Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 69 BREF TIL BLAÐSINS Um Tómasarguð- spjall o g skyld rit Frá Friðríki Schram: NOKKRIR aðilar hafa komið að máloi við mig vegna greinar eftir Njörð P. Njarðvík, prófessor, um svonefnt Tómasarguðspjall, en hún birtist í Morgunblaðinu mið- vikudaginn 18. desember sl. Menn hafa spurt mig hvers konar rit þetta væri og hvaða gildi það hefði fyrir kristið fólk. Mér datt í hug að fleiri væru að velta þessu fyrir sér og þess vegna sendi ég þetta bréf til Morgunblaðsins. Tómasarguðspjall er eitt af fjöl- mörgum ritum fornaldar sem stundum eru kölluð opokryfu-rit Nýja testamentisins. Rit þessi er ekki að finna í Nýja testamentinu þó þau séu við það kennd á þenn- an hátt. Apokryfa er gríska og merkir það sem er hulið. Þessi rit skipta mörgum tugum og eru æði misjöfn að efni. Einnig eru forn gyðingleg rit sem kölluð eru apokryfu-rit Gamla testamentisins og hafa þau verið gefin út á ís- lensku. Það eru rit, trúar- og/eða sögulegs eðlis sem ekki þóttu standast þær kröfur sem fræði- menn gyðinga gerðu til þeirra rita sem tekin voru í regluritasafn Gamla testamentisins — þ.e. sjálft Gamla testamentið. Annaðhvort voru þau talin bera um of blæ helgisagna eða að þau hvíldu ekki á nægilega traustum sögulegum grunni og voru af þeim sökum ekki tekin með í hebresku Bibl- íuna. Svipaða sögu er að segja um Tómasarguðspjall og fleiri slík „guðspjöll“ og misvel kristin bréf og rit fornaldar. Sum eru þau kennd við höfunda rita Nýja testa- mentisins og er þar talið um fals- anir að ræða, enda voru þau ekki tekin með í Nýja testamentið. Þau komu fram á fyrstu og annarri öld eða síðar og sóttu efni sitt í kristna trú, heimspeki og heiðin trúarbrögð. Sum báru þau sterkan blæ helgisagna. Þessi rit þóttu ekki nægilega traust og áreiðan- leg, hvað varðaði efni, uppruna og sögulegar heimildir og var því hafnað sem kirkjulegum ritum. Fimm metrar frá gatnamótum Frá Guðmundi Jónssyni. HVERNIG sem á því stendur hafa þijár stofnanir Reykjavíkurborgar valdið því að ég hef farið að brjóta heilann, sem ég geri nú annars ekki að gamni mínu. Fyrst er að telja, að mér varð það á fyrir nokkrum árum, að spyrjast fyrir um það — í Morgun- blaðsdálki — hvers vegna Raf- magnsveitan greiddi mér 0,8% í vexti af upphæð sem ég átti inni hjá RR, en tæki margfalda refsi- vexti ef ég skuldaði fyrirtækinu. Ég fékk kurteislegt svar á stofn- ana- eða tölvumáli, sem ég skil því ekki, og lái mér hver sem vill. Enda nær 60 ár síðan ég lærði bókhald og vaxtarreikning í Verzl- unarskólanum. Næst var það, að þegar ég bjó á Kvisthaganum borgaði ég langt- um meira til Hitaveitunnar, en greitt var fyrir heita vatnið í hlið- stæðum íbúðum. Loks eftir mörg herrans ár kom í ljós að rör, sem átti að vera í umsjá og undir eftir- liti Hitaveitunnar, hleypti vatni í gegnum mælinn og beint út í sjó. Hitaveitan játaði á sig sök, með því að gefa mér eftir síðasta reikn- inginn áður en ég flutti úr húsinu. Og nú er komið að Bílastæðissjóði Fyrir mörgum árum var ég í sumarleyfí úti á landi í ágústmán- uði, en kom heim einn dag áður en var haldið af stað. Þegar sumar- leyfí var lokið beið mín í póstinum bréf frá lögreglustjóra. Eg hafði sem sé ekki greitt stöðumælasekt, sem ég átti að hafa stofnað til ein- mitt daginn sem ég hafði verið heima. Ekki gat ég með nokkru móti munað að ég hefði komið ná- lægt þeim stað þar sem bíllinn hafði átt að vera. Eina ráðið var að fara á skrifstofu lögreglustjóra. Þar hitti ég fyrir Signýju Sen og sagði við hana — heldur aumur — að hafi þetta verið blár Volvo myndi ég borga umyrðalaust. Signý brá sér frá, en kom aftur að vörmu spori og sagði brosandi: „Þetta var rauð Toyota.“ Þar með var ég laus. Hins vegar fór ég að velta því fyrir mér hvemig mönnum gætu orðið á svona asnaleg mistök. Nokkrum árum seinna lagði ég bílnum við stöðumæli við Hverfis- götuna. Ég lagði mynt í mælinn og gat því verið rólegur eina klukkustund í Söngskólanum. Er- indið tók stuttan tíma. Þegar ég kom að bílnum var sektarmiði á framrúðunni, en 35 mín eftir á mælinum. Ég leit upp og sá stöðu- mælavörðinn 4-5 bíllengdir frá mér, svo ég kallaði til hans, og benti honum á mælinn. „Ja, það hefur einhver borgað fyrir þig, en ég skal rífa miðann.