Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Virkjunarkostir í Skagtifirði Þorkell Helgason Haukur Tómasson vatni úr Bugslóni eft- ir löngum göngum austan fljóta að Merkigili þar sem aflstöð yrði neðan- jarðar og frárennslis- göng héldu áfram allt að inntakslóni Villinganesvirkjunar. Að auki mætti með þessu móti nýta af- rennsli af hinu mikla úrkomusvæði á íjall- lendinu milli Eyja- fjarðar og Skaga- fjarðar. Þannig feng- ist um 180 MW afl en orkugetan gæti numið 1200 GWh á FYRIR nokkru (2. desember sl.) urðu umræður á Alþingi um virkj- anakosti í Skagafirði. Af því tilefni vill Orkustofnun koma á framfæri upplýsingum til almennings um þetta viðfangsefni, sögu málsins, stöðu rannsókna o.fl. Frekari upp- lýsingar er að finna á vefsíðu Orku- stofnunar, http://www.os.is/. Enn- fremur má benda á rit sem iðnaðar- ráðuneytið gaf út árið 1994, Inn- lendar orkulindir til vinnslu raf- orku, sem falboðið er á Hagstofu íslands. Vatnasvæði og fyrstu rannsóknir Möguleikar á umtalsverðum vatnsaflsvirkjunum í Skagafirði einskorðast við vatnasvæði Héraðs- vatna, nánar tiltekið jökulvötn þau sem renna saman í Héraðsvötnin, en það eru Vestari- og Austari-Jök- ulsá; sjá meðfylgjandi kort af vatnasvæðinu. Jökulár þessar falla sem kunnugt er úr norðanverðum Hofsjökli. Rennslismælingar hafa verið stundaðar á ánum um langt árabil eða allt frá 1971 að settir voru vatnshæðarmælar í báðar árn- ar í byggð. Sýna þeir að samanlagt meðalrennsli þessara fljóta er um 60 m3 /s. Á árunum 1975-1985 voru gerð- ar ítarlegar rannsóknir á virkjana- kostum í Skagafirði og nálægum vatnasviðum. Leiddu þær til forat- hugunar á virkjun á Austari-Jök- ulsá sem nefnd var Stafnsvatna- virkjun. Þá var ætlunin að hafa miðlunarlón við Austurbug og veita síðan vatninu um alllangan veg að mestu í opnum skurðum að virkjun við Giljamúla (sjá kortið). Áður hafði verið verkhönnuð stífluvirkj- un við bæinn Villinganes við ármót Austari- og Vestari-Jökulsáa og var þegar á árinu 1981 gefin út heimild fyrir þeirri virkjun. Milli frárennslis Stafnsvatnavirkjunar og inntakslóns Villinganesvirkjun- ar er um 110 m fall sem ekki nýtt- ist með þessu fyrirkomulagi. Siðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og jarðgangatækni fleygt fram. Því hafa þessar hugmyndir nú verið endurskoðaðar. Núverandi hugmyndir Eftirtaldir virkjunarkostir í Skagafirði eru nú til athugunar og samanburðar og vísast til kortsins til glöggvunar: 1. Stafnsvatnavirkjun með göngum. Áfram er um að ræða lónsmyndun í rúmlega 700 m hæð yfir sjó við Austurbug (Bugslón), en nú yrði vatni veitt eftir göngum og náttúrulegum farvegum í stað skurða að virkjun neðan við Gilja- múla með frárennsli í 215 m h. y. s. Afl slíkar virkjunnar er ráðgert um 140 MW og orkugeta um 740 GWh á ári. (1 GWh er jafngilt 1 milljón kílóvattstunda, eða árlegri rafmagnsþörf um 250 heimila. Þessi virkjun ein gæti þannig seð öllum íslenskum heimilum fyrir raforku.) Orkukostnaður er áætlað- ur um 1,2-1,4 kr./kWh Til saman- burðar er afl Blönduvirkjunar 150 MW og orkugeta um 780 GWh á ári eftir þá stækkun á Blöndulóni, sem nú stendur yfir. Kostnaður orku frá Blönduvirkjun er 1,1-1,2 kr/kWh. Hér er því um mjög sam- bærilegar virkjanir að ræða, þótt Blönduvirkjun sé talin ívið hag- kvæmari. 