Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 13 Lögreglan á Akureyri Útiljós við Glerárskóla skemmd •• Okumaður sleginn í andlitið SKEMMDIR voru unnar á Ijósum við Glerárskóla um helgina, en þar höfðu einhveijir gert sér að leik að skemma útiljós við skólann sem eru að verðmæti um 60 þúsund krónur. í odda skarst með ökumanni bif- reiðar og gangandi vegfaranda á laugardagskvöld. Ökumaðurinn hafði lagt bifreið sinni að hluta til upp á gangstétt og sá gangandi, sem var mikið ölvaður, lét þá fætur og hendur ganga á bifreiðinni. Þeg- ar ökumaður steig út til að mót- mælta þessari hegðun sló sá gang- andi hann í andlitið. Tveir á slysadeild Harður árekstur varð á þjóðvegi 1, við Hlíðarbæ, þar sem tvær bif- reiðar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman og mun hálka hafa átt mestan þátt í því hvernig fór. Tveir farþegar úr annarri bifreið- inni voru fluttir á slysadeild til skoð- unar. Báðar bifreiðarnar skemmd- ust mikið, þær voru báðar nýjar, önnur aðeins búin að vera einn dag á götunni. Einn maður var tekinn grunaður um ölvun við akstur og telur lög- regla það gott miðað við mikið framboð samkvæma með jólaglöggi og tilheyrandi um þessar mundir. Þrír voru kærðir fyrir að hnupla varningi úr búðum, en með auknu eftirliti í verslunum hafa allmargir verið teknir við þá iðju nú fyrir jól- in. Oftast er um smávægilega hluti að ræða. ------♦ ♦ ♦ Kvartað undan akstri vélsleða MARGAR kvartanir hafa borist til lögreglu síðustu daga undan akstri vélsleða í bænum. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu er þessum ökutækjum ekið á opnum svæðum og jafnvel götum á mikilli ferð og af tillitsleysi, jafn- framt því sem þau valda hávaða og ónæði, ekki síst á kvöldin. Lögregla bendir á að samkvæmt 21. grein lögreglusamþykktar Ak- ureyrar er akstur vélsleða í bænum bannaður. Undantekningar eru akstur að og frá heimili og skal þá farin stysta leið og gildir það sama um töku eldsneytis. Þá brýn- ir lögregia fyrir forráðamönnum unglinga, sem í meirihluta eru ökumenn þessara tækja, að sjá til þess að farið sé eftir settum regl- um. Einn var í vikunni sem leið tek- inn fyrir að aka vélsleða án rétt- iinda. ------♦ ♦ ♦----- Opið í Hlíð- arfjalli SKÍÐASVÆÐI Akureyringa í Hlíð- arfjalli hefur verið opið síðustu daga og verða tvær lyftur, í Hóla- og Hjallabraut, opnar um næstu helgi, dagana 27. til 30. desember. Ivar Sigmundsson forstöðumað- ur sagði að ótrúlega vel hefði geng- ið að halda skíðasvæðinu opnu síð- •ustu vikur og þónokkuð af fólki hefði sótt svæðið. Veður og aðstæð- ur hefðu verið eins og best verður á kosið, frost og stillur. Morgunblaðið/Margrét Þóra Embla gefur mæðra- styrksnefnd matarkassa KONUR úr Kiwanisklúbbnum Emblu á Akureyri færðu for- svarsmönnum Mæðrastyrks- nefndar matarkassa nú nýlega. Er þetta fjórða árið í röð sem kiwaniskonur gefa nefndinni mat fyrir jólin. Þórhildur Svanbergsdóttir, kjörforseti Emblu, sagði að klúbb- urinn aflaði fjár m.a. með sölu jólaskreytinga og einnig með jóla- basar. Þannig hefðu bæjarbúar lagt þeim lið við að afla pening- anna. í kössunum er m.a. kjöt, grænmeti, ávextir, sælgæti og gos- drykkir. Matarkössunum verður útdeilt til þeirra sem mest vanhag- ar um þá. Um 110 fjölskyldur hafa leitað eftir aðstoð Mæðrastyrks- nefndar nú fyrir jólin. A myndinni eru þær Jóhanna Júlíusdóttir, féhirðir Emblu, og Hekla Geirdal, gjaldkeri Mæðra- styrksnefndar, með matarkassa, en að baki þeim (f.v.) standa Þór- hildur Svanbergsdóttir, kjörfor- seti Emblu, Sveinbjörg Rósants- dóttir, Helga Stefánsdóttir, Lauf- ey Arnadóttir, allar í mæðra- styrksnefnd, og Li(ja Sigurjóns- dóttir, gjaldkeri Emblu og í mæðrastyrksnefnd. góðir frá Mercedes- Sprinter Sendibíll ársins 1995 í Evrópu! Benz Bíll, sem fengið hefur frábærar viðtökur á íslandi. Fæst í mörgum stærðum og gerðum með eða án glugga, sem grind til yfirbyggingar eða pallbíll með vinnuflokka- eða einföldu húsi. Má einnig breyta í hópferðabifreið fyrir allt að 18 manns. Verð frá kr. ánVSK, með VSK kr. 2.306 þús. Sendibíll ársins 1996 í Evrópu! Nýr sendi- eða fjölnotabíll, sem hlotið hefur afburða góða dóma. Fæst með eða án glugga og sem fólksbifreið fyrir allt að 8 manns. ur THE YEAR 1996 Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita fúslega allar nánari upplýsingar. Opið laugardaga frá kl. 12 -16 Verð frá kr. án VSK, með VSK kr. 2.160 þús. Örfáir bílar til afgreiðslu strax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.