Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 51 „Eilífa lífið, frá degi til dags“ „ÉG VIL tala fyrir trú mína,“ sagði prestur nokkur í minni áheyrn; með þessum skrifum vil ég reyna, af veikum mætti, að fara að dæmi hans, þó ekki sé ég prestlærð. Til- efni mitt nú er opið bréf til sr. Vigfús- ar Þórs Árnasonar, þjónandi prests í Grafarvogi, sem birt var í Morgun- blaðinu 12. des. sl., frá Oddi Einars- syni, fyrrum sóknarpresti. Ég bið Odd hér með fyrirgefningar, ef hon- um finnst ég vera að skipta mér af „tveggja manna tali“, en ég lít ekki sjálf svo á. Oddur bendir réttilega á, að kirkja Drottins vors er ein - því hlýtur söfnuðurinn að vera einn, eða er það ekki rétt skilið hjá mér? Einn Guð, einn Frelsari, ein trú, einn söfnuður - en skilningur mis- mikill, eftir gjöfum Adams, ekki satt? Ég las nefndar greinar sr. Vigfúsar mér til fróðleiks og gæti vel hugsað mér að hlýða á guðsorð í kirkjunni hjá honum. Og þó er ég ein þeirra, sem bý í öðru hverfi og hef ekki nýlega talið mér þörf á að leita útfyr- ir safnaðarkirkju mína, til svölunar á trúarþörf minni. Kannski fínnst einhveijum leit mín að Sannleikans Guði þar með hálf-volg, sjálfumglöð, auðtrúa og blind. Og kannski líka haga ég mér, þar með, eins og það barn, sem Jesús Kristur sagði, að erfa myndi Guðsríki. Grein Odds Einarssonar olli mér vangaveltum og vakti ýmsar spurn- ingar. Vil ég viðra þær hér, í bróð- erni og góðri trú. Fyrst af öllu vil ég taka þann tón fyrir, sem mér fannst ég lesa í skrifum hans; og reyndar annarra áður. Hafi ég ekki misskilið hann, þá er um lítilsvirðingu að ræða gagnvart þjóðkirkjunni, því samfélagi sem lengst allra hér á landi hefur þjónað - og þjónar - andlegri velferð þjóðarinnar. Þau orð, sem Oddur beinir til sr. Vigfúsar sjálfs eru fínlega á mörkum hins sama. Og ég spyr: Heyrir lítilsvirðing undir þá kristilegu áminningu, sem okkur ber í kærleika að veita hver öðrum? Sæmir það góðum manni, kristnum eður ei, að gera sitt til að draga úr tiltrú á því samfélagi við Guð og menn þeim styrk og friði, sem aðrir hafa fundið oggeta fundið framvegis íþjóðkirkjunni - þó að honum sjálfum nægi ekki það orð Guðs, sem þar er boðað - erindi náðar og vonar, yls og léttis, í stað lögmálsbókhalds? Satt er það, að fleiri en Oddur telja sig „borga afnotagjöld" til ís- lenska ríkisins vegna Drottins síns, „standa í skilum" og bera lítið úr býtum. En telst það þá orðið ljóður á ráði heiðarlegs og hugsandi manns, að ástunda kirkjusókn; að nenna að standa í því eða fínna hjá sér slíka löngun? Er bjánalegt, að láta sjá sig þar á „virkum" sunnudegi? Tíma- frekur óþarfi, þegar svo margt annað stendur til boða? Urelt, og þá hvern- ig úrelt? Hræsni, kannski - eða ótti við að vera talinn hræsnisfullur, eða illa haldinn á sálinni, ef einhver frétt- ir af? Er „eitthvað að“, ef við „stund- um“ kirkju? Erum við mjög svo til fyrirmyndar, ef við gerum það ekki? Víst geta menn lært allt mögulegt af lífínu sjálfu, frá degi til dags; mætt Guði sínum alls staðar og þjón- að Honum. Er þá nóg að gert, af okkar hálfu? Eigum við þá að van- rækja (eða afnema, eins og sumir vildu víst) kirkjur og skóla, lasta þær stofnanir og störf kennaranna allra, ef námsefnið er okkur ekki að skapi - „nægir okkur ekki“ - ef það er tormelt í einni kennslustund eða tveimur á ári, eða ef einhver stenst ekki eitt og eitt „prófið"? Sínum augum má hver líta silfrið, en eigum við þá að forsmá gullið? Megum við víst krefjast þess af gullsmiðunum, að þau breyti eðli gullsins; skipti á því og silfurlíki, í blóra við yfirlýstan vilja Eigandans (Jóh. 3: 16; Op. 22: 16-19), ef við eigum að lúta svo lágt, að „skipta" við þau? Jólahugleiðing Jesús Kristur, sonur hins Lifanda Guðs, kallaði til fylgdar við sig