Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ * LISTIR MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju spreytir sig nú í annað sinn á Jólaóratóríu Bachs. Eitt vinsælasta söngverk allra tíma Mótettukór Hallgrímskirkju, einsöngvarar og hljómsveit flytja fjórar af sex kantötum Jólaóratóríunnar eftir Johann Sebastian Bach óstyttar á tvennum tónleikum í Hallgrímskirkju, sunnudaginn -------------------------------------------- 29. desember og mánudaginn 30. desember. Hörður Askelsson skrifar hér um höfundinn og verkið. Loftur Rannveig Fríða Þóra Gunnar Erlingsson Bragadóttir Einarsdóttir Guðbjörnsson Sérdeilis fallegt verk JOHANN Sebastian Bach var mikill jólamaður. Um það vitnar aðventu- og jólatón- listin hans, bæði magnið og gæðin. Fjöldi orgelverka og kantata tengd þessu góða tímabili hafa varðveist og eru flutt í kirkjum vítt um lönd. Nefna má sem dæmi orgelverkin pastorale og fjölda sálmforleikja við aðventu- og jóla- sálma, sem gleðja kirkjugesti árlega svo og margar aðventu- og jóla- kantötur. Hápunktur alls þessa er án efa kantötumar sex, sem mynda hina svokölluðu Jólaótatóríu en hún verður flutt bæði norðan og sunnan heiða nú um jólin. Jólaóratórían er án efa eitt vin- sælasta söngverk allra tíma, en flutningur hennar er árviss atburð- ur i jólaundirbúningi margra safn- aða. Þar er eins og efni standa til verið að fjalla um fæðingu frels- arans. Jólaguðspjallið úr Lúkasar- guðspjalli er kjami textans og það er sungið af guðspjallamanninum, tenórsögnvara, en kórinn, ein- söngvararnir fjórir og hljómsveitin, túlka útlegginguna með orðum óþekkts textahöfundar og valinna sálmversa. Útleggingin, prédikun guðfræðingsins og túlkun tón- skáldsins birtist í formi tónless, einsöngsaría og kórþátta en svar safnaðarins er sálmamir, þekktir aðventu- og jólasálmar sem næsta líklega hafa verið sungnir með þegar verkið var flutt á sínum stað í helgihaldi hátíðarinnar. Hvernig verk er jólaóratóría Bachs? Hún er ekki óratóría í venjuleg- asta skilningi, samfelld dramatísk framsetning biblíulegrar frásögu. Hún er röð af kantötum sem voru hefðbundnar tónsmíðar til flutn- ings í guðsþjónustu sem útlegging á guðspjalli dagsins, þ.e. sungin og leikin prédikun. Kantötur jóla- óratóríunnar eru sex að tölu, ætlað- ar til flutnings í guðsþjónustum á þremur jóladögum, nýársdag, sunnudag eftir nýár og á þrettánd- anum. Bach samdi þær til flutnings á þessum dögum um áramótin 1734-1735. Hann lagði til grund- vallar jólaguðspjallið úr Lúkasar- guðspjalli 2. kafla og textann um komu vitringanna úr 2. kafla Matt- heusarguðspjalls. Þó svo að Bach hafi ekki flutt jólaóratóríuna í sam- hengi eru menn sammála um að hún myndi eina heild enda bendir nafngift og yfirskrift Bachs til þess svo og sú staðreynd að textar kant- atanna sex voru prentaðir saman. MOTETTUKOR Hallgrímskirkju flutti Jólaóratóríu Bachs í fyrsta skipti í fyrra við góðar undirtekt- ir leikra sem lærðra. Þá flutti kórinn fyrri helming verksins, kantötur 1-3, sem fjalla um fæð- ingu frelsarans, en bætir nú við fimmtu kantötunni, sem sjaldan heyrist, en hún fjallar um komu vitringanna. Einsöngvararnir eru að þessu sinni allir sóttir í raðir yngri söngvara landsins, frá Lundúnum kemur Þóra Einarsdóttir sópran- söngkona, frá Vínarborg Rann- veig Fríða Bragadóttir altsöng- kona, Gunnar Guðbjörnsson te- nórsöngvari kemur frá Lyon og Loftur Erlingsson barítonsöngv- ari frá Hveragerði, en hann sneri fyrr á þessu ári heim eftir margra ára nám í Bretlandi. Öll hafa þau umtalsverða reynslu af óratóríu- söng, þótt ekkert þeirra hafi í annan tíma sungið Jólaóratóríuna í Reykjavík. Gunnar Guðbjörnsson, sem syng- ur hlutverk guðspjallamannsins, segir að Jólaóratórían, „þetta sér- deilis fallega verk“, sé erfið og krefjandi en skemmtileg við að glima. „Hlutverk guðspjallamanns- ins gerir í senn miklar kröfur til söngs og túlkunar enda verður hann að halda athygli áhorfandans. Ég þarf því að vera vel á verði.