Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 67
FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís TITILSÍÐA af sálmabók Guð- brands biskups Þorleifssonar, Hólum 1619. FYRSTA prentuð jólamynd í íslenskri bók. Úr bókinni Passionall, Hólum 1598. næstum óþrotleg. Og þegar ég lít á jólaræðurnar mínar, sem eru margar eftir 40 ára prestskap, þá ber fyrir augun nöfn eins og þessi: Dýrð Guðs, Friður á jörðu, Barnið í jötunni, Ekki rúm, Ljós í myrkri, Verið óhræddir og þannig mætti áfram telja. í þessari litlu sögu er alltaf hægt að finna eitthvað nýtt, ein- hvern nýjan streng, sem hún slær í hjarta manns ef hún er lesin með kostgæfni eða hlustað á hana í bænarhug. Og þetta er ekkert undarlegt því að þarna er sjálfur Guð að tala. Biblían er orð hans og hann talar við okkur í orði sínu, hann talar þar til þín og mín. Þessi boðskapur Guðs er jólin sjálf. Allt annað sem jólunum er tengt er gjört af mannahöndum, sumt af því er haglega gjört, eins og fallegar umbúðir, jólapappír, sem hylur dýrmæta gjöf. Kjarninn erþessi. í jólaguðspjallinu talar sjálfur Guð. Hann gefur hina dýr- ustu jólagjöf: „Yður er í dag frels- ari fæddur.“ Nú ætlum við að eiga gleðileg jól. En við skulum minnast þeirra sem halda jól í skugga, skugga sorgar, sjúkleika eða annarra erf- iðleika. Þessi gleðihátíð verður hjá mörgum tregablandin því að alltaf hvílir skuggi sorgarinanr einhvers staðar yfir. Flytjum boðskap jólanna tii þeirra sem í skugga búa, flytjum ljósið til annarra manna. Þótt logi fagurt ljósin þín í kvöld er litlum fuglum ævin býsna köld. Og minnstu þess, sem býr við birtu og yl að huga að þeim sem fáir hugsa til. Gleðileg jól. Ragnar Fjalar Lárusson. 1 Helgihald í Bústaða- kirkju um jól og áramót MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Bústaðakirkju: „Fjölbreytt tónlist mun sem fyrr setja sinn svip á helgihald hátíðar- innar. Organistinn Guðni Þ. Guð- mundsson stjórnar Kirkjukór Bú- staðakirkju og Bjöllukór kirkjunn- ar og Agúst Valgarð Ólafsson stjórnar barnakórum kirkjunnar, en þeir munu ásamt fjölda hljóð- færaleikara og einsöngvara ann- ast tónlistarflutning við messurn- ar. Á aðfangadag verður aftan- söngur kl. 18. Þá verður flutt fjöl- breytt jólatónlist frá kl. 17.15. Á jóladag verður hátíðarguðsþjón- usta kl. 14 og verður flutt jólatón- list frá klukkan 13.30. Á annan dag jóla er fjölskylduguðsþjónusta kl. 14 og þá munu barnakórarnir leiða messuna. Sunnudaginn 29. desember verður helgistund í kirkjunni ki. 14. Að henni lokinni hefst jólatrésskemmtun barnanna í safnaðarheimili kirkjunnar. Þar verður fjölbreytt dagskrá og heim- sókn góðra manna af fjöllum, sem færa börnunum glaðning. Á gamlársdag er aftansöngur kl. 18. Þá verður einsöngvari Krist- ín Sigtryggsdóttir. Á nýársdag er hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Ræðu- maður verður dr. Ásgeir B. Ellerts- son, læknir. Einsöngvari verður Ólöf Ásbjörnsdóttir og flautuleikari Gunnar Gunnarsson.“ KERTASNÍKIR. Kertasníkir á Þjóðminjasafni GÖMLU íslensku jólasveinarnir hafa verið að koma í heimsókn einn af öðrum á Þjóðminjasafn íslands eins og verið hefur undanf- arin ár. Kertasníkir er síðastur í röðinni og verður í safninu í dag kl. 11. Kvöldganga á jóladag í MIÐVIKUDAGSGÖNGU sinni, 26. desember, jóladag, stendur Hafnar- gönguhópurinn fyrir gönguferð frá Hafnarhúsinu kl. 20. Farið verður suður Aðalstræti upp á Landakots- hæð, síðan yfir Hólavelli og eftir Suðurgötu, Kirkjustræti, Skólabrú, Amtmannsstíg og upp Skólavörðu- holt. Þaðan niður á Sólfar við Sæ- braut