Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
JÓLAMYIMDIR KVIKMYNDAHÚSANIMA
SAMBIOIN
Hringjarinn og
Lausnargjaldið
SAMBÍÓIN stækka enn veldi
sitt um hátíðirnar þegar þau
taka við rekstri nýs kvik-
myndahúss sem risið hefur í
Kringlunni og munu þá hafa yfir
fjórum kvikmyndahúsum í Reykja-
vík að ráða. Helstu jólamyndir
Sambíóanna eru gamanmyndin
Jack, Disney-teiknimyndin Hringj-
arinn frá Notre Dame, spennu-
myndin „Ransom“ og um áramótin
verður spennumyndin „Unfor-
gettable" frumsýnd.
Hefð er orðin fyrir því hjá Sam-
bíóunum að frumsýna á annan í
jólum nýjustu teiknimyndina frá
Walt Disney-fyrirtækinu með ís-
lensku tali og einnig því enska.
Hringjarinn er 34. Disney-teikni-
myndin í fullri lengd og byggð
eins og kunnugt er á verki franska
rithöfundarins Victors Hugos sem
kom út árið 1831 þegar höfundur-
inn var aðeins 28 ára. Eitthvað
stóð í Disney-mönnum að kvik-
mynda söguna sem er mjög sorg-
leg og átakanleg en létu slag
standa þegar gerðar höfðu verið
talsverðar breytingar á henni. Sú
ákvörðun var tekin í upphafi að
kroppinbakurinn Quasimodo yrði
miðdepill sögunnar eins og hann
hafði verið í öðrum kvikmyndaút-
gáfum hennar. Tom Hulce og
Ðemi Moore fara með hlutverk
kroppinbaksins og Esmeröldu
hinnar fögru í myndinni en í is-
lensku talsetningunni eru hlutverk
þeirra í höndum Felixar Bergsson-
ar og Eddu Heiðrúnar Backmans.
Með önnur hlutverk fara Bríet
Héðinsdóttir, Pálmi Gestsson og
Hjálmar Hjálmarsson en leikstjóm
talsetningarinnar var í höndum
Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur
og þýðinguna annaðist Þrándur
Thoroddsen.
í meðfömm Disney-höfundanna
varð Quasimodo góðlundaður og
indæll og þar með nokkuð ólíkur
þeim Quasimodo sem Hugo hafði
; huga. Hans var mun illúðlegri
og hafði litla þörf fyrir að eiga
samskipti við umheiminn enda
heymarlaus eftir allar hringing-
arnar. Disney gaf honum heyrnina
aftur en vildi ekki gera hann bein-
línis fallegan. Quasimodo þróaðist
á löngum tíma. „Stundum leit
hann út eins og illa vaxinn ungl-
ingur og stundum eins og einn af
dvergunum sjö“ er haft eftir Kirk
Wise, sem stjórnaði gerð myndar-
innar ásamt Gary Trousdale en
þeir höfðu áður gert Fríðu og dýr-
ið. Höfundamir segja að þrátt fyr-
ir breytingarnar hafi þeir náð anda
sögunnar sérstaklega í umfjöllun
sinni um þá sem eru utangarðs í
samfélaginu.
Jack eftir Francis Ford Coppola
er jólamynd Sambíóanna og Há-
skólabíós. í henni fer Robin Willi-
ams með aðalhlutverkið en hann
hefur það erfiða hlutskipti að leika
tíu ára strák sem þjáist af öldmn-
arsjúkdómi svo hann lítur út fyrir
að vera fertugur. Honum hefur
verið haldið frá fólki en þegar
hann byijar í skóla kynnist hann
mörgum vinum og fær nýja sýn á
lífið sem hjálpar honum að komast
í gegnum erfiðleikana og sitt
stutta lífshlaup.
Nýjasti spennutryllirinn með
Mel Gibson heitir „Ransom“ eða
Lausnargjald og er leikstýrt af
Ron Howard er gerði síðast
„Apollo 13“. Hann verður fmm-
sýndur í Sambíóunum á annan í
jólum í hinu nýja kvikmyndahúsi
Sambíóanna í Kringlunni.
Spenntryllirinn segir frá því þegar
ungum syni bandarísks milljóna-
mærings er rænt og faðirinn gríp-
ur til örþrifaráða til að endur-
heimta hann úr klóm mannræn-
ingjanna. „Hann er moldríkur ná-
ungi sem býr við öll hugsanleg lífs-
þægindi,“ er haft eftir Gibson.
„Hann á fallega eiginkonu, ástrík-
an son, honum gengur mjög vel í
viðskiptum og gæti hugsað sér að
fara út í pólitík í framtíðinni. Og
hann nýtur alls þessa. Þetta er líf-
ið.“
Svo gerist það einn sólríkan
morgun að tíu ára gamall sonur
hans hverfur úr Miðgarði í New
York. „Fyrir foreldra er það
versta martröð sem hægt er að
hugsa sér,“ heldur leikarinn
áfram. „Hann er skelfingu lostinn
og hann fær að þjást en hann
bregst ekki við á neinn hefðbund-
inn hátt.“ Það sem maðurinn ger-
ir er að tvöfalda tveggja milljóna
króna lausnargjaldið og bjóða það
hveijum sem getur gefið upplýs-
ingar sem leitt geta til þess að
mannræningjarnir og sonur hans
finnist. Allt er það mjög gegn
vilja eiginkonu hans og alríkislög-
reglunnar.
