Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fjórar smábækur BÓKMENNTIR Barnabækur FÍLÓN FRÁ ALEXANDRÍU eftir Gumiar Harðarson. Teikningar: Halldór Baldursson. VEÐURTEPPTUR Texti og myndir: Hjörleifur Hjartarson HJÖRDÍS eftir Árna Árnason. Teikningar: Anna Cynthia Leplar DAGURí LÍFI SKARPA eftir Birgi Svan Símonarson: Teikningar: Halldór Baldursson. Barnabókaútgáfan, 1996 - 24 bls. BARNABÓKAÚTGÁFAN hefur gefíð út fjórar litlar bækur sem eru mjög ólíkar innbyrðis og eru ætlaðar yngstu lesendunum. Þær eru í hand- hægu broti og fallega útgefnar. Sagan um „Fílón frá Alexandríu" er tilraun til að útskýra heimspeki- legan hugsunarhátt og vangaveltur um hluti sem gjarnan eru taldir sjálf- sagðir. Fílón veltir fyrir sér hugtök- um og orðum sem geta haft mismun- andi merkingu. Hann tekur sem dæmi orðið dýr sem hefur mjög ólíka merkingu sem samheiti fyrir öii dýr en jafnframt eitthvað sem er dýr- mætt. Eitt af boðorðunum tíu verður Fílóni líka að umhugsunarefni. Velt er upp sögninni að heiðra og hvað það tákni að heiðra föður sinn og móður. Einnig er fjallað um viljann og að menn geti vitað hvað þeir vilja ekki þó að þeir viti ekki hvað þeir vilja. Frásögnin er nokkuð flókin þótt umræðuefnið sé þarft og ýmis aukaatriði eru sett inn í frásögnina sem lýta hana og flækja að óþörfu eins og frásögnin af styttunum í Alexandríu. Myndir Halldórs eru frumlegar og skemmtileg túlkun á andblæ forsögulegrar frásagnar. „Veðurtepptur" er frásögn í bundnu rnáli og segir frá dvöl lítils drengs hjá afa í Innstadal á meðan óveður gengur yfir og húsið fennir í kaf. Hugmyndin að ljóðasögu um dvöl í sveitinni er góð en höfundur er ekki nógu orðhagur til að gera söguna lipra fyrir unga lesendur. Vísa á borð við: „Það stendur til ég stoppi bara stutt hjá honum. En þá gengur óvænt hjá mér allt að von- um“ er ekki beinlínis lipurlega sam- an sett. Ljóðasagan er óbein frá- sögn. Afi segir ekki söguna heldur endursegir strákurinn hvað á dagana drífur. „Svo fræðir hann mig um fornkappana fræga og merka: Kjart- an. Bolla, Gunnar, Njál og Gretti sterka.“ Myndirnar eru einfaldar, kímnar teikningar og gefa frásögn- inni aukið gildi. „Hjördís" sem hefði átt að heita Fjördís er meira en iítið fjörug. Hún geysist um heiminn í leit að hamingj- unni og töfrar karlmenn hvar sem hún fer. Hún finnur þó ekki þann rétta fyrr en hún hefur snúið aftur á heimaslóð. Textinn er að nokkru leyti í bundnu máli og inni í honum eru rímorð enda þótt textinn sé ekki settur fram sem ljóðasaga: „í næði? ... en æði“ sagði Hjördís svo allir heyrðu. „Mér finnst þú eiga heldur bágt þegar þú talar svona lágt!““ (s. 7). „Fólkið hló og það hló, þangað til gamall maður datt niður og . .. dó“ (s. 8). Tilraun af þessu tagi set- ur textanum talsverðar skorður og stíll sögunnar verður oft óeðlilegur stirður og tilgerðarlegur vegna þess- ara tilrauna. Myndirnar eru líflegar og falla vel að efninu. Dagur í lífið Skarpa segir frá sex ára polla sem er ekki alltof ánægður með þá athygli sem foreldrar hans veita honum. Hann getur líka bent á hversu illa fullorðið fólk er sjálfu sér samkvæmt. Pabbi drekkur bjór þótt hann tönnlist