ósköp venjulega menn og fór að uppfræða þá í andlegum efnum; spurningar þeirra voru mjög eðlilegar, en þeir töldu sér ekki skylt að yfírgefa Hann til að leita annars staðar svara, eða rengja Hann, þó þeim þætti Hann á stundum torræður í tilsvörum. Atvik- ið (Jóh. 9: 1-7), sem Oddur vitnar til, segir mér: að endurholdgunar- kenningin var við lýði á dögum Krists Heita bæn mín er sú, segir E. Sólveig Harð- ardóttir, að drottinn finni sér farveg í mér. og að lærisveinar hans voru, eins og við í dag, böm síns tíma; en þeir spurðu Hann um „víða völlinnum það, sem þeir töldu sig þurfa að vita. Og svör Hans til þeirra nægja mér. Hann ræðir hvorki af né á um end- urholdgun við þetta tækifæri, að því er ég best fæ séð, en segir það skýrt og skorinort, að það sem okkur varð- ar um í lífshlaupi blinda mannsins og foreldra hans, tilgangur aðstæðna þeirra og þá hugsanlega okkar líka, er: „ ... að verk Guðs verði opinber á honum.“ Svo vinnur Hann verk Guðs - lækningu, „ ... meðan dagur er.“ Oddur kemst að þeirri niðurstöðu, að harðrétti hérlendis á fyrri öldum hafí kennt okkur íslendingum að „stóla á okkur sjálf“ og tortryggja hvaðeina, sem fyrir okkur er haft, að óreyndu í eigin lífí. Ég vil halda öðru fram: að saga þjóðarinnar, a.m.k. vel fram á þessa öld, beri teikn Krists: að við höfum einmitt - þegar mest gekk á og af auðmýkt þess raunsæis, sem varð þjóðarsál okkar um aldir til sóma - lotið þeim al- vitra, a/valda Leyndardómi, sem fyr- irætlan Guðs vors lands er og hefur alltaf verið; stólað á Þríeinan Guð - Föður, Son og Heilagan Anda. Og í þeirri afstöðu höfðum við rétt fyrir okkur; sé hugur og hjarta, mennt og máttur á íslandi í dag - „ .. . hafi mildi og mannslund varist þar... “, eins og skáldið Tómas Guðmundsson orðar það - þá er dýrðin Drottins, en ekki þjóðarinnar, sem Hann skírði og skýldi. Samlíkingin um fljótið og farveg- inn er gamalkunn og notadijúg, en okkur Odd greinir á, í niðurröðun persóna og leikenda. Jesús Kristur er Fljótið, vatnið í þvf Helgur Andi Hans, en við - kirkjan Hans, þjóðirn- ar - erum farvegimir. Mikill og Góður er sá Guð, sem veitir okkur, að vera farvegir slíks fljóts - sí- fersks, Lifandi Vatns. Okkur er, sem skyni gæddum verum, engin minnk- un - öðru nær - að reyna að lúta fríviljug, staðföst og glöð slíkum Guði. Það er okkur öryggi en ekki ógn, að hugur Hans sé og verði Leyndardómur, allt að upprisudegi. Og þá verður ekki spuming, að Hann þekkir okkur, ef við höfum sýnt okk- ur í því, að vilja þekkja Hann hér. Gegnum tíðina hef ég, eins og sumir aðrir - og segi ég það ekki kinnroðalaust - farið um víðan völl í meintri leit minni; hlaupið hnakka- kert, upplýst og upptekin að 20. ald- ar hætti, yfír hæðir og hóla í dagsins önn; trítlað, í humátt annarra heima- alinna barna, yfir læki marga og talið mig vera „að sækja vatn“. Grillt í Fljótið öðm hveiju og stikað ein- beitt og þvermóðskufull, jafnvel orð- Ijót á köflum, í hina áttina. Ég tók feil á hlutverki mínu og afleiðingarn- ar létu ekki á sér standa: trú mín varð rykug, reikul, ráðvillt og þreytt! Það var andi minn, sem stóð fyrir nokkru síðan frammi fyrir Guði sín- um í nýju fötunum keisarans! Per- sónulega, sem farvegur, hafði ég verið að þorna upp! Ekki þjóðkirkjan í boðun sinni, ekki Andi Jesú Krists, sem stendur enn um sinn öllum til boða; ekki Fljótið sjálft - heldur ég! Það er einmitt Fljótið sem velur - jólabarnið, Jesús Kristur - en ekki við farvegirnir, hempuklæddir eður ei. Sé það rétt sem Oddur getur sér til, að fljótið, sem ég vil kalla Fljótið Helga, sé nú á breiðri sléttu um heim allan, þá lít ég á það sem hlutdeild mína - í „eilífa lífinu, frá degi til dags“ - að gera óskir mínar - „í öllum hlutum kunnar Guði, með bæn og beiðni og þakkargjörð" (Fil. 4:6). Og heitasta bæn mín í dag er sú, að ég fái að vera rás til sjávar í þeirri sléttu, sem um er að ræða, svo að Lifandi Drottinn fínni Sér farveg í mér. Þannig vil ég undirbúa jólin mín - alltaf! Höfundur er skrifstofumaður. Viltu læra förðun? Ljósmynda- og tískuförðun 7. janúar 7. janúar hefst nýtt námskeið í Ijósmynda- og tískuförðun. 