“ Ég ætlaði að benda honum á að þetta væri fáránleg tilgáta, því ekki væri hann 25 mín. að vafstra við 4-5 bíla. Auðvitað komst ég ekki upp með moðreyk. Hann hélt áfram að tauta: „Það hefur einhver borgað fyrir þig.“ Þar sem ég kenni við Söngskól- ann i Reykjavík þykir mér þægi- legt að leggja bílnum á Lindargöt- unni. Og nú var ég fundinn sekur þann 27. nóvember sl. Alla tíð hefi ég greitt stöðumælasektir — enda hafa þær ekki verið margar um dagana — en nú fannst mér ég beittur órétti. Fór því daginn eftir á skrifstofu Bílastæðasjóðs og óskaði eftir leiðréttingu. Tólf dögum seinna fékk ég bréf, þar sem þessari ósk var hafnað. Segir í bréfinu: „Bílnum var lagt nær gatnamótum en 5 metrum í um- rætt sinn.“ Þetta er satt og rétt, þetta voru 3—4 metrar. Aldrei hef ég áður rekið augun í sektarmiða á þessu svæði, svo ekki er nú mik- ið eftirlitið þar og ýmsir verri en ég í þessum sökum. Það er auðvit- að engin afsökun fyrir mig. En vegna þess að í bréfinu er vitnað í 108. grein umferðarlaga langar mig til að spyija: Er Reykjavíkur- borg leyfilegt að setja bílastæði aðeins 2-3 metra frá gatnamótum, ef það er brot á lögum? Eitt stæði get ég nefnt - á Lækjargötu við Skólabrú - og vafalaust eru þau fleiri í borginni. Auðvitað greiddi ég sektina - í banka — og bað um að greiðslu- seðillinn yrði merktur þeim sem undirritaði bréfið. Ég vona að mér fyrirgefist að ég nennti ekki að heimsækja skrifstofuna aftur, eins og mér var boðið í bréfinu. Bréfið ætla ég að gleyma. Ég hefi nefni- lega þokkalegt skopskyn. GUÐMUNDUR JÓNSSON, Fornhaga 17, Reykjavík. Sum þeirra voru beinlínis skrifuð til að blekkja og leiða kristið fólk burt frá viðurkendum kristnum lærdómi. Þegar kirkjufeðurnir (biskupar og guðfræðingar fornkirkjunnar) unnu við að safna saman hinum fornkristnu ritum, þ.e. guð- spjöllunum og bréfum postulanna, var gætt mikillar nákvæmni. Skýr- ar reglur voru í gildi um hvaða rit skyldu tkein með í Nýja testa- mentið og hveijum hafnað. Þijár megin viðmiðanir voru hafðar: 1. Ritið varð að vera eftir postula eða lærisvein postula. 2. Ritið varð að hafa verið í notkun í kristnum söfnuðum sem stofnaðir höfðu verið af postulum og stjórnað af biskupum sem höfðu tekið við af postulum. 3. Ritið varð að vera í samhljóðan við raunverulegar kenningar Jesú Krists og postula hans. Ástæðan fyrir þessum ströngu kröfum — sem mörg, ann- ars góð kristin rit, stóðust ekki — voru þær, að þannig var reynt að tryggja að villukenningar kæmust ekki í Nýja testamentið. Fyrrnefnd apokryfu-rit voru, eins og áður sagði, mörg í umferð á fyrstu öld- um kristninnar. Að mati kirkju- feðranna þóttu þau miður góð og fráleitt að þau kæmust í Nýja testamentið. Þó að eflaust megi finna sitt hvað forvitnilegt og gott í apokryfuritum Nýja testmentisins, þá eru þau svo megnuð af alls kyns helgisögnum og óáreiðanleg- um tilvitnunum, að flestir álíta betri kost fyrir kristið fólk að lesa hina viðurkenndu Biblíu kirkjunn- ar og tileinka sér boðskap hennar. Þar standa menn á traustum grunni. Væri ekki tilvalið nú um jólin að taka fram Biblíuna og lesa spádóma Gamla testamentisins um komu Krists í heiminn og síðan frásagnir guðspjallanna um fæð- ingu hans, líf og starf? Það er góð lesning. Gangi ykkur vel og gleði- leg jól! FRIÐRIK SCHRAM, guðfræðingur. Vörugeymslur • Kælilagerar • Frystilagerar Matvælageymslur • Bókasöfn • Skjalasöfn • Bílskúrar MECALUX Lagermál eru okkar sérgrein Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi fyrir vélvædd vörugeymsluhús sem minni lagera. Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar. Aðeins vönduð vara úr sænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma. Þjónusta - þekking - ráögjöl. Áratuga reynsla. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.