á því hversu mjólkin sé holl og mamma reykir þótt Skarpi sé að reyna að benda henni á hversu óhollt það er. Skarpi hefur ríkt hugmyndaflug. Kötturinn breytist auðveldlega í ljón og eldri borgarar í Hellisgerði verða í einu vetfangi að stökkbreyttum geimver- um. Einn daginn er Skarpi búinn að fá nóg og hann fer í ferðalag til Afriku enda mikill aðdáandi Tars- ans. Þar lendir hann í miklum lífs- háska en bjargast á síðustu stundu og frásögnin fær ánægjulegan endi. Sagan er vel sögð, textinn látlaus og dálítið dapurlegur enda er Skarpi dapur yfir tilverunni. Myndir Hall- dórs eru mjög sterkar og styðja vel við anda sögunnar. Sigrún Klara Hannesdóttir Jólagjafaáhyggjur BOKMENNTIR Barnabók JÓLASÖGUR AF FRANS Eftir Christine Nöstlinger. Teikning- ar eftir Erhard Dietl. Jórunn Sigurð- ardóttir þýddi. Mál og menning, 1996 - 60 s. CHRISTINE Nöstlinger hefur skrifað ritröð um strákinn Frans og er þetta sú áttunda bókin sem þýdd er á íslensku. í þessum sögum er hann og umhverfi hans notað til að koma ákveðnum hugmyndum og viðfangsefnum á framfæri. Ekki er beiniínis um boðskap að ræða en höfundur ræðir mál sem öll börn skijja mjög vel. í þessari bók eru það jólin og jólagjafirnar sem eru viðfangsefnið. Frans veit að mamma mun alls ekki gefa hon- um byssur, sveðjur, hnífa eða riffla í jóla- pakkann. Hann getur keypt það fyrir vasa- peninga sína ef hann vill fá eitthvað þess háttar. Svo er það forvitnin. Öll börn þekkja það að eiga erfitt með að halda sig frá brúna umbúðapappíminum sem geymir gjöfina langþráðu. En þessi forvitni getur einnig leitt menn í ógöngur. Frans og vinkona hans Gunna eru vön að skiptast á jólagjöfum en hann er ekki mjög hress með jólagjafirnar sem Gunna gefur honum, enda hefur hún oft gefið honum óttalegt rusl. Það er því talsvert sálarstríð fyrir Frans að kaupa fallega gjöf handa henni vitandi að hann á að fá þijú skrúfjárn frá henni. En Frans er snjall og sér við vin- konu sinni. Jólagjafa- valið getur verið ákaf- lega flókið þegar alls kyns sjónarmið rekast á en þegar í algert óefni er komið finnur amma réttu lausnina og allir una glaðir við sitt. Sagan um Frans er sögð á einfaldan hátt og kjarngóðu máii. Hún er einnig vel læsileg, prentuð með stóru letri, enda er hún ætluð fyrir litla lestrarhesta, eins og segir í kynningu. Sigrún Klara Hannesdóttir Christine Nöstlinger KLIPPIMYND eftir Helgu Sighvatsdóttur. Lífið í Snotraskógi BÓKMENNTIR Barnabók SNILLINGAR í SNOTRASKÓGI Texti: Björgvin E. Björgvinsson. Klippimyndir og lög: Helga Sighvats- dóttir. Björgvin og Helga, 1996 - 52 s. ÆVINTÝRIÐ segir frá Mýslu og vini hennar Korna sem búa í Snotraskógi. Mýsla og Korni hitt- ast í Litlalundi og hjálpast að við að byggja hús fyrir Mýslu. Korni er góður húsasmiður og húsið rís með eldingarhraða með mörgum herbergjum og öllum nútímaþæg- indum. Mýsla er mikil myndarhús- móðir og þegar þau hafa lokið húsbyggingunni er haidin vígslu- athöfn og Mýsla heldur tilheyrandi vígsluræðu. Þau fara í eitt smá- ferðalag og lenda í kröppum dansi í viðureign sinni við Boggu brand- uglu, leika sér við Haustvindinn og enda með því að fara í skóla. Sagan er ekki