Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 11 Doktor í eðlis- fræði •SVEINN Valfells varði doktors- ritgerð í eðlisfræði við Boston University 1. október sl. Heiti rit- gerðarinnar er „New perspectives on the ambient pressure and high pressure spin density wave mec- hanisms in bis-(tetramethyl-tet- raselenafulvalene) hexafluoro- phosphate.“ Ritgerðin skiptist í tvo hluta og fjalla báðir hlutarnir um spunaþéttni- bylgjur í lífræna sameindakrist- allnum bis- (tetramethyl-tet- raselenafu- lvalene)hexaflu- orophosphate,(TMTSF) 2PF6, en sá kristall er stefnuháður rafleið- ari. í fyrri hluta ritgerðarinnar er greint frá mælingum á skölun skammta Hall hrifa í (TMTSF) 2PF6. Þau eiga sér stað þegar Fermi fleti kristallsins er breytt með því að beita hann um tíuþús- undföldum loftþrýstingi og knýja þannig fram ofurleiðni við lágt hitastig. Við slík skilyrði eru spunaþéttnibylgjur framkallaðar með sterku segulsviði og fylgja skammta Hall hrif. Sýnt er fram á með mælingum og kennilegum rökum að skölun á mældum Hall hrifum við fasaskipti frá einu Hall ástandi til annars bendi til þess að skammta Hall fasaskiptin (TMTSF) 2PF6 séu ósamfelld. í seinni hluta ritgerðarinnar er fjallað um spunaþéttnibylgjur sem til verða í kristallnum þegar hann er kældur niður undir alkul við einfaldan loftþrýsting. Notast var við segulómun til að mæla spuna- slökun og gleypnilínubreidd selen kjarna sem mælanleg eru með því að beitu sterku segulsviði (allt að 24 tesla). Mæliniðurstöðurnar benda til þess að farskiptin frá rafleiðandi ástandi til spunaþéttni- bylgna séu ófullkomin og að örvun spunaþéttnibylgnanna og frjálsir rafberar keppi um slökunaráhrif í spunabylgjuástandinu uns önnur fasaskipti til fullkomins spuna- bylgjuástands eigi sér stað við enn lægra hitastig en við fyrstu fasa- skiptin. Rannsóknir Sveins áttu sér stað á Francis Bitter National Magnet Lab við Massachusetts Institute of Technology (FBNML) í Cam- bridge, Massachusetts á National High Magnetic Field Lab (NHMFL) við Florida State Uni- versity í Tallahasse, Florida og á Los Alamos National Labs, Los Alamos, New Mexico. Leiðbein- andi Sveins var James S. Brook, prófessor við Boston University, Florida State University og NIIMFL. Niðurstöður rannsókn- anna hafa verið birtar á ýmsum vettvangi m.a. í tímaritun Physical Review. Sveinn er sonur Svövu Kristín- ar og Sveins Valfells. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1987 og BS prófi í eðlisverkfræði frá Columbia Uni- versity í New York haustið 1990. Samhliða námi starfaði Sveinn sem byggingaverkamaður og sjó- maður, við fjármálafyrirtæki er- lendis, við gæðaeftirlit í Steypu- stöðinni ehf., og loks sem aðstoð- arkennari og rannsóknarmaður við Boston University, FBNML og NHMFL. FRÉTTIR 1.106 lögbýli fá grciðslur undir 50.000 krónum ALLS fengu 476 lögbýli á landinu yfir 200.000 króna beingreiðslur á verðlagsárinu 1995/1996. Þetta kemur fram í svari landbúnaðar- ráðherra, Guðmundar Bjarnason- ar, við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um beingreiðslur til bænda, sundurliðaðar eftir kjör- dæmum og búgreinum. Flest lög- býli fá greiðslur undir 50.000 krónum, eða 1.106. Samkvæmt svari ráðherra fá 1.106 lögbýli greiðslur undir 50.000 krónum, 716 fá 50- 100.000 krónur