Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Er árásum á starfsfólk
Rauða krossins að fjölga?
Davíð Lynch, sendifulltrúi í Norður-Kákasus, segir samtökin standa
frammi fyrir breyttum starfsaðstæðum
MORÐIN á sex sendifulltrúum
Rauða krossins í Tsjetsjníju hafa
leitt athyglina að erfiðu ástandi í
landinu, svo og breyttu starfsum-
hverfi starfsmanna Rauða krossins,
en nú er brýnna en nokkru sinni
fyrr að samtökin geri grein fyrir
starfí sínu og hlutleysi, segir Davíð
Lynch, sem hefur með höndum starf
fræðslufulltrúa Alþjóðaráðs Rauða
krossins á Norður-Kákasussvæð-
inu. Hann er heima í stuttu jólafríi
en heldur aftur út til Kabardíno-
Balkaría, þar sem hann hefur aðset-
ur, 2. janúar og starfar þar fram á
mitt næsta ár.
Davíð segir að vikurnar fyrir
morðin hafi spennan verið að auk-
ast á svæðinu og því hafi t.d. ver-
ið hætt fyrir ferð hans til Tsjetsj-
níu vikuna áður en morðin voru
framin. Taldi Rauði krossinn
ástæðu til að óttast að starfsmönn-
um yrði rænt, stríðandi fylkingar
í Tsjetsjníju hafa rænt sjö sendi-
fulltrúum undanfarið ár en þeir
verið látnir lausir að 2-3 dögum
liðnum þegar stjórnvöld í
Tsjetsjníju hafa tekið til sinna ráða.
„Engan grunaði hins vegar að
neitt þessu líkt myndi gerast, enda
þess aðeins eitt fordæmi að starfs-
menn Rauða krossins hafí verið
skotmark. Það var í Búrúndí í júní
en þá voru þrír bílstjórar myrtir í
fyrirsát. Fleiri hafa látið lífíð, t.d.
í sprengjuárásum og þegar óður
maður myrti íslenskan
hjúkrunarfræðing í
Afganistan. Nú stönd-
um við hins vegar
frammi fyrir þeirri
skelfilegu spurningu
hvort að aðstæður séu
að breytast, hvort að
við megum eiga von á
því að árásum á starfs-
fólk Rauða krossins
§ölgi,“ segir Davíð.
Starfsfólkið ber
aldrei vopn, og ferðast
helst ekki með vopnuð-
um vörðum, þótt slíkt
hafí t.d. verið talið
nauðsynlegt í Sómalíu.
Óvopnaðir verðir
gættu starfsfólksins á spítalanum
þar sem morðin voru framin. Davíð
segir að í ljósi morðanna verði yfir-
menn Alþjóðaráðs Rauða krossins
að ákveða hvernig tryggja eigi ör-
yggi starfsfólksins og hvort breyt-
inga sé þörf.
Davíð segir að sendifulltrúunum
hafí vissulega verið brugðið en í
sínum huga sé engin spurning um
að hann snúi aftur til svæðisins.
Hann telji sig vera skynsaman
mann sem fari varlega og að menn
verði að gera sér grein fyrir því að
starfinu fylgi ákveðin áhætta.
„Vafalaust munu einhveijir þeirra
sem störfuðu á sjúkrahúsinu þar
sem morðin voru framin, ekki snúa
þangað aftur. Það
verður að hafa í huga
að starf sendifulltrú-
ans er ekki lífsstarf,
ekki atvinnugrein, þó
að það verði engu að
síður að vinna af at-
vinnumennsku. Fólk
starfar við það í skam-
man tíma og hættir
þegar það hefur ekki
meira að gefa.“
Fræðslustarfið
mikilvægara en
nokkru sinni
Davíð segist telja að
starf sitt sem fræðslu-
fulltrúi sé mikilvægara
en nokkru sinni, eftir svona atburði.
„Að mér takist að kynna Rauða
krossinn fyrir fólki, fá fólk til að
skilja að við leggjum áherslu á hlut-
leysi okkar og sjálfstæði. Á síðustu
árum hefur hjálparstarf í auknum
mæli verið tengt stjómmálaástandi,
t.d. við að framfylgja friðarsamning-
um, og það gerir okkur erfitt fyrir.
Starf okkar er ekki pólitískt, þvert
á móti, og það á ekki að hafa póli-
tísk áhrif,“ segir Davíð.
