Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ~7t Matur og matgerð Krapréttir á nýársnótt Ég veit ekki ástæðu þess að ég kvíði alltaf fyrir gamlárskvöldi, segir Kristín Gestsdóttir, sem býður okkur nokkra hressandi kraprétti á nýársnótt. Vonandi geta flestir litið aftur til árins 1996 með gleði og ánægju og einnig horft fram með gleði til komandi árs, öðrum er þetta tími kvalræðis og sorg- ar. Líf okkar er svo mismunandi og mörg höfum við meðvitað eða ómeðvitað lifað árið öðruvísi en við hefðum kosið. Auk þess koma upp atvik sem enginn fær ráðið við. Hér áður fyrr sótti kvíði og áhyggjur að fólki um áramótin. Fólk trúði því að álfar og huldufólk flytti búferlum og óvelkomnar verur væru þá á sveimi. Ekki er að furða þótt slíkar hugsanir hafi sótt að fólki sem lifði í kulda og myrkri, oft svangt og klæðlítið. Nú eru breyttir tímar, ekki skortið okk- ur Ijósið úti sem inni og vonandi ekki heldur í sálu okkar. Við skulum líta vongóð og bjartsýn til komandi árs. Gleðilegt nýár. írskt viskíkrap Handa 5 2 dl púðursykur 10 dl vatn 4 msk. skyndikaffí 2 dl Irish whiskey 1 peli þeyttur rjómi örlítið kakó 1. Setjið vatn og púðursykur í potti og sjóðið við meðal hita í um 5 mínútur. Takið af hellunni og hrærið skyndikaffið út í. Kælið. 2. Hrærið vískí út í. Leggið fílmu eða álpappír yfir skálina og setjið í frysti. Hrærið öðru hverju í þessu meðan það er að fijósa. Þegar borið er fram: Takið úr frysti um 15 mínútum fyrir notkun, hrærið í sundur með gaffli þannig að þetta líkist krapi. Setjið í glös á fæti. Þeytið ijómann og setjið ofan á. Stráið ögn af kakói yfir. Berið strax fram. Appelsínukrap Handa 6 3 dl flórsykur ___________3 dl vatn_________ 4 appelsínur + börkur af einni safi úr 1 sítrónu + börkur af annarri 3 pelar freyðivín 2 eggjahvítur 4 msk. Grand Marnier 1. Sjóðið saman sykur og vatn þar til það þykknar án þess að brún- ast. Rífíð sítrónu- og appelsínubörk- inn og setjið út í. Kreistið safann úr appelsínunum og sítrónu og setj- ið út í. Kælið. 2. Hellið freyðivíni út í. Setjið í frysti. Hrærið öðru hveiju í þessu meðan það er að fijósa. Þegar borið er fram: Takið úr frysti um 15 mínútum fyrir notkun, hrærið sundur með gaffli þannig að það líkist krapi. Þeytið eggja- hvíturnar og blandið saman við. Setjið í glös á fæti. Hellið Grand Marnier yfir með skeið. Berið strax fram. Sykurlaust kívíkrap Handa 3-4 6 kíví 3 meðalstórir bananar 'h lítil melóna 2 eggjahvítur 1 dl hvítvín eða 'A dl eplasafí og ‘A dl sódavatn 1. Afhýðið kívi og banana. Takið steina úr melónu og skafið aldinkjöt- ið úr henni. Setjið allt í matvinnslu- kvörn eða blandara og hrærið vel í sundur. Setjið í frysti. 2. Þeytið eggjahvíturnar. Takið ávaxtamaukið úr frystinum og blandið eggjahvítunum saman við. Setjið aftur í frysti og látið fijósa alveg. Þegar borið er fram: Takið úr frysti um 15 mínútum fyrir notkun, hrærið í sundur þannig að þetta lík- ist krapi og blandið hvítvíni eða eplasafa og sódavatni út í. Hellið í glös á fæti og berið strax fram. ÍDAG BBIPS llmsjón Guðmundur Páll Arnarson ALLT snýst um tromplitinn í Qórum spöðum suðurs hér að neðan. Austur gefur; AV á hættu. Norður ♦ Á63 V G763 ♦ K2 + ÁG108 Vestur Austur ♦ 108 ♦ DG2 V K5 IIIIH V ÁD10942 ♦ 108654 111111 ♦ ÁG9 ♦ 7653 * 2 Suður ♦ K9754 V 8 ♦ D73 ♦ KD94 Vestur Norður Austur Suður - 1 hjarta 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf Pass 4 spaðar Allir pass Útspil: Hjartakóngur. Vestur spilar hjarta áfram í öðrum