nógu markviss sem barnabók. Hugmyndir um atburði og persónulýsingar eru til staðar en þær eru grafnar í mál- skrúði og lýsingum á umhverfi. í upphafi sögu er lýsing á skóginum og við fylgjum Mýslu (án þess að vita hver hún er) í gönguferð um skóginn. Þetta er óþarflega lang- dregin lýsing þar sem ekkert ger- ist og langar lýsingar á hjali lækj- arins og blómum skrýddum engj- um. Þegar skrifað er fyrir lítil börn verður kjarni sögunnar að vera hnitmiðaður, atburðirnir skýrir og lýsing persónanna skörp. Alltof miklar málalengingar grafa þá atburði sem geta gripið huga ungra lesenda. Tungumálið verður að flæða fram eðlilega og ekki þarf sí og æ að vera að tyggja ofan í lesandann hvað hann eigi að hugsa og halda um framvindu sögunnar. Höfundur textans er sí og æ að hnýta inn lýsingarorðum þar sem líklega er verið að hjálpa le- sanda að sjá inn í hug sögupersón- anna. Sem dæmi af sömu síðunni (s. 29): ... sagði Mýsla hálf hissa. ... bætti hann við mannalega, ... sagði hún reiðilega, ...sagði Mýsla ábúðarfull, ... spurði Korni og tog- aði óöruggur í Mýslu, ... sagði hann og gekk öruggur fram ... Á límmiða sem fylgir bókinni segir að leikrit byggt á sögunni verði tekið til sýningar í febrúar 1997. Væntanlega verður þetta að hluta til söngleikur því að í sögunni um Snillingana í Snotra- skógi eru vísur og í bókarlok eru nótur yfir söngvana. Myndirnar eru klippimyndir, mjög fínlegar og nostursamar. Stundum verða smáatriðin of mörg og yfirgnæfandi og aðalatr- iði myndefnisins hverfur, en í heildina er myndskreytingin góð. Sigrún Klara Hannesdóttir Veröld, ný og góð BÆKUR Sjálfshjálparfræði HÁMARKS ÁRANGUR eftir Brian Tracy. Islensk þýðing: Þorgerður Jörundsdóttir og Guðrún Sóley Guðjónsdóttir. Leiðarljós 1996. 339 bls. HÖFUNDUR bókarinnar, Brian Terry, er Iifandi goðsögn fyrir það sem á ensku heitir að vera „self- made man.“ Hann er af fátæku bergi brotinn; átti erfiða æsku, var hálfgerður vandræðaunglingur en braust til metorða af eigin rammleik og hugviti. Eftir því sem hann segir sjálfur, býr hann yfir geysimikilli reynslu; hefur t.d. ferðast og unnið alis konar störf í meira en áttatíu löndum, verið flækingur og for- stjóri, en þrátt fyrir það haft tíma til að lesa nánast allt heimsbóka- safnið eins og það leggur sig. í sam- ræmi við goðsögnina varð hann svo í fyllingu tímans aðalframkvæmda- stjóri byggingafyrirtækis sem velti 256 milljónum dala. Með bókinni skýrir hann frá leyndarmáli sínu með það fyrir augum hjálpa öðrum að ná „hámarks árangri“ og ham- ingju. Bókin er í grunninn hugmynda- fræði sú sem kennd er á svonefndum „Fönix-námskeiðum um sálfræði til árangurs" og boðið er upp á hériend- is. Námskeið og bók virðist einkum beint til fyrirtækjafólks og þeirra sem leggja stund á viðskipti. Peninga- hyggja enda miðlæg og viðmið árang- urs þau efnislegu gæði sem kaupa má með beinhörðum peningum. Bók- inni er skipt í tólf kafla sem byggjast á „sjö þáttum farsældar" og ýmsum „markmiðum" sem nauðsynlegt er að stefna að til að öðlast „frama, vel- gengni og dásamlega líðan“. Brian Tracy efast ekki í trúboði sínu fyrir lífshamingju meðbræðra sinna. Heimsmyndin sem hann ber á borð dregur dám af ofurbjartsýni og blindri trú á fijálst framtak: „Fram- tíðarspámenn og viðskiptafrömuðir spá því að gullöld mannkyns gangi nú í garð. Hugsjónir Vesturlandabúa um lýðræði, einstaklingsfrelsi og frjálst framtak breiðast óðfluga út um allan heim. Velmegun, gróska og frelsi fylgja í kjölfarið þar sem því er fylgt eftir. Velgengni, frelsi, hamingja og efnahagslegt sjálfstæði efiist sem aldrei fyrr.