Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Astkær sonur okkar og bróðir,
JÓIM GUÐMUNDSSON,
Þverárseli 10,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstu-
daginn 27. desember kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vin-
samlegast bent á Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Guðmundur Jónsson,
Guðrún Ingvarsdóttir,
Helga Guðmundsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
á Frakkastíg 5,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 17. desember,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
föstudaginn 27. desember kl. 10.30.
Guðlaugur Þorbergsson,
Helgi Þorbergsson, ---------
Guðmundur Ingi Þorbergsson, Jutta Thorbergsson,
Ágústa Þorbergsdóttir, Rúnar Halldórsson
og barnabörn.
Ebba Þóra Hvannberg,
t
Ástkær móöir okkar, tengdamóðir og
amma,
JÓNA G. BJARTMARSDÓTTIR,
Brávaliagötu 46,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 16. desember,
verður jarðsungin frá Neskirkju föstu-
daginn 27. desember kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkað-
ir, en þeim, sem vildu minnast hennar,
er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Baldur Þ. Harðarson, Esti'va Birna Björnsdóttir,
Eirikur B. Harðarson
og barnabörn.
t
Alúðarþakkir til allra, er sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa, sonar, bróður og
tengdasonar,
KRISTINS EYJÓLFSSONAR
frá Hvammi,
Landsveit,
Drafnarsandi 5,
Hellu.
Anna Magnúsdóttir,
Lóa Rún Kristinsdóttir,
Inga Jóna Kristinsdóttir, Þórður Þorgeirsson,
Eyjólfur Kristinsson,
Kristinn Reyr, Anna Kristín,
Eyjólfur Ágústsson, Guðrún S. Kristinsdóttir,
Katrin Eyjólfsdóttir,
Ævar Pálmi Eyjólfsson,
Knútur Eyjólfsson,
Selma Huld Eyjólfsdóttir,
Magnús Sigurjónsson.
Gleðileg jól.
Alúðarþakkir til allra, er sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför
föður okkar, sonar og bróður,
ÁGÚSTS S. EYJÓLFSSONAR
frá Hvammi, ,
Landsveit,
Kirkjugarðsvegi 81,
Stokkhólmi.
Guðrún S. Ágústsdóttir,
Ágúst Krister Ágústsson
Stefán Steinar,
Eyjólfur Ágústsson, Guðrún S. Kristinsdóttir,
Elsa Stefánsdóttir,
Katrfn Eyjólfsdóttir,
Ævar Pálmi Eyjólfsson,
Knútur Eyjólfsson,
Selma Huld Eyjólfsdóttir,
'
Gleðileg jól.
SIGFÚS DAÐASON
þá hógværð að láta ekki nafns síns
getið. En niðurlag hennar var
svona:
Víst er oss þungt að sjá á bak
og sakna samvista þinna; en oss
skal huggun ljá: vér eigum líka úr
lífsins svefni að rakna.
Elías Mar.
Hálft líf fyrir norðan hálft líf fyrir sunnan
ég trúi að margt annarlegt gerist í Ijósa-
skiptunum
ef mér er sagt það
en því hef ég nú flestu gleymt.
(Sigfús Daðason, Hendur og orð.)
Sigfús Daðason var í lifanda lífi
mörgum hulin ráðgáta og um hann
spunnust þjóðsögur. Tilsvör hans
og ummæli, sem á stundum gátu
verið meinleg, voru oft meistaralega
meitluð og hnyttin. Sigfús var skáld
og heimspekingur en jafnframt
lærður bókmenntamaður og mikill
unnandi franskrar menningar.
Hann var brautryðjandi í nútíma
ljóðagerð en klassísk menntun
hans, djúphygli og vit gerðu ljóð
hans að miklum skáldskap og djúpri
lífsspeki. Sagt er að Kristinn E.
Andrésson hafi rekist á þennan
unga mann vestur á Snæfellsnesi
þegar hann var þar á ferðalagi og
ákveðið að greiða götu hans eftir
megni.
Skömmu eftir að hann kom heim
frá námi gerist hann ritstjóri Tíma-
rits Máls og menningar. Ar hans á
Tímaritinu juku hróður Máls og
menningar og bókmenntaumræðan
í landinu breyttist með komu Sig-
fúsar til Tímaritsins. Hann reyndi
einnig að glæða fræðilega umræðu
um þjóðfélagsmál í ritinu. Honum
tókst á tímabili að gera Tímaritið
að vettvangi slíkra ritsmíða. Skrif
hans sjálfs í Tímaritið voru mörg
með afbrigðum að gæðum og margt
með því besta sem þar hefur verið
ritað.
Árið 1971 verður Sigfús bæði
formaður stjórnar Máls og menn-
ingar og framkvæmdastjóri í fram-
haldi af afsögn Kristins E. Andrés-
sonar. Þetta var samskonar fyrir-
komulag og gilti meðan Kristinn
gegndi báðum stöðunum.
Ekki er fjarri lagi að segja að
það hafi verið í miðjum ljósaskipt-
unum sem Sigfús tók einn við Máli
og menningu. Það var Kristinn, sem
í fararbroddi róttækra rithöfunda
og velunnara fagurbókmennta hafði
byggt þetta félag af grunni og gert
það stefnumarkandi í íslenskri
bókaútgáfu.
Þegar fram í sótti og heim-
skautanæðingur kalda stríðsins
varð napurri tók útgáfustefna Máls
og menningar á sig einstrengings-
legri ímynd. Einskonar sósíalreal-
ismi átti of mikið uppá pallborðið
og ýmsum merkum nýjum bók-
menntaverkum var vísað frá útgáf-
unni. Ungir höfundar drógust ekki
að útgáfunni. Stúdentaóeirðirnar í
Evrópu voru fyrirboði mikillar
óánægju innan sósíalískrar hreyf-
ingar. Forsendur fortíðarinnar voru
að bresta.