slag og suður tromp- ar. Er hægt að vinna spilið með bestu vöm? Vandmálið er þriðji tígull- inn heima. Ef sagnhafí spilar strax tígli á kónginn, drepur austur og spilar hjarta. Vest- ur fær þá fjórða slag vamar- innar á tromptíu. Taki sagn- hafi fyrst ÁK í trompi, aft- rompar austur blindan þegar hann kemst inn á tígulás. Og þá fær vömin fjórða slag- inn á tígul. Sér lesandinn leið út úr þessum vanda? Hún er til. í stað þess að einblína á tígulstungu í borði, snýr sagnhafí sér að því að trompa hjarta heima. Fyrsta skrefíð er að taka kóng og ás í spaða. Því næst er smáum tígli spilað frá kóngnum. Austur má ekki ijúka upp með ásinn, því þá fríast tveir tígulslagir. Hann gefur því og suður á slaginn á drottninguna. Síðan er blindum spilað inn á lauf og hjarta trompað. Aftur kemur lauf á blindan. Trompi aust- ur, fæst tíundi slagurinn með því að trompa tígul í borði, en ef hann gefur, stingur sagnhafí hjarta heima. Trompin á suðurhendinni em þá fullnýtt. Sagnhafi spilar loks frílaufum og lætur sér í léttu rúmi liggja hvort aust- ur trompar eða ekki. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Tapað/fundið Jakki tapaðist SVARTUR kvenjakki úr hrokknu efni sem nær rétt niður fyrir mjaðmir var tekinn í misgripum fyrir mittisjakka úr svip- uðu efni, þó örlítið gróf- ari á balli Kvennó og FB sl. þriðjudagskvöld. Sá sem kannast við þetta er vinsamlega beðinn að hafa samband í s. 587-9442. Lyklar fundust ÞRÍR lyklar á einfaldri kippu fundust fyrir utan Hótel ísland þriðjudag eftir kvennóballið. Eig- andinn er beðinn að vitja þeirra í síma 581-1289. Myndavél tapaðist LÍTIL ný myndavél af gerðinni Minolta tapaðist sunnudaginn 15. desem- ber líklega í eða við Skíðaskálann í Hvera- dölum eða félagsheimili Seltjarnarness. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 567-1245 ogergóð- um fundarlaunum heitið. Gæludýr Köttur í óskilum BRÚNBRÖNDÓTTUR köttur með hvíta bringu fannst í bílageymslu í Hvammabraut í Hafnar- firði 13. desember sl. Upplýsingar um köttinn fást í síma 555-4773. SKÁK IJmsjðn Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á al- þjóðlegu móti í Elgoibar á Spáni í vetur í viðureign tveggja alþjóðlegra meist- ara. A. Hoffman (2.450), Argentínu, hafði hvítt og átti leik, en M. Sion, Spáni, var með svart. 26. Hxh6+! - Bxh6 og svartur gafst upp um leið því hann sá fram á 27. Dxe7 - Bg7 28. Dh4+ og mátið blasir við. Jólahraðskákmót- in: Skákþættinum hafa borist upplýs- ingar um jólahrað- skákmót þriggja fé- laga: Taflfélag Reykja- víkur: Undanrásir föstu- dagskvöldið 27. des. kl. 19.30 og úrslit 30. des. á sama tíma. Skákfélag Akureyrar: Sunnudaginn 29. desember kl. 14. Taflfélag Kópa- vogs: 2. í jólum, fimmtu- daginn 26. des. kl. 14. Mótin fara fram í félags- heimilum viðkomandi fé- laga. GLEÐILEG JOL. HVÍTUR leikur og mátar. HÖGNIHREKKVÍSI Víkveiji skrifar... FYRIR nokkru kom út bók eftir Oscar Wilde, sem nefnist Úr djúpunum eða „De Profundis“, í íslenzkri þýðingu Yngva Jóhannes- sonar. Þýðing þessi kom fyrst út fyrir 70 árum, árið 1926, og er útgáfa hennar nú tileinkuð aldaraf- mæli þýðandans. í bókinni eru formálsorð eftir Eystein Björnsson og eins konar eftirmáli eftir Gils Guðmundsson um þýðandann, Yngva Jóhannesson. Frásögn Gils er merkileg saga um það, hvernig fólk varð hámenntað á Islandi í byijun aldarinnar án nokkurrar skólagöngu að ráði. í formála að heildarútgáfu á verkum Oscars Wilde, sem út kom 1948, segir sonur hans, Vyvyan