“ Gunnar hefur haft augastað á hlutverkinu frá því hann byijaði að kynna sér það á námsárunum en fékk ekki tækifæri til að leysa það af hendi fyrr en Jólaóratórían var flutt í fyrsta sinn á Akureyri á dögunum. Það er því skammt stórra högga á milli. „Það er virki- lega gaman að fá að syngja verkið í fyrsta sinn á Islandi með þessum frábæru en skemmtilega ólíku kór- um,“ segir söngvarinn og á þar við Mótettukór Hallgrímskirkju og Kór Tónlistarskólans á Akureyri. Sem kunnugt er kemur guð- spjallamaðurinn jafnframt við sögu í öðrum helstu kórverkum Bachs, Jóhannesarpassíunni og Matteusarpassíunni. Hefur Gunnar hug á að fylgja honum þangað? „Já, svo sannarlega. Það er hins vegar rökrétt að byija á Jólaórat- óríunni enda er sagan um fæðingu frelsarans að mörgu leyti auðveld- ari viðfangs en sagan um píslar- göngu hans.“ Hljómsveitin, sem styðja mun við bakið á söngfólkinu, er skipuð þijátíu hljóðfæraleikurum. Strengjaleikararnir eru margir hveijir við nám erlendis en þeir sem leika á blásturshljóðfærin eru flestir hinir sömu og fluttu Jólaór- atóríuna fyrir jólin í fyrra. Hörður Áskelsson sljórnar flutningnum. Á okkar dögum er algengast að flytja á tónleikum kantötumar þijár, sem tilheyra jólalögunum og jóla- guðspjallinu. Þannig var og á tón- leikunum í Akureyrarkirkju þann 21. desember en á tónleikum Mót- ettukórs Hallgrímskirkju verður auk þess flutt kantata númer 5, en hún ijallar um komu vitringanna. Hver kantata samanstendur af kórþáttum, sálmaversum, tónlesi og aríum. Frásögnin er í formi tón- less (secco resitatíf) og borin uppi af tenórsöngvaranum, guðspjalla- manninum, en hann nýtur stuðn- ings lítils orgels og sellósins. Kór- þættimir em ýmist hástemmd lof- gjörð, eins og í inngangskór fyrstu, þriðju og fimmtu kantötunnar, eða túlkun á orðum fjöldans í frásögn- inni svo sem englanna, hirðanna og vitringanna í annarri, þriðju og fímmtu kantötunni. Hljómsveitin undirstrikar framsetningu kórtext- anna. Aríur og tónleskaflar með undirleik ólíkra hljóðfæra (accomp- anio resitatíf) em hugleiðingar hinnar kristnu sálar um boðskapinn eins og t.d. undir lok þriðju kantötu þegar altröddin syngur margendur- tekna bæn um að í hjarta sínu megi lokast hið dásamlega undur, sem orð hirðanna kunngjörðu Mar- íu og Jósef og guðspjallið segir að hún hafi geymt í hjarta sér. Sálm- versin með þekktum aðventu- og jólalögum era eins og lögð í munn safnaðarins, sem svar hans við framvindu frásagnarinnar. Sá sem hlutar á jólaóratóríuna og opnar hug og sál fýrir áhrifum hennar og jólastemningu, á bágt með að trúa að tónlistin hafi ekki öll upphaflega verið samin við texta hennar en svo er alls ekki. Stórir hlutar jólaóratóríunnar, sumir stóru kórarnir og flestar aríurnar fékk Bach að láni úr ver- aldlegum kantötum sem hann hafði samið áður til að hylla fyrir- fólk síns tíma og gerði því ekki annað en skipta um texta og að- laga hann tónlistinni. Svo vel tókst til að einungis fá dæmi eru þess að sérfræðingar telji þetta lýti á jólaóratóríunni. Auðvelt er að rökstyðja markvissa fylgni tóna og texta í mörgum þessara aría sem Bach tók að láni og ef ekki hefðu varðveist hinar veraldlegu frumgerðir, dytti engum í hug að efast um að þær væru ekki upp- runalega samdar við texta jóla- óratóríunnar. Höfundur er stjórnundi Mótettukórs Haltgrímskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.