Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 61 I I I I ► I 1 ) ) ) ) ) ) ) ) ) JÓLAMYIMDIR KVIKMYNDAHÚSANIMA LAUGARÁSBÍÓ Svanaprinsessan með íslensku tali BANDARÍSKA teiknimyndin Svanaprinsessan frá Col- umbia Pictures er jólamynd Laugarásbíós auk Jólahasars með Arnold Schwarzeneggers en báðar myndirnar eru sýndar í Regnbogan- um einnig. Svanaprinsessan, sem sýnd er með íslensku tali, verður einnig frumsýnd um jólin á ísafirði og í Vestmannaeyjum. Þá mun Laugarásbíó sýna spennumyndina „Fled“ með Laurence Fishbume og Stephen Baldwin um áramótin. Svanaprinsessan er barna- og fjölskylduteiknimynd um ást og kærleika og hugrekki. Hún er byggð á hinu þekkta þýska ævin- týri Svanavatninu og segir af Dið- riki prins og Árnýju prinsessu. Þau eru síður en svo vinir í æsku en foreldar þeirra eru staðráðnir í að þau verði konungur og drottning í ríkinu þegar þau eldast. Þau vaxa úr grasi og finna spénnuna magn- ast í garð hvors annars og verða ástfangin. Þá kemur til sögunnar galdramaður sem vill koma í veg fyrir samband þeirra og breytir Árnýju í svan. Diðrik veit ekki að svanurinn fagri er Árný í álögum en vinir hennar í dýraríkinu, frakk- ur froskur, seinleg skjaldbaka og röggsamur lundi, vita hvað gerðist og reyna að koma henni til hjálpar. Söngur og talsetning er í leik- stjóm Þórhalls Sigurðssonar en með helstu hlutverk í íslensku talsetn- ingunni fara Sóley Elíasdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Pálmi Gestsson, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Sigurður Sigurjónsson, Hjálmar Hjálmarsson, Pétur Ein- arsson, Egill Ólafsson, Magnús Ól- afsson, Örn Árnason og Þórhallur Sigurðsson. Um íslensku þýðinguna sá Þrándur Thoroddsen. Gamanspennumyndin „Fled“ er í leikstjórn Kevins Hooks en hún segir af tveimur föngum sem flýja handjámaðir saman og þola ekki hvorn annan. Baldwin leikur tölvu- frík sem eftirsóttur er mjög af lög- reglunni, alríkislögreglunni og kúbversku mafíunni því hann hefur stolið milljónum og tölvudisk frá síðastnefndu aðilunum. Með önnur hlutverk í myndinni fara Will Patton og Salma Hayek. Fishbume er einn af þekkustu leikumm Hollywood-borgar og þótti standa sig vel sem márinn Óþelló í nýlegri mynd og er hann fyrsti svert- inginn til að leika hið magnaða hlut- verk. Hann hefur löngum verið kall- aður Larry á kreditlistum kvikmynd- anna en árið 1993 tók hann upp fullt nafn, Laurence.^ Hann var sama ár útnefndur til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Ike Tumer í „What’s Love Got to Do With It“. STJÖRNUBÍÓ DREKINN taminn; Dennis Quaid og drekinn mikli í Drekahjarta. HÁSKÓLABÍÓ Tölvutækni og talsetningar ur með nýjustu tölvutækni. Með helstu hlutverk fara Udo Kier, Rob Schneider og Bebe Neuwirth en Jonathan Taylor Thomas talar fyrir Gosa sjálfan. Ágúst Guðmundsson leikstýrði íslensku talsetningunni en með helstu leikraddir fara Arnar Jónsson, Árni Egill Örnólfsson, Egill Ólafsson, Þórhallur (Laddi) Sigurðsson, Sigrún _ Edda Björns- dóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Steinn Ármann Magnússon og fleiri. Hamsun er með Max von Sydow í titilhlutverkinu og er norræn stór- mynd um norska skáldið og rithöf- undinn Knud Hamsun og verður fmmsýnd á annan í jólum. Mynd- in var gerð á þessu ári og er tveir og hálfur tími að lengd. Með önnur hlutverk fara Ghita Nörby, sem leikur eiginkonu skáldsins, Marie Hamsun, Sverre Anker Ousdal, sem leikur Quisling, og Anette Hof, sem leikur dóttur Hams- un. Leikstjóri er Jan Troell, en hann gerði þá eftirminni- legu sjónvarpsþætti Vestur- farana og er einn fremsti leikstjóri Norðurlanda. Myndin hefst árið 19.35 og segir af Hamsun til æviloka árið 1952. Þá er þess að geta að áramótamynd Háskólabíós verður „Sleepers“ með stórleik- umnum Robert De Niro, Brad Pitt, Dustin Hoffman og Jason Patric. Myndin er byggð á sönnum atburð- um um hefnd stráka sem misnotað- ir