Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Sérhver engill
er skelfing
BOKMENNTIR
Ljööaþýðing
DÚÍNÓ-TREGALJÓÐIN
eftir Rainer Maria Rilke í þýðingu
Kristjáns Arnasonar sem einnig rit-
ar formála. Prentun Gutenberg.
Bjartur 1996 - 83 síður.
DÚÍNÓ-tregaljóðin, Duineser
Elegien, hafa löngum verið talin
meðal hátinda í ljóðlist aldarinnar
og til marks um í senn upplausn
tímans, klassík og formbreytingu í
bókmenntum. Rainer Maria Rilke
(1875-1926) orti fyrsta tregaljóðið
árið 1910 í höllinnni Dúínó við Adr-
íahaf skammt frá Trieste og lauk
þessum bálki tíu langra ljóða í byrj-
un árs 1922 í höllinni Muzot í Vala-
is-fylki í Sviss. Jafnframt lagði
Rilke á sama stað síðustu hönd á
Sonnetturnar til Orfeusar, annað
stórvirki.
Það getur tekið langan tíma að
helstu verk samtímabókmenntanna
nái til íslenskra lesenda
í þýðingum og er
skemmst að minnast
þýðingar Sverris Hólm-
arssonar á Auða land-
inu eftir T.S. Eliot.
Birst hafa kaflar úr
Dúínó-tregaljóðunum
(þýðing eftir Wolfgang
Edelstein í tímaritinu
Vaka á sjötta áratugn-
um), en nú er ljóðið
komið út í heild sinni í
þýðingu Kristjáns
Árnasonar. Hann ritar
einnig ítarlegan form-
ála um höfundinn og
verkið.
Auða landið og Dú-
ínó-tregaljóðin eru ort
á svipuðum tíma og
komu fyrst út um líkt leyti eða um
miðbik þriðja áratugar. Eigi að
benda á sambærileg íslensk verk
hlýtur það að teljast vandasamt, en
tvö mikil ljóð koma þó efst í hug-
ann: Sorg eftir Jóhann Siguijónsson
og Söknuður eftir Jóhann Jónsson.
Það er ekki síst sú kennd að öllu
sé lokið, allt á hverfanda hveli sem
ljóðin eiga sameiginlegt.
Návist mikils skálds
Kristján Árnason leiðir lesandann
inn í heim Rilkes í formála sínum
og er það þakkarvert, ekki síst með
það í huga að Rilke er afar erfitt
skáld og verður naumlega skilinn í
hendingskasti þótt menn skynji fljót-
iega návist mikils skálds. Kristján
lýsir þeirri ætlan sinni að gera skáld-
skap Rilkes sem aðgengilegastan
flestum, inngangurinn
og þýðingin eigi að
þjóna því markmiði.
Rilke var á sífelldu
ferðalagi, hann undi sér
hvergi lengi. Eirðar-
leysi hans var hluti
skáldskaparins og undir
lokin voru mótsagnir
lífsins ágengar í skáld-
skap hans og allt benti
til nýrrar andlegrar
breytingar. Að breyta
lííi sínu var Rilke jafnan
hugleikið. Fimmta
tregaljóðið, ort síðast
tregaljóðanna, hefur
eins og Kristján Árna-
son bendir á nokkra
sérstöðu: „Rilke er
kominn hér lengst frá
tregaslagshættinum og raunar út í
háttleysur sem hafa á sér módern-
ískara yfirbragð en annað í bálkn-
um“.
Djúpið sem aðskilur
í fimmta tregaljóðinu hefur Rilke
í huga fjöllistamennina á götum og
torgum Parísar, hina svonefndu Sal-
timbanques, kveikjan er málverk
Picassos af þeim. Ljóðið byrjar svo:
Seg mér, hveijir þeir eru, seg mér, sem
flakka, lítið eitt
aðeins
lausari í rásinni en við, sem eru þegar í æsku
undnir af hveijum, hverjum til þægðar
aldrei fullnægða vilja? Því hann vindur þá,
sveiflar þeim, sveigir og beygir,
kastar þeim, grípur þá aftur; svo sem úr
slípaðra
sléttara lofti hrapa þeir niður
á hinu slitna, af þeirra stððugu
stökklist margþynnta teppi, því hinu týnda
teppi í geimnum.
