Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samningar undirritaðir í Ráðhúsi Reykjavíkur um sölu Pípugerðarinnar hf. Kaupverðið 96 milljónir SAMNINGAR voru undirritaðir í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur um sölu Reykjavíkurborgar og Aflvaka á Pípugerðinni hf. Kaupendur voru Sandur hf. og Byggingafélagið Gunnar og Gylfi hf. Kaupverð fyrir- tækisins var 96 milljónir króna og voru 20 milljónir greiddar við gildis- töku samningsins, en eftirstöðvarn- ar dreifast á næsta ár. Pípugerðin hf., sem átti 50 ára afmæli á þessu ári, framleiðir efni til holræsagerðar og er stærsti framleiðandi holræsavöru og skyldr- ar vöru úr steinsteypu hér á landi. Fyrirtækið hefur framleitt megnið af steinsteyptum rörum og brun- neiningum í holræsakerfí Reykja- víkurborgar. Til skamms tíma fram- leiddi Pípugerðin einnig gangstétt- arhellur og steina en helludeild fyrir- tækisins var seld fyrr á þessu ári. Hlutafé Pípugerðarinnar hf. nem- ur nú 45 milljónum króna og eigið fé 75 milljónum. Fyrstu átta mán- uði ársins nam velta fyrirtækisins 95 milljónum en rekstrargjöld tæp- um 87 milljónum. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam liðlega sjö milljónum króna fyrstu átta mánuði ársins en hagnaðurinn tæpum þrett- án milljónum. Gunnar Þorláksson, annar af eig- endum Byggingafélagsins Gunnars og Gylfa sagði í samtali við Morgun- blaðið að rekstrinum yrði hagað með sama hætti og áður. Ekki stæði til að ráðast í neinar róttækar breyt- ingar og starfsmannahald yrði óbreytt. Morgrinblaðið/Halldór FRÁ undirritun samnings um sölu Reykjavíkurborgar og Aflvaka hf. á Pipugerðinni. Á myndinni eru f.v. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, Guðmundur Ingi Karlsson, framkvæmdastjóri Sands hf., Gunnar Þorláksson, frá Byggingafélaginu Gunnari og Gylfa, Sigurður Magnússon, stjórn- arformaður Sands og Gylfi Ómar Héðinsson, frá Byggingafélaginu Gunnari og Gylfa. Apple fær Steve Jobs sér tíl bjargar Apple býðst jafnframt til að kaupa NeXT Software, hugbúnaðarfyrirtæki Steve Jobs Palo Alto, Kaliforníu. Reuter. Tölvumynd- ir kaupa VSÓ Mínútu TÖLVUMYNDIR hf. hafa keypt rekstur VSÓ Mínútu ehf. og verða fyrirtækin sameinuð í kjölfarið. Þrír starfsmenn VSO Mínútu munu færast yfír til Tölvumynda ásamt verkefn- um fyrirtækisins. Þar er fyrst og fremst um að ræða Þingbók sem er upplýsingakerfi fyrir verðbréfamarkaðinn og verk- efni tengd alnetinu. Tölvumyndir hf., sem eru í eigu Burðaráss, eignarhaldsfé- lags Eimskips og Friðriks Sig- urðssonar, framkvæmdastjóra, hafa sérhæft sig í sérsmíðuðum lausnum og hönnuðu m.a. hið nýja viðskiptakerfi Verðbréfa- þings. Tölvumyndir keyptu fyrr á árinu 50% hlut í hugbúnaðar- fyrirtækinu Skyggni hf. og voru fyrirtækin sameinuð í kjöl- farið. Eftir sameininguna við VSÓ Mínútu verða starfsmenn fyrirtækisins 34 talsins og er það því orðið eitt af stærstu hugbúnaðarfyrirtækjum lands- ins. Stjórnarformaður Tölvu- mynda er Þorkell Sigurlaugs- son, framkvæmdastjóri þróun- arsviðs Eimskips. APPLE tölvufyrirtækið í Cupert- into í Kaliforníu hefur tekið þá miklu áhættu að ráða einn stofn- anda sinn, Steve Jobs, aftur til starfa, 11 árum eftir að hann var rekinn. Brottrekstur Jobs 1985 var misjafnlega tek- ið og olli ýmist ánægju eða von- brigðum. Jobs hafði um nokk- urra ára skeið verið driffjöður Macintosh tölv- unnar, sem átti að breyta heim- inu. Starfsþrek hans var ódrepandi og samstarfsmenn hans urðu að leggja svo hart að sér að sumum þeirra fannst nóg um. Nú þegar Jobs tekur aftur til starfa fær hann það verkefni að endurskipuleggja hugbúnaðinn að baki Macintosh, starf sem gengið hefur erfiðlega í þijú ár. Apple veðjar á að Jobs sé eini maðurinn, sém geti hvatt von- svikna sérfræðinga fyrirtækisins til dáða og fengið þá til að fram- leiða hugbúnað er gera muni því kleift að skáka stýrikerfi keppi- nautsins Microsofts. „Hjálp hans verður okkur geysi- mikill styrkur,“ sagði Randy Wigginton, fyrrverandi sérfræð- ingur hjá Apple, sem starfaði und- ir stjórn Jobs við gerð hugbúnaðar í fyrstu Mac vélina. „Steve er ótrú- lega snjall