Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 27 ERLEIMT Frelsisstríð Bandaríkjanna rakið til uppskerubrests ÓÁNÆGÐIR íbúar Nýja Englands fleygja tefarmi í höfnina í Boston árið 1773. FRELSISSTRÍÐ Bandaríkjanna hefur ávallt verið rakið til frelsis- þrár, en tveir sagnfræðingar hafa nú lagt fram nýja kenningu. Þeir kenna veðrinu um. Bretar höfðu unnið sjö ára stríð- ið, en með ærnum tilkostnaði, og Georg III. greip til þess ráðs, sem enn í dag nýtur ómældra vinsælda ráðamanna þegar allt annað þrýt- ur. Hann hækkaði skatta. Tilvalið þótti að láta tvær milljónir evr- ópskra landnema í nýlendunum vestan Atlantsála bera þyngstu byrðamar. Þeir áttu að borga kostnað af því að halda uppi breskum her í nýlendunum og að auki voru tollar hækkaðir á helstu innflutningsvör- ur. Tetollinum mótmæltu innflytj- endurnir með því að ráðast um borð í flutningaskip dulbúnir sem indíánar og varpa tefarmi þess í höfnina í Boston árið 1773. Sam- kvæmt flestum sagnfræðingum voru það þessar álögur, auk hroka Georgs III. gagnvart íandnemun- um, sem hleyptu af stað bylting- unni 1776 og leiddu til frelsisyfir- lýsingar 13 nýlendna. Þannig er sagan kennd í bandarískum skól- um. Söguskýringar byggðar á veðurfari Sagnfræðingamir David Smith, prófessor í bandarískri sögu við Maine-háskóla, og William Baron, sem kennir veðurfarssögu við Ariz- ona-háskóla, hafa á undanförnum árum tuttugu árum tekið saman áhrif veðurfars á uppskeru í Nýja Englandi, en svo kallast norðaust- urhorn Bandaríkjanna. Niðurstöðumar komu út í nóv- ember. Þar kemur fram að í 37 ár fyrir byltinguna bjuggu bændur Nýja Englands við „hræðileg veð- urskilyrði". Vetur voru langir og frosthörkur miklar. Sumrin voru stutt og vaxtartími sömuleiðis. Oft frysti snemma á hausti ogeyðilagð- ist við það uppskera. Á þessum tíma var uppskera aðeins góð sjö sumur. í 30 sumur var hún rýr, eða var í besta falli í meðallagi. Eftir 1765 varð skorturinn til- finnanlegri vegna þess að bresku nýlenduherrarnir sendu sex þúsund hermenn til Nýja Englands og kröfðust þess að bændur fæddu þá og skytu yfir þá skjólshúsi. Engín bylting án uppskerubrests? Smith segir að án uppskeru- brests hefði verið létt verk fyrir bændurna í nýlendunum að sjá fyr- ir hermönnunum: „Hefði veðrið verið betra hefði ekki orðið nein bylting." Niðurstöður Smiths og Barons koma þeim, sem aðhyllast þessa blöndu af sagn- og veðurfræði, lít- ið á óvart. „í landbúnaðarsamfélagi getur veðurfarið skipt sköpum,“ sagði Rob Quayle, sem stundað hefur loftslagsrannsóknir í Norður- Karolínu. Aðrir eru hins vegar fullir efa- semda. Paul Gross, sagnfræðingur við Virginíu-háskóla, bendir á að í skrifum hinna bandarísku lands- feðra, þar á meðal Benjamins Franklins og Thomasar Jeffersons, sé ekki stafkrók að finna um að veðurfarið kveikti byltingareld í bijóstum manna. „Ef matarbirgðir voru að hverfa hefðu landnemarnir byijað á að biðja um hjálp í Lond- on,“ sagði Gross. „Bylting hefði verið það síðasta, sem þeim hefði dottið í hug.“ Vísa gagnrýni á bug Smith og Baron láta ekki slá sig út af laginu með þessum rökum. Þeir benda á að þeir hafí notað ógrynni heimilda og upplýsinga, þar á meðal leitað fanga í tugum bóka- safna í Nýja Englandi og lesið dagbækur 200 bænda þar sem finna mátti nákvæma skrá yfir veður og uppskeru. Þeir telja að kenning þeirra verði viðurkennd þegar fram líða stundir. Sú var alténd reynsla breska veðurfræðingsins Huberts Lambs, sem fyrir aldarfjórðungi lagði fram kenningar um að veður hefði haft úrslitaáhrif á ýmsa helstu viðburði sögunnar. Ohefðbundnar kenningar Lambs voru í upphafi aðhlátursefni, en þykja nú sjálfsagt kennsluefni. Hann benti meðal annars á að spánski flotinn hefði ekki tapað fyrir þeim breska árið 1588 heldur mátt lúta í lægra haldi fyrir feikn- legri óveðurslægð í Atlantshafi. Byggt á Der Spiegel. íranar og Rússar Hvatt til viðræðna Persa- flóaríkja Dubai. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Irans og Rússlands, Ali Akbar Velayati og Jevgení Prímakov, voru sam- mála um það á fundi sínum í Teher- an á sunnudag að aukið samstarf ríkja við Persaflóa væri nauðsyn- legt til að draga úr spennu. Leið- togar arabaríkja hafa sakað írana um undirróður og jafnframt að þeir auki stöðugt hernaðarmátt sinn að ástæðulausu. Ráðherrarnir tveir samþykktu einnig að efla frekar samskipti þjóðanna en fyrr í mánuðinum var gerður samningur um aukin við- skipti. Hyggjast stjórnvöld í Teher- an m.a. kaupa búnað fyrir neðan- jarðaijárnbrautir af Rússum. Prímakov sagði brýnt að deilu- aðilar á svæðinu ræddu saman og Velayati tók undir þau ummæli en lagði áherslu á að framandi stór- veldi_ skiptu sér ekki af málum þar. íranar hafa gagnrýnt harðlega afskipti Bandaríkjanna og annarra vestrænna stórvelda af málefnum Persaflóaríkja. Hvöttu íranar í mánuðinum grannþjóðir sínar til að taka fyrstu skrefin í átt til svæð- isbundins öryggiskerfis til að koma í veg fyrir átök en deilt eru um nokkrar smáeyjar á svæðinu. SdfjfíinwB Sjéfcw ‘Salsimsln alMJummR" mmhdðuK 3 ný Iöíj cneð cmllimum. Tryggiö ykkur miðo i timo gestasöngvarar PáLL ÓskaK, BogoanL Fonr og Raggi Bjanna. Miðaverð kr. 1.500.- Forsala aðgöngumiða í Samspili Laugavegi 168, s. 562 2710 Húsið opnað kl. 22.00. Miðasala við innganginn lS^R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.