2. Stafnsvatnavirkjun með auknu falli. Grunnhugmyndin er sú sama og í 1. kosti, en nýtt yrði um 110 m aukið fall með því að grafa aflstöðina sem því nemur Samgöngubætur jafnhliða virkjunar- framkvæmdum, segja þeir Haukur Tómasson og Þorkell Helgason, auka ferðamannastraum. lengra niður og veita frárennsli eftir göngum alla leið að inntaks- lóni Villinganesvirkjunar. Við þetta ykist aflið í 180 MW og orkugetan í 950 GWh á ári. Jarðgangaskilyrði kunna að vera erfið á þessari frá- rennslisleið og er því enn óljóst hvort hún er fær. 3. Villinganesvirkjun óbreytt. Eins og fyrr segir er til heimild fyrir virkjun, sem hefði um 30 MW afl og 180 GWh orkugetu á ári. Framleiðslukostnaður var talinn nema 1,2-1,4 kr/kWh. Þetta er því mjög hagkvæm smávirkjun, en afl árinnar er engan veginn fullnýtt með þessu móti. 4. Villinganesvirkjun aukin. Vill- inganesvirkjunina má stækka með tvennu móti. Annars vegar má gera frárennlisgöng þannig að vatnið komi út í Héraðsvötn utan við Miklabæ. Við þetta næst aukið fall sem nemur 50 m. Ennfremur má veita Norðurá, sem hefur rennsli er nemur að jafnaði um 4-5 m3/s, í inntak virkjunarinnar. Með þessum viðbótum ykist aflið í 110 MW og orkugetan í 570 GWh á ári, en að óbreyttum einingarkostn- aði orkunnar. Hér gæti því verið um hagkvæma viðbót að ræða. 5. Merkigilsvirkjun. í stað Stafnsvatnavirkjunar mætti veita ári, sem er nokkru meira en feng- ist með nýtingu Bugslóns sam- kvæmt 2. kosti. 6. Vestari-Jökulsá veitt í Biöndulón. Hagkvæmast er að nýta vatn Vestari-Jökulsár með því móti einu að veita því vestur yfir heiðar í Blöndulón. Kostar það stutt göng og önnur minniháttar mannvirki til að koma vatni yfir í Haugakvísl. Náttúruspjöll yrðu næsta lítil. Við þessa aðgerð ykist orkugeta Blönduvirkjunar um því sem næst 90 GWh á ári sem kosta myndi um 0,9 kr./kWh. Að gefnu meðalverði fyrir orkuna yrði því sú fram- kvæmd fljót að borga sig. Eins og framangreind lýsing ber með sér skarast þessar hugmyndir. Þannig verður að velja á milli Stafnsvatnavirkjunar og Merkigils- virkjunar. Þeir virkjanakostir, sem mestu skila, eru 4., 5. og 6. kostur- inn, þ.e.a.s. aukin Villinganesvirkj- un og Merkigilsvirkjun auk veitu Vestari-Jökulsár í Blöndulón. Alls gætu þessar aðgerðir gefið um 290 MW afl og skiluðu orkugetu upp á u.þ.b. 1850 GWh á ári. Heildar- framkvæmdakostnaður yrði um 30-40 milljarðar króna, en drýgsti hluti hans færi í mikla gangagerð þar sem samtals þyrfti að grafa um 50 km löng göng, en að vísu mismikil að sverleika. Orkukostn- aður yrði um 1,2-1,4 kr/kWh að meðaltali. Á meðalverði seldrar orku frá Landsvirkjun á síðasta ári, sem var um 1,7 kr/kWh, næmu árlegar tekjur af þessum orkuver- um rúmum 3 milljörðum króna á ári. Hreint tekjustreymi umfram kostnað yrði um 800 m.kr. á af- skriftartímanum, en að honum loknum (eftir u.þ.b. 40 ár) væri kostnaður nær enginn, þ.a. hreina tekjustreymið yrði um 3 milljarðar kr. á ári. Umhverfisáhrif Rannsóknum á náttúrufari vegna Stafnsvatnavirkjunar er lok- ið. í skýrslu um staðhætti og nátt- úrufar á þessum virkjunarsvæðum, sem Náttúrufræðistofnun Norður- lands (nú Akureyrarsetur Náttúru- fræðistofnunar Islands) tók saman fyrir Orkustofnun segir m.a.: „Sér- stæðasta svæðið eru Orravatns- rústir, sem er eitt stærsta og gróskumesta samfellda gróður- lendið á Hofsafrétti. Þetta er vot- lendissvæði sem einkennast af fjöl- breyttum rústum á ýmsum mynd- unar- og hnignunarskeiðum. Botn Vesturdals er sérkennilegur og gróðursæll, umgirtur hömrum og snarbröttum hlíðum. Þessi svæði eru bæði á Náttúruminjaskrá. Sér- staklega þarf að meta úrræði til að minnka hættu á að miðlunarlóð breyti vatnsbúskapi Orravatns- rústa.“ Við endurskoðun áætlana er við það miðað að vatni verði veitt úr göngum frá miðlunarlóninu, Bugs- lóni, en með því móti hefðu virkjan- irnar engin áhrif á Orravatnsrústir. Kanna þarf betur umhverfisáhrif Merkigilsvirkjunar. Yrði úttak Vill- inganesvirkjunar utan við Miklabæ skertist rennsli Héraðsvatna á löngu svæði þar fyrir ofan. Með þeirri ítrustu virkjanatilhögun, sem hér er lýst, væri aur að mestu felld- ur úr Héraðsvötnum þannig að þau yrðu næsta tær og lífskilyrði vatna- fiska myndu stórbatna. Hvenær tímabært? Til að mæta orkuþörf stækkaðs álvers við Straumsvík, hugsanlegr- ar stækkunar Járnblendiverksmiðj- unnar og væntanlegs samnings við Columbia Ventures um álver á Grundartanga eru eftirtaidar að- gerðir ráðgerðar: 1. Hækkun Blöndustíflu. 