Yfirvöld í Tsjetsjníu lýstu því
yfír í síðustu viku að morðin hefðu
án efa verið framin í pólitískum til-
gangi. „Hvað þýðir það eiginlega,
hvað er pólítísk árás? Þetta getur
þýtt nánast hvað sem er. Afleiðing-
ar þessara morða eru ekki miklar
í landinu, bág staða þeirra sem
mest liðu, hefur versnað en enginn
hefur verið látinn svara til saka,“
segir Davíð.
Eins og áður sagði hefur spennan
á svæðinu aukist að undanförnu.
Þing- og forsetakosningar eiga að
fara fram í lok janúar og enn er
óljóst hveijir verða í framboði. Þá
hefur brotthvarf rússneskra her-
manna frá svæðinu í kjölfar friðar-
samninganna við Rússa í ágúst
breytt miklu, en Rússa og Tsjetsj-
ena bíða nú fjölmargar flóknar
ákvarðanir, t.d. í sambandi við
landamæragæslu, tollaeftirlit, út-
gáfu vegabréfa o.s.frv. Teljast ferð-
ir frá Rússlandi til Tsjetsjníju vera
innanlands eða á milli landa, og svo
mætti lengi telja.
Gífurlegar fórnir
Átökin í Tsjetsjníju hafa skilið
landið eftir I rúst og íbúarnir hafa
orðið að færa gífurlegar fórnir.
Uppbyggingarstarf er skammt á
veg komið og ástandið engan veg-
inn öruggt, þrátt fyrir friðarsamn-
inga, eins og morðin á sendifulltrú-
unum eru glöggt dæmi um. Segir
Davíð ótal kenningar vera uppi um
hveijir hafí framið þau, enda komi
margir hópar til greina í landi þar
sem sé að finna fjöldann allan af
þrautþjálfuðum fyrrverandi her-
mönnum, „hetjum gærdagsins“.
Davíð
Lynch
Fólkið sem skæruliðarnir í Perú gáfu frelsi lýsir skorti og þrengslum
Skipt-
ust á um
svefn-
pláss
Lima, Bonn. Reuter.
MEIRA en þúsund manns, frétta-
menn, ættingjar og forvitið fólk,
höfðu safnast saman á þröngri götu
við híbýli sendiherra Japans í Lima
er skæruliðar slepptu 225 gíslum á
sunnudagskvöld, mánudagsmorgun
að íslenskum tíma. Mikil fagnaðar-
læti kváðu við og tárin streymdu er
ættingjar heimtu sitt fólk úr helju.
Alberto Fujimori forseti, sem var
mjög þreytulegur, ræddi stuttlega
við fólkið en hvarf síðan á braut án
þess að ræða við fréttamenn.
Predo, bróðir forsetans, er i hópi
þeirra sem ekki voru látnir lausir í
gærmorgun. Einn af fyrrverandi
gíslunum, Juan Takao, var spurður
hvort hann styddi þá hörðu stefnu
Fujimoris að neita að hefja raun-
verulegar viðræður við skæruliða
fyrr en þeir legðu niður vopn. „Það
væri annað ef bróðir hans væri ekki
þarna inni,“ svaraði Takao. „Ég virði
hann vegna þess að hann sýnir hörku
þótt hann eigi ættingja þarna inni.“
Fólkið lýsti reynslu sinni og sögðu
sumir að verst hefði verið að fá eng-
ar upplýsingar um það sem væri að
gerast, vita ekki hvort verið væri
að semja um lausn.
Tveir háttsettir stjórnarerindrek-
ar Þjóðveija, Heribert Wöckel sendi-
herra og staðgengill hans, Jiirgen
Steinkrúger, voru meðal þeirra sem
látnir voru lausir, Wöckel strax í lið-
JAPANSKIR, fyrrverandi gislar á leið frá húsi sendiherrans í gær.
inni viku. Þeir sögðu að þröngt hefði
verið um fólkið en gíslatakarnir
hefðu ekki farið illa með það. Sendi-
herrann sagði skæruliðana hafa ver-
ið mjög taugaóstyrka, þeir hefðu
verið „kolbrjálaðir" fyrst í stað en
róast smám saman.