hafa verið á betrunarheimili. EF þér finnst gaman þá ertu ekki að læra“, stendur í skólastofu Matthildar í hinum agalega Crunchem Hall barnaskóla. Hann er eins og klipptur útúr sögu eftir Charles Dickens og skólastjórinn, Frenja að nafni, er hin mesta fordæða. Hún er ásamt öðru ólympískur keppandi í sleggjukasti og lætur sig ekki muna um að henda krökkunum út um gluggann á skólastofunni. Hún er erkióvinur Matthildar litlu, sem er nýbyrjuð i skólanum, en Matthildur á nokkur spil uppi í erminni í bar- áttunni gegn henni. Fyrir utan að vera vel lesin í heimsbók- menntunum býr hún yfir yfir- náttúrulegum hæfileikum. Jólamynd Stjörnubíós er byggð á sögunni Matthildi eftir Roald Dahl sem komið hefur út í íslenskriþýðingu. Danny DeVito er maðurinn á bak við mynd- ina því hann leikstýrir bæði og framleiðir og fer einn- ig með eitt aðalhlutverkið ásamt eiginkonu sinni, Rhea Perlman. Þau leika einmitt hjón sem eign- ast dótturina Matthildi er fljót- lega kemur í Ijós að býr yfir undraverðum hæfileikum þótt foreldrarnir taki lítt eftir því enda mjög lélegir foreldrar. Matthildur býr yfir ofurgáfum og er lestrarhestur mikill og hvort tveggja hjálpar henni ny'ög í baráttunni við hinn illa skóla- stjóra og barnahatara Frenju. Foreldrum Matthildar er mun meira umhugað um hvað er í sjónvarpinu og hvernig græða má á vafasömum bílaviðskiptum og bingói en hvernig Matthildi vegnar í lifinu. Pabbinn veit ekki einu sinni hvað hún er gömul. Þegar þau komu af fæðingar- deildinni gleymdu þau Matthildi í bílnuni. Handritshöfundar myndarinn- ar eru þau Nicholas Kazan, sem áður skrifaði m.a. „Reversal of Fortune" en hann er einnig einn framleiðenda Matthild- ar, ogRobin Swicord, sem áður skrifaði „Little Women“. Einnig er Liccy Dahl skrifuð sem einn af framleiðendunum en hún er ekkja höfundarins. Með stærstu hlutverkin i myndinni auk DeVitos og Perlman fara Mara Wilson, sem leikur Matt- hildi en Mara var í annarri jóla- mynd í fyrra eða Kraftaverkinu á 34. stræti og Embeth Davitz, sem leikur Frenju af miklum krafti. Er Matthildur fyrsta myndin sem hún leikur í. Þá fer Paul Reubens með lítið hlutverk lögreglumanns en hann er fræg- astur fyrir að leika Pee Wee Herman. Bókmenntir skipta miklu máli í lífi Matthildar og eru henni styrkur og segir DeVito að einn helsti boðskapur myndarinnar sé þessi: Mennt er máttur. STÓR- SKRÍTIN fjölskylda; DeVito, Wilson og Perlman í Matt- hildi. ELDSPÚANDI dreki gerður með tölvugrafík er aðal- númerið í Háskólabíói um þessi jól en hann fer með annað helsta hlutverkið í Drekahjarta ásamt Dennis Quaid. Þá verður klassíska ævintýrið um spýtustrák- inn Gosa ein af jólamyndum bíósins en hún er með íslensku tali og stór- mynd um ævi Hamsuns verður einnig á dagskrá en áramótamynd Háskólabíós er „Sleepers" eftir Barry Levinson. Drekahjarta fjallar um drekabana sem gengur í bandalag við síðasta drekann í heiminum og saman beij- ast þeir hlið við hlið gegn illum öfl- um en David Thewlis er holdgerving- ur þeirra. Dekinn heitir Draco og talar mannamál og er talsetning hans í höndum Sean Connerys. Tök- um á myndinni lauk fyrir þremur árum en hún var frumsýnd í Banda- nkjunum í sumar. Tíminn í millitíð- inni var notaður til að hanna og teikna drekann inní myndina með nýjustu tölvutækni. Leikstjóri Drekahjarta er Rob Cohen, líkast til kunnastur hér á landi fyrir myndina Drekinn: Sagan af Bruce Lee. Með önnur hlutverk fara Pete Postlet- hwaite og Julie Christie, sem mjög er orðin sjaldséð á hvíta tjaldinu. Óskarsverðlaunahafinn Martin Landau leikur brúðugerðarmanninn sem þráir að eignast son í ævintýr- inu um Gosa í samnefndir jólamynd Háskólabíós. Teiknimyndadeild Disney-félagsins hefur átt þátt í því að gera Gosa ódauðlegan en þessi mynd er framleidd af evrópskum aðilum og spýtustrákurinn er gerð- Engin venjuleg stelpa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.