Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 9
FRÉTTIR
Geri ráð fyrir að taka aftur
við ráðuneytissljórastarfi
BJÖRN Friðfinnsson, fráfarandi
framkvæmdastjórnarmaður hjá
Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel,
svaraði í gær bréfi Finns Ingólfs-
sonar, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, en Finnur hefur farið fram
á að hann komi ekki aftur til fyrri
starfa sem ráðuneytisstjóri í iðnað-
ar- og viðskiptaráðuneytinu, heldur
verði forstjóri Löggildingarstof-
unnar eða skrifstofustjóri í ráðu-
neytinu. Björn segist þrátt fyrir
þetta gera ráð fyrir að hefja störf
sem ráðuneytisstjóri að nýju strax
eftir áramótin. Finnur Ingólfsson
vildi ekki tjá sig um málið við
Morgunblaðið í gær.
Björn hefur átt sæti í fram-
kvæmdastjórn Eftirlitsstofnunar
EFTA (ESA) frá upphafi. „Ég tók
þátt i að byggja upp þessa stofn-
un, fyrst sem þátttakandi í undir-
búningsfundum og síðan í fullu
starfi frá 1. september 1993, en
stofnunin tók til starfa 1. janúar
1994,“ segir Björn. „Eitt það
merkilegasta við EES-samninginn
eru stofnanirnar, sem samkvæmt
honum eru settar upp og hafa eftir-
lit með því að samningurinn sé
haldinn. Það er jafnframt sérstakt
við samninginn að einstaklingar og
fyrirtæki geta leitað réttar sins hjá
þessum stofnunum, en það er ekki
látið aðildarríkjunum eftir að leysa
deilumál á pólitískum vettvangi.
Þannig var skipan mála hins vegar
áður hjá EFTA varðandi fríverzl-
unarsamninganna. Þá voru öll að-
ildarríkin brotleg við samningana
í einhvetjum atriðum og menn
þorðu ekki að fylgja eftir réttmæt-
um kærum, t.d. frá íslenzka skipa-
smíðaiðnaðarins á sínum tíma.
Núna fer þetta eftir ákveðnum
reglum, eins og innan Evrópusam-
bandsins, sem eru reistar á lög-
fræði en ekki pólitískum lausnum
á milli aðildarríkjanna."
Lendum óhjákvæmilega
upp á kant við EFTA-ríki
Björn segir að upphaflega hafi
það verið aðalverkefni stofnunar-
innar að tryggja að EES-löggjöfin
væri tekin með réttum hætti upp
í landslög í EFTA-ríkjunum. Nú sé
það verk langt komið, en kærum
ýmiss konar hafi farið ijölgandi.
„Fyrirtæki og einstaklingar eru
farnir að þekkja rétt sinn og meiri-
hluti af tíma okkar fer í að sinna
kærum og kvörtunum. Þar á meðal
er mikið af málum frá fyrirtækjum,
sem telja að stjórnvöld í þeirra eig-
in ríki telji á sér brotið. Eðli máls-
ins samkvæmt lendir ESA því oft
Bjöm Fríðfínnsson segíst gera ráð fyrir
að taka aftur við starfi ráðuneytisstjóra
iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis um áramót,
þótt Finnur Ingóifsson ráðhema hafi skýrt
honum frá að hann vilji að hann taki að sér
önnur störf. Olafur Þ. Stephensen ræddi
við Bjöm um þetta mál og störf hans
hjá Eftirlitsstofnun EFTA.
upp á kant við stjórn-
völd í EFTA-ríkjunum.