Það var nánast ekki á færi neins
manns að ávaxta þann bókmennta-
fræðilega hugmyndaarf sem Sigfús
fékk frá Kristni. Sá arfur var að
miklu leyti innstæðulaus. Þetta setti
Sigfúsi þröngar skorður og mér er
nær að halda að honum hafi ekki
liðið vel innan þeirra marka sem
fortíðin setti honum og hann megn-
aði ekki að brjótast útúr.
Það sagði honum enginn að
margt annarlegt var að gerast í
ljósaskiptunum. Ég hygg að þeir
hafi ekki verið margir sem deildu
með honum ábyrgð eða léttu undir
með honum á þessum tíma, enda
var hann ekki sú manngerð sem
að fyrra bragði leitaði mikið til
annarra. Djúphygli skáldsins og
klassískt æðruleysi voru ekki liprir
ráðgjafar í önnum daglegs amsturs
með fjármál og rekstrarútgjöld.
Við Sigfús urðum samverkamenn
þrjú síðustu ár hans hjá Máli og
menningu. Við vorum ósammála
um flest sem taka þurfti ákvörðun
um en gátum þó alltaf rætt saman.
Hann taldi með nokkrum rétti að
ég vildi færa útgáfuna í átt til póp-
úlisma, en á fáu hafði hann meiri
andstyggð. Ég hélt því fram á
móti að kröfur hans um bókmennta-
leg ofurgæði leiddu til kyrkings og
að við yrðum að klúbbi bókmennta-
Iegra fagurkera en ekki að bókaút-
gáfu fyrir almenning.
Þessu lyktaði með því að Sigfús
yfirgaf Mál og menningu árið 1976
þótt hann hefði ritstjórn Tímaritsins
enn með höndum um eins árs skeið.
Fyrir hönd Máls og menningar
vil ég flytja Sigfúsi Daðasyni þakk-
ir félagsins fyrir óeigingjarnt starf
í þágu þess. Éiginkonu og aðstand-
endum færi ég samúðarkveðjur.
Þröstur Ólafsson.
Á menntaskólaárum mínum,
uppúr 1970, um það leyti sem ég
var að ganga listagyðjunum á hönd,
sprangaði ég tíðum um miðbæ
Reykjavíkur. Eitt af því sem setti
svip sinn á bæjarlífið, sérstaklega
Skólavörðustíginn í minningu
minni, var maður í stuttum frakka
með alpahúfu, Gauloises-sígarettu
í munnviki og Le Monde undir
hendi. Ungar listaspírur báru ótta-
blandna virðingu fyrir honum, þetta
var Sigfús Daðason. Þrátt fyrir
nöpur orð og myrkan róm kom
hann inní tilveru okkar með fram-
andi blæ líkt og suðaustangolan,
sem síðan hefur orðið mér allra
veðra kærust á íslandi.
Við upphaf þessarar aðventu sá
ég ljós einsog aldrei fyrr, mjúkt og
hlýtt. Ljós sem slokknaði áður en
jólahátíðin gengi í garð. Það voru
augu Sigfúsar Daðasonar. Rifjuðust
þá upp fyrir mér orð skáldsins:
„... og horfði á Jón Hreggviðsson
þeim augum, sem munu ríkja yfir
Islandi þann dag sem afgangurinn
af veröldinni er fallinn á sínum ill-
verkum“.
Guðný Ýr, nú er elskhugi þinn
allur. Áshildur og Bergljót, nú
standið þið án fóstra. Skemmstur
sólargangur er að baki að þessu
sinni á Islandi. Á ný munu blása
suðlægir vindar hlýtt á kinnum fríð-
um.
Guðrún Birgisdóttir-Nardeau
t
Astkær eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
LÁRUS KJARTANSSON,
bóndi Austurey 1
Laugardal,
lést á heimili sínu sunnudaginn 22.
desember.
Hermannía Sigurrós Hansdóttir.
t
Ástkær sambýlismaður minn og bróðir,
KRISTJÁN MAGNÚSSON,
Rofabæ 27,
Reykjavik,
sem lést föstudaginn 20. desember sl.,
verður jarðsunginn frá Áskirkju mánu-
daginn 30. desember kl. 10.30.
Kristín Gunnarsdóttir,
Rebekka Magnúsdóttir.
t
Við þökkum auðsýnda samúð við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
RAGNHILDAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Rauðafelli,
Austur-Eyjafjöllum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrun-
arheimilisins Ljósheima, Selfossi.
Guðrún Anna Jónasdóttir, Hilmar Arnason,
Þórhildur Jónasdóttir, Ólafur Már Sigmundsson,
Þorsteinn Jónasson, Árný Guðlaugsdóttir,
Guðný Ingunn Jónasdóttir,
Guðni Rúnar Jónasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við fráfall og útför
JÓNS SIGBJÖRNSSONAR
fyrrv. deildarstjóra
tæknideildar RÚV,
Austurströnd 14,
Seltjarnarnesi.
Bestu óskir um gleðilega jólahátíð og
gæfuríkt komandi ár.
Vigdís Sverrisdóttir,
Anna Vigdís Jónsdóttir, Jörundur Sv. Guðmundsson,
Sigurlaug Jónsdóttir, Hallgrímur Þ. Magnússon,
Sverrir Jónsson, Danfríður Kristjónsdóttir,
Sigbjörn Jónsson
og barnabörn.