hæfileikamaður og skemmtilegur“ Þegar fréttin um endurráðningu Jobs spurðist 20. desember hækk- aði verð hlutabréfa í Apple um 1,25 dollara, eða 5,6%, í 23,50 dollara. Fyrirtæki Jobs keypt Apple hefur boðizt til að kaupa nýtt fyrirtæki Jobs, NeXT Softw- are, fyrir 400 milljónir dollara. Fyrirtækið hefur á boðstólum stý- rikerfi, sem er gætt mörgum þeim kostum sem Apple hefur verið á höttunum eftir til að standa Mic- rosoft á sporði. Áður hafði Apple reynt að kom- ast að samkomulagi við hugbúnað- arfyrirtækið Be Inc., sem annar fyrrverandi framámaður Apples, Jean-Louis Gassee, stofnaði. Þeg- ar samningaviðræður fóru út um þúfur sneri Apple sér til Jobs. Með hjálp núverandi tækni NeXT vonast Apple til að geta lokið við endurbyggingu hins vin- sæla Macintosh stýrikerfis síðla árs 1997. Mestu máli skiptir þó að Apple hefur fengið Jobs til liðs við sig á ný, þvi að talið er að hann verði fyrirtækinu gulls ígildi. Hann verður tæknilegur ráðgjafí í hluta- starfi og mun heyra undir stjómar- formann Apple, Gilbert Amelio. Steve Jobs til Apple á ný. LYFJA oskdr Idndsmönnum qlpðileqra jóla Vi6 vekjum athygli á aFgreiðslutrma Lyfju yfir hátí'ðarnar. • Aðfangadag og gamlársdag er opið 9-16 • Jóladag og nýársdag er lokað •2. janúareropið 15-22 dJLYFJA • Opið alla daga vikunnar 9-22 U Lágmúia 5 S: 533 2300 Dreifing erlendra tímarita sameinuð SAMNINGAR hafa tekist um að sameina blaðadreifingu Eymunds- sonar og IB-blaðadreifingu í nýtt fyrirtæki, Blaðadreifingu ehf. sem verður í meirihlutaeign Pennans. Þar með mun stærstur hluti dreif- ingar á erlendum blöðum og vasa- brotsbókum færast á eina hendi, en þessi fyrirtæki hafa um árabil annast mest allan þennan inn- flutning. Nýja fyrirtækið mun annast dreifíngu á breskum, bandarísk- um, þýskum, norskum og frönsk- um blöðum, en dönsk blöð eru flutt inn af öðrum aðilum. Samtals er hér um 1.200 titla að ræða. Að sögn Gunnars Dungal, forstjóra Pennans, hefur reksturinn verið erfiður hjá báðum aðilum, en von- ast er til að afkoman batni vegna þeirrar hagræðingar sem næst fram. „Við ætlum einnig að auka þjónustuna við þá aðila sem ann- ast sölu á tímaritum og vasabrots- bókum. Hingað til hafa bókaversl- anir einkum selt þetta, en salan hefur verið að færast yfir til bens- ínstöðva og stórmarkaða," sagði hann. Gunnar sagði það síður en svo óeðlilegt að dreifing erlendra tíma- rita væri á einni hendi og slíkt fyrirkomulag væri algengt erlend- is. Hér væri ekki um hefðbundinn innflutning að ræða þar sem tíma- ritin væru í eigu útgefandans þangað til þau seldust. Frakki ferímál við Seita vegna krabba París. Rcuter. MIÐALDRA Frakki sem reykir tvo pakka af vindlingum á dag hefur farið í mál við franska tóbaksrisann Seita, sem hann sakar um að bera ábyrgð á því að hann þjáist af krabbameini. Þetta er fyrsta mál af þessu tagi í Frakklandi. Richard Guerlain heldur því fram að hann hafí veikzt af krabbameini vegna þess að hann hafi reykt Gauloises Brunes vindlinga frá Seita og krefst 2.7 milljóna franka eða rúmlega hálfrar milljónar doll- ara í skaðabætur. Dauðans matur „Skjólstæðingur minn þjáist af þremur tegundum krabbameins,“ sagði lögfræðingur hans, Francis Caballero. „Hann er dauðans matur og fer fram á bætur.“ Talsmaður Seita kvað ásakanirn- ar tilhæfulausar og sagði að fyrir- tækið væri sannfært um að það mundi fara með sigur af hólmi þeg- ar málið kæmi fyrir rétt, sennilega í sumar. -----♦ ♦ ♦---- Nauða- samningar Stöðvar3 samþykktir NAUÐASAMNINGAR vegna skulda Stöðvar 3 voru samþykktir á fundi kröfuhafa á föstudaginn j var, en samkvæmt frumvarpi að nauðasamningum verða samnings- ' kröfur skrifaðar niður um 65%. i Samkvæmt upplýsingum Stein- unnar Guðbjartsdóttur, hdl., sem umsjón hafði með nauðasamnings- umleitununum voru nauðasamning- arnir samþykktir af rúmlega 87% af kröfuhöfum, en ef mið er tekið af kröfufjárhæð samþykktu nauða- samningana 81,5%. Þær samningskröfur sem frum- varpið nær til nema 224 milljónum , króna. Frumvarpið fer nú fyrir 1 Héraðsdóm Reykjavíkur til stað- | festingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.