Framkvæmdastjórnar-
menn ESA eru ekki
fulltrúar þess ríkis,
sem þeir koma frá,
heldur EFTA-ríkjanna
sameiginlega og skip-
aðir sameiginlega
samkvæmt tilnefningu
stjórnvalda i heima-
landi sínu. Okkur er
bannað að taka við
fyrirmælum frá stjórn-
völdum og eigum að
njóta algers sjálfstæð-
is.“
Oft hefur verið haft
á orði í íslenzkum
ráðuneytum að yfirmenn ESA,
Björn þar með talinn, væru harðir
í horn að taka. Aðspurður segir
Björn að fyrstu árin hafi fram-
kvæmdastjórnarmenn reynt að
komast hjá því að eiga mikið í sam-
skiptum við heimalönd sín, en hjá
því verði hins vegar ekki komizt
eftir að EFTA-ríkjunum fækkaði.
„Ég held þó að við höfuin verið
frekar mildir gagnvart íslandi,"
segir Björn. „Við höfum auðvitað
reynt að stuðla að því að sameigin-
legur innri markaður myndist á
Evrópska efnahagssvæðinu, eins
og að var stefnt, og þá er óhjá-
kvæmilegt að ryðja úr vegi ýmsum
hindrunum, sem frá fornu fari eru
í ölium aðiidarríkjum EES, þó ekki
sízt i EFTA-ríkjunum íslandi, Nor-
egi og Liechtenstein."
Fékk leyfi til ársloka
Björn var útnefndur til setu í
framkvæmdastjórn ESA til fjög-
urra ára frá gildistöku EES-samn-
ingsins, eða út árið 1997. Hann
sótti hins vegar ekki um leyfi frá
starfi ráðuneytisstjóra nema í tvö
ár í fyrstu, þar sem
framtíð ESA var óviss
og svo þefði getað far-
ið að ísland yrði eitt
eftir í hópi EFTA-
ríkja, sem áttu aðild
aðEES.
í fyrstu voru EFTA-
ríkin í EES fimm tals-
ins en Svíþjóð, Finn-
land og Austurríki
gerðust aðilar að Evr-
ópusambandinu í byij-
un árs 1995. Norð-
menn felldu hins vegar
ESB-aðild og voru þá
ísland og Noregur um
sinn einu ríkin, sem
áttu aðild að stofnun-
um EFTA, sem komið var á fót
vegna EES.
Björn segist hafa fengið það
verkefni að stýra endurskipulagn-
ingu ESA vegna fækkunarinnar í
EFTA, en meðal annars var starfs-
fólki stofnunarinnar fækkað úr 97
í 44. „Hið nýja skipulag átti að
ganga í gildi 1. júlí 1995 og ég
fékk margar áskoranir um að fara
ekki strax frá stofnuninni, heldur
fylgja því eftir, þannig að það yrði
komið í fastar skorður aftur. Ég
hafði tekið þátt í upphaflegri upp-
byggingu ÉSA og þetta lenti á
mínum herðum. Við vorum tveir
stjórnarmenn á tímabili og skipu-
lagsvinnan lenti að miklu leyti á
mínum herðurn."
Björn segist af þessum sökum
hafa gengið á fund Finns Ingólfs-
sonar, nýs iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, í maí í fyrra og farið fram
á framlengingu leyfisins. „í fram-
haldi af þeim fundi ritaði ég bréf
til ráðherra, þar sem segir m.a.:
„Ég fer þess því hér með á leit að
hið launalausa leyfi mitt verði
framlengt til 31. desember 1996,
Björn
Friðfinnsson
er ég hyggst láta af starfi mínu
hér hjá eftirlitsstofnuninni og taka
við fyrri störfum mínum á ný“,“
segir Björn. „Við þessu bréfi fékk
ég svar, undirritað af Finni Ingólfs-
syni, þar sem segir: „Ráðherra
fellst á að veita þér þessa framleng-
ingu á leyfinu eins og um er sótt.