“ Ekki er víst að allir i heimi væru tilbúnir að taka undir þessa glansmynd, ekki einu sinni allir á Vesturlöndum og hugs- anlega ekki einu sinni allir þeir sem fylla flokk þeirra milljóna sem búa við sára fátækt, fordóma og misrétti í föðurlandi höfundar sjálfs, fyrir- myndarlandi frjálshyggju og fijáls framtaks. Tracy flytur okkur ennfremur þau gleðitíðindi að það skipti engu fyrir velgengni hvort maður er fæddur „með silfurskeið í munninum eða í örbirgð" eða hvort maður er „ungur, gamall, karl eða kona, svartur eða hvítur," því „náttúran er óhlutdræg". Bak við ómar annað óhlutdrægt „náttúrulögmál“ fijálshyggjumanna: markaðslögmálið. Þetta ættu að vera hughreystandi tíðindi fyrir t.d. hör- undsdökka, m.a. í Bandaríkjunum; ef þú slærð ekki í gegn þá er orsakar- innar að leita innra með sjálfum þér en alls ekki í utanaðkomandi aðstæð- um. Staðhæfingar Tracys eru nötur- legar í ljósi sívaxandi fátæktar og misréttis (svo ekki sé minnst á stríð og hungursneyð) víða um heim og ekki síst þar sem ísköld hugmynda- fræði fijálshyggjunnar hefur komið við sögu. Boðskapur Brian Tracys byggist á rammri einstaklings- og fijáls- hyggju (með nýaldarlegu „kærleiks- ívafi“) og er í raun endurvinnsla ameríska draumsins margfræga: Tracy græðir á því að trúa á draum- inn og á því að selja hann. Og sjálf- ur þykist hann besta augiýsingin fyrir „vöruna“. Þó gagnrýnandi sé ekki sammála undirliggjandi hugmyndafræði og áróðri bókarinnar getur hann þó tek- ið undir sum af þeim „sjálfshjálpar- ráðum“ sem þar er að finna, að und- anskilinni ofurbjartsýni og óhófleg- um loforðum um virkni þeirra. Ráð- in, fengin héðan og þaðan (úr heim- speki, sálfræði, frumspeki, o.s.frv.) eru gamalkunn, enda um endur- vinnslu þeirra frá hendi höfundar að ræða. Einföldun á flóknum hugtök- um og jákvæðnivaðall keyrir oft fram úr hófi. En lestrarhesturinn mikli er jú „hagsýnn", eins og sönnum amer- ískum pragmatista sæmir, og hefur „enga þolinmæði fyrir flóknar kenn- ingar eða óhlutbundnar frumsetning- ar“. Uppsetning bókarinnar er ein- föld og nokkuð skýr en þó er slæmt að efnisyfirlit skuli vanta; það er mikið óhagræði fyrir þá sem kynnu að vilja nota bókina sem uppflettirit, t.d. þátttakendur á námskeiði. Texti er læsilegur og frágangur hans yfir- leitt góður. í ævisögubroti fremst í bókinni segir Tracy frá því að sem ódæll og óvinsæll táningur hafi hann haft þann löst að sækjast eftir athygli með ýkjusögum. í ljósi hástemmdra lýsinga á velsæld heimsins og yfír- máta glaðbeittum yfirlýsingum um gildi bókar sinnar og eigin iífs dettur manni helst í hug að hann sé, nú á sextugs aldri, enn við sama hey- garðshornið. Geir Svansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.