og út með sjónum og göngunni lýkur við Hafnarhúsið. Á leiðinni verður minnst á íslensk trúarbrögð fyrr og nú og latínu og lærða skóla. LEIÐRÉTT Borgin er í Kaliforníu í grein minni: „Rannsókn á hinum lifandi alheimi" misritaðist, að borgin Ames væri í Texas, en hún er í Kaliforníu. Þorsteinn Guðjónsson. Fyrrverandi ritstjóri Síðastliðinn sunnudag var birt hér í blaðinu grein eftir Unu Maríu Óskarsdóttur undir yfirskriftinni Skoðun. í kynningu stendur að hún sé ritstjóri Skinfaxa í stað fyrrver- andi ritstjóri Skinfaxa, sem rétt er. ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 67 Átak hjá Slysavarnafélaginu „Eldklár um áramót“ SLYSAVARNAFÉLAG íslands hef- ur gefið út veggspjald með ábend- ingum um rétta meðferð flug- og skotelda og hefur það verið sent til allra leik- og grunnskóla Iandsins. Veggspjaldið er liður í átaki Slysavarnafélagsins, Eldklár um áramót, en markmiðið með því er að fækka slysum vegna flug- og skotelda, með því að vekja athygli barna og unglinga á réttri meðferð þeirra í kringum áramót og á notk- un hlífðargleraugna, en desember- mánuður sker sig úr hvað varðar tíðni brunasiysa hjá börnum og unglingum. Útgáfa veggspjaldsins er styrkt af Reykjavíkurborg og lögreglunni. Almenningsvagnar og Evreka, sem hefur umsjón með auglýsingabirt- ingum á SVR, styrkja átakið með því að hengja veggspjaldið upp í vögnum sínum yfir jól og áramót, að því er segir í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélagi íslands. Slysavarnafélagið hefur einnig gefið út blað sem fjallar sérstaklega um brunaslys og eldvamir og hefur það verið sent öllum leikskólaböm- um landsins. Blaðið hefur einnig verið sent í alla grunnskóla, á heilsu- gæslustöðvar og biðstofur lækna. Geðhjálp Opið um jól og áramót GEÐHJÁLP hefur opið um jól og áramót í félagsmiðstöðinni á Tryggvagötu 9, Hafnarbúð- um. Matur verður alla hátíðina gesýum að kostnaðarlausu. Á aðfangadag er opið frá kl. 17-20, matur kl. 18, á jóladag er opnað kl. 14, matur er kl. 15, annan í jólum er opið frá kl. 14-17, matur kl. 15. Á gamlárskvöld er opið kl. 17 og matur kl. 18, nýársdag er opið frá kl. 14, matur er kl. 15. Verslaðu við okkur og stuðlaðu að eigio öryggi Aðaldalur Hjálparsveit skáta Aðaldal Akureyri Risamarkaður Lundi v/ViðjuIund Stórmarkaður Stórholti Óseyri 4 Dúndurmarkaður Fjölnisgötu 6b Álftanes Söluskúr v/Álftanesveg Blönduós Hjálparsveitarhús Efstubraut 3 Dalvík Hjálparsveitarhús Gunnarsbraut 4-6 Egilsstaðir Hjálparsveitaliús Lyngási 5 Eyjaíjörður Hjálparsv. Dalbjörg Bangsabúð v/Steinhólaskála Flúðir Hjálparsveitarhús Smiðjustíg 8 Garðabær Hjálparsveitarhús v/ Bæjarbraut Sómi Gilsbúð 9 Fjölbrautarskólinn Lyngási 1 Hella Flugbjörgunarhús Dynskálum 34 Hveragerði Hjálparsveitarhús Austurmörk 3 ísafjörður Skátaheimilið Mjallargötu 4 Kópavogur Toyotasalurinn Nýbýlavegi 8 Hjálparsveitarskemman Bakkabraut lc Teitur Jónasson Hópferðabílar Dalvegi 22 Hvellur Smiðjuvegi 4 Reykjavík Skátabúðin Snorrabraut 60 Hús Ferðafélags íslands Mörkin 6 Suðurlandsbraut 12 Nóatún vestur í bæ (JL húsinu) Bflabúð Benna Vagnhöfða 23 Landsbjargarhúsið Stangarhyl 1 Skátaheimili Skjöldunga Sólheimum Félagsmiðstöðin Þróttheimar v/Holtaveg við Kaupgarð Mjódd Selfoss og nærsveitir Austurvegur 21 Suðurnes Björgunarsveitarhús Holtsgötu 51, Björgunarsveitarhús Yðavöllum, Söluskúr v/Skrúðgarð, Söluskúr á hitaveituplani Varmahlíð Flugbjörgunarsveitarhús Vestamannaeyjar Skátaheimilið v/Faxastíg FLUGELDANIARKAÐIR LANDSBJARGAR - þín vegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.