Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 39
LISTIR
Iþungum
þönkum
Nýjar bækur
• MYNDLIST - frá hellamál-
verkum til endurreisnar er eftir
Ingunni Þóru Magnúsdóttur. í
bókinni er stiklað
á stóru yfir mjög
langan tíma.
Reynt hefur verið
að velja efnið og
setja saman á
þann hátt að hver
kafli sé framhald
fyrri kafla. Þá hef-
ur verið reynt að
veita almenna yf-
irsýn yfir vettvang
listasögunnar.
Myndir eru valdar sem dæmi um
stíl og tímabil en ekki til að bera
einstökum listaverkum vitni. í
kynningu segir: „Er nær dregur
okkar tíma hættir listasagan að
vera „nafnlaus", en segja má að
svo hafi að mestu verið fram að
endurreisn. Þá er einnig nær aðeins
fjallað um evrópska list og sögu-
sviðið er að mestu bundið við Mið-
jarðarhafssvæðið."
Útgefandi erlðnú. Aðfaraorð
„Lesið undir tíma“ritar Björn Th.
Björnsson. Bókin er 124 bls. Prent-
stofa IÐNÚ annaðist prentun og
frágang.
Karls-
vaka
FIMM ár eru nú liðin síðan
tónlistarmaðurinn Karl J. Sig-
hvatsson lést um aldur fram.
Af því tilefni verða haldnir
minningartónleikar um hann í
Gamla bíói sunnudagskvöldið
29. desember kl. 21.
Fram koma margir tónlist-
armenn og skal þar fyrsta
telja félaga Karls sem léku
með honum í hljómsveitunum
Trúbrot, Flowers og Hinum
íslenska Þursaflokki. Af öðr-
um má nefna KK, Bubba,
Stefán Hilmars, Emilíiönu
Torrini, Megas, Pál Óskar,
Andreu Gylfa, söngflokkinn
Voces Thules, Tríó Björns
Thoroddsens, Mezzoforte,
Magnús & Jóhann, Egii Ólafs-
son, Svölu Björgvins, Pál Rós-
inkranz og Daníel Ágúst Har-
aldsson.
Karl J. Sighvatsson var
brautryðjandi í notkun Hamm-
ond orgels. Þeir sem halda
uppi merki Karls í meðferð
Hammond orgelsins leiða
saman hesta sína á sviði
Gamla bíós. Þeir eru: Magnús
Kjartansson, Eyþór Gunnars-
son, Þórir Baldursson, Jón
Ólafsson, Pétur Hjaltested og
Jakob Magnússon. Kynnir á
tónleikunum er Valgeir Guð-
jónsson.
Tónleikarnir eru öðrum
þræði haldnir til að afla fjár
í Minningarsjóð Karls J. Sig-
hvatssonar, sem stendur
straum af námi ungra ís-
lenskra tónlistarmanna hér
heima og erlendis.
Stafakarlar
uppseldir
hjá Forlagi
BÓKIN Stafakarlarnir eftir
leikkonuna Bergljótu Arnalds
er nú upseld hjá forlaginu.
Ekki næst að prenta annað
upplag fyrir jól. Bókin Stafa-
karlarnir eru fyrsta bók höf-
undar og ætluð þeim börnum
sem vilja læra að þekkja staf-
ina.
Bókinni var dreift í allar
bókaverslanir landsins og
leynast enn- eintök í sumum
verslunum.
BOKMENNTIR
Spakmæli
og þankabrot
ÓÐUR TIL NÝRRAR ALDAR
eftir Gunnþór Guðmundsson. Hörpu-
útgáfan, Reykjavík 1996,119 síður.
KVEIKJAN að útgáfu þessa
kvers er áttræðisafmæli höfundar-
ins, Gunnþórs Guðmundssonar.
Hann hefur áður sent frá sér hug-
renningar á prenti í bókinni Óðurinn
til lífsins. Þankar höfundar tengjast
nútímanum og framtíðinni og skipt-
ast í nokkra undirkafla. Þeir taka
á sig margskonar form, stutt og
löng, form spakmæla, smásögu og
jafnvel predikunar.
Efnistökin eru allt frá því að
vera dægurþras: „Launaskyn æðstu
manna í þjóðfélaginu virðist vera
meira en lítið brenglað“ (bls. 43)
og að vera útlistun á útópíu í sam-
felldu máli.
Gömul speki er færð í nýjan bún-
ing og jafnvel tengd saman: „Víða
eru ljón á veginum, en erfiðleikam-
ir eru til þess að sigrast á þeim.“
(Bls. 95.)
íslenskan er fallegt mál og ríkt
af málsháttum og orðatiltækjum.
Ekki þekkja allir uppmna þeirra og
því getur merking þeirra brenglast.
Útskýringar á orðtökum em þarfar
og stundum leiða þær eitthvað nýtt
í ljós eins og þessi: „Að hafa „ráð
undir rifi hverju", er að leita innri
úrræða.“ (Bls. 105.)
Höfundur notfærir sér nútíma-
legt myndmál í sumum heilræðum:
„Eins og rafmagnið lýsir upp borg-
ina, eins þarf að hleypa straumi á
hugarfar íjöldans, svo ná megi ár-
angri.“ (Bls. 66.)
Fyrirferðarmest em þankabrotin
í lok verksins og em þau af ýmsu
tagi eins og þessi dæmi sanna:
„Tíminn er ekki aðeins græðari
sáranna, heldur ber hann í sér fram-
þróun, sem kemur í veg fyrir þau.
(Bls. 117.)
„Að gagnrýna sjálfan sig er væn-
legast til árangurs sé það nógu al-
mennt gert.“ (Bls. 118.)
Sjaldan gefst manni tækifæri á
að lesa hugrenningar annarra enda
eiga þær mismikið erindi til útgáfu.
Vissulega em nokkrar nýjar hug-
renningar í verkinu en að miklu
leyti er þær leikur að orðum og
merkingu þeirra og bæta litlu við
skilning okkar.
Kristín Ólafs.