2. Lúkning Kvíslarveitna. 3. Aukning afls í Búrfelli. 4. Gufuvirkjun á Nesjavöllum. 5. Miðlun við Hágöngur. 6. Helmingsstækkun Kröflu- virkjunar. 7. Sultartangavirkjun í Þjórsá. Næstu áform um virkjanir af framhaldi af þessum ráðast að sjálfsögðu af orkuþörf, einkum vegna enn frekari stóriðju. Þeir möguleikar, sem þá kæmu fyrst til álita, eru: 1. Enn frekari orkuvinnsla í Þjórsá og þverám hennar. 2. Jökulsá í Fljótsdal, e.t.v. ásamt Hraunavirkjun. 3. Fyrrgreindar virkjanir í Skagafírði. Samkvæmt gildandi orkulögum er það Alþingis og síðan ráðherra að kveða á um val og röðun þessara virkjanakosta. Þjóhagsleg áhrif Eins og að framan er getið gætu tekjur af sölu á orku úr virkjunum í Skagafirði numið rúmum 3 millj- örðum króna á ári. Eru þá ótalin þau atvinnuumsvif, sem fólgin væru í nýtingu orkunnar svo ekki sé talað um afleidda veltu (marg- földunaráhrif). Á móti kann að koma einhver skerðing á annarri atvinnustarfsemi, svo sem landbún- aði eða ferðamennsku. Fram kom í fréttum nýverið að ferðamönnum er fleytt niður Austari-Jökulsá og mátti lesa út úr fréttinni að árs- velta í þeirri þjónustu væri um 3 milljónir króna eða innan við 0,1% af sölutekjum virkjananna. Auk þess er engan veginn víst að slík ferðamannaþjónusta legðist af vegna virkjunar vatnsfallanna. Enda er reynslan hérlendis og er- lendis sú að þær samgöngubætur, sem eru að jafnaði samhliða virkj- anaframkvæmdum, auka ferða- mannastraum. Orkulindirnar eru ásamt fiski- miðunum verðmætustu náttúru- auðævi þjóðarinnar. Öndvert við fiskistofnana eru fallvötn og jarð- hiti enn lítt nýtt. Náttúruauðlindir eru almennt ekki lengur aðalupp- spretta auðlegðar í tæknivæddum þjóðfélögum. Þar skiptir menntun og mannauður að jafnaði meiru máli. En sá auður getur ekki af sér fé nema hann fái útrás í arð- bærum viðfangsefnum, þar á meðal nýtingu náttúruauðlinda. Það er engin tilviljun að íslensk þekking hefur skilað mestu í þjóðarbúið þegar henni hefur verið beitt á við- fangsefni tengdum sjávarútvegi, eins og sést best á velgengni fyrir- tækisins Marel hf. Hliðstæð tæki- færi eiga að bjóðast í tengslum við orkuvinnslu og orkunýtingu. Það hefur raunar gerst í Járnblendi- verksmiðjunni á Grundartanga, þar sem íslenskt hugvit hefur skilað athyglisverðum ábata. Hjá okkur íslendingum skipta náttúruauðlindirnar sköpum í hag- sæld þjóðarinnar og er líklegt að svo verði enn um langa hríð. Ástæða þess er að fiskveiðar og orkuvinnsla eru hér mun hag- kvæmari en hjá flestum öðrum nýtendum slíkra auðlinda. Því ber okkur að færa okkur þessi lands- gæði í nyt og nota þá stöðu til framfarasóknar á öðrum sviðum. En jafnframt verðum við að gæta varfærni í umgengni við landið og hafið. Sífellt verður að vega og meta ábata af framkvæmdum með hliðsjón af áhrifum þeirra á um- hverfi og mannlíf. Slíkt er nú, sem betur fer, orðin skylda með lögum um umhverfismat. Umræða um kosti og galla framkvæmda, virkj- anaframkvæmda sem annarra, verður að byggjast á haldgóðum upplýsingum en ekki órökstuddum gífuryrðum eins og borið hefur á í umfjöllun fjölmiðla um orkunýt- ingu undanfarið. Grein þessari er ætlað að koma upplýsingum á framfæri til að efla rökræna um- ræðu. Haukur er forsljóri vatns- orkudeildar Orkustofnunar en Porkell er orkumálastjórí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.