Morgunblaðið - 24.12.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 24.12.1996, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Vel sótt- ir Jóla- tónleikar JÓLATÓNLEIKAR Tónlistarskóla Rangæinga fóru að þessu sinni fram í Hellubíói og að Heimalandi undir Eyjafjöilum dagana 18. og 19. des- ember. Voru báðir tónleikamir mjög vel sóttir og fullt út úr dyrum á báðum stöðum. Skemmtu nemendur tónlistarskólans áheyrendum með söng og hljóðfæraleik auk þess sem forskólanemendur fluttu helgileik og lúðrasveit skólans flutti nokkur lög. Þetta er fertugasta starfsár skól- ans og verður haldið uppá það með veglegu tónleikahaldi á næsta ári. Má þar nefna þrenna einsöngstón- leika og einnig munu þeir nemendur sem lengst eru komnir í námi halda einleikstónleika. Verða þetta alls 9 tónleikar og rúsínan í pylsuendanum verður heimsókn Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í vor. í vetur stunda 250 nemendur nám við skólann og er kennt á 6 stöðum í Rangárvallasýslu. Kennarar eru 8 auk skólastjórans, Agnesar Löve. Nú eru þrír nemendur á 7. stigi í námi og sex á 6. stigi. Þá hefur orðið áframhald á samstarfí um for- skólakennslu í Hvolsskóla og eru nú allir nemendur í 4. bekk í skólan- um í hljóðfæranámi og nemendur í 1.-3. bekk eru allir í forskólanum. Þykir þessi tilraun hafa tekist vel og skilar auknum fjölda nemenda í hljóðfæranám og auknum áhuga nemenda á tónlist. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Börn í birtu kertaljósa Blönduósi - Jólin eru hátíð barnanna og sóttu aðventuhátíð í Blönduóskirkju fyr- fæðingar Frelsarans. Börnin sungu líka ljóssins. A myndinni má sjá börnin sem ir skömmu hlúa að ljósinu og minnast jólasálma af innlifun. STARFSMENN loðnubræðslunnar voru kampakátir með áfangann. Þreföld hátíð í loðnuverksmiðju Mesta framleiðsla á Þórshöfn í áratug ÞÓRSHÖFN - Fólk gerir sér víða giaðan dag fyrir jólin og eru Þórs- hafnarbúar engin undantekning. í loðnuverksmiðjunni var jólaglöggið með virðulegra móti þetta árið enda var tilefnið þrefalt. Loðnuverksmiðja Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar á tíu ára af- mæli um þessar mundir og var því ákveðið að halda þar þrefalda hátíð. I fyrsta lagi er árið í ár metár í fram- leiðslu, yfir 70 þúsund tonn, að sögn Rafns Jónssonar verksmiðjustjóra; verksmiðjan á 10 ára afmæli og síð- ast en ekki síst jólaglöggið sjálft, sem hefur borið af öðrum slíkum samkomum hingað til. Samhentur hópur verksmiðju- starfsmanna hélt sína þreföldu há- tíð inni í sjálfri verksmiðjunni, fag- urlega skreyttri með jóla- og kerta- Ijósum, og snæddi þar hangiket, laufabrauð og annað sem þeim gott þykir - ekkert var skorið við nögl. Dýrasta baksvið landsins Hinn margrómaði verksmiðjukór söng við undirleik fjögurra starfs- manna og varð kórstjóranum og verksmiðjustjóranum Rafni Jóns- syni að orði að líklega hefði enginn kór á íslandi dýrara baksvið en verksmiðjukórinn, en það var tækjabúnaður að verðmæti um 80 milljónir. Allar líkur eru á að Rafn Jónsson hafi á réttu að standa þar. Jólafrí tekur nú við hjá starfs- fólki HÞ og verksmiðju, árið hefur verið gott en eftir mikla vinnu er jólafríið vel þegið. Nýtt skipurit fyrir sljórn- sýslu Hornafjarðarbæjar Höfn - Á fundi bæjarstjórnar Horna- fjarðar hinn 19. desember var sam- þykkt nýtt skipurit fyrir stjómkerfi bæjarins. Verkfræðiskrifstofa Stef- áns Ólafssonar hf. (VSÓ) var fengin til að vinna þetta verk í samráði við stjórnendur bæjarins. Á bæjarstjórnarfundinum var lögð fram skýrsla VSÓ, en í inngangi hennar segir: „Markmið verkefnisins var að gera úttekt á og setja fram tillögur um fyrirkomulag stjórnsýslu og skipulags Hornafjarðarbæjar í kjölfar sameiningar þriggja sveitar- félaga árið 1994, yfirtöku grunn- skóla frá ríki til sveitarfélagsins og þess að Hornafjarðarbær er nú til- raunasveitarfélag um rekstur heilsu- gæslu skv. lögum nr. 97/1990.“ Einnig segir að viðfangsefni VSÓ hafi verið fólgin í „einföldun á stjóm- kerfinu til að auka skilvirkni við auk- ið umfang. í máli bæjarstjómarmanna kom einnig fram að bætt stjómun Morgunblaðið/Stefán Ólafsson STURLAUGUR Þorsteinsson bæjarstjóri og Gísli Sverrir Árna- son forseti bæjarstjórnar. leiddi til betri þjónustu við íbúa sveitar- í bæjarstjóm um þessa breytingu og félagsins sem hafi verið megintilgang- lögðu allir málsheíjendur áherslu á að ur með breytingunum. Einhugur ríkti stjórnkerfið styrktist við hana. Mjólkursamlag Sölufélags Austur-Húnvetninga á Blönduósi i I Morgunblaðið/Jón Sigurðsson STARFSMENN Mjólkursamlags SAH ásamt framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Viðurkenn- ing fyrir innra eftirlit Blönduósi - Mjólkursamlag Sölufé- lags Austur-Húnvetninga (SAH) fékk viðurkenningu frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á innra eftirlits- kerfi fyrirtækisins. Mjólkursamlagið á Blönduósi er fyrsta fyrirtækið á Norðurlandi vestra sem hlýtur þessa viðurkenningu. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, Siguijón Þórðarson, veitti mjólkursamlaginu viðurkenninguna. Eftirlitskerfið er kallað GAMES i en það er skammstöfun hinnar tor- raeðu setningar „greining áhættu- þátta og mikilvægra eftirlitsstaða". Kerfi þetta er einkum notað í mat- vælaiðnaði. .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.