Fyrsta tregaljóðið sem vitraðist
Rilke á gönguferð í nágrenni Dúínó-
hallar er einkennilegt ljóð, fjallar um
hið skamvinna líf og er hugleiðing
um dauðann, djúpið sem aðskilur
mann og engil og framandleik
manna og engla meðal dýra. Sam-
kvæmt því hvernig Rilke túlkar eng-
ilinn er hann ógnvekjandi:
Hver, ef ég æpti, heyrði þá hróp mitt úr
röðum
engla? Og þó svo jafnvel að þrýsti
mér fast upp að bijósti sér einn: mér yrði
um megn það að standast
hans styrkari nánd. Því hin fagra ásýnd er
aðeins
upphaf skelfilegs sem við þess vegna þolum
og dáum svo mjög að það álengdar lætur
það ógert
að tortíma okkur: Sérhver engill er skelfing.
Áhrifaríkur er þáttur skáldkonunn-
Krislján Árnason
í
LES Saltimbanques, Fjöllistamennirnir, eftir Picasso, 1905,
ar Gaspara Stampa í
ljóðinu, ást hennar og
kvöl sem gæti gert okk-
ur sterkari og fijórri að
mati skáldsins. Einnig
er ort um þörf okkar
fyrir þá sem dóu ungir,
kvaddir „hægt frá jarð-
neskri dvöl þeir vaxa
sem vandir af bijóstum/
mildrar móður“. Þeir
sakna okkar ekki, en
gætum við verið án
þeirra? spyr skáldið.
Sársaukinn
bústaður manna
Tíunda tregaljóðið er Rainer
frásagnarkennt og Rilke,
sveiflast milli ljóðrænu,
heimspeki og boðunar þar sem
„kvörtun" eða kveinstafír leika stórt
hlutverk. Sársaukinn er líka í þessu
ljóði og sem eðlilegur hluti lífsins,
bústaður manna.
Engillinn er fremur í
anda sáttar en
skelfíngar í lokaljóðinu.
Þýðing Kristjáns
Ámasonar er gerð með
það efst í huga að vera
ljóðinu trú, ekki síst
bragarhætti þess og
líka „bragleysu". Það
er mjög geðfelldur blær
á þýðingunni og
kliðmýkt. Orói ljóðsins
og upplausn kemur líka
vel fram í þýðingunni,
en stundum er eins og
vængir skáldskaparins
Maria hafí ekki mikið rými.
1900. Ég gæti nefnt sem
dæmi upphaf ljóðsins
um ópið, hrópið, en ágreiningur þessa
eðlis beindist óðara að karpi um
smekk.
Jóhann Hjálmarsson
Ástarsaga fyrst og síðast
Upp á líf og dauða
BÓKMENNTIR
Ævisaga
AÐEINS EITT BARN
eftir Steven W. Mosher. Bjöm Jóns-
son þýddi. Vaka-Helgafell, Reykjavík
1996, 328 síður.
FYRSTA október 1949 lýsti
Maó Zedong yfir stofnun hins
nýja Kína. Viku síðar fæddist Chi
An, fyrirferðarlítil og veikluleg
stúlka en sá atburður var á engan
hátt eins minnisstæður í huga fjöl-
skyldunnar. Ævi Chi An tengist
þessu tímabili í sögu Kína á tákn-
rænan hátt og rennur stundum
saman við það.
Chi An hjúkrunarkona og eigin-
maður hennar Wei Xin verkfræð-
ingur voru fyrstu Kínverjarnir til
að fá pólitískt hæli í Bandaríkjunum
á grundvelli eins bams stefnu
stjórnvalda í Kína. Þau áttu von á
öðru barni sínu þegar þau bjuggu
í Bandaríkjunum vegna náms og
fengu þau hótanir frá kínverskum
yfírvöldum meðan á meðgöngunni
stóð. Yfírvöld létu ekki þar við sitja
heldur ofsóttu fjölskyldu þeirra í
Kína og þau sjálf svo þau þurftu
nánast að fara huldu höfði. Þau
sættu pólitísku ofstæki og var litið
svo á í Kína að fæðing barns núm-
er tvö jafngilti uppreisn. Á grund-
velli þess hlutu þau loks hæli sem
pólitískir flóttamenn eftir óvenju-
legum leiðum. Þau höfðu alltaf
ætlað að snúa aftur til Kína en við
þessar aðstæður var það ekki hægt,
löngunin í annað bam var yfírsterk-
ari. Breytingar og umrót einkenndi
Kína, hver byltingin rak aðra. Sam-
eiginleg mötuneyti, barnavistir,
hungursneyð og skömmtun af öllu
tagi var daglegt brauð. ,Fjölskyld-
an“ var þurrkuð út. Chi An var af
efnalitlu fólki en faðir hennar var
háskólakennari sem lést af slysför-
um þegar börnin voru orðin fjögur.
