_________ 250 g mjólk 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. hjartarsalt dropi af kardimommu Hnoðið deigið og formið bollur. Bakið í stutta stund við 200°C, þar til bollurnar eru rétt að byija að gulna. Takið bollurnar út og látið kólna. Skerið í tvennt. Fullbakið við 180°C þar til tvíbökurnar eru ljós- brúnar. Leggið þurrkuðu ávextina í bleyti og sjóðið í mauk. Bætið smábitum af epli út í þegar maukið er að verða fullsoðið. Kælið. Þeytið ijóm- ann. Setjið í skál, lag eftir lag af muldum tvíbökum, ávaxtamauki og ijóma. Fyllið skálina og geymið í kæli þar til borið er fram. Neytendasamtökin Fólki stundum neitað um að skila jólagjöfunum EFTIR jólin er nokkuð um að fólk fari í búðir til að skila jólagjöfum. Yfirleitt gengur það snurðulaust fyr- ir sig og fólk fær annaðhvort innlegg- snótu eða finnur sér aðra vöru. Þóra Sigurðardóttir fulltrúi í kvörtunar- deild Neytendasamtakanna segir að í janúar sé engu að síður töluvert um kvartanir frá viðskiptavinum. Skipta ekki vöru íjanúar „Það kemur fyrir að verslunar- stjórar neiti að taka við innleggsnót- um á útsölum sem hefjast í byijun janúar og stundum vilja eigendur búða ekki taka við vöru fyrr en eftir útsölurnar. í fyrra tókum við niður nöfn þeirra verslana sem ekki vildu taka við innleggsnótum á útsölu og yfirleitt tóku verslunarstjórar ábend- ingum okkar vel og kipptu málunum í lag“, segir Þóra. Hún segir að eng- ar formlegar skilareglur séu til nema þær sem gilda um gallaða vöru. „Það hefur skapast hefð fyrir að hægt sé að skipta vöru og Kaupmannasam- tökin eru með 30 daga viðmiðunar- reglur en þá þarf að framvísa kassa- kvittun og auðvitað á fólk þær ekki þegar jólagjafir eru annarsvegar." Innleggsnótur eru peningar Þóra segir að algengasta umkvört- unarefnið í janúar sé að viðskiptavin- ur geti ekki borgað vöru á útsölu með innleggsnótu. „Innleggsnótur eru peningar sem viðkomandi á og auðvitað á að vera hægt að kaupa hvenær sem er fyrir þá peninga." - Hvað með gallaða vöru sem leynist óvart í jólapakkanum? „Sé vara gölluð eru þijár leiðir til að bæta kaupanda vöruna. í fyrsta lagi þá er það seljandinn sem hefur valið. Hann getur látið gera við vör- una þannig að hún verði jafn góð og ný, seljandi getur bætt hana með samskonar vöru sem er ógölluð eða hann endurgreiðir viðskiptavini sín- um andvirði vörunnar. Síðan eru einstaka vörutegundir sem sjaldan er hægt að skila, nær- fatnaði er oft erfitt að skila og oft er einungis hægt að skila bókum og fá bækur í staðinn." I I I I t I i I I I I [ i I í I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.