Með önnur hlutverk í myndinni
fara Rene Russo, Delroy Lindo,
Gary Sinise og Lili Taylor, sem
fór með skemmtilegt hlutverk í Á
köldum klaka. Leikstjórinn How-
ard hefur á síðustu árum orðið
einn vandaðasti fagmaður Holly-
wood-kvikmyndanna og sent frá
sér góðar afþreyingarmyndir svo
hann er nú orðinn einn vinsælasti
leikstjórinn vestra. Hann er fyrr-
um barnastjarna úr ameríska
sjónvarpinu sem tók að leikstýra
bíómyndum í upphafi níunda ára-
tugsins og gerði nokkar mjög vin-
sælar myndir eins og „Splash"
og „Cocoon". Honum hefur einnig
vegnað vel á þessum áratug en
besta myndin hans fram til þessa
er geimferðarævintýrið um för
Apollo 13. til tunglsins og hvern-
ig áhöfn tunglferjunnar var bjarg-
að aftur til jarðar eftir að bilun
gerði vart við sig.
Þá sýna Sambíóin spennu-
myndina „Unforgettable“ um ára-
mótin. Henni er leikstýrt af John
Dahl og er með Lindu Fiorentino
í aðalhlutverki en síðast þegar
þessi tvö unnu saman varð útkom-
an film-noir tryllirinn „The Last
Seduction". Ray Liotta leikur á
móti Lindu í þessari mynd sem
byggist á vísindaskáldskap og seg-
ir frá manni sem getur séð fyrir
sér minningar myrtrar eiginkonu
sinnar með hjálp nýjustu tækni
og reynir með því að hafa upp á
morðingja hennar.
REGNBOGINN
Jólahasar
ARNOLD Schwarzenegger
fer með aðalhlutverkið í
jólamynd Regnbogans,
Jólahasar, en hann leikur sérlega
upptekinn föður sem gleymir að
kaupa jólagjöf handa syni sínum
þar til á síðustu stundu. Drengur-
inn vill hið vinsæla leikfang,
Túrbómanninn, sem er næstum
því ófáanlegt svo skömmu fyrir
jól og Arnold fer af stað og lend-
ir í furðulegustu ævintýrum í
jólainnkaupunum. Onnur jóla-
mynd bíósins er talsetta teikni-
myndin Svanaprinsessan og einn-
ig sýnir Regnboginn myndina
lteyk með Harvey Keitel um há-
tíðirnar. Bæði Jólahasar og
Svanaprinsessan eru einnig í
Laugarásbíiói.
Leikstjóri Jólahasars eða
„Jingle All the Way“ er Brian
Levant, sem áður gerði Steinald-
armennina, en framleiðandi er
Chris Columbus („Mrs. Doubtf-
5re“, „Home Alone“). Með önnur
hlutverk í myndinni auk Arnolds
fara Sinbad, Rita Wilson, James
Belushi og Phil Hartman. Sinbad
leikur óðan póstmann sem kepp-
ir við Arnold um síðasta Túrbo-
manninn i borginni, en hann er
í nákvæmlega sömu aðstöðu og
tröllið úr Ölpunum og ætlar að
kaupa leikfangið handa syni sín-
um. Aðrir sem á vegi Schwarzen-
eggers verða eru m.a. jólasveinn,
sem Belushi leikur, harðjaxl úr
lögreglunni og nágranninn Ted,
sem Hartman leikur og er hinn
fullkomni heimilisfaðir.
Stundum sleppir Schwarzen-
egger því að leika í spennutryll-
um og tekur upp léttara hjal og
reynir með því að höfða til breið-
ari hóps kvikmyndahúsagesta.
Sú þróun hófst með Tvíburum
árið 1988 og hélt áfram með
Leikskólalöggunni og svo „Juni-
or“, en allar myndirnar gerði
hann með Ivan Reitman. Jólahas-
ar er af sama meiði og þessar
gamanmyndir, austurríska
vöðvafjallið er sett í annað um-
hverfi og kringumstæður en
áhorfendur eiga að venjast og
úr því gert grín og glens.
Reykur eða „Smoke“ er af ailt
öðrum toga. Hún var sýnd hér á
Kvikmyndahátíð Reykjavíkur í
haust og segir af verslunarstjóra
sem Keitel leikur er kynnist
nokkrum New York-búum. Á
meðal þeirra er rithöfundur sem
hefur ekki sett penna á blað síð-
an kona hans lést af slysförum,
svartur táningur sem breytir
nafni sínu og einkennum þegar
hann hittir nýtt fólk, maður sem
reynir að byrja nýtt líf og kona
sem birtist eftir margra ára fjar-
veru ogtilkynnir fyrrum kær-
asta sínum að þau eigi dóttur sem
sé í hættu stödd.
Með hlutverk í myndinni fara
auk Keitels, William Hurt, Forr-
est Whitaker og Stockard Chann-
ing en leikstjóri er Wayne Wang.
JÓLAHASAR; Sinbad og Schwarzenegger keppa um Túrbómanninn.