Stétt hennar var á mörkum skil-
greininga og þurfti hún að vinna
sig upp í æskilega stétt. Það reyndi
hún í menningarbyltingunni þegar
hún var í hjúkmnamámi og gegndi
ábyrgðarstöðu í að úthrópa kennara
sína og yfirboðara. Gifting inn í
rétta stétt var líka möguleiki og
skipti mestu máli þegar hugað var
að hjúskap.
Hugmyndafiugi og fram-
kvæmdagleði Maós formanns virð-
ast lítil takmörk sett. Sem dæmi
um það eyddu skólakrakkar tveimur
dögum á viku í að drepa fugla því
Maó afbauð hve mikið korn þeir
átu. Þegar verkinu var að mestu
lokið var niðurstaðan sú að skordýr-
um fjölgaði að sama skapi og unnu
þau síst minni skaða á korni en
fuglamir. Margar aðrar tilraunir
gengu þvert gegn upphaflegum til-
gangi. Menningarbyltingin, þar sem
allir kepptust við að koma upp um
aðra, uppræta stéttasvikara og ekki
síður að raða sér í virðingarstigann,
varð til þess að skólar voru óstarf-
hæfír og kennsla féll niður í langan
tíma. Þegar látunum linnti voru
allir útskrifaðir án þess að hafa
klárað tilskilinn námstíma. Það
skipti litlu máli því flestir voru send-
ir út í sveitirnar þar sem þeir unnu
við allt annað en þeir höfðu mennt-
að sig til.
Fljótlega eftir valdatöku komm-
únista fer að bera á aðgerðum til
að stemma stigu við fólksfjölgun.
Lög og reglur stangast oft á við
aðferðirnar sem beytt er. Um-
bunarkerfi stjórnvalda á sinn þátt
í því, þau vilja árangur og til að
sýna hann þarf að beita hörku. Chi
An er ein fjölmargra kvenna sem
lendir báðum megin við borðið.
Hún hefur unnið við fóstureyðingar
í nokkurn tíma þegar hún á von á
öðru barni sínu. Hún reynir að
gera uppreisn í fyrstu en gefst upp
og fer í fóstureyðingu seint á með-
göngu. Síðar lendir hún í þeirri
stöðu að úthluta barnakvóta til
starfsmanna stórrar verksmiðju og
grípur hún til róttækra aðgerða
og ómannúðlegra til að ná „ár-
angri“. Hún hefur í aðra röndina
óbeit á starfinu en gleðst engu að
síður þegar vel gengur og virðist
fá réttlætingu fyrir eigin fóst-
ureyðingu. Hún notar tækifærið
að flýja úr starfinu þegar kínversk
stjórnvöld heimila að makar náms-
manna erlendis flytjist til þeirra
tímabundið.
Höfundur verksins hefur áður
ritað um málefni Kína en þar vann
hann sjálfur við rannsóknir og
þekkir því vel til. Hann á stóran
þátt í því að Chi An og Wei Xin
fengu hæli í Bandaríkjunum. Hann
skrifar verkið í fyrstu persónu þótt
það byggist á samtölum hans við
Chi An. Fyrir vikið verður verkið
áhrifameira, nálægðin við atburðina
er mikil og lýsingar oft svo ítarleg-
ar að þær vekja óhug lesanda.
Hann verður samt að lesa gagnrýn-
um augum því stundum er réttlæt-
ing aðalpersónunnar fólgin í því að
fínna aðra verri sem þó eru bara
að bjarga eigin skinni líkt og hún,
en beita til þess ólíkum aðferðum.
Þó verkið fjalli aðallega um einbirn-
isstefnuna í Kína, hvernig henni var
framfylgt og hvaða afleiðingar hún
hafði á þjóðfélagið og einstaklinga
fjallar það líka um kínverskt þjóðfé-
lag, siði þess að fomu og nýju.
Verkið er í senn ævisaga, fjöl-
skyldusaga, saga baráttu og breyt-
inga. Þó sagan sé ævisaga er nöfn-
um persóna, borgarheitum og fleiri
staðháttum breytt til að vernda
ættingja sem enn búa í Kína.
Aðeins eitt bam er áhrifarík og
fræðandi bók sem sameinar sögu-
lega sýn á atburði í Kína, stefnu
stjórnvalda og áhrif þeirra á þegn-
ana.