Jafnframt skal tekið fram að ekki
getur orðið um frekari framleng-
ingu á leyfinu að ræða. Fari svo
að þú kysir að segja ráðuneytisstjó-
rastarfi þínu lausu er og brýnt að
hugsanleg ósk þar að lútandi komi
fram sem fyrst á næsta ári.“
Vildi ekki skipta um starf
Björn segir að í framhaldi af
þessu hafi hann sagt upp starfi
sínu hjá ESA 30. september síðast-
liðinn, þótt ár væri þá eftir af skip-
unartíma hans. Það segist hann
hafa gert í samráði við Halldór
Asgrímsson utanríkisráðherra, sem
hafi gert ráðstafanir til að annar
Islendingur yrði tilnefndur í stjórn
ESA í sinn stað. „Þótt ég hafi kunn-
að vel við mig hjá ESA vildi ég
ekki skipta á starfi ráðuneytisstjóra
í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu
og starfinu hjá ESA. Ég hefði hins
vegar alls ekki komið heim til að
taka við störfum á Löggildingar-
stofunni," segir Björn. „Hefði ég
vitað fyrir septemberlok að ekki
stæði til hjá ráðherranum að ég
tæki aftur við starfi ráðuneytis-
stjóra, hefði ég endurskoðað þá
ákvörðun að hætta hjá ESA.“
Hann segir það hafa komið full-
komlega flatt upp á sig þegar Finn-
ur Ingólfsson hafi tilkynnt sér að
hann vildi ekki að hann sneri aftur
til fyrri starfa. Ráðherrann hafi
tvisvar sinnum hringt í sig vegna
málsins, fyrst 20. nóvember. „Þá
talaði hann um að það væru mikil
vandamál í þessari Löggildingar-
stofu og hvort ég gæti hugsað mér
að fara þangað í sérstök verkefni.
Ég skildi þetta þannig að það ætti
að fresta því að ég kæmi til starfa
sem ráðuneytisstjóri,“ segir Björn.
„Hins vegar nefndi ráðherrann
einnig í því símtali að honum fynd-
ist ekki gott að ég kæmi aftur eft-
ir að hafa verið að beija á ráðuneyt-
um hér heima í starfi mínu hjá
ESA. Ég veit ekki hvort hann
meinti þetta alvarlega, en þetta
samtal var allt mjög óljóst. Hann
sagðist myndu hafa samband við
mig aftur í vikunni á eftir og 29.
nóvember hringdi hann og sagði
mér í stuttu máli að hann hefði
ákveðið að ég tæki ekki aftur við
fyrri störfum."
Ákvörðunin þegar tekin
Björn segist hafa fengið bréf frá
ráðherranum 9. desember, dagsett
sex dögum áður. Þar hafi Finnur
skrifað að hann hefði tekið ákvörð-
un um að leggja til við forseta að
Björn yrði fluttur úr embætti ráðu-
neytisstjóra í nýtt embætti for-
stjóra Löggildingarstofu. Næði
frumvarp um sameiningu Löggild-
ingarstofu og Rafmagnseftirlits
ekki fram að ganga, gæti Björn
hins vegar starfað að sérstökum
verkefnum og sinnt á meðan stöðu
skrifstofustjóra í öðru hvoru ráðu-
neytinu.
Björn segir að í bréfinu hafi ráð-
herrann veitt honum frest fram til
15. desember að koma fram sínum
sjónarmiðum í málinu og vísað til
13. greinar stjórnsýslulaga. „Þar
er reyndar kveðið á um að áður
en ákvörðun sé tekin, skuli mönn-
um gefinn kostur á að koma sjón-
armiðum á framfæri. Á bréfinu
má hins vegar sjá að ákvörðunin
var þegar tekin,“ segir Björn. „Þar
að auki hélt ráðherrann starfs-
mannafund í ráðuneytinu 13. des-
ember, þar sem starfsfólki var sagt
að ég kæmi ekki aftur til fyrri
starfa."
Björn fór fram á lengri frest til
að svara bréfi ráðherrans og fékk
frest þar til í gær. Hann vill ekki
ræða efni svarbréfs síns til ráðherr-
ans í einstökum atriðum, en segist
gera ráð fyrir að snúa aftur til
fyrri starfa sinna sem ráðuneytis-
stjóri um áramótin. í sínum huga
vakni þtjár spurningar vegna þess,
hvernig Finnur Ingólfsson hafi tek-
ið á máli hans:
Vega orð ráðherra
minna en annarra?