Holland, m.a., að alla ævi hafi fað- ir hans haft sterka trúhneigð og hafi hallast að kaþólsku kirkjunni og raunar tekið kaþólska trú á dán- arbeði sínu. Trúarleg afstaða Osc- ars Wjlde kemur skýrt fram í riti hans Úr djúpunum, sem skrifað er meðan á fangelsisvist hans stóð. Þar segir m.a.: xxx OG ÞÓ er allt líf Krists - svo gersamlega er hægt að sam- eina sorgina og fegurðina að þýð- ingu og birtingu - í raun og veru unaðarsaga, þótt það endi á því, að fortjald musterisins rifnar og myrkur leggst yfir ásjónu jarðarinn- ar og steini er velt fyrir grafar- mynnið. Maður verður alltaf að hugsa sér hann, sem ungan brúð- guma með félögum sínum, eins og hann lýsir sjálfum sér líka einhvers staðar; eins og fjárhirði, sem reikar um dal með hjörð sína og leitar að grænum haga eða svölum læk; eins og söngvara, sem úr hljómlistinni reynir að byggja veggina að borg guðs; eða sem elskhuga með svo ríka ást, að heimurinn var of lítill fyrir hana. Kraftaverk hans virðast mér jafndásamleg og koma vorsins og alveg eins eðlileg. Mér finnst ekkert erfitt að trúa því, að slíkir töfrar hafi fylgt persónu hans, að návist hans ein hafi getað veitt þjáð- um sálum frið og að þeir, sem snertu klæði hans eða hendur hafi gleymt þjáningu sinni; eða þegar hann fór framhjá eftir þjóðvegi lífs- ins, hafi það fólk, sem áður sá ekk- ert af leyndardómi lífsins, séð hann greinilega, og að aðrir, sem ekkert höfðu heyrt annað en rödd nautn- anna, hafi í fyrsta sinn heyrt rödd kærleikans og fundist hún „yndisleg eins og gígja Appollons“; eða að illar ástríður hafi flúið er hann nálg- aðist, og að menn, sem höfðu lifað svo sljóu og ímyndunarsnauðu lífi, að það var nokkurs konar dauði, hafi risið líkt og úr gröf er hann kallaði á þá; eða þegar hann kenndi í fjallshlíðinni, hafi manníjöldinn gleymt hungri sínu og þorsta og áhyggjum þessa heims, og að vinum hans, er hlustuðu á hann yfir borð- um, hafi fundizt hinn óbrotni matur gómsætur, og að vatnið hafi orðið á bragðið eins og gott vín, og allt húsið fyllst sætum ilmi af nardus." OG SÍÐAR segir Oscar Wilde: „Það er eitthvað alveg ein- stætt við Krist. Auðvitað voru til kristnir menn á undan Kristi, á sama hátt og blekkjandi skíma get- ur komið á undan döguninni sjálfri og vetrardagar geta komið með svo snögga sólbirtu, að þeir tæla krók- usblómið vitra til að sóa gulli sínu fyrir tímann eða einhvern heimskan fugl til að kalla á maka sinn að byggja hreiður á berum greinum. Fyrir það ættum við að vera þakk- látir. ðgæfan er að þeir hafa ekki verið til síðan. Eg tek einn undan, hinn heilaga Frans af Assisi. En guð hafði líka gefið honum sál skálds í vöggugjöf, en sjálfur hafði hann í æsku tekið sér fátæktina sem brúði og með sál skálds og líkama beiningamanns, varð leiðin til full- komnunar ekki erfið fyrir hann. Hann skildi Krist og þess vegna varð hann líkur honum. Við þurfum ekki Liber Conformitatum til að fræða okkur um það, að líf heilags Frans af Assisi hafi verið hin sanna Imitatio Christi. í samanburði við ljóð lífs hans var bókin með þessu nafni aðeins hversdagslegt mál, I sannleika sagt, hið yndislega við Krist er í einu orði þetta, að hann er einmitt eins og listaverk. Hann kennir manni í rauninni ekki neitt, en við að komast í návist hans verð- ur maðurinn eitthvað. Og hveijum manni er ætlað að komast í návist hans. Að minnsta kosti einu sinni á ævinni gengur hver maður með Kristi til Emmaus.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.