Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Vel sótt- ir Jóla- tónleikar JÓLATÓNLEIKAR Tónlistarskóla Rangæinga fóru að þessu sinni fram í Hellubíói og að Heimalandi undir Eyjafjöilum dagana 18. og 19. des- ember. Voru báðir tónleikamir mjög vel sóttir og fullt út úr dyrum á báðum stöðum. Skemmtu nemendur tónlistarskólans áheyrendum með söng og hljóðfæraleik auk þess sem forskólanemendur fluttu helgileik og lúðrasveit skólans flutti nokkur lög. Þetta er fertugasta starfsár skól- ans og verður haldið uppá það með veglegu tónleikahaldi á næsta ári. Má þar nefna þrenna einsöngstón- leika og einnig munu þeir nemendur sem lengst eru komnir í námi halda einleikstónleika. Verða þetta alls 9 tónleikar og rúsínan í pylsuendanum verður heimsókn Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í vor. í vetur stunda 250 nemendur nám við skólann og er kennt á 6 stöðum í Rangárvallasýslu. Kennarar eru 8 auk skólastjórans, Agnesar Löve. Nú eru þrír nemendur á 7. stigi í námi og sex á 6. stigi. Þá hefur orðið áframhald á samstarfí um for- skólakennslu í Hvolsskóla og eru nú allir nemendur í 4. bekk í skólan- um í hljóðfæranámi og nemendur í 1.-3. bekk eru allir í forskólanum. Þykir þessi tilraun hafa tekist vel og skilar auknum fjölda nemenda í hljóðfæranám og auknum áhuga nemenda á tónlist. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Börn í birtu kertaljósa Blönduósi - Jólin eru hátíð barnanna og sóttu aðventuhátíð í Blönduóskirkju fyr- fæðingar Frelsarans. Börnin sungu líka ljóssins. A myndinni má sjá börnin sem ir skömmu hlúa að ljósinu og minnast jólasálma af innlifun. STARFSMENN loðnubræðslunnar voru kampakátir með áfangann. Þreföld hátíð í loðnuverksmiðju Mesta framleiðsla á Þórshöfn í áratug ÞÓRSHÖFN - Fólk gerir sér víða giaðan dag fyrir jólin og eru Þórs- hafnarbúar engin undantekning. í loðnuverksmiðjunni var jólaglöggið með virðulegra móti þetta árið enda var tilefnið þrefalt. Loðnuverksmiðja Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar á tíu ára af- mæli um þessar mundir og var því ákveðið að halda þar þrefalda hátíð. I fyrsta lagi er árið í ár metár í fram- leiðslu, yfir 70 þúsund tonn, að sögn Rafns Jónssonar verksmiðjustjóra; verksmiðjan á 10 ára afmæli og síð- ast en ekki síst jólaglöggið sjálft, sem hefur borið af öðrum slíkum samkomum hingað til. Samhentur hópur verksmiðju- starfsmanna hélt sína þreföldu há- tíð inni í sjálfri verksmiðjunni, fag- urlega skreyttri með jóla- og kerta- Ijósum, og snæddi þar hangiket, laufabrauð og annað sem þeim gott þykir - ekkert var skorið við nögl. Dýrasta baksvið landsins Hinn margrómaði verksmiðjukór söng við undirleik fjögurra starfs- manna og varð kórstjóranum og verksmiðjustjóranum Rafni Jóns- syni að orði að líklega hefði enginn kór á íslandi dýrara baksvið en verksmiðjukórinn, en það var tækjabúnaður að verðmæti um 80 milljónir. Allar líkur eru á að Rafn Jónsson hafi á réttu að standa þar. Jólafrí tekur nú við hjá starfs- fólki HÞ og verksmiðju, árið hefur verið gott en eftir mikla vinnu er jólafríið vel þegið. Nýtt skipurit fyrir sljórn- sýslu Hornafjarðarbæjar Höfn - Á fundi bæjarstjórnar Horna- fjarðar hinn 19. desember var sam- þykkt nýtt skipurit fyrir stjómkerfi bæjarins. Verkfræðiskrifstofa Stef- áns Ólafssonar hf. (VSÓ) var fengin til að vinna þetta verk í samráði við stjórnendur bæjarins. Á bæjarstjórnarfundinum var lögð fram skýrsla VSÓ, en í inngangi hennar segir: „Markmið verkefnisins var að gera úttekt á og setja fram tillögur um fyrirkomulag stjórnsýslu og skipulags Hornafjarðarbæjar í kjölfar sameiningar þriggja sveitar- félaga árið 1994, yfirtöku grunn- skóla frá ríki til sveitarfélagsins og þess að Hornafjarðarbær er nú til- raunasveitarfélag um rekstur heilsu- gæslu skv. lögum nr. 97/1990.“ Einnig segir að viðfangsefni VSÓ hafi verið fólgin í „einföldun á stjóm- kerfinu til að auka skilvirkni við auk- ið umfang. í máli bæjarstjómarmanna kom einnig fram að bætt stjómun Morgunblaðið/Stefán Ólafsson STURLAUGUR Þorsteinsson bæjarstjóri og Gísli Sverrir Árna- son forseti bæjarstjórnar. leiddi til betri þjónustu við íbúa sveitar- í bæjarstjóm um þessa breytingu og félagsins sem hafi verið megintilgang- lögðu allir málsheíjendur áherslu á að ur með breytingunum. Einhugur ríkti stjórnkerfið styrktist við hana. Mjólkursamlag Sölufélags Austur-Húnvetninga á Blönduósi i I Morgunblaðið/Jón Sigurðsson STARFSMENN Mjólkursamlags SAH ásamt framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Viðurkenn- ing fyrir innra eftirlit Blönduósi - Mjólkursamlag Sölufé- lags Austur-Húnvetninga (SAH) fékk viðurkenningu frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á innra eftirlits- kerfi fyrirtækisins. Mjólkursamlagið á Blönduósi er fyrsta fyrirtækið á Norðurlandi vestra sem hlýtur þessa viðurkenningu. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, Siguijón Þórðarson, veitti mjólkursamlaginu viðurkenninguna. Eftirlitskerfið er kallað GAMES i en það er skammstöfun hinnar tor- raeðu setningar „greining áhættu- þátta og mikilvægra eftirlitsstaða". Kerfi þetta er einkum notað í mat- vælaiðnaði. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.