á mánuði, 489 fá 100-150.000 krónur, 359 lögbýli fá 150-200.000 krónur og 476 fá yfir 200.000 krónur, sem fyrr er getið. Flest lögbýla sem fá yfir 200.000 krónur á mánuði eru á Suðurlandi, eða 175, og næstflest á Norðurlandi eystra, það er 136. Tæplega fjórum milljörðum var varið til beingreiðslna til framleið- enda mjólkur og kindakjöts á Fjöldi bænda sem Fjárhæðir sem fengu beingreiðslur greiddar voru á verðlagsárinu í hverju kjördæmi: 1995/96: Kjördæmi Fjöldi lögbýla Fj'öldi handh. Kindakjöt Mjólk Alls Reykjanes 50 54 10.644 35.315 45.959 Vesturland 528 594 232.459 349.296 581.755 Vestfírðir 280 302 166.645 73.286 239.931 Norðurland vestra 572 661 284.719 369.002 653.721 Norðurland eystra 596 641 243.003 651.131 894.134 Austfirðir 399 437 240.733 143.074 383.807 Suðurland 821 647 274.722 905.690 1.180.412 All landið 3.246 3.636 1.452.925 2.526.794 3.979.719 Fjöldi lögbýla sem fengu beingreiðslur eftir kjördæmi Reykjanes Vesturland Vestfirðir NorðurlandNorðurland Austfírðir Suðurland vestra eystra <50 30 185 104 190 192 129 276 50-100 2 46 114 172 107 153 122 100-150 6 85 38 76 92 72 120 150-200 4 63 16 57 69 22 128 >200 8 49 8 77 136 23 175 Samtals 50 528 280 572 596 399 821 verðlagsárinu 1995/1996 og er greiðslna eftir tekjuflokkum mið- skipting á heildarupphæð bein- að við greiðslu til lögbýlis sem hér segir: Undir 50.000 krónum 298.444 þúsund, 50-100.000 720.781 þúsund, 100-150.000 718.704 þúsund, 150-200.000 747.791 þúsund, yfir 200.000 1.493.999 þúsund, eða 3.979.719 þúsund. í úrvinnslunni eru beingreiðslur flokkaðar niður á lögbýli, sem er skilgreint hugtak í ábúðarlögum. Stofn þeirra, greiðslumarkið, er bundinn við lögbýli og innan hvers lögbýlis geta verið einn eða fleiri beingreiðsluhafar sem uppfylli skilyrði skattyfirvalda fyrir sjálf- stæðum rekstri að hafa virðis- aukaskattsnúmer. Að baki hvetju virðisaukaskattsnúmeri eru oftast tveir einstaklingar, sjaldnar einn eða fleiri en tveir og er valinn sá kostur í úrvinnslunni að raða lög- býlum í fjárhæðarflokka og geta síðan um fjölda beingreiðsluhafa sem skipt hafa með sér greiðslum innan hvers flokks, segir ennfrem- ur í svari ráðherra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Derhúfur í Lýðskólanum TUTTUGU nemendur út- skrifuðust úr námskeiði á veg- um Lýðskólans í Norræna húsinu á fimmtudag. I stað stúd- entshúfna settu þau upp derhúf- ur við tækifærið. í fréttatilkynn- ingu frá skólanum segir að hann sé valkostur fyrir nemendur sem ekki hafa fundið sig í fram- haldsskólum eða annars staðar í skólakerfinu og að ætlunin sé að bjóða upp á fleiri nám- skeið á næsta ári. Þetta er ann- ar hópurinn sem útskrifast á þessu ári. SUS gagn- rýnir skatta- hækkanir STJÓRN Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem seg- ir að hún harmi að ríkis- stjórnin skuli grípa til þess að hækka skatta á launafólk í landinu og auka ríkisút- gjöld. „íslendingar hafa treyst Sjálfstæðisflokknum í tæp- lega 70 ár sökum þess að hann hefur barist fyrir því að böndum verði komið á ríkisvaldið og fólk fái að halda því sem að það aflar en þurfi ekki að borga end- aluast í ríkishítina. Nú er tími til að framkvæma. Rík- isstjórn undir forystu Sjálf- stæðisflokksins á að lækka skatta og lækka ríkisút- gjöld,“ segir í ályktun SUS. REYKJAVIK: Framtalsnefnd hefur samþykkt lækkun fasteigna- skatts elli- og örorkulífeyris- þega árið 1997 skv. eftir- farandi viðmiðunartölum Tekjur Tekjur veita einstaklings hjóna lækkun um allt að 670 940 þús. kr. 100% 740 1.025 80% 830 1.170 50% hærri tekjur gefa engan afslátt Lækkun fasteigna- skatta elli- og örorku- lífeyrisþega BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögur framtalsnefndar Reykja- víkur um lækkun fasteignaskatta elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 1997. Framkvæmdast|ori félagsmála hjá Reykjavíkurborg Misjöfn fjárhagsaðstoð getur valdið flutningi NYJAR reglur um fjárhagsaðstoð Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar tryggja öllum framfærslu- skyldum íbúum borgarinnar vissar lágmarkstekjur úr borgarsjóði. Að mati Jóns Björnssonar, fram- kvæmdastjóra menningar-, uppeld- is- og félagsmála, er viss áhætta fólgin í því að eitt sveitarfélag heiti tekjutryggingu en önnur ekki. Það geti valdið flutningi fólks frá öðrum sveitarfélögum sem búa við strang- ari reglur um fjárhagsaðstoð. Fjárhagsaðstoðin hærri en lægstu laun Þetta kemur meðal annars fram í úttekt Jóns á nýjum reglum um afgreiðslu fjárhagsaðstoðar, sem lögð hefur verið fram í borgarráði. Bendir Jón á að framfærslueyrir sá sem borgin tryggi íbúum sínum hafi verið ákveðinn með hliðsjón af fræði- lega skilgreindum fátæktarmörkum, þ.e. að miðað væri við helming með- altekna. Þó að upphæðin yrði naum- ast talin ofrausn miðað við raunveru- legan framfærslukostnað væri hún svipuð fullum atvinnuleysisbótum og hærri en lægstu launataxtar fyrir fulla vinnu. Ef almennur vilji stæði til þess að fólk hefði framfæri af eigin vinnu fremur en opinberum styrkjum ættu launin ekki að vera lægri en styrkur- inn. Þar sem verulegur beinn og óbeinn kostnaður sé samfara því að stunda vinnu þyrftu laun auk þess að vera umtalsvert hærri en atvinnu- leysisbætur eða framfærslustyrkur. Ættu opinberir aðilar hvorki að van- meta peningavit né ofmeta vinnu- gleði fólks í þannig stöðu. Lítil tök á stjórnun Jón segir nýju reglurnar einfaldar og skýrar en borgin hafi næsta lítil tök á að stjórna því hve mikið fé renni til fjárhagsaðstoðar. Því ráði þættir utan valdsviðs borgaryfir- valda, svo sem atvinnuástand, kjara- dreifing og skipan ríkisvaldsins á öðrum bótum. „Nú þegar ver borgin nálægt milljarði í fjárhagsaðstoð og henni náskylda niðurgreiðslu á húsa- leigu,“ segir í úttektinni. Bent er á að atvinnuleysi hér á landi sé mun minna en í Evrópu, en það gæti tvö- eða þrefaldast. Ríkis- valdið, að mati Jóns, hafi tök á og að því er virðist einhvern vilja til að koma meira af þunga þess yfir á sveitarfélögin. Reykjavíkurborg sé næsta varnarlítil ef þannig færi með núgildandi reglur um fjárhagsaðstoð. Fram kemur að skiptar skoðanir séu á því með hvaða hætti eigi að beita fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Ýmist sé um að ræða tekjutrygg- ingasjónarmið, sem nú er við lýði í Reykjavík, þar sem lögð er áhersla á jöfnuð eða meðferðarsjónarmið, þar sem lögð er áhersla á sveigjan- leika og fjárhagsaðstoð, sem veitt er eftir mati á einstaklingsbundnum þörfum. Jón segist sjá kosti og galla við báðar leiðir en telur meðferðar- sjónarmiðið affarasælla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.