6 vikur eða 3 mánuðir, bæði morgun- (9-13) og kvöldtímar (19-23). Innifaldar í námskeiðsgjöldum eru 5 myndir í stærð A4 í möppu og 10 myndir eftir 3ja mánaða námskeið. NÝTT Leikhúsförðun 14. janúar 3ja mánaða námskeið í leikhúsförðun hefst 14. janúar. Kennt verður á morgnana kl. 9-13. Meðal þess sem kennt verður er: Sviðsförðun, notkun vatnslita, gerðir skallar, sár og „bodypaint". Samhliða náminu verður unnið að karaktersköpun. Innifaldar 5 myndir í stærð A4. Förðunarskóli íslands Skeifunni 4, símar 588 7570 og 551 1080. ATVReða einkaverslun - rök í stað hávaða í GREIN sinni í Morgunblaðinu 18. des- ember 1996 ræðir for- stjóri ÁTVR um einka- verslun með áfengi. Hann gerir álagningu einkum að umtalsefni og biður um rök í stað hávaða. Samtök iðnaðarins hafa ekki blandað sér í þær umræður hvort rétt sé að afnema einkarétt ÁTVR til smásölu áfengis. Þau hafa hins vegar hvatt til þess að ÁTVR verði bannað að stunda heildsölu og dreifingu bjórs. Það sem Höskuldur segir um að ÁTVR hafí getað á tímum fullkominnar einokunar annast sölu og dreifíngu áfengis með aðeins 10,5% álagningu er sérstaklega áhugavert. Ekki síst í ljósi þess að í grein sinni virðist hann telja 40-60% álagningu einkaaðila úr hófí fram þó hann taki sjálfur 50% álagn- ingu fyrir að selja einn kassa af ís- lenskum bjór. Meðfylgjandi tafla sýnir verð- myndun og álagningu ÁTVR við sölu á einum kassa af bjór keyptum fyrir 800 kr. af íslensk- um framleiðanda. Hér er miðað við kassa með 24 dósum af 5% sterk- um bjór, samtals 12 lítra. Það er einkum tvennt sem vekur athygli við þessar tölur. Annars vegar það að Höskuldur getur rekið heildsölu með aðeins 0,3% heild- söluálagningu. Hitt sem vekur athygli er það að 0,3% heildsöluálagning og 13% smásöluálagn- ing skuli gefa ÁTVR heildarálagningu sem nemur rúmum 50% af verði bjórkassans frá íslenska framleiðandanum. Allir muna eftir sögunni þegar Forstjóra ÁTVR tekst, segir Jón Steindór Valdimarsson, að gera fimm hænur úr einni ijöður. Jón Steindór Valdimarsson kippa kassi Innkaupsverð 200,00 800,00 Áfengisgjald 484,28 : 1.937,10 Skilagjald 33,78 135,12 Umsýsluþóknun 1,69 6,76 Samtals 719,74 I 2.878,98 0,3% heildsöluál. ÁTVR 2,16 8,64 Samtals 721,90 í 2.887,61 13% heildsöluál. ÁTVR 93,85 375,39 Samtals 815,75 ! 3.263,00 Vsk. 199,86 799,44 Samtals 1.015,61 ■ 4.062,44 Upphækkun ÁTVR 4,39 18,56 Útsöiuverð ÁTVR 1.020,00 ■ 4.080,00 Heildarálagning ÁTVR 100,40 402,59 Heildarál. ÁTVR sem 50,2% 50,3% hlutf. af innk.verði ein fjöður varð að fimm hænum. Forstjóra ÁTVR tekst hins vegar að gera fimm hænur að einni fjöður. Höfundur er aðst.framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Kjarvalsstaðir Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur. Opið daglega frá kl. 10-18. Sbitmd m&m ckM gltefmist Veislukvö Idverd u r Fordrykkur Andalifrarmús á salatbeði með rifsberjavinagrette Fjallagrasa-humarseyði með sólþurrkuðum tómötum og heimalöguðum ostastöngum Dom Perignon krapís Léttsteikt gæsabringa með gráðostsbættri villijurtasósu, kantarellu- sveppum og rjómasoðnum jarðeplum. Cappucino surprise Vetð kr. 5.950 Med kvedju, § ^ Jón Snorrason, matreiðslumeistari. Óskum landsmönnum gleðilegra jóla 'Ti * ^ ’/í’tfd fipei u uu uli - alltnf bcst rjfandi i ciliiluaslnóur í mi()bor<pnni. • Tónlisl - söngur - dann • Lækjargötu 2. i I í <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.