Þýðingin er ekki gallalaus og þó
ekki væri um samanburð við fram-
texta að ræða skein hann öðra
hvora í gegn. Til dæmis var fjar-
lægðum breytt úr mílum í kílómetra
og margfaldað helst til nákvæm-
lega. Gæta hefði mátt að orðaröð
og tíðum (bls. 74, 216-217).
Kristín Ólafs.
DÓRA S. Bjarnason
hefur sent frá sér
bókina Undir huliðs-
hjáhni, sagan af Bene-
dikt. I henni rekur
hún sögu sonar síns,
Benedikts, allt frá
fæðingu hans til dags-
ins í dag þegar Bene-
dikt, sem er mikið
fatlaður, lýkur 10.
bekk grunnskóla.
Dóra segir í bókinni
frá því hvernig hún
barðist fyrir því að
Benedikt fengi tæki-
færi til að ganga í
skóla með ófötluðum
börnum og reyna það
sama og þau gerðu í lífinu.
Skrifaði fyrir sjálfa mig
Dóra hefur skrifað fræðibækur
og birt greinar og sögur í blöðum
áður en þetta er fyrsta bók hennar
almenns eðlis. Hún er menntaður
félagsfræðingur og dósent í Kenn-
araháskóla Islands. Menntun henn-
ar kom henni til góða við að tak-
ast á við það að eiga fatlað barn.
„Þessi reynsla hefur hjálpað mér
að þróa sjálfa mig sem fagmann.
í Bandaríkjunum er nokkur hefð
fyrir svona bókum þar sem foreldr-
ar skrifa um böm sín og einhvern
veginn langaði mig til að skrifa
þessa bók núna. Ég skrifaði hana
einkum fyrir sjálfa mig en gaf
hana kannski út fyrir nemendur
mína og þá sem vinna með fötluð-
um. Hún er samt hugsuð fyrir alla
og ég hef fengið góð viðbrögð frá
breiðum hópi fólks. Það sem mér
þykir vænst um er að unglingar
lesa bókina eins og spennusögu og
lána hana vinum sínum. Það segir
mér að hún sé ekki mjög leiðinleg."
Þegar Dóra þurfti að horfast í
augu við það að hún átti fatlaðan
son las hún bók eftir foreldri í
svipaðri aðstöðu sem hjálpaði
henni mikið og sýndi henni að það
væri vel hægt að hlæja og vera
til áfram, eins og hún orðar það.
Hún segir bókina vera fyrst og
síðast ástarsögu um son þó hún
viðurkenni að oft sé
hún baráttusaga. „Ég
held að hvernig svo
sem barnið manns er
þá þurfi maður að
beita sér mismikið til
að koma því á legg.
Það sem er öðruvísi
við mína sögu er að
ég hef hugsanlega
þurft að setja meiri
vinnu í uppeldið en
gengur og gerist. Ég
hef gaman af ögrandi
verkefnum og hef
lært óskaplega margt.
Ég vildi ekki missa tíu
mínútur út þó sumt
hefði ég kannski vilj-
að gera öðruvísi eftir á að hyggja.
Það að eiga fatlað barn er mikil
vinna. Ég hef lært að deila vinn-
unni á marga en biðja engan um
meira en hann getur eða er tilbú-
inn að Iáta af hendi.“
Tilfinningatónar
Dóra kveðst aðspurð bæði vera
brautryðjandi og sporgöngumaður
enda hafi margir orðið til að ryðja
brautina, bæði foreldrar og fag-
fólk. „Ég geng í mikinn sjóð. Ein
kona skrifaði til dæmis bréf fyrir
löngu og bað um að kerfið styrkti
hana til bleyjukaupa fyrir fatlaðan
son sinn. Það gekk eftir og þegar
ég sé þessa konu, sem veit ekki
hver ég er, úti á götu, langar mig
mest að stökkva á hana og faðma
að mér. Hver ein lítil breyting á
viðhorfi til fatlaðra sem hefur átt
sér stað auk aukinnar þekkingar
á þessum málum hefur skipt máli.
Menn eru að læra að það er ýmis-
legt hægt sem þeir vissu ekki áður
að væri mögulegt og það er það
sem er svo spennandi."
Það getur verið erfitt að skrifa
frásögn eins og þá sem Dóra ritar
í bókinni og sneiða hjá því að
hafa hana of væmna eða of tilfinn-
ingaþrungna. „Það er svo leiðin-
legt,“ segir Dóra og brosir, „auð-
vitað eru tilfinningatónar í bók-
inni en þeir eru þá aðallega brot
úr dagbók minni.“