Hver með 15 kíló
af sprengiefni á sér
Prófessor sem sleppt var í gær-
morgun, Carlos Aquino Rodriguez,
hafði eftir skæruliðunum að þeir
hefðu komist inn með því að sprengja
gat á aðliggjandi hús. Hann dró í
efa að sumir þeirra hefðu komist
inn, dulbúnir sem þjónar. Gíslunum
var skipt upp í hópa eftir þjóðerni
og störfum, herforingjar í einn,
stjórnmálamenn og embættismenn í
annan. Sjálfur var Aquino ásamt 27
öðrum í herbergi sem er fjórir sinn-
um sex metrar að stærð. Aðeins 24
gátu sofíð í einu og þá með því að
liggja mjög þétt saman.
Skæruliðar í herklæðum gættu
fólksins stöðugt og voru þeir búnir
labbrabbtækjum. Er hver þeirra með
15 kíló af sprengiefni um sig miðjan,
þeir segjast alls óhræddir við allar
árásir og muni falla fyrir málstaðinn.
Sumir gíslanna fengu eiginhandará-
ritanir hjá leiðtogum skæruliðahóps-
ins áður en þeir yfirgáfu húsið.
Aquino sagðist hafa rætt tvisvar
við annan helsta leiðtoga hópsins,
Nestor Cerpa, sem stjómvöld hafa
lengi leitað og segist Aquino nú bera
virðingu fyrir honum. Cerpa hefði
útskýrt stefnu sína og markmið vel.
„Ég held að hann sé siðmenntaður
maður, vellesinn og býsna vel gefínn.“
Gíslar
líflátnir
í Kasmír
DAGBLAÐIÐ The Indian Ex-
press skýrði frá því á sunnu-
dag, að fangi og félagi í skæru-
liðasamtökum í Kasmír, sem
rændu ljórum vestrænum
mönnum, hefði upplýst, að gísl-
arnir hefðu verið teknir af lífi
í desember fyrir ári. Um var
að ræða tvo Breta, einn Banda-
ríkjamann og einn Þjóðverja en
skæruliðarnir, sem hafa bæki-
stöðvar í Pakistan, tóku einnig
tvo menn aðra, Bandaríkja-
mann og Norðmann. Var þeim
fyrrnefnda sleppt en Norðmað-
urinn myrtur.
Smírnov
endurkjörinn
ÍGOR
Smírnov, leið-
togi Dnestr-
héraðs, sem
sagði sig úr
lögum við
Moldóvu
1991, var
endurkjörinn
til fimm ára í
kosningum á sunnudag. Fékk
hann tæp 72% atkvæða en and-
stæðingur hans, Vladímír Mal-
akhov, tæp 20%. Var kjörsókn-
in rúmlega 57% en 428.000
manns voru á kjörskrá. í
Dnestr búa aðallega Rússar og
Úkraínumenn og vilja þeir ekki
sætta sig við yfírráð meirihluta
landsmanna í Moldóvu en hann
er rúmenskur enda tilheyrði
landið áður Rúmeníu. Moldóva
er eitt fátækasta ríki í Evrópu
en svo virðist sem efnahagsum-
bætur, sem gripið hefur verið
til vestan Dnestr-fljóts, séu
farnar að skila nokkrum ár-
angri. Vestan þess, í Dnestr-
héraði, er mikil stöðnun og
matarskortur.
Hryðjuverk
í Tsjetsjníu?
FIMM börn biðu bana í Tsjetsj-
níu í fyrradag þegar þau stigu
á jarðsprengju. Atti slysið sér
stað ekki fjarri Grosní, höfuð-
borg landsins. Movladi Údugov,
aðstoðarforsætisráðherra
Tsjetsjníu, sagði, að þessi at-
burður tengdist öðrum hryðju-
veijum í landinu undanfarið.
Átti hann þá við morðið á sex
starfsmönnum Rauða krossins
fyrir viku og morð á sex manna
rússnesk-tsjetsjenskri fjöl-
skyldu.
Spreng’ing
í París
SPRENGJA sprakk úti fyrir
frönsku hagstofunni í París í
gærmorgun án þess að valda
meiðslum eða manntjóni. Hins
vegar þeyttist burt hurðin fyrir
aðaldyrunum, tveir bílar
skemmdust og rúður í nálæg-
um húsum brotnuðu. Ekki er
vitað hveijir komu sprengjunni
fyrir en talið er líklegt, að að-
skilnaðarsinnar á Korsíku hafi
verið að verki.
Ebóla í Gabon
EINN maður hefur látist úr
ebólaveikinni í Libreville, höf-
uðborg Gabons, og talið er, að
nokkrir séu sýktir. Yfirleitt
deyja um átta af hveijum tíu,
sem taka veikina en hún veldur
innvortisblæðingum.
Smírnov