„í fyrsta lagi: Eiga orð ráðherra
að hafa minni vigt en annarra,
þannig að þegar þeir skrifi undir
samkomulag, eins og þarna var
okkar á milli um að ég kæmi um
áramótin, hafi það enga þýðingu?
Við Finnur höfum aldrei unnið sam-
an og aldrei farið illt orð á milli
okkar, svo ég viti.
í öðru lagi: Nokkrir embættis-
menn ríkisins hafa fengið leyfi frá
störfum til að gegna öðrum störfum
erlendis, sem fulltrúar í alþjóða-
stofnunum, sem ísland á aðild að.
Það setur þeirra framtíðarstöðu
mjög í óvissu hvernig Finnur Ing-
ólfsson gengur nú fram og þeir
eiga ekkert víst um atvinnu þegar
þeir koma heim.
í þriðja lagi: Er verið að taka
upp þá skipan að við ríkisstjórnar-
skipti eða önnur tækifæri geti ráð-
herrar fyrirvaralaust skákað ráðu-
neytisstjóranum út í horn? Fyrir
allmörgum árum var gerð sú mál-
amiðlun, að ráðherra hefði með sér
pólitískan aðstoðarmann, en stjórn-
sýsla ráðuneyta yrði höfð í fastari
skorðum. Mér er ekki kunnugt um
að þeirri stefnu hafi verið breytt.“
Drengiir talinn alvarlega slasaður
FIMM umferðaróhöpp urðu í
Reykjavík með skömmu millibili á
sunnudag og þurfti að færa ijölda
manns á slysadeild af þeim sökum.
Þannig voru tveir drengir færðir á
slysadeild eftir að þeir höfðu báðir
orðið fyrir bifreið á Kringlumýrar-
braut við Listabraut. Meiðsli annars
drengsins voru talin alvarleg, sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Einnig voru fimm einstaklingar
fluttir á slysadeild eftir harðan
árekstur þriggja bifreiða á Miklu-
braut við Kringluna. Meiðsli þeirra
voru hins vegar talin minniháttar.
Fimm bíla
árekstur
Þá varð gangandi vegfarandi fyr-
ir bifreið á Langholtsvegi við Skeið-
arvog. Hann var einnig fluttur á
slysadeild með sjúkrabifreið.
Þrír fullorðnir og þijú börn voru
flutt á slysadeild eftir harðan árekst-
ur tveggja bifreiða á gatnamótum
Sæbrautar og Súðarvogs. Loks
þurftu ökumenn tveggja bifreiða að
fara á slysadeild eftir árekstur fimm
bifreiða á gatnamótum Háaleitis-
brautar og Miklubrautar.
Hugheilar þakkir sendi ég öllum, sem sýndu
mér vinarhug á margvíslegan hátt í tilefni af
níutíu ára afmœli minu.
Sérstakarþakkir til nemenda minna úrLœkjar-
skóla fyrir órofa tryggð og hugljúfa samveru-
stund í Kornhlöðunni.
Gleðileg jól - Guð blessi ykkur.
Sigurbjörg Guðjónsdóttir.
Veittust
að unglingi
TVEIR jpiltar veittust að 13 ára
dreng í Artúnsholti á föstudagskvöld
og veittu honum áverka svo færa
varð hann á slysadeild.
Lögregla leitaði piltanna, en þeir
fundust ekki. Samkvæmt lýsingu var
annar þeirra klæddur appelsínugulri
peysu, frekar feitlaginn með dökkt
hár, en hinn var ljóshærður, grannur
og klæddur blárri peysu.
^■3 tJ Emw Imm»*E«^
PYRIT-G
SKÓLAVÖRÐUSTlG 15 • SlMI
GULL,
WVÍTAGi
Óskum viðskvptavinum okkar
gieMegrajóía
Þökkum viðskiptin á drinu
tískuverslun
